Svikin sem leiddu til falls vinstri stjórnarinnar
6.6.2013 | 13:36
Leiðari Reynis Traustasonar í DV í gær er athyglisverður. Þar fjallar hann um fylgishrun Samfylkingarinnar og reynir að finna skýringar á því. Umfjöllunin er skrifuð af talsverðri samúð og eftirsjá eftir því sem hefði getað orðið en varð ekki, árangur vinstri stjórnarinnar sálugu. Ein þeirra skýringa sem Reynir teflir fram er framkoma fyrrverandi forsætisráðherra í garð hinna svokölluðu villikatta en sumir þeirra eru meðal skrifara á Vinstrivaktinni, meðal annarra undirrituð. En hann bendir einnig á, og ekki síður, að það hafi í raun verið fáránlegt að VG skyldi taka þátt í að sækja um aðild að ESB. Þar lá í raun vandinn, ætlast var til að flokkurinn tæki þátt í að gera það sem aldrei stóð til, að vinna að aðild að sambandi sem byggir á hörðum kapítalískum gildum, þjónkun við stórfyrirtæki með krassandi og gríðarmiklu skrifræðisívafi. Og í þessum mistökum telur Reynir að jarðvegur hafi verið búinn fyrir núverandi ,,grjótharða hægristjórn. Athyglisverð og ekki óvænt niðurstaða. En hér er brot úr leiðara Reynis:
Svokölluð villikattadeild Vinstri grænna er gott dæmi um þær hyldjúpu sprungur sem urðu í stjórnarsamstarfinu. Jóhanna lýsti því þannig að það væri eins og að ætla að smala köttum að halda Vinstri grænum saman. Í þessu lá einmitt vandi hennar. Góður forsætisráðherra þarf að kunna að smala villiköttum og tryggja að þeir eyðileggi ekki fyrir heildinni. Leiðtoginn þarf að kunna verkstjórn.
Sumpart má segja sem svo að það hafi verið svik við kjósendur VG að flokkurinn skyldi fallast á að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í rauninni er það fáránlegt að flokkur sem var andvígur aðildinni skyldi taka slaginn. Kannski var þetta málið sem bjó til jarðveginn fyrir villikettina og varð þar af leiðandi banabiti ríkisstjórnarflokkanna í þeirri mynd sem áður var. Kannski var það ESB-málið sem breytti draumnum um vinstristjórn í martröð upplausnar og árangursleysis og bjó til jarðveg fyrir grjótharða hægristjórn.
-AB
Athugasemdir
Hann skilur þó hvað það var fáránlegt að VG skildi sækja um þarna fyrir kjósendur sem kærðu sig ekkert um það. Kemur skringilega á óvart frá honum og hans brusselska rulsbleðli.
Maðurinn er samt enn á grjóthörðum villigötum með villikettina, eins og ýmsu öðru: - - - smala villiköttum og tryggja að þeir eyðileggi ekki fyrir heildinni. - - - Heldur hann að villikettir séu fífl? Skilur hann heildina þá sem miklu-minnihlutann sem kærir sig ekkert um þetta samband hans?
Elle_, 6.6.2013 kl. 18:29
Ástæðurnar fyrir fylgishruni Samfylkingarinnar eru einkum eftirfarandi:
Barátta Jóhönnu við "villiketti" VG hafði engin áhrif á fylgi Samfylkingarinnar eins og skoðanakannanir á þeim tíma sýndu nema til að auka fylgið enda fór fylgistap VG að miklu leyti til Samfylkingarinnar.
Eins og úrslit kosninganna sýndu hafði málflutingur "villikattanna" nánast engan hljómgrunn.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 20:30
Fylgishrun Samfylkingarinnar má rekja beint til þjónkunar við öfgafólk í umhverfisvernd, sem margar þjóðir eru farnar að kenna við hryðjuverkasamtök.Sumt af þessu liði kennir sig við vinstri til að fela sig.Þetta öfgalið vill ganga í ESB.Skoðanakannanir sýna það að meirihluti fólks sem kýs VG vill ganga í ESB og það kemur engum á óvart.Nú er öfgalýðurinn búinn að koma sér til Tyrklnds.Það verður sem betur fer tekið á honum þar.Í Bandaríkjunum þar sem öfgalýðurinn er fyrirferðamikill þorir hann ekki að hreyfa sig.Ekki heldur í Bretlandi þar sem hann er skilgreindur sem hryðjuverkasamtök.
Sigurgeir Jónsson, 6.6.2013 kl. 21:34
En á Íslandi veður hann uppi og allir virðast hræddir við hann.
Sigurgeir Jónsson, 6.6.2013 kl. 21:35
- - - Skoðanakannanir sýna það að meirihluti fólks sem kýs VG vill ganga í ESB og það kemur engum á óvart. - - - Sigurgeir, já eftir að næstum allir andstæðingarnir flúðu.
Elle_, 6.6.2013 kl. 21:49
Öfgalýðurinn, bæði til hægri og vinstri, er allur í hópi andstæðinga ESB-aðildar.
Uppreisn "villakattanna" í VG olli fylgistapi flokksins án þess að þeir sjálfir fengju þetta fylgi. Fylgi þeirra hefur alla tíð verið nánast ekkert.
Þannig stuðluðu "villikettirnir" að góðri niðurstöðu fyrir D og B.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 21:51
Öfgalýðurinn er óvart ykkar megin. Villirotturnar komast ekki með tærnar þar sem villikettir hafa hælana.
Elle_, 6.6.2013 kl. 21:58
Sanfylkingin setur met í fylgistapi. Aldrei áður höfum við Íslendingar séð jafn mikið hrun. Aldrei áður hafa jafn margir kjósendur eins stjórnarflokks ákveðið að kjósa hann ekki aftur.
Vitaskuld er það rétt hjá þér Mundaskinn, það er stjórnarandstöðunni "að kenna". Stjórnarandstaðan vildi nefnilega ekki Icesave, hún vildi ekki innlimunarviðræður við ESB, og hún vildi ekki fjöldamargt af því sem Samfylkingin vildi.
Og merkilegt nokk, kjósendur voru sammála stjórnarandstöðunni. Samfylkingin stórtapaði af því að hún fór í innlimunarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina, hún neitaði þjóðinni um að kjósa um stöðvun innlimunarinnar, hún vildi meina þjóðinni um að kjósa um Icesave. Samfylkingin vildi svo margt sem þjóðin vildi ekki, Mundi minn.
Og auðvitað er það stjórnarandstöðunni að kenna, að Samfylkingin varð áhrifalaus smáflokkur, stjórnarandstaðan er meira og minna sammála þjóðinni.
Og í rústunum á þessum flokk, standa menn og vita ekki sitt rjúkandi ráð, nöldra og kenna öllum öðrum en þeim sjálfum um afhroðið.
En í Brussel standa menn og klóra sér í kollinum, og hugsa um hvað vitleysinga þeir völdu sér til samstarfs um innlimun Íslands í ESB. Og álíta væntanlega tíma og fé varið í tóma vitleysu og tóma vitleysinga.
Hiilmar (IP-tala skráð) 7.6.2013 kl. 00:56
Jón Bjarnason skrifaði nú fyrir skömmu: Ekki má setja traust sitt á eitthvert "svikalogn" í þeim efnum sem sambandssinnar reyna nú að læða inn í umræðuna.
Hví ætli Ási sé annars kominn aftur inn í Vinstrivaktina eftir langt hlé og mikinn frið og ró, að berja á Jóni og æsandi sig yfir villiköttum?
Elle_, 8.6.2013 kl. 00:11
Ásmundur, þú segir að fylgi Samfylkingar hafi verið rústað af Bjartri framtíð, lýðskrumi Framsóknar, Lýðræðisvaktinni, Pírötum og svívirðilegri stjórnarandstöðu.
Samfylkingin er þannig greinilega alsaklaust fórnarlamb óprúttinna stjórnmálamanna og ósvífinna kjósenda.
Aðeins "villikettirnir" eru saklausir, auðvitað. :)
Kolbrún Hilmars, 8.6.2013 kl. 11:30
Kolbrún ég er aðeins að skýra fylgistapið en ekki að benda á sökudólga.
Fyrri ríkisstjórn stóð sig frábærlega vel ekki síst í að byggja skjaldborg um heimilin. Ástandið er nú miklu betra en nokkurn óraði fyrir strax eftir hrun. Þetta hefur vakið athygli um allan heim.
Hitt er annað mál að íslenskir kjósendur eru greinilega veikir fyrir lýðsskrumi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.6.2013 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.