Nýtt NATO-foringjaefni vekur ugg

NATO verður æ stærri og aðgerðasamari (herskárri) aðili á alþjóðavettvangi eftir að það hnattvæddist um aldamótin 2000. Val á mönnum í æðstu stöður segir nokkuð bæði um valdahlutföll og stefnu bandalagsins. Hinn danski Anders Fogh Rasmunnsen verður varla sakaður um að reka dönsk erindi í embættinu, fremur líkist hann endurvarpshátalara fyrir Bandaríkin.

Skipt verður  um aðalritara 2014. Samkvæmt nokkrum helstu fjölmiðlum er líklegasti kandídatinn núverandi hermálaráðherra (áður innanríkisráðherra) Þýskalands. Framboð hermálaráðherra voldugasta ESB-ríkisins segir nokkuð um það vægi sem NATO og hernaðarsamvinnan við Bandaríkin hefur hjá þýskum stjórnvöldum og ESB-elítunni.

Elías Davíðsson - sem fæddur er í Palestínu og bjó á Íslandi í 46 ár en fluttist til Þýskalands 2008 - hefur sem kunnugt er látið sig baráttuna gegn heimsvaldastefnu og stríðsrekstri miklu skipta. Eftir hann er nýútkomin í Bandaríkjunum bók byggð á rannsóknum hans um 11. september: "Hijacking America's Mind on 9/11" (Algora Publishers, New York, 2013): Nú í vikunni skrifaði Elías pólitískum kunningjum sínum á Íslandi svolítið bréf um framboð De Maiziéres, svohljóðandi:

"Skv. nýjasta hefti vikublaðsins Der Spiegel eru líkur á að núverandi hermálaráðherra Þýskalands, Thomas de Maizière, verði næsti aðalritari NATO, árið 2014.  Þetta er ógnvekjandi frétt.

De Maizière er eiginlega nasisti, ekki vegna kynþáttafordóma heldur vegna viðhorfa hans til stríðs sem eðlilegs hlutar af utanríkisstefnu Þýskalands.  Hann er t.d. ófeiminn að réttlæta þýskan hernað um allan heim til að tryggja viðskiptalega hagsmuni Þýskalands. Fyrir 10 árum hefði enginn stjórnmálamaður vogað sér að réttlæta hernaðaríhlutun á slíkum forsendum, enda skýlaust brot á þjóðaréttinum. Nú er tíðin önnur.  Hann vill einnig auka veg og virðingu ómannaðra flugvéla vegna þess að þær eru "nútíma" stríðsvopn, enda er unnt með þeim að drepa hvern sem er úr fjarlægð, þ.m.t. pólitíska andstæðinga (sem einhver ákveður bak við tjöldin að séu hættulegir).

thomasdemai

Leigumorðingjarnir sem drepa með tölvumús - svokallaðir hermenn -  taka enga líkamlega né sálræna áhættu.  Að drepa mann sofandi í rúmi sínu, hvort sem er úr fjarlægð eða nálægð er morð. NATO, undir De Maizière, mun breytast úr árásarbandalgi í hreinræktaða morðvél.   Og ef hætta er á langvarandi friði þá verða hinir máttugu að sviðsetja árásir (11/9 New York eða 7/7 London), æsa þjóð gegn þjóð eða trúarhóp gegn trúarhóp (Írak, Sýrland, Balkanlöndin, Pakistan, Mali...)

Þýskaland er að verða ein af höfðustoðum vestrænnar heimsvaldastefnu. Þýskir stjórnmálamenn telja sig samherja skúrkaríkisins í vestri og taka þátt í njósnum á þýskum borgurum með sama hætti og samherjar þeirra í vestri.  Um það eru mörg dæmi hér.  Leyniþjónustur Þýskalands starfrækja einnig ýmsa hópa öfgamanna sem fremja glæpi og morð.  Nýnasistahópurinn NSU t.d. var lengi í nánum tengslum við leyniþjónustu Þýskalands og naut verndar yfirvalda.  Sama máli gegnir um svonefnda íslamista.  Tilvíst slíkra hópa er nauðsynleg til að réttlæta "baráttuna gegn öfgahópum og hryðjuverkasamtökum" en sú sýndarbarátta er aðeins átylla til að njósna um alvöru andstæðinga kerfisins.   Lýðræðið í Þýskalandi er nú á hröðu undanhaldi og landið er sumpart orðið að lögregluríki.  Enn eru ekki starfræktar fangabúðir fyrir pólítiska andstæðinga en þetta kemur. Geymið þetta bréf og lesið eftir 3-5 ár.

Þess vegna er brýnt að Ísland segi sig úr árásarbandalaginu NATO.  Einnig er brýnt að slíta allri samvinnu íslenskrar lögreglu við bandaríska FBI og álíka glæpasamtök. Samtök hernaðarandstæðinga ættu að sjá sóma sinn í að efla baráttuna fyrir úrsögn Íslands úr NATO, ekki síst vegna meintrar breytingar samtakanna úr svonefndu varnarbandalagi í árásarbandalag.  Þeir og þær sem predika mannúð og frið á sunnudögum ættu einnig að þekkja sinn vitjunartíma.

Með góðri kveðju, Elías Davíðsson"

Svo mörg voru þau orð. Frétt Spiegel um framboð de Maizière er hér:

http://www.spiegel.de/international/germany/german-defense-minister-favored-to-become-nato-chief-a-909957.html

Grein Spiegel um de Maizière og ómannaðar flugvélar er hér:

http://www.spiegel.de/international/germany/use-of-armed-drones-by-germany-in-new-wars-demands-new-thinking-a-882056.html

ÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband