Langur slóði Snowdens

Mál Edwards Snowdens dregur langan slóða. Afhjúpanir hans sýna að bandarískar öryggisstofnanir njósna um allan almenning í eigin landi. Þær brjóta miskunnarlaust hina helgu stjórnarskrá lands síns og sýna frelsi fólks og mannréttindum fulla fyrirlitningu.

Snowden-008

Dr. Paul Craig Roberts var varafjármálaráðherra Bandaríkjanna í tíð Reagans en hefur síðar gerst mjög gagnrýninn á kerfið vestur þar. Hann skrifar á vefsíðu sína:

Stjórnvöldin í Washington skortir stjórnarskrárlegt og lagalegt lögmæti. Bandaríkjunum er stjórnað af valdaræningjum sem láta eins og framkvæmdastofnanir þeirra séu hafnar yfir lög og bandaríska stjórnarskráin sé „pappírsrusl" (...) Obamastjórnin líkt og Bush/Cheneystjórnin áður hefur ekkert lögmæti. Bandaríkjamenn eru kúgaðir af ólögmætum stjórnvöldum sem stjórna ekki með lögum og stjórnarskrá heldur með lygum og nöktu valdi (...) Viðbrögð Washington við þeim sönnunum Snowdens að Washington - í fullum blóra við bæði innlendan og alþjóðlegan rétt - njósni um allan heiminn hefur sýnt og sannað hverju landi að Washington setur hefndarþorstann ofar lögum og mannréttindum (...) Ef Bandaríkjamenn sætta sig við valdaránið hafa þeir kyrfilega komið sér fyrir í greipum harðstjórnar.

 

Ein bomban í uppljóstrunum Snowdens eru vítækar njósnir NSA og bandarískra öryggisstofnana um helstu bandamenn USA, höfuðstöðvar ESB, sendiráð einstakra ríkja þess o.s.frv. Þannig líta Bnadaríkin berlega á bandamennina sem sína undirdánugu þjóna sem þarf að hafa eftirlit með.  http://www.guardian.co.uk/world/2013/jun/30/nsa-leaks-us-bugging-european-allies

En hvað með Evrópustórveldin? Stunda þau hliðstæðar njósnir? Frá byrjun uppljóstrana Snowdens lá það fyrir að sams konar starfsemi er stunduð af breskum öryggisstofnunum í náinni samvinnu við stóra bróður handan hafsins. Hvað um hin ESB-stórveldin? Á fimmtudag sagði Ríkisútvarpið af nýjum uppljóstrunum Der Spiegel sem sýna fram á nána „vestræna samvinnu" á þessu sviði:

„Allt bendir til þess að þýsk stjórnvöld hafi vitað af njósnum bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar, NSA. Þá er einnig talið líklegt að NSA og þýska leyniþjónustan, BND, hafi starfað saman við njósnir.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur vegna persónunjósna bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar. Hefur hún verið gagnrýnd harðlega af jafnt stjórnarandstæðingum, fjölmiðlum og almenningi, fyrir að sýna bandarískum yfirvöldum linkind í málinu.

Blaðamenn þýska fréttatímiritsins Der Spiegel hafa komist yfir gögn sem sýna fram á að þýsk yfirvöld hafi líklegast vitað af njósnakerfi NSA, sem ber nafnið PRISM, og þá er einnig talið líklegt að þýska leyniþjónustan, BND, hafi starfað með NSA við njósnir.

Ljóst er að starfsmenn BND fóru síðast í aprílmánuði til Virginíuríkis í Bandaríkjunum til að sækja námskeið í notkun njósnaforritsins XKeyScore, sem safnar rafrænum gögnum á svipaðan hátt og PRISM. Komi í ljós að þýsk yfirvöld hafi stundað njósnir á sínum eigin ríkisborgurum er það brot á þýsku stjórnarskránni..."

Við sklum draga af þessu þrjár ályktanir. 1) Vestræna blokkin er ein órofa heild. 2) Vestræna blokkin er að verða eða orðin lögregluríki. 3) Edward Snowden er þess vegna andspyrnuhetja í lögregluríki, ekki föðurlandssvikari, og ríki sem virðir mannréttindi (Ísland?) ber að veita honum pólitískt hæli. /ÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kaninn þarf sjálfur að leysa þessa þversögn innanhúss líkt og í fyrra skiptið. The Patriot Act þessarar aldar er yngri bróðir McCarthy laganna á sínum tíma.

En auðvitað njósna allir um alla - um allan heim.  Jafnvel litla hertogadæmið  Luxembourg heldur úti njósnastofnun og er þó svipað Íslandi að mannfjölda. 

Nei, við eigum ekki að veita Snowden hæli.  Hann gerir mest gagn í opnum réttarhöldum heima hjá sér. 

Kolbrún Hilmars, 26.7.2013 kl. 19:28

2 Smámynd: Elle_

Nei, við höfum ekkert með manninn að gera.  Hinsvegar minnti valdníðslulýsingin Brussel- og ICESAVE-stjórn Jóhönnu og Steingríms þar sem þau óðu fram í heil 4 ár og völtuðu yfir fólk, lög og stjórnaskrá.

Elle_, 26.7.2013 kl. 19:44

3 Smámynd: Elle_

Og maðurinn er föðurlandssvikari.

Elle_, 26.7.2013 kl. 19:51

4 identicon

Þrátt fyrir þessar uppljóstranir þá voru ESB ríkin tilbúin að neyða til jarðar alla flugumferð sem gæti hugsanlega innhaldið Snowden!

En því miður söfnun upplýsinga um einstaklinga er algeng t.d. hafa komið upp nokkuð mörg mál í Bretlandi þar sem "blaðamenn" hafa haft aðgengi að öllum samskiptum vissra aðila.

Á Íslandi - samskipti Guðbjarts um launhækkun Landspítalaforstjóra voru komin í dreifingu alveg ótrúlega fljótt. Var það hetja eða svikari sem lak þeim trúnaðarupplýsingum?

Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 08:51

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Elle. Hver er föðurlandssvikari? Sá sem brytur gegn stjórnarskrá og grundvallarhugsjón landsins eða sá sem kemur upp um slíkt athæfi?

Í mínum huga svíkja margir bandaríkjamenn föðurlandið. Ég sé hins vegar ekki hvernig Snowden hefur svikið það. Hann hefur jú fórnað miklu til þess að efla veg frelsis, réttlætis og sannleika. 

Hvaða hagsmuni á að verja, hagsmuni stofnana sem fara dult með sínar aðgerðir, brjóta lög og stjórnarskrá og erfitt er að henda reyður á hverra hagsmuna þær þjóna eða hagsmuni þjóðarinnar í heild?

Hörður Þórðarson, 28.7.2013 kl. 22:25

6 Smámynd: Elle_

Hann sveik það sem honum var trúað fyrir.  Hann stofnaði föðurlandi í hættu.  Hann galopnaði trúnaðarupplýsingar heiminum og þar með óvinum föðurlandsins.  Hann gerði þetta ekki óviljandi.  Hann gerði það viljandi og vísvitandi og svo flúði hann.  Það er nú meiri hetjan sem þið talið um.

Vissulega gætirðu, ef þú vildir, kallað menn í æðstu stöðum, eins og stjórnmálamenn sem brjóta lög og stjórnarskrá (Jóhanna, Steingrímur, Össur og co.), föðurlandssvikara.  Þú hinsvegar ert ekkert á þeim buxunum.

Elle_, 28.7.2013 kl. 23:01

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Af hverju er heimurinn, að því er virðist samkvæmt skilgreiningu óvinur föðurlandsins?

Getur ekki verið að stofnanir sem njósna um borgara lands og brjóta stjórnarskrá þess seu óvinir föðurlandsins?

Ég veit það best sjálfur á hvaða buxum ég er.

Hörður Þórðarson, 28.7.2013 kl. 23:30

8 Smámynd: Elle_

Hvar sagði ég að heimurinn væri óvinur föðurlandsins?  Já, þú ættir að vita á hvaða buxum þú ert en það var líka orðið nokkuð ljóst öðrum í Moggablogginu að þú varst einn af þeim sem studdi þetta lögbrjótandi/stjórnarskrárbrjótandi lið.

Elle_, 28.7.2013 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband