ESB umsóknin var líkið í farteskinu, segir Jón Bjarnason

Jón Bjarnason gerir upp við fyrrverandi ríkisstjórn í ítarlegum pistli sem birtist í gær á vefsíðu hans, jonbjarnason.blog.is. Um ESB-umsóknina skrifar Jón:

 

„ESB -umsóknin var fullkomið lík í farteski ríkisstjórnarinnar frá fyrsta degi. Fyrst og fremst var ESB umsókn ekki kosningamál vorið 2009 og alls ekki það sem lá brýnast fyrir gagnvart kjósendum eftir hrun . Að gera ESB umsókn að meginmáli ríkisstjórnarinnar var fráleitt, ekki síst þegar ljóst var í upphafi að umsóknin naut ekki meirihlutastuðnings ríkisstjórnarflokkanna. Henni var hnoðað í gegnum þingið sem einskonar þingmannamáli, þó flutt af utanríkisráðherra. ESB- sinnarnir treystu á stuðning þingmanna úr öðrum flokkum.

 

Þá lýstu allmargir þingmenn yfir andstöðu sinni við aðild þótt þeir styddu tillöguna. Sá tvískinnungur lýsti þeim veruleika að viðkomandi þingmenn gerðu sér ekki grein fyrir hvers eðlis umsókn er. Hún er ekki könnunarviðræður heldur umsókn um inngöngu . Sumir halda enn í þennan blekkingaleik sér til friðþægingar. Aðrir þingmenn lýstu því yfir að innan tveggja ára ætti að taka stöðuna og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort menn vildu ganga í ESB eða ekki. Ekkert af þessu hefur gengið eftir.“

 

http://jonbjarnason.blog.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom eftirminnilega í ljós í síðustu kosningum að málflutningur Jóns Bjarnasonar hefur nánast engan hljómgrunn.

Fylgistap VG var einkum vegna sundrungar í flokknum sem Jón og félagar báru alla ábyrgð á með því að neita að fylgja málefnasamningnum sem þeir þó höfðu samþykkt.

Innanflokksátök eru alltaf atkvæðafæla. Samfylkingin slapp lengi vel eða þangað til kosningar nálguðust. Það hafði áhrif niðurstöðu þeirra.

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.6.2013 kl. 13:41

2 Smámynd: Elle_

Enn að skálda?  Fylgistap VG var fyrir að fylgja nautheimskum flokki ykkar í Brusselvinnunni og haturspólitík gegn venjulegu fólki.  Líka fyrir að missa mest af vitinu úr flokknum, þar meðtalin Jón og Lilju Mósesdóttur.

Elle_, 2.6.2013 kl. 14:00

3 Smámynd: Elle_

Vil bæta við að það getur alveg verið að sundrung innan flokka skemmi fyrir flokkum, en óþarfi að kenna alltaf röngu fólki um og hvítþvo hina, eins og Steingrím, sem fóru langt út fyrir hvað alþingi samþykkti.

Elle_, 2.6.2013 kl. 15:28

4 identicon

Þetta er þarfur og góður pistill hjá Jóni, ekki veitir af að halda staðreyndum mála til haga, nóg er svo sem af villumönnum sem reyna að moka yfir hjólför ríkisstjórnarinnar.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 3.6.2013 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband