Svisslendingar ergja kommissarana í Brussel
10.2.2014 | 09:19
Margt er líkt með Sviss, Noregi og Íslandi. Öll njóta löndin þess að standa utan við ESB. Öll þrjú hafa sótt um aðild að ESB en hætt við eftir langvinnar samningalotur, og allar þjóðirnar þrjár fá öðru hvoru yfir sig hótanir kommissaranna í Brussel sem ergja sig yfir sjálfstæðisvilja þeirra.
Niðurstaða þjóðaratkvæðisins í Sviss í gær fer nú mjög fyrir brjóstið á kommissörum ESB, en meirihluti kjósenda í Sviss vill ekki sætta sig við ótakmarkaðan innflutning fólks frá ESB-ríkjum samkvæmt núgildandi samningum og vill koma í veg fyrir að atvinnuleysið í nálækum ESB-ríkjum flæði inn yfir landamærin og ógni því góða samfélagi sem þeir hafa þar byggt upp.
Svisslendingar, Norðmenn og Íslendingar eiga það sameiginlegt að vegna vel utan ESB. Atvinnuleysi í þessum þremur löndum er langtum minna en að meðaltali í ríkjum ESB. Vissulega eiga olíuauðlindir Norðmanna sinn þátt í velgengni þeirra, en Svisslendingar byggja ekki auð sinn á olíu heldur á fjármálaviti og hafa haft vit á að láta ekki Þjóðverja gleypa sig.
Hótanir kommissara ESB í garð Svisslendinga minna óneitanlega á hótanir sömu manna gagnvart Íslendingum vegna makrílveiða í eigin lögsögu sem enn er einkaeign íslensku þjóðarinnar og ESB-liðinu hefur enn ekki tekist að færa undir forræði kommissara ESB. - RA
Endurskoða tengsl við Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grímulausar hótanir ef ekki er gert eins og þessir kommiserar vilja, þeir eru umboðslausir en geta samt stjórnað öllu, er ekki eitthvað rangt við þetta allt saman?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2014 kl. 12:17
Góður pistill Ragnar. Það er með miklum ólíkindum að hluti þjóðarinnar sé í þeirri trú, í boði krata, að ESB aðild sé eitthvað annað en framsal fullveldis okkar. Það lýsir ótrúlegri fáfræði að ímynda sér að einhverjir "samningar" við ESB séu í boði. Auðvitað vill ESB ráða yfir fiskimíðum okkar. Það myndi líka gerast, ef við álpuðumst in í ESB. Meðan við gerum það ekki, höldum við fullveldi okkar og óskoruðum yfirráðum yfir öllum okkar auðlindum
Kristján Þorgeir Magnússon, 10.2.2014 kl. 15:40
Þú ert greinilega glórulaus um hvað er að gerast í heiminum og sem "vinstrimaður" og ættir þú pínulítið að skammast þín.
"en Svisslendingar byggja ekki auð sinn á olíu heldur á fjármálaviti"
Felst fjármálavit í því að arðræna aðrar þjóðir?
Skora á þig að horfa á hana þessa
https://www.youtube.com/watch?v=WNYemuiAOfU#t=307
Stealing Africa - Why Poverty?
Íslendingar og norðmenn eru í góðum félagsskap stofnaðan af Alþjóðabankanum sem á að hvetja aðrar þjóðir að einkavæða fiskimið sín ( Global Program on Fisheries og The Global Partnership for Oceans)
ESB hefur einnig tekið við sér og virðast ætla að innleiða svipað kerfi og íslendingar.
Forvitnilegt verður að vita hvort LÍÚ lætur af harðri andstöðu sinni gegn inngöngu í ESB eftir að ESB setur það kerfi á koppinn, ( Sjálfsagt verður sett upp einhver leiksýning )
Held ég fari rétt með að vistfræðingur LíÚ hafi í viðtali gefið inngöngu í ESB undir fótinn ef Sambandið breytti fiskveiðistórnunarkerfi sínu í sama brask kerfi og við íslendingar búum við.
Mestu svik stjórnmálamanna fyrir utan einkavæðingu á fiskveiðiauðlindinni var auðvitað EES samningurinn sem er svo MIKLU meira en fríverslunarsamningur.
" There are no cross border connections. Nevertheless, Iceland is
included in the EU internal energy market by virtue of having been a party to the EEA
Agreement since 1994. " ( Hvernig datt þingmönnum í hug að samþykkja þessi svikabrögð? )
Og til að afsaka það, þá ætla stjórnvöld í framtíðinni að flytja rafmagn í gegnum sæstreng til evrópu til að geta réttlætt hin "fullkomna" þjófnað.
" Öll njóta löndin þess að standa utan við ESB."
Erum við Íslendingar virkilega að njóta þess að auðlindum okkar hafi verið stolið?
( ég segi stolið, því erfitt eða ómögulegt er að vinda ofan af slíkum þjófnaði, allavega á Íslandi.)
Nei, við þurfum ekki ESB til að rýja okkur inn að skinni, íslenskir þingmenn eru fullfærir um það.
L.T.D. (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 23:53
Eru þá 49.7% svisslendinga ekki hluti af svissnesku þjóðinni eða?
Menn eiga ekki að vera svona pikkfastir í ESB hatri sínu.
Í þessu ákveðna tilfelli dregur þetta svo vel fram galla þjóðaratkvæðagreiðslna. Það er nánast jafnt. 50/50.
Hver er ,,svissneska þjóðin" og hverjir eru ,,ESB kommisarar"?
Það er ekkert réttlæti eða lýðræði fólkið í því að 0.3% (munurinn sirka) geti valtrað yfir allt og alla.
Þetta dregur svo vel fram að þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið varasamar, óígrundaðar og hreinlega óráðlegar.
Þetta eru svo sem ekki ný sannindi. Fordæmin úr Weimarlýðveldinu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur eru eigi fögur. Þær voru misnotaðar af hægri-öfgamönnum. Hænufet frá því sem gerist í Sviss þarna. Hænufet.
Við getum nefnt annað dæmi um óráðlegheit þjóðaratkvæðagreiðslna og nærtækara en samt annars eðlis en í Weimar.
Áfengisbannið á Íslandi í byrjun 20.aldar. Jú jú, var samþykkt með um 60% atkvæða - en svo fylgdi óhjákvæmilega á eftir stóri halinn.
Nefnilega að þá ætluðu 60% að framfylgja banninu gagnvart 40%. Þeir ætluðu að taka ráð þeirra í sínar hendur. Hvaða réttlæti og lýðræði er það? Að ætla banna manninum við hliðina á þér að drekka brennivín?!
Enda kom í ljós að þetta hentaði alls ekki að afklárast í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Síðan var aftur atkvæðagreiðsla um afnám - og þá samþyggt með um 60%
En þá var allt annað uppá teningnum. Þá var það bara þannig að þeir sem vildu drekka - þeir drukku. En voru ekkert að neyða þá sem ekki vildu drekka til að drekka.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2014 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.