Varaformaður þýskra vinstrimanna telur rétt að gefa evruna upp á bátinn

Athyglisvert er að gagnrýni á evruna kemur einnig frá Þýskalandi sem þó hefur hagnast mest á sameiginlegu myntinni á kostnað jaðarríkja ESB. Varaformaður þýska Vinstriflokksins, Sahra Wagenknecht, telur rétt að gefa evruna upp á bátinn í samtali við þýska vikublaðið Die Zeit.

 

Á mbl.is í gær er það haft eftir Wagenknecht í þessu viðtali að evran virki ekki og skapi sundrungu á meðal Evrópuþjóða:

 

„Eftir síðari heimsstyrjöldina hafi Evrópusamruninn stuðlað að friði en undanfarna tvo áratugi hafi þróun Evrópusambandsins verði fyrst og fremst í áttir sem séu stórfyrirtækjum og bönkum til hagsbóta.

 

Wagenknecht hafnar því í viðtalinu að gagnrýni á stofnanir ESB, þar sem áhrif verkafólks og millistéttarinnar séu engin, feli í sér þjóðernishyggju. Evrópusamruninn hafi dregið úr velferð. Hún bendir á að 19 milljónir manna séu án atvinnu í suðurhluta ESB vegna harkalegra aðhaldsaðgerða sem framkvæmdastjórn sambandsins beri meðal annars ábyrgð á.

 

Spurð hvort hún sé sammála því að Þýskalandi ætti að segja skilið við evruna segir Wagenknecht vilja að tekin verði upp ný peningastefna með stöðugu gengi og fjármagnshöftum. Evran eins og hún sé í dag virki ekki og skapi sundrungu á meðal þeirra þjóða sem noti hana. Hún er einnig spurð að því hvort hún telji mögulegt að hafa áhrif í stofnunum ESB en hún sat á Evrópuþinginu 2004-2009.

 

Hún segist hafa orðið vitni að því hversu mikil áhrif fulltrúar stórfyrirtækja hafi á vettvangi ESB. Oft sitji fleiri fulltrúar fyrirtækja í nefndum á vegum Evrópuþingsins en þingmenn. Þá sé stefna framkvæmdastjórnar ESB að miklu leyti mótuð í samræmi við viðmið frá fulltrúum stórfyrirtækja. Fyrir vikið segist hún hafa miklar efasemdir um að rétt sé að færa stofnunum sambandsins enn frekari völd.

 

Vinstriflokkurinn hefur 64 þingmenn á þýska sambandsþinginu og átta á Evrópuþinginu.“


mbl.is Segir evruna skapa sundrungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband