71% Norðmanna vilja ekki í ESB

Mikill meirihluti Norðmanna er andsnúinn því að ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir norsku dagblöðin Nationen og Klassekampen sem birtar voru í fyrradag. 71% Norðmanna vilja ekki ganga í sambandið samkvæmt könnuninni en 19% eru því hlynnt.

 

Ekki hafa orðið miklar breytingar á afstöðu Norðmanna frá því að hliðstæð skoðanakönnun var gerð í nóvember síðastliðnum samkvæmt frétt Nationen en þá voru 69,3% andsvíg aðild að ESB og 19,1% henni hlynnt.

 

Haft er eftir Heming Olausen, formanni samtakanna Nei til EU sem berjast gegn aðild að ESB að það sé ánægjulegt að andstaðan sé stöðug í kringum 70% og að ríkisstjórnarskiptin í Noregi síðastliðið haust hafi ekki breytt afstöðu Norðmanna til málsins. Jan Erik Grindheim, formaður norsku Evrópusamtakanna, segir mikla andstöðu ekki koma á óvart í ljósi efnahagserfiðleikanna innan ESB. Hann vonist til þess að staðan breytist. (Heimild: mbl.is 4.2.2014)

Því má bæta við að fyrir allnokkrum árum var það ein helsta röksemd ESB-sinna á Íslandi að Íslendingar yrðu að sækja um aðild að ESB, vegna þess að Norðmenn væru um það bil að ganga í ESB og ekki væri heppilegt að Íslendingar yrðu skildir einir eftir fyrir utan. Þær raddir eru nú löngu þagnaðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband