ESB er úrelt afkvæmi kalda stríðsins

ESB varð til á tímum kalda stríðsins þegar veröldin skiptist upp í blokkir undir forystu tveggja risavelda, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Nú er ESB orðið óvinsælt, fæstir Evrópubúar vilji halda áfram á braut æ meiri samruna og sívaxandi fjöldi fólks vill yfirgefa það.

Á þessarar staðreyndir er bent í nýrri breskri bók, The Trouble with Europe, eftir hagfræðinginn Roger Bootle, sem skrifar einnig vikulega pistla í Daily Telegraph.

 

Roger Bootle bendir á að markmið ESB um síaukna samræmingu hafi leitt til alltof mikils regluveldis. Árangur ESB í efnahagsþróun hafi verið áberandi slappur, og hætt sé við að hlutdeild ESB í vergri landsframleiðslu ríkja heims fari smám saman minnkandi.

 

Í bók sinni fullyrðir hann að ESB sjálft standi beinlínis í vegi fyrir velgengni Evrópuríkja. Annað hvort verði að gera grundvallarbreytingar á starfsháttum þess eða það muni óhjákvæmilega brotna upp í smærri einingar. Stofnanir ESB séu illa skipulagðar og illa reknar, verkefni þeirra skipti litlu máli og vaxandi gjá sé á milli stofnana ESB og almennings í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nú er ESB orðið óvinsælt, fæstir Evrópubúar vilja halda áfram á braut æ meiri samrunna og sívaxandi fjöldi fólks vill yfirgefa það".

Þetta er rangt, bara bull og Ragnar Arnalds ætti að vita það. Er nýkominn frá Grikklandi, þar sem ég dvaldi í nær 2 1/2 mánuð og spjallaði við ófáa. Enginn, sko enginn lét í ljós þá skoðun að Grikkland ætti að ganga úr EU eða missa Evruna. Það er móð ólíkindum hvað Vinstri- og Hægrivaktin og Heimssýn geta bullað um EU og Evrópu og vísvitandi villt fyrir fólki. Jafnvel gamlir ráðherrar, sem ættu að hafa bæði vit og þekkingu í kollinum. Að sjálfsögðu glímir EU við mörg vandamál, hvaða þjóðir gera það ekki, en þau verða leyst. Djöfull er ég orðinn leiður á þessum heimalningum sem hafa "horizon" þrengri en brekkusnigils. Kerfiskallar sem hafa tottað ríkisspenann alla sína tíð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 11:33

2 Smámynd: Elle_

Ótrúlegir þessir einangrunarsinnar sem hafa nákvæmlega engan skilning á orðinu horizon.  Þessir menn vilja lokast inni og vilja ekkert með heiminn hafa.  Þó æpa þeir hæst um einangrunarsinna og heimalninga, útlendingahatara og þjóðrembinga.  Það vantar skilning þarna.

Elle_, 29.4.2014 kl. 15:29

3 Smámynd: Elle_

Hvað var þetta?: Að sjálfsögðu glímir EU við mörg vandamál, hvaða þjóðir gera það ekki, en þau verða leyst. - -  Hafið þið ekki þráfastlega neitað að þetta væri neitt í líkingu við einu sinni verðandi þjóðríki?  Líka merkilegt hvað maðurinn skrifar oft eins og Ómar Kristjánsson.

Elle_, 29.4.2014 kl. 19:09

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna er listi yfir viðskiptabandalög í heiminum. Þau eru eins fjölbreytt eins og þau eru mörg. Evrópusambandið er bara eitt af þeim í Evrópu. Þar sem EFTA er annað þeirra og ef eitthvað er úrelt. Þá er það EFTA enda orðið máttlaust sem slíkt í dag.

Ragnar Arnalds barðist gegn aðild Íslands að EFTA og síðan aðild Íslands að EES. Þannig að það kemur lítið á óvart að hann berjist á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Enda er maðurinn og hjörðin í kringum hann öll saman úreld eins og allur þeirra hugsunarháttur.

Jón Frímann Jónsson, 30.4.2014 kl. 01:28

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er það nú eitthvað innlegg herra Jón! Að eitthvað komi þér lítið á óvart,? Svona eins og þegar þú varst lítill drengur; “Ég vissi það! Sagði ég ekki” það er svo margt i íslenskri tungu sem hefur forskeitið úr! Eitt og sér er það kröfukvætt í mínum huga ég vil losna ÚR umsóknarferlinu með því að draga ólöglegu umsóknina til baka. Það ætti nú ekki að vera svo erfitt fyrir menn í blóma lífsins að deila við úrelda,en þeim virðist hlaupa kapp í kinn við minnstu tjáningu þeirra,hvers vegna skildi það vera?

Getur það verið að þar finnist ákveðin úrkynjun.

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2014 kl. 12:19

6 identicon

Menn töluðu um sameinaða Evrópu löngu fyrir tíma kalda stríðsins.

Hvernig væri að skoða sögu Evrópu fyrir þann tíma?

Stefán (IP-tala skráð) 30.4.2014 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband