Átök ESB við Rússa valda of háu gengi evrunnar

Seðlabankastjóri ESB-bankans, Mario Draghi, lýsti því yfir á blaðamannafundi s.l. fimmtudag 8.maí að aðgerðir Rússa í Úkraínu ættu sinn þátt í því að keyra gengi evrunnar upp á við en það gæti veikt mjög samkeppnisstöðu evruríkja og dregið úr útflutningstekjum þeirra.

 

Hann bætti því þó við að atburðirnir í Úkraínu væru ekki eina ástæðan fyrir því að þessi hætta steðjaði að. Lítil verðbólga, lítil eftirspurn eftir framleiðslu og gríðarmikið atvinnuleysi ættu sinn þátt í því að gengi evrunnar væri of hátt og væri það mikið áhyggjuefni.

 

Í evrópskum fjölmiðlum hefur verið fullyrt að vegna atburðanna í Úkraínu séu rússneskir auðjöfrar að flýja með fé sitt inn á evrusvæðið. Aðspurður kvaðst Draghi ekki geta svarað því hvert þetta fjármagn væri nú helst að streyma. En hann varaði við því að auknar refsiaðgerðir ESB gagnvart Rússum, sem gætu valdið samdrætti og kreppueinkennum þar, gætu komið ESB og evrusvæðinu í koll og í það minnsta haft meiri áhrif til hins verra á því svæði en annars staðar í heiminum.

 

Það er einmitt helsta áhættan sem fælist í upptöku evru hér á landi að sveiflur á gengi hennar yrði ekki í neinu samræmi við efnahagsþróun hér og þarfir íslensks atvinnulífs. Of hátt gengi gjaldmiðilsins, hvort sem um er að ræða evru eða krónu, getur haft afar neikvæð áhrif á efnahagslíf okkar, rétt eins og alltof lágt gengi hefur einnig sínar neikvæðu hliðar. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Liðið í land- og sjósölunni hlýtur að koma hlaupandi sem fyrr og harðneita þessu, kalla það kjaftæði og lygar Vinstrivaktarinnar.  Það getur ekki verið að neitt neikvætt komi úr dýrðarveldinu, sem heldur sig geta hótað (og þvingað) stórum hluta heimsins, líka Rússlandi. 

Svo var þetta meiriháttar pistill: Aðild að ESB stríðir gegn stjórnarskrá Íslands

Elle_, 13.5.2014 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband