Jafnvel kommissörunum sjálfum blöskrar spillingin í ESB
4.2.2014 | 11:37
Umfang spillingar í Evrópu er yfirgengilegt og kostar hagkerfi Evrópusambandsins um 120 milljarða evra á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Cecilia Malmström, sem fer með innanríkismál í framkvæmdastjórninni skrifar í Gautaborgarpóstinn í gær að spillingin sé að tæra upp innviðina en framkvæmdastjórnin rannsakaði spillinguna í öllum 28 aðildarlöndum ESB. Hún tekur fram að Svíþjóð sé meðal þeirra landa sem minnst spilling þrífst.
Þetta er fyrsta skýrslan sem framkvæmdastjórnin hefur látið vinna varðandi spillingu í ESB ríkjunum. Þar kemur fram að það séu frekar ríkisstjórnir heldur en stofnanir ESB sem reyni að vinna á spillingunni.
Í könnuninni kemur fram að fjórir af hverjum tíu sem rætt var við töldu sig þekkja dæmi um spillingu í viðskiptalífi Evrópu. Í Svíþjóð sögðust 18% þátttakenda þekkja einhvern sem hafði þegið mútur.
Skipulagða glæpastarfsemi er víða að finna í Evrópu og er talið að um 3000 slík samtök sé að finna á ESB svæðinu. Flest glæpasamtökin eru starfandi í Búlgaríu, Rúmeníu og Ítalíu. Hins vegar eru hvítflibbaglæpamenn að finna alls staðar, svo sem mútur og skattsvik.
Frétt þessi kom í RÚV í gær og á mbl.is og er hollt umhugsunarefni fyrir þá sem sækja það fastast að Ísland aðlagist Evrópusambandinu sem mest og spillingunni þar.
Athugasemdir
Eins og oft áður, eru þetta lítið annað en upplyfting á sjálfum sér.
Þessi sænska Kerling, sér ekki frekar en fyrri daginn að Svíþjóð er land sem níðist á útlendingum, með óþverrabrögðum eins og að drepa fyrir þeim fyrirtæki þeirra, og gera þeim ill-stætt að bjarga sér sjálfir í Svíþjóð. Hin illræmdu dæmi, þar sem svíi fær að ganga burt með tryggingarféð, vegna þess að sá sem hann keyrði á var ekki sænskur, telst náttúrulega ekki spilling af þessari gæða-kerlingu.
Sama á við ykkur þessa stálpuðu strák pjötlur, sem telur ykkur vinstri sinna. Ykkur náttúrulega blöskrar Evrópa, og finnst alveg sjálfsagt að arðræna gamlar breskar og hollendskar kerlingar af sparfé sínu. Það að Ísland get bara breitt stjórnarskránni á einni nóttu, svo ekki þurfi að standa að skuldbindingum sínum, eru náttúrulega ekki spilling í ykkar augun. Né heldur, almennt að ríkisbubbar landsins almennt séu á laxveiðum með kóngsa frá Svíþjóð og danmörku, og maka sig þokka og gæðum, ný klæða keisarans ... er náttúrulega einginn spilling í ykkar augum.
Ykkur væri nær, að bæta ykkar eigið rusl og klæða ykkur almennilega sjálfir, í stað þess að einblýna ykkur að Evrópu. Því, að austan tjalds þjóðum undanteknum (og Ítalíu), er eina spillinginn þar ... þjóðremba. Sem má draga úr í öllum löndum, líka Íslandi.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 12:47
Er ekki einmitt ein af mítunum um að við verðum að fara í esb vegna spillingarinnar hér heima? Hefði nú haldið það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2014 kl. 17:59
Getur Bjarne skýrt þetta með skuldbingarnar og stjórnarskrána? Hann skyldi þó aldrei meina kolólöglegu evrópsku kröfuna ICESAVE á saklausan ríkissjóð?
Elle_, 6.2.2014 kl. 14:21
Svo Bjarne misskilji ekki frekar en kemur fram í skömmum hans gegn saklausu fólki að ofan, átti að standa þarna skuldbindingarnar.
Elle_, 6.2.2014 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.