Kíkt á hina kosningabaráttuna
28.4.2014 | 12:03
Ef Ísland væri orðið hluti af ESB væri nú ekki aðeins verið að kjósa til sveitarstjórna á Íslandi heldur einnig til Evrópuþingsins, þar sem Ísland ætti væntanlega 6 sæti af um það bil 742. Að vísu er kosningaþátttaka til Evrópuþingsins sorglega rýr, um 40% og gæti stefnt í enn minni þátttöku nú í maí.
Málflutningur vinstri sinnaðra frambjóðenda, ekki einungis þeirra sem skipa hóp ESB-gagnrýnenda, fyrir kosningarnar eru allrar athygli verður. Þeirra á meðal verður að telja þingforseta Evrópuþingsins sem gæti mjög líklega orðið næsti næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB, Martin Schulz.
Hann hóf kosningabaráttu sína fyrir um tveimur mánuðum með því að kalla á endurreisn trausts á ESB. Þá sagði hann í viðtali við Reuter: ,,Við þurfum að fara að hugsa öðru vísi. Ekki: Er enn til kimi í Evrópu sem við höfum ekki skipt okkur af með beinum hætti heldur: Hvað getum við gert betur? ... Við höfum að vissu leyti misst þráðinn. Evrópa er ekki eins vel skilgreind og áður í hugum borgaranna. ESB var loforð um velferð, meiri félagslegan stöðugleika og meiri frið," sagði hann. ,,Þetta loforð hefur ekki verið haldið. Við þurfum að finna leið til baka og hvernig við getum staðið við þetta loforð. ... Þeir sem gagnrýna ESB eru ekki [aðeins] andstæðingar ESB og þar liggja helstu mistök okkar. ... Við verðum að segja við þetta fólk: Við skiljum ykkur, þið hafið rétt fyrir ykkur."
Þetta er rödd eins mesta áhrifamanns ESB, mikils ESB sinna, frá landinu sem flestir telja áhrifamest innan ESB, Þýskalandi. /AB
Athugasemdir
það er líklega nú þegar búið að samþykkja og meðtak/undirskrifa inngöngu Íslandsríkis í ESB-bankaránsplanið, og ofríkis-valdaskipulagt af valdaofríki innan stjórnsýsluspillingar Íslands!
Fyrir utan hvaða glæpastofnun ætlum við rusldraslarar að mótmæla banka og lífeyrisránum á Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2014 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.