Misvísandi skilaboð frá ESB

ESB-umræðan er komin í nýjan fasa eftir síðastu kosningar og nýja ríkisstjórn. Nú er farið að tala um að fylgjast með framvindunni í ESB, nokkuð sem lengst af síðasta kjörtímabils (nema rétt undir lokin) var illa séð. Það er hins vegar mjög brýnt og merkilegt verkefni, hvort sem fólk vill standa utan ESB, eins og þorri íslensku þjónarinnar, eða ganga í ESB eins og flestir í ört smækkandi Samfylkingu og stök sál í öðrum flokkum. Þróunin innan ESB varðar okkur Íslendinga eins og aðra í samfélagi þjóðanna og eins og þróun annars staðar á jarðkringlunni kemur okkur við. Í fyrsta lagi vegna þess að okkur er ekki sama um hag samborgaranna, alveg sama hvaða stjórnarfar þeir búa við. Og einnig vegna þess að hugmyndafræði í stjórnmálum er eilíf barátta á milli mismunandi sjónarmiða. Vinstra fólk er almennt gagnrýnið á það að köld kapítalísk sjónarmið ráði ferðinni.

Greinilegt er að mikill munur er á þeim skilaboðum sem koma frá ESB-kerfiskörlum og frá fólkinu í ESB-löndunum, einkum þeim sem búa við kúgun og harðræði vegna kaldranalegra aðgerða sem stjórnvöldum er gert að grípa til.

Við heyrðum fyrir nokkrum dögum Francois Hollande Frakklandsforseta lýsa því yfir að kreppunni innan ESB væri lokið og á sama tíma voru grísk stjórnvöld að reyna að loka ríkisútvarpinu til að reyna að ná ríkisútgjöldum innfyrir rammann sem ESB/AGS hafa skammtað þeim. Á götunum var grískur almenningur enn og aftur að benda á þá hrikalegu stöðu sem fjöldi fólks í Grikklandi er komið í, þar sem fátækt og örbirgð eru hlutskipti sífellt fleiri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það veit auðvitað enginn hve fylgi við ESB-aðild er mikið fyrr en samningur liggur fyrir sem þjóðin getur tekið afstöðu til.

Aðeins um þriðjungur aðspurðra tók afstöðu með ESB-aðild skv nýjustu skoðanakönnunum.

Þó að það sé meirihluti þeirra sem tóku afstöðu, er meirihluti úrtaksins eðlilega ekki tilbúinn til að taka afstöðu fyrr en samningur liggur fyrir. Þá gæti hæglega verið meirihluti fyrir aðild.

Eins og hjá fleiri ESB-andstæðingum er örvæntingin mikil í skrifum Vinstrivaktarinnar. Hún heldur því fram að ESB-aðild einskorðist við Samfylkingarmenn og stöku sálir í öðrum flokkum.

Þetta er víðs fjarri öllum sanni. Umtalsverð prósenta er fyrir ESB-aðild í öllum flokkum, þó minnst í Framsókn. Björt framtíð er hlynnt aðild. Búast má við að nær allir stuðningsmenn hennar kjósi aðild þegar samningur liggur fyrir.

Kreppan í Grikklandi er 100% heimatilbúin. Hún er ekki áhyggjuefni fyrir okkur með tilliti til aðildar okkar að ESB.

Reyndar endurspeglar stórlækkuð ávöxtunarkrafa á grískum ríkisskuldabréfum að Grikkir séu að rétta úr kútnum.

Grískur almenningur mun þó  enn um stund þurfa að búa við kröpp kjör eins og alltaf þegar mikil spilling hefur fengið að leika lausum hala.

Það sem skiptir máli fyrir okkur, fyrir utan stöðugleika og samkeppnishæfni, er að flest ESB-ríkin eru meðal þeirra ríkja þar sem lýðræði er mest í heiminum og mannréttindi mest í heiðri höfð.

Lög og reglugerðir ESB mótast af því. Flest ESB-ríkin, ekki síst evruríkin, eru harla vel á vegi stödd.

Ísland stenst engan samanburð við þau hvað varðar helstu hagtölur. Hagvöxtur er lítils virði í slíkum samanburði vegna þess hve landsframleiðslan á Íslandi lækkaði mikið eftir hrun.

Þó að síðasta ríkisstjórn hafi unnið þrekvirki svo að eftir var tekið um allan heim, eru snjóhengja, gjaldeyrishöft og miklar skuldir ríkisins óyfirstíganlegur vandi án ESB-aðildar auk þess sem við erum brottræk úr EES.

Að hafna ESB-aðild og leita í staðinn samstarfs við Rússland og Kína bæri vott um mikla minnimáttarkennd. Ef illa fer, sem við getum bókað að verði með krónu sem gjaldmiðli, munu þessar þjóðir ekki sýna okkur neina miskunn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 14:51

2 identicon

Mundi minn, ég verð að viðurkenna upp á mig dálítið leiðinlega tilhneygingu, og hún er sú að njóta þess í botn að sjá þig engjast um eins og ormur á öngli yfir þeirri stöðu sem innlimunarferlið ykkar er komið í.

Þú getur röflað alveg eins og þú vilt um "örvæntingu" fullveldissinna, og reynt eftir bestu getu að endurtaka kjaftæðið þitt um góða stöðu í ESB, en það breytir enguum þá staðreynd að hér verður ekkert ESB.

Þú ert stóri lúserinn í þessu Mundi minn, og örvæntingin er alfarið þín. Okkur hinum líður betur með hverjum deginum, með aukinni fjarlægð frá bákninu í Brussel. Og eins og þú minnist á, þá er EES næst. Annað hvort að segja samningnum alfarið upp, eða að gera á honum veigamiklar breytingar svo dauðastríð ESB hafi ekki of mikil áhrif hér.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 16:37

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heimurinn er nú aðeins stærri en bara Evrópa, Rússland og Kína, Mundi minn.

Gunnar Heiðarsson, 13.6.2013 kl. 20:34

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Stjórnar far ESB skiptir engu fyrir fyrir Ísland frekar en Norður og suður Ameríka, Kína eða Afríka. Við verðum að vera við sjálf. Mál hérna voru í góðu gengi þar til við brutum stjórnarskránna og tókum upp samband við ESB þ.e. tókum upp lög þeirra. Þetta er á hreinu. Við skulduðum ekkert og ríkisbúskapurinn var í fínu standi. Ef við viljum leggja einhvað af mörkunum til að hjálpa öðrum þjóðum þá á það að koma af arði ríkisins þ.e. sem verður ekki fyrr en við erum skuldlaus með öllu.

Valdimar Samúelsson, 14.6.2013 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband