Króatía, nýjasta aðildarríki ESB, í djúpri kreppu

Á miðju ári 2013 varð Króatía 28. aðildarríki Evrópusambandsins eftir nær sex ára undirbúningsferli og með samþykki 2/3 þeirra sem atkvæði greiddu í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning.

 

Með aðildinni skuldbatt landið sig til að taka upp evru og allan laga- og reglugerðapakka ESB. Í yfirliti Wikipedia um skuldbindingar landsins segir m.a.:

 

„Frá og með inngöngu verður Króatía í grundvallaratriðum að yfirtaka og yfirfæra að fullu allan sameiginlegan lagapakka (aquis communautaire) sambandsins. Tímabundnar undanþágur, hliðstætt því sem gerst hefur við fyrri ESB-útfærslu, varða m.a. landbúnað, vinnuafl, gjaldeyrismál og umhverfi.“

 

Aðildin var studd af helstu stjórnmálaflokkum landsins og á löngu aðlögunarferli fengust engar varanlegar undanþágur frá ESB-löggjöfinni. Almennt virtust miklar vonir bundnar við betri tíð, jafnt hjá stjórnmálamönnum og almenningi.

 

Eftir hálfsárs veru í ESB er komið annað hljóð í strokkinn að sögn Economist (18.-24. jan. 2014). Samdráttur og stöðnun einkennir efnahagslíf landsins og atvinnuleysi mælist yfir 20%. Stóru flokkarnir, Sósíaldemókratar sem sitja við stjórnvölinn, og Lýðræðisflokkurinn í stjórnarandstöðu eru báðir að tapa fylgi til nýrra flokka á vinstri og hægri væng. Einn af fyrrum ráðherrum krata vinnur að stofnun flokks græningja, en meira áberandi er sveifla til hægri öfgasjónarmiða.

 

Í desember sl. greiddi meirihluti atkvæði með banni við giftingu samkynhneigðra og svipað kann að verða uppi á teningnum um fóstureyðingar. Vonbrigðin með ESB-aðildina eru sögð mikil, enda hefur orðið mikið fall í útflutningstekjum eftir aðild og vegna fækkunar ferðamanna frá Tyrklandi, Rússlandi og Úkraínu í kjölfar hertra vegabréfsáritana ESB. Áður naut landið góðs af fríverslunarsamningi Miðevrópuríkja (CEFTA).  – Því er spáð að brátt verði Króatía komin á lista yfir aðildarríki sem þarfnist skjótrar björgunar með framlögum úr neyðarsjóðum ESB. - HG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur manni ekki á óvart að Evrópuvakt hægri manna hamist gegn ESB. Þeim er nefnilega vel ljóst að með aðild mætti uppræta spillingu og klíkusamfélagið, sem færir þeim aðgang að auðlindum og sjóðum landsmanna. 

En að gamlir skarfar Alþýðubandalagsins skuli taka i sama streng er með ólíkindum, eiginlega sorglegt og erfitt að útskýra nema með skírskotun til heimsku og minnimáttarkenndar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2014 kl. 12:41

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Adam=valdamikill og ábyrgðarlaus einhverskonar maður?

Páfaveldið=?

Er ekki komið að því að ræða og uppræta rót spillingarinnar? Það er að segja, steinhjörtun sem eru á framfærslu Rómaverskra Ræningja (Páfaveldis). Sem er af einhverjum ástæðum partur af Evrópu?

Það þýðir ekki að byrja enn einu sinni á að klippa bara af topp hættulegs illgresis (Páfaveldisins biskupa-dreifða), ef rótin fær að lifa. Enginn einn getur opinberað Páfahefta sannleiks-frelsið. Jafna frelsið sem öllum var gefið við fæðingu á jörðinni. Sú lífsgjöf hvers og eins kostaði ekki einu sinni eina krónu, og því síður 500 evrur. 

Mér finnst það bara tilgangslaus og fíflaleg endurtekning á ónýtri áróðursmöntru, að halda áfram sama Gyðinga/Homma-Lespíu áróðurs-stríðinu. Í nafni "réttlætis"-falsbulltrúarbrögðum. Er fólk virkilega tilbúið að byrja enn einu sinni á svona fíflalegri rúllettu? 

Siðast voru það Gyðingar sem ekki voru Mammon-heimsveldinu þóknanlegir (samkvæmt múgæsings-villimanna-viti heimsveldisklíkunnar. Nú á að nota Homma/Lespíur sem áróðursfórnarlömb. Fórnarlömb sem gerð eru út af Frímúrara-yfir-Páfum heimsveldisins. Er engin leið að fá fólk til að standa fyrir því að benda á, kauplaust og af mannúð, á samhengi villimannavaldatopps í Róm?

Sá yfirmaður sem ekki talar opinberlega upphátt um það sem hann sér að er siðferðislega brenglað, án þess að fá borgun (mútur) fyrir "frásagnargreiðann". Sá einstaklingur er fangi siðferðisbrenglunar. Eða hvernig rökstyður Páfinn í Rómverska Ræningjaveldinu þvílíkan fíflagang?

Það er ekki rétt að nota niðurbrotið og heimsveldis-stjórnsýslu-svikið fólk/þjóðir, af nokkrum flokki, sem verkfæris-fórnarlömb, í áróðri fyrir/gegn einhverjum einum hópi umfram aðra hópa. Eða hvað?

Ég er viss um að Nelson Mandela er sammála því að fórnfús hugur, (standa/falla með hugsjón), verði að fylgja réttlætisverkum.

Það er ekki eins manns verk að uppræta óréttlætis-heimsveldis-peningapúka. Hvort sem er í höfuðútibúinu í Róm, eða trúarbragðavilluvega-erkibullara-biskupum vítt og breitt um hinn svokallaða "siðmenntaða" vestræna Frímúrara-heim.

Ef fólk skilur ekki hvað ég er að segja, þá er það hreinlega alls ekki í mínu valdi að skýra þetta betur út. Ég minni á að það eru víða í vestræna heiminum, og lögum samkvæmt, (meðal annars á Íslandi), svokallaðir Ríkisfjölmiðlar. Það eru lög sem eiga að stýra og sinna þeirri skyldu, að útskýra það sem sviknu og skattpíndu fólki er í flestum tilfellum ljóst.

Rómverska Ræningjarúllettan margendurtekna blómstrar fíflalega vel í vestrænni "siðmenningu", og betur en nokkurn tíma fyrr. Og meira að segja í gjaldþrota vestrænum heimi! Núna árið 2014! Eru einstaklingar ekki öruggri og meðfæddri leið, eða á Ó-Réttlátri Rómverskri leið? Á fólk að þurfa að borga fyrir að lifa frjálst og friðsamlega, á mannsæmandi hátt á jörðinni? Hver tekur sér ófrjáls og fíflalegt manneskju-Guðavald?

Hvenær verður mótmælt fyrir utan Frímúrara-Páfaveldið and-sannkristna á Íslandi? Og ef ekki, hvers vegna ekki? RÚV svarar undanbragðalaust samkvæmt siðferðilega sömdum lögum?

Hvers konar svartolíuatandi, og siðbrenglunarinnar peningaþvottavél er Páfinn og co í Rómar-heimsveldis-fléttunni? Hvar er bókhaldið frá Róm, og hver sér um endurskoðunina á Rangfærslurugl-reikningum Rómverskra Riddara og Ræningja?

Sá sem þegir er meðsekur, segja dómstólar Riddara við Lasarusar, vítt og breitt. Hver er raunin?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.1.2014 kl. 14:50

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Til Haukur Kristinsson - Telur að hægt sé að uppræta spillingu og klíkusamfélag við ESB aðild og við erum hér að tala um Króatíu sem er nágranna land Ítalíu eins af stofnríkjum ESB og Evrunnar líka.

En í þessu kjarnaríki ESB og Evrunnar er ástandið nú þannig að spillingin hefur aldrei verið meira grasserandi. Glæpasamtökin Mafían hafa aldrei haft meiri ítök í stjórnmálalífi landsins og þessi leynifélags skapur glæpaklíkunnar hefur aldrei verið stærri og sterkari í atvinnulífi landsins bæði ofanjarðar og neðanjarðar. Á sama tíma grasserar atvinnuleysi og félagsleg óöld og fátækt eykst hröðum skrefum og skuldir þjóðarbúsins eru komnar á hættustig. Alveg rosalega gott fyrir Ítalíu að vera bæði í ESB og með EVRU ?

Gunnlaugur I., 27.1.2014 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband