Áhyggjur Rauða krossins af Evrópu
27.5.2013 | 12:26
Í Evrópu allri er nú talin raunveruleg hætta á almennum óeirðum vegna efnahagserfiðleika. Uppþot í Svíþjóð síðustu daga vekja óhug en lífskjör þar eru með því besta sem þekkist í Evrópu. Engu að síður hefur atvinnuleysi herjað þar á og komið mjög misjafnlega niður á þjóðfélagshópum. Innflytjendur eru afskiptir og krefjast réttlætis.
Á vefsíðu Statrisk er nýlega rætt við talsmann Rauðakrossins sem varar við að verði ekkert að gert geti skapast mjög hættulegt ástand. Meðan atvinnuleysistölur fara ekki niður og fólk sér enga framtíð þá skapar það mjög mikla pólitíska spennu, segir Bekele Celeta yfirmaður hjá Rauða krossinum. Fátæktin er farin að taka sinn toll, malaría breiðist nú út í Grikklandi og þar í landi hefur tíðni sjálfsmorða farið ört vaxandi. Í Búlgaríu hafa menn gripið til mótmæla eins og þeirra sem urðu kveikjan að Arabíska vorinu í Túnís,- þ.e. með því að kveikja í sér. Sex hafa fargað sér með þessum hætti þar í landi.
Staðan bitnar með mjög harkalegum hætti á barnafólki og sá hópur sem ekki getur séð börnum sínum fyrir eðlilegri framfærslu fer vaxandi, ekki bara í Miðjarðarhafslöndunum heldur einnig hjá til dæmis frændum okkar á Írlandi. Hin opinbera tölfræðistofnun Evrópusambandsins telur nú að nærri þriðjungur barna í ESB (27%) undir 18 ára aldri búi við fátækt og þjóðfélagslega útilokun vegna efnahags. Sambærileg tala fyrir Ísland er talin 17% og skal ekki gert lítið úr þeim vanda.
Þegar Rauði krossinn setur lönd Evrópusambandsins undir smásjá vegna hættu á óeirðum þarf mikinn trúarstyrk og hreina forherðingu til að vilja með Ísland þar inn. /-b.
Athugasemdir
Meira að segja Svíar treysta sér ekki til þess að fullyrða hvað stendur að baki þessum óeirðum. Atvinnuleysi í Husby þar sem ævintýrið byrjaði, er ekkert mikið meira en almennt í Svíþjóð og lífskjör litlu lakari. Atvinnuleysi í Husby er margfalt minna én í þeim löndum þar sem lífskjör eru hvað verst. Samt eru engin átök á þeim stöðum.
Það sveltur enginn í Husby, ólíkt því sem gerist t.d. í Grikklandi og á Spáni, samt eru engin sambærileg átök þar. Sænskunám er ókeypis í Husby, og enginn á að vera afskiptur vilji hann það ekki.
Menn hafa ávallt leitað í einhverjar þægindaskýringar þegar svona átök eru "afsökuð" T.d. að þarna séu innflytjendagettó að ræða, allt ömurlegt o.sv.frv. Þær skýringar ganga bara alls ekki upp í Husby, sem er fremur laglegt hverfi, snyrtilegt og sannarlega margfalt betri en ömurlegheitahverfin í Glasgow, þar sem atvinnuleysi er mun hærra og lífskilyrði hreint út sagt ömurleg. Samt eru engar svona óeirðir í Glasgow.
Nei, óeirðirnar í Svíþjóð má ekki rekja til mannvonnsku Svía, heldur til mislukkaðrar þjóðfélagstilraunar, þar sem reynt er að búa til krútttlegt "múltikúltiríki"
Ekki ósvipað tilrauninnni um sameiginlega Evrópu sem gera á úr ólíkum þjóðum, sem blandast ekkert sérlega vel.
ESB á eftir að enda með hryllingi, og þegar það gerist, og þegar aðdáendur og aðstandendur bandalagsins verða spurðir hver vegna það gerðist, þá koma þeir ekki til með að hafa nein svör. Ekki frekar en rétt-trúaðir Svíar, sem þora ekki að hugsa til þess, að barnaleg samfélagstilraun hafi verið rugl frá upphafi.
Hilmar (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.