Hollendingar brjótast um í ESB-gildru

Hollendingar eru ein af mörgum þjóðum ESB sem eru hundóánægðar með sívaxandi valdaframsal til ESB. Skoðanakannanir sýna að tveir þriðju hlutar Hollendinga vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aukna valdayfirfærslu til Brussel.

ESB-andstæðingar í Hollandi safna nú undirskriftum til að koma böndum á síaukið valdaframsal þjóðarinnar til stofnana ESB. Þeir hafa þegar safnað 60 þúsund undirskriftum og ætla að safna 300 þúsund nöfnum undir kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

Það eru samtökin Burgerforum-EU sem hafa beitt sér fyrir þessum aðgerðum og hamra nú á þeirri staðreynd að ESB tekur sér æ meiri völd hægt og bítandi á kostnað aðildarþjóðanna.

Mikill meirihluti Hollendingar virðist gera sér æ betur grein fyrir þeim mikla lýðræðishalla sem einkennir aðild að Evrópusambandinu. Burgerforum-EU bendir m.a. á að árið 2005 hafi 60% Hollendinga greitt atkvæði gegn fyrirhuguðum Lissabon-sáttmála. Engu að síður hafi kverkatak miðstjórnarvaldsins í Brussel á Hollendingum harðnað ár frá ári.

Þetta er nákvæmlega sama umkvörtunin sem víða heyrist nú innan ESB, ekki síst í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Þjóðir sem ganga inn í ESB læsast þar fastar í þeim gildrum sem felast í regluverki sambandsins og draga æ meira úr sjálfsákvörðunarrétti fólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband