Bjarni Harðar um pólitíska loftfimleika

Nokkur umræða fer nú fram um Evrópustefnu sitjandi ríkisstjórnar og ekki öll mjög hófstillt. Með pólitískum loftfimleikum er því haldið fram að ríkisstjórnarflokkarnir svíki gefin kosningaloforð ef þeir fylgja stefnum og fundasamþykktum flokka sinna og slíta aðildarviðræðum við ESB.

 

Í aðdraganda síðustu alþingiskosninga voru umræður um aðild að ESB ekki miklar og svolítið ruglingslegar. Vinstriflokkarnir sem hrökkluðust frá völdum eftir að hafa sett allt sitt afl og sína æru í ESB-aðild voru áhugalitlir um þessa umræðu þar sem hún var þeim síst til frama. Hægriflokkarnir tveir sem nú sitja að völdum vonuðust til að halda innan sinnan raða bæði já- og nei-sinnum ESB-málsins og vildu því heldur ekkert um málið tala.

 

Sá sem hér skrifar var í hópi andstæðinga ESB-aðildar sem tefldu fram lista til þess að skerpa á þessari umræðu og standa vörð um fullveldisbaráttuna. Flest komum við úr VG en sá flokkur var þá fyrir löngu genginn í björg heimatrúboðs ESB-sinna. Með því að bjóða upp á kost þar sem enginn afsláttur væri gefinn frá einarðri kröfu um tafarlaus slit ESB-viðræðna töldum við okkur þrýsta á stóru flokkana að hvika ekki frá eigin samþykktum. Það er fljótsagt að við höfðum þar algerlega erindi sem erfiði. Þrátt fyrir hik og margskonar orðagjálfur viku hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur frá þeim stefnum sem markaðar höfðu verið í grasrótum flokkanna og samþykktar á þingum að aðlögunarferli ESB skyldi stöðvað og það tafarlaust.

  

Sú ríkisstjórn sem nú situr er ekki líkleg til afreka í þágu almennings. Gjafir til handa heimilunum í landinu eru nú framkomnar í ríflegum skenkingum til þeirra heimila sem halda á kvóta í sjávarútvegi. Það eru vissulega fjölskyldur líka og kannski þær einar sem flokkarnir voru samstiga um að fá ættu gjafafé.

En í ESB-málinu voru ríkisstjórnarflokkarnir algerlega samstiga. Það er lágmarkskrafa okkar allra, sem studdum að því að koma hinni óvinsælu ESB-stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá völdum, að þeir sem nú ráða standi hér við gefin loforð.

 

Heimild: grein Bjarna Harðarsonar í Mbl. 15. mars s.l.


mbl.is Eiga ekki að hreyfa við ESB-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nú ekki Ragnar Arnalds farinn að vitna í Bjarna Harðarsson.

Lítið leggst fyrir kappann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.3.2014 kl. 11:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð tilvitnun og á svo sannarlega erindi inn í umræðuna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2014 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband