Stjórnmálaþátttaka fjármálaeftirlits
3.6.2013 | 11:44
Gunnar Rögnvaldsson bloggari uppi í Borgarfirði víkur að pólitísku innleggi fjármálaeftirlitsins en forstjóri þess lét þess nýlega getið að Íslendingar búa við örmynt og óstöðugleika:
Síðan hvenær á Fjármálaeftirlitið að fást við stjórnmál eða jafnvel pólitíska stefnu? Hvað kemur mynt Lýðveldis Íslendinga Fjármálaeftirlitinu við? Endurskoðendur fást við virki sitt á bak við luktar dyr, stunda þar endurskoðun sína og telja þar þau verðmæti eða töp sem aðrir búa til. Það sama gildir um eftirlit með fjármálastofnunum.
Gunnar bendir réttilega á að Fjármálaeftirlitið er opinber stofnun og tæpast hlutverk hennar að móta afstöðu þjóðarinnar í peningamálum. Sjálfur bloggarinn skefur ekkert utan af afstöðu sinni til verðtryggingar og hittir eins og fyrri daginn naglann á höfuðið:
Íslenska krónan er ekki "örmynt". Hún er mynt fullvalda ríkis á átjándu stærstu eyju veraldar. Hún er nákvæmlega af þeirri stærð sem hún á að vera. Hvorki of lítil né of stór. Og hún er myntin okkarFyrst höfuð Fjármálaeftirlitsins segir að neytendur hafi "hafnað" verðtryggðum lánum, þá hlýtur almenningur í Evrópusambandinu að getað "hafnað" þeirri "stórmynt" sem er að murka lífið úr löndum þeirra. Þetta hlýtur að vera svona einfalt mál, fyrst höfuð Fjármálaeftirlitsins segir þaðÞað heimskulegasta sem menn geta gert í lágri verðbólgu er að hafna verðtryggðum lánum, því þau tryggja lántakendum alltaf lægstu mögulega vexti. Þá þurfa lánveitendur ekki að sullast niður við þá hálf vonlausu iðju að giska á hvað framtíðin muni bera af áföllum ofan í lánveitingar þeirra; inn í einmitt óráðna framtíðina. Nema að Fjármálaeftirlitið ætli að bjóða landsmönnum upp á lán inn í fortíðina...
Athugasemdir
Auðvitað er þetta skiljanlegt. Íslenska kerfið er pínulítið, svo pínulítið í samburði við Brussel, að þessi penisöfund íslensks kerfisfólks er ósköp eðlileg.
Brussel er með styrsta typpið í Evrópu, og ef Brussel væri bíll, þá væri það Lamborghini kerfisins.
Auðvitað er það ekkert gaman að þvælast um á fundum í litla typpinu í Reykjavík, sérstaklega ekki ef stóri drjóli í Brussel kallar.
Það eru tvær leiðir út úr þessu, annað hvort að ráða fólk sem ekki hefur minnimáttarkennd, eða að stækka íslenska peningaseðla til að koma til móts við þetta minnimáttarfólk.
Aðrar leiðir eru ekki í spilinu, hér verður hvorki Brussel Reykjavík, né evra. Ísland er ekkert á leiðinni inn í brennandi byggingu.
Síðan er það spurning hvort sumt kerfisfólkið sé hreinlega ekki nógu greint, og hvort það þjáist af Samfylkingarsyndróminu, sem gerir fólki ókleyft að skynja vilja þjóðarinnar.
Verðum við ekki að segja svoleiðis fólki upp? Því myndi hvort eða er líða betur í atvinnuleit í Brussel, en í afdalamennsku litla typpisins í Reykjavík.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 14:10
Íslenska krónan er auðvitað örmynt. Fjármálaeftirlitið verður að sjálfsögðu að taka mið af þeirri staðreynd og þeim óstöðugleika, hættum og miklum kostnaði sem fylgja slíkri örmynt.
Stór hluti af vaxtakostnaði ríkisins upp á 80-90 milljarða á ári er vegna krónunnar. Krónan krefst mikils gjaldeyrisvarasjóðs sem er tekinn að láni með háum vöxtum.
Það er til vitnis um þá afneitun sem andstæðingar aðildar eru haldnir að þola ekki að minnst sé á þá staðreynd að krónan er örmynt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 14:46
Íslenska þjóðin er örþjóð. Það er því aðeins eðlilegt að mynt þjóðarinnar sé örmynt. Vandamálið er að sumir halda að þjóðin sé margmilljónaþjóð og eigi því að hafa mynt við hæfi margmilljónaþjóðar.
Embættismenn eru ekki ráðnir til þess að hafa pólitíska skoðun, heldur til þess að framfylgja pólitískum ákvörðunum stjórnvalda hverju sinni. Þar birtist líka stundum annað vandamál; að embættismennirnir þekkja ekki verksvið sitt.
Kolbrún Hilmars, 3.6.2013 kl. 17:02
Að sjálfsögðu er það örþjóð sem er með örmynt.
Það breytir þó engu um það að slíkri mynt fylgja mörg alvarleg vandamál. Í raun er hún ónothæf, er þjóðinni allt of dýr og ýkir allar hagsveiflur svo að alvarleg hætta steðjar að fyrir, ríki fyrirtæki og einstaklinga.
Við höfum reynsluna en neitum að horfast í augu við raunveruleikann. Það getur fjármálaeftirlitið ekki leyft sér því að þá væri það gagnslaust.
Fjármálaeftirlitið er sjálfstæð stofnun sem til allrar hamingju má ekki láta stjórnmálamenn segja sér fyrir verkum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 19:39
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki tilgang gjaldmiðlastíða.
Vitið mitt er ekki meir en guð gaf mér.
Til hvers er gjaldmiðill?
Hver hefur vit og vald til að meta virði gjaldmiðila þjóða?
Hver er tilgangurinn með því að hafa seðlabanka í hverju ríki fyrir sig, ef sá seðlabanki er ósjálfstæður og valdalaus?
Hver verðmetur allt sem talið er einhvers virði, og stjórnar höfuð-seðlabanka heimsins?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2013 kl. 20:05
Jafnvel svokölluðum sjálfstæðum stofnunum er gert að starfa samkvæmt lögum en ekki eigin geðþótta.
Kolbrún Hilmars, 4.6.2013 kl. 11:52
Ha? Það er ekki lögbrot að segja réttilega að krónan sé örmynt. Skárra væri það nú.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.