Sífellt háværari kröfur um afnám evrunnar
8.5.2013 | 12:01
Hvaðanæva úr ríkjum ESB berast fréttir um sívaxandi efasemdir manna um framtíð evrunnar. Þessar raddir heyrast jafnvel ekkert síður í sjálfu kjarnalandi evrusvæðisins Þýskalandi. Fyrir fáum dögum var það fyrrv. varakanslari og nú er það fyrrv. fjármálaráðherra, Oskar Lafontaine.
Lafontaine segist óttast að verði ekki horfið frá evrunni muni Suður-Evrópa snúast gegn Þjóðverjum og áhrif þeirra í Evrópu muni dvína hratt. Oskar Lafontaine var fjármálaráðherra Þýskalands, þegar evran var tekin upp. Síðar yfirgaf hann flokk sinn, jafnaðarmannaflokkinn SPD, og tók þátt í stofnun nýs flokks, Vinstri flokksins. Nú hvetur hann beinlínis til þess í grein á vefsíðu flokks síns, að horfið verði frá evrunni. Hann segir að vonir um að evran mundi knýja fram skynsamlega efnahagspólitík hafi ekki ræst og sagði að sú aðferð að þvinga Spán, Portúgal og Grikkland til innri gengislækkunar væri katastrófa.
Lafontaine bendir á að efnahagsástandið á evrusvæðinu fari óðum versnandi og sé nú að færast á það stig að lýðræðið kunni að vera í hættu. Hann segir að það muni brátt renna upp fyrir Þjóðverjum að Suður-Evrópa og þar með Frakkar verða tilneydd til að berjast gegn þýskum yfirráðum fyrr eða síðar.
Í fyrradag sögðum við frá því að Joschka Fischer, sem var annar æðsti valdamaður Þýskalands á árunum 1998-2005 hefði komist svo að orði að stjórnmálalegt stórslys hefði hlotist af evrukreppunni og Evrópusambandið væri að liðast í sundur í kjarnanum. Skortur Evrópumanna á tiltrú á Evrópu um þessar mundir er mun hættulegri en sá titringur á mörkuðum sem borið hefur á á ný, enda verður hann ekki leystur með því að Seðlabanki Evrópu auki peningamagn í umferð, var haft eftir fyrrum utanríkisráðherra Þjóðverja og varakanslara.
En hjá Samfylkingunni og ASÍ kemst ekkert annað að en ofurtrúin á nauðsyn þess að Íslendingar gangi í ESB til að taka upp evru!
Athugasemdir
Miðað við að þetta er tóm þvæla í ykkur. Þá eruð þið ansi kræf að þykjast geta sett þetta fram sem einhvern sannleika, svona sérstaklega þar sem þetta er ekkert nema haugalygi og tóm þvæla.
Ég sé ekki betur en á fréttavef ARD (tagesschau.de) hvergi minnst á þetta, enda hafa þýskir fréttamenn væntanlega komist að þeirri niðurstöðu að þessi maður er ekki alveg í sambandi við raunveruleikann.
Alveg eins og andstæðingar Evrópusambandsins sem eru ekki jarðtengdir og lifa í heimi íslenskrar sveitarómantíkar þeim sjálfum og öðrum til bölvunar.
Jón Frímann Jónsson, 8.5.2013 kl. 13:39
Skil ekkert í svokallaðri veinstri vakt gegn ESB að vera svo vitlaus að láta sér kræla aftur. Ekki hefur hún skánað eftir fríið. Hún hefur versnað ef eitthvað er.
Af því að minnst er á ,,titring á mörkuðum" í þessum svokallaða pistli - þá var að skiða bréfatölur á BBC - heyrðu! Þær eru flestar í methæðum! Again. Again í methæðum.
Aveg fáránlegt hve bréfatölur hækka allar.
Little hef ég séð af frétt um þetta á moggaræksninu. Hinsvegar stutt síðan ég sá f´rett það að bréfatölur væru ,,að hrynja".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2013 kl. 14:07
Ps. svo var einhver svokallaður pistill hérna í fyrradag um hvað? Jú, að einhver sagðist hafa heyrt viðræður þýskra flugmanna - í seinna stríði! Hahaha að menn skuli gera sig sona að fífli og málefnafátæktin og þjóðrembingsprumpi skuli vera svona óskaplegt. Þetta hverfur svo aldrei af internetinu. Þetta verður rækileg sönnun um yfirmátta heimsku og öfga-þjóðrembing hluta innbyggjara á þessum tíma.
Skömm að þessu. Það er ekkert í lagi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2013 kl. 15:23
Merkilegur maður, hann Ómar. Stendur með hendur í vaðmálsbuxunum, út við ysta haf austur þar, í Nokia gúmmístígvélum sem hann fékk ódýrt hjá Þorsteini í KHB á sínum tíma, í lopapeysu sem girt er ofan í buxurnar, tyggur skroið og horfir spekingslega á Norrænu sem silast inn Seyðisfjörðinn, og segir ofan í sjálfan sig: "mekið óskaplega væri nú gaman að sjá þessi útlönd. Enn skemmtelegra væri nú, ef Ísland væri nú bara útlönd líka, væru bara í þessu eee ess bjé. Mekeð væri maður nú dannaður, bara orðinn útlendingur sjálfur"
Og með þessa speki töltir hann heim, stelst í tölvu móður sinnar, og dritar þessari merkilegu niðurstöðu í gegnum ritsímann, og í tölvurnar hjá öllu hinu fólkinu, sem hefur raunar flest allt látið verða af því, að heimsækja útlönd, og veit örlítið meira um þau, en strákpjakkurinn á Seyðisfirði, sem þekkir útlönd bara í gegnum áhorf á Norrænu.
Um Jón Freeman er lítið hægt að segja, það er búið að segja það allt áður. Maður verður þó að minnast í greindina í krakkanum, sem hefur allar forsendur til þess að tala niður til núverandi og fyrrverandi ráðamanna í Evrópuríkjum.
Lafontaine og Fisher eru náttúrulega bara vitleysingar, ólíkt ómenntaða öryrkjanum frá Skagaströnd, sem aldrei hefur unnið handtak í lífinu, og hefur aldrei þurft að bera ábyrgð á einu né neinu.
Mikið stórkostlega eru innlimunarsinnar heppnir með þessa tvo formælendur sína.
Hilmar (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 17:19
Þið tveir hljótið að vera tvö mestu hirðfífl þjóðarinnar. Jésús hvað þið eruð gjörsamlega týndir.
En haldið þessu endilega áfram. Afhjúpið sjálfa ykkur enn meira. Ekki láta ykkur detta í hug að þið séuð að gera ykkur að mestu fáráðlingum þjóðarinnar, þrátt fyrir kosninganiðurstöður og slíkt.
Koma svo, þið hljótið að geta toppað vitleysuna í ykkur aftur og aftur. Þið hafið gert það hingað til, þótt flestir hafi haldið að toppnum væri náð hjá ykkur.
Og Ramó, lofaðu okkur því að þú farir aldrei í greinarvísitölupróf. Lofaðu því bara. Haltu þessum boðskap uppi, eftir þínu eigin höfði. Ekki hlusta á einhverjar gagnrýnisraddir og svoleiðis. Leyfðu þínu ljósi að skína um allar jarðir. Hik er sama og tap, maður. Just do it.
Fólk er ekkert að hrista hausinn yfir þessum skrifum ykkar, strákar. Það taka allir mark á ykkur. Þið þurfið að bæta í, ef eitthvað. Látið nú hendur standa fram úr ermum. Kosningaúrslitin sýna að það vantar bara herslumuninn hjá ykkur, bara örlítið meiri áróður og möntrur og slagorð og whatever, látið bara allt gossa.
Þetta hefur nefnilega verið að virka svo vel hjá ykkur hingað til. Nú verðið þið að halda þetta út og koma með lokahnykinn.
Hey já, Jón Frímann, hvað er að frétta af kærunni sem þú varst búinn að lofa okkur?
Ætlarðu ekki að standa við orðin? Er ekkert hægt að treysta á þig?
Eða reyndirðu, en vilt ekki tala um það?
Segðu okkur. Þú varst búinn að lofa. Við bíðum öll rosa spennt (auðvitað).
palli (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 17:32
Uff puff þvílík fýla hér af völdum fábjána- hægriöfga- og þjóðrembingsprumps.
Og þessu heldur Ragnar Arnalds verndarhendi yfir.
Væri nú nær fyrir hann að skýra út af hverju hann tók rislán erlendis sem fjármálaráðherra til tuga ára á 12% vöxtum. Væri nú gustuk ef hann skýrði út ástæðu þess láns. Og svo gæti hann skýrt út hvernig hinum tókst að koma verðbólgu í yfir 100% sem ráðherra. Eitthvað sem engum hefur tekist nema hugsanlega fjármálaráðherra Zimbabwe.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.5.2013 kl. 19:06
Hahahaha.... Ramó, þú ert bara svo innilega beyglaður í hausnum.
Það hlýtur að vera erfitt að vera þú, sérstaklega á þessum síðustu og verstu.
Greyið litla, alveg að missa það endanlega. Hahaha.... þvílíki sorgleikurinn sem þú ert Ramó kallinn. Það eru ekki margir jafn bilaðir og þú.
palli (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 19:25
Jón Frímann: "Miðað við að þetta er tóm þvæla í ykkur. Þá eruð þið ansi kræf að þykjast geta sett þetta fram sem einhvern sannleika, svona sérstaklega þar sem þetta er ekkert nema haugalygi og tóm þvæla."
M.ö.o.
Miðað við að þetta er tóm þvæla, þá eruð þið kræf að setja þetta fram sem sannleik, sérstaklega þar sem þetta er tóm þvæla.
Hahahaha....
Keep up the good work, stupido.
palli (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 19:33
palli, Ég kærði þig. Því miður ertu svo vitlaus að lögreglan tók ekki einu sinni mark á því sem þú ert að segja og vísaði málinu frá. Næsta skref hjá mér er hugsanlega að vísa einhverri geðdeildinni á þig. Veit samt ekki hvort að það er hægt lagalega séð. Ég reikna samt með því að þú komir þér bara sjálfur inn á geðdeild, ef þú ert að gera slíkt núna.
Frávísun Lögreglunar í Reykjavík á kærunni í Janúar er að finna hérna,
http://www.jonfr.com/?p=7636
Það er ennfremur augljóst að hinn fyrrverandi ráðherra Ragnar Arnalds á ennþá gamla og góða vini á háum stöðum í hinu íslenska stjórnkerfi sem vernda hann gegn óþægilegum hlutum eins og kærum útaf af fólki sem hótar líkamsárásum og öðru slíku á blogginu hans.
Ég hef samt engar áhyggjur. Ég er í Danmörku (er ekkert að fara flytja aftur til Íslands) og þú ert upp á Íslandi að fúna í komandi 60 ára kreppu með öllu tilheyrandi. Þar á meðal skemmtilegum innflutningshöftum og fleira góðgæti sem þú munt elska.
Skömmtunarárin hin síðari munu verða mjög áhugaverður tími fyrir íslendinga,
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=51086 (Skömmtunarárin hin fyrri)
Jón Frímann Jónsson, 8.5.2013 kl. 20:02
Ég skil ekki alveg fréttamennsku á Íslandi.
Það er best að hlusta bara á það sem gellan hans Óskars, Sahra, segir í þessu viðtali sem var birt 5. maí 2013 klukkan 17:10 að íslenskum tíma eða þrem dögum á undan þessum bloggskrifum.
Gefum Söhru orðið:
http://www.zdf.de/ZDFmediathek/beitrag/video/1893814/Interview-mit-Sahra-Wagenknecht#/beitrag/video/1893814/Interview-mit-Sahra-Wagenknecht
Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 21:36
Formælandi 1 bregst við með formælingum, hysjar upp um sig vaðmálið og herðir seglgarnspottann um mittið, og gerir heiðarlega tilraun til þess að leggja Ragnar Arnalds með sniðglímu á lofti.
Gallinn við þessi glímubrögð er sá, að glíman stendur um ESB, ekki Ragnar Arnalds, hans persónu eða hvað hann gerði og gerði ekki fyrir rösklega 30 árum. Glíman er því "skuggaglíma", með tilvísun í "shadow boxing" þar sem enginn andstæðingur stendur fyrir framan boxarann, heldur lemur hann eitthvað út í buskann.
Ómar minn, við vitum að þú fyrirverður þig fyrir ætt, uppruna og stöðu, og notar ekkert tækifæri ónotað til að reyna að fjarlægjast þá staðreynd að þú ert afdalamaður út við ysta haf, þar sem malarvegurinn endar og menningin með. Þetta er ákveðin sproti frá fyrirbæri sem kallast "self-hating Jew" Munurinn er náttúrulega sá, að engin fræðsla getur breytt gyðing í eitthvað annað, en jafnvel fáfróður afdalabóndi með Norrænuglýju í augunum á að geta meðtekið einfaldar staðreyndir.
Ómar minn, þessi skuggglíma þín í bæjarhlaðinu í fásinninu er náttúrulega bara hlægileg.
Og Jón Freeman, þín útivist verður væntnlega ekki mikið lengri. 60 ára skömmtunarkreppan sem er framundan gerir það að verkum að íslenski skattborgarinn getur ekki lengur sent þér bæturnar út í Danaveldi. Og þar sem Ísland er alls ekki á leið í ESB, er þér nauðugur einn kostur að snúa heim. Því miður. Okkar vegna.
Hilmar (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 22:13
Já, hlógu þeir að dellunni í þér, Jón Frímann? Hvað sagði ég?
En ... to be continued.... þú ætlar að siga geðdeild á mig?
Það er reyndar akkúrat það sem þú ættir að gera. Tala við geðlækna. Athugaðu hvort þeir gætu ekki aðstoðað við þín mörgu og miklu vandamál. Ég held að þetta sé það vitrasta sem þú hefur nokkru sinni spuglerað í.
....og þegar þú segir að þú sért ekkert að fara að flytja til Ísland, þá býst ég við að þú meinir þetta í alvöru, er það ekki?
Þú hefur sýnt að þú stendur við það sem þú segir. Ég treysti á að þú farir ekkert að flytja aftur til Íslands. Er það ekki örugglega? Það má ekki grínast með svona loforð.
Já og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af okkur uppi á Íslandi. Hugsaðu bara um þitt líf, og reyndu helst að gleyma okkur alveg. Ég er til í flestan sjó til að halda Íslandi sjálfstæðu lýðræðisríki fyrir ófæddar kynslóðir Íslendinga. Íslendingar eru nefnilega dálítið töff fólk og það þarf aðeins meira en bölsýnis raus úr aumingja eins og þér, til að koma okkur úr jafnvægi.
Íslendingar eru upp til hópa fólk ekki eins og þú, Jón Frímann.
Ertu búinn að tékka á hvað þú þarft að búa lengi í Danmörk, til að geta sótt um danskan ríkisborgararétt? Gengur það ekki þannig fyrir sig, hjá Norðulandabúum? Að loknum einhverjum árum, þá er hægt að fá ríkisborgararétt í viðkomandi landi? Tékkaðu á þessu, Jón Frímann. Það er ekkert mál að tékka á þessu. Þú getur spurt félagsmálaráðgjafann þinn. Það er örugglega ekkert mál fyrir þig að gerast danskur ríkisborgari eftir einhver ár.
Þá gætirðu fengið danskar bætur í stað íslenskra. Þetta gæti mögulega verið það besta sem þú hefur gert fyrir Ísland. Þú hefur aldrei gert neitt gagn, en með þessu gætirðu líka hætt að gera ógagn!!
Please, Jón Frímann, please please puhhh-leeeezze farðu alla leið og afsalaðu þér þínum íslenska ríkisborgararétti. Danir eru frábærir, þeir eru í ESB og bara alles gut ja. Þetta er það sem þú vilt sjálfur. Þú veist það sjálfur. Þetta er það sem allir á Íslandi vilja líka, og hmm...öruggleg einhverjir Danir.
palli (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 23:38
Það er full ástæða til þess að hafa varan á gagnvart kengbiluðum rugludöllum og með miklum ólíkindum og ósköpum að Ragnar Arnalds skuli halda verndarhendi yfir slíku. Ótrúlegt að þessi maður skuli hafa verið ráðherra í eina tíð. Þar vann hann það helst til afreka að taka lán á 12% vöxtum tul margra tuga ára útí bláinn og setja verðbólgu í yfir 100% sem er sennilega heimsmet en hugsanlega tókst fjármálaráðherra Zimbabve að bæta það. Óstjórn hans bitnaði svo á almenningi hérna náttúrulega og er enn að bitna á almenningi áratugum seinna. Þá stofnar Ragnar einhverja kjánasíðu og fær til liðs við sig kengbilaða rugludalla siðlausa og huglausa sem vonlegt er. Skömm að þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.5.2013 kl. 10:57
Þú hlýtur að vera steiktasti einstaklingur í sögu Íslands, Ramó. Það er pínlegt að horfa upp á þig afhjúpa eigin bága ástand aftur og aftur.
Þarftu ekki aðeins að fara að róa þig niður og pæla aðeins í sjálfum þér, svona þegar mesta gremjan og vælið vegna kosninganna er liðið hjá.
Taktu þér tak, maður. Jésús fokking Kristur
palli (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 19:10
Vill enginn skrifa um það Sem Sahra, kærastan hans Óskars, hefur um ummæli Óskars að segja?
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 19:41
Viljinn líklegast fyrir hendi, en þýskukunnáttan hjá flestum Íslendingum ekki nógu sleip fyrir svona viðtal um svona málefni.
(Wo ist das Hauptbahnhof? Wie Seit ist es? Aber ja, Horst Tappert ist sehr gut. Ein Bier, danke schön.)
palli (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 20:36
Ef menn skildu Söhru, þá hefði aldrei verið bloggað um það 3 dögum síðar að Óskar vildi hætta með evruna.
Stefán (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 20:50
Sie sind nicht der einzige gute in deutscher Sprache. Es ist auch darauf hinzuweisen, dass deine Unwissenheit durch Ihre Arroganz begleitet wird.
Jón Frímann Jónsson, 10.5.2013 kl. 00:25
Átti þetta að vera svaka comeback á þýsku??
Því fyrr sem þú hættir að tjá þig, því fyrr hættirðu að gera þig að fífli, Jón. Farðu nú að átta þig á þessari staðreynd.
Er það ..augljóst (?) að mitt þekkingarleysi og hroki verða ..begleitet (skil ekki), vegna þess að ég er ekki sá eini sem er góður í þýsku??
Þetta meikar engan sens, en það er kanski ekki skrýtið komandi frá þér. Hvernig sýnir þýskukunnátta mín (sem er ekki góð, by the way) eitthvað varðandi þekkingarleysi og hroka?
Stundum er betra að þegja og leyfa fólki að halda þig heimskan, en að segja eitthvað og taka burt allan vafa. Ekki að fólk sé í einhverjum vafa um þig, Jón Frímann, en gott að muna þennan málshátt og hafa hann sem reglu.
Hættu bara að tala. Okei?
Það hefur enginn áhuga á því sem þú segir, það líta allir á þig sem fæðingarhálfvitann sem þú ert, og þú gerir þig að fífli í hvert skipti sem þú tjáir þig.
Hvað er það sem þú ert ekki að skilja?
Og það er öllum sama þótt þú sért góður í þýsku.
(...nema þessu hafi verið beint til Stefáns, sem meikar minna sens, en þar sem þetta kemur frá geðsjúklingnum þér, þá veit maður aldrei)
palli (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 07:49
Það eru nú bara rúmlega 3 km til Þýskalands þaðan sem ég á heima. Þannig að ég er auðvitað orðin margfalt kunnugri stöðu mála en þú, enda þarf ég ekki að gera annað en að kveikja á útvarpinu til þess að getað hlustað á þýska fjölmiðla.
Sá eini sem er fífl hérna ert þú palli, og í hvert skipti sem þú tjáir þig hérna þá staðfestir þú það stöðugt meira og meira.
Jón Frímann Jónsson, 10.5.2013 kl. 17:52
Skrifandi á internetinu montarðu þig af landfræðilegri nálægð við Þýskaland og að þú getir hlustað á þýskt útvarp, og sért þá "margfalt kunnugri stöðu mála".
Það eru fleiri en nokkrir vírar flæktir í hausnum á þér.
(Ég reyndar efa það að þú skiljir mikið í þýsku, en það er annað mál.)
Og jájá, ég hlýta að vera fíflið. Endursegðu það við sjálfan þig, þá hlýtur það að verða satt.
Fyrst þú ert í svona góðri stöðu þarna úti, viltu þá bara ekki vera þarna úti til frambúðar. Þú ert gagnslaust gimp, víðáttuheimskur og fullur af hroka. Ísland hefur engan áhuga á þér. Mundu það bara. Við viljum þig ekki.
palli (IP-tala skráð) 11.5.2013 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.