Ríkjabandalagið sem Össur og Árni Páll eru enn að reyna að troða Íslandi inn í mun liðast í sundur nema því aðeins að fullveldisframsal aðildarríkja og samruni verði miklu stórfelldari en orðið er. Þetta boðar fyrrv. varakanslari og utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer.
Í grein sem birtist í Morgunblaðinu 4. maí s.l. undir fyrirsögninni: Það sem grefur undan Evrópu segir Joschka Fischer, sem var annar æðsti valdamaður Þýskalands á árunum 1998-2005 m.a:
Stjórnmálalegt stórslys
Á meðan ró var yfir mörkuðum afhjúpaði kreppan á Kýpur til fulls hið stjórnmálalega stórslys sem hlotist hefur af evrukreppunni: Evrópusambandið er að liðast í sundur í kjarnanum. Skortur Evrópumanna á tiltrú á Evrópu um þessar mundir er mun hættulegri en sá titringur á mörkuðum sem borið hefur á á ný, enda verður hann ekki leystur með því að Seðlabanki Evrópu auki peningamagn í umferð.
Úrelt aðferðafræði
En eftir því sem fjármálakreppan hefur grafið undan þessum undirstöðum er traust farið að víkja fyrir vantrausti, samstaða er að láta undan fyrir fornum fordómum (og jafnvel nýju hatri milli hins fátæka suðurs og hins ríka norðurs) og málamiðlun má sín lítils fyrir fyrirskipunum. Og aftur er Þýskaland í miðju sundrungarinnar.
Það er vegna þess að Þýskaland, sem er langöflugasta hagkerfið innan Evrópusambandsins, hefur knúið fram aðferðafræði til að yfirvinna evrukreppuna sem virkaði fyrir Þýskaland í upphafi aldarinnar, en við gjörólíkar efnahagsaðstæður, innan lands og utan. Það er vegna þess að fyrir Evrópuríkin í suðri sem eru í vanda stödd hefur blandan af aðhaldi og kerfislægum breytingum, studd af Þýskalandi, reynst banvæn, enda skortir á þriðju og fjórðu þættina; eftirgjöf skulda og hagvöxt.
Það er aðeins tímaspursmál hvenær kjósendur í einu af stóru Evrópuríkjunum sem glíma við fjármálakreppu kjósa sér forystu í stjórnmálunum sem fellst ekki lengur á fyrirmæli um aðhaldsaðferðir.
Áframhaldandi efnahagslega hnignun
Umhyggjusemin hefur svo sannarlega verið ströng og hefur haft í för með sér hraðan efnahagslegan samdrátt, gríðarlegt atvinnuleysi (allt að 50% meðal ungs fólks) og áframhaldandi efnahagslega hnignun, sem hlýst af aukinni vaxtabyrði. Svo sannarlega. Öll evruríkin ganga nú í gegnum hægvaxtarskeið, ef ekki kreppu.
Og lausnarorð Fischer er: enn víðtækari tilfærsla á fullveldi
Það hefur lengi verið ljóst hvað þarf að gera. Verðmiðinn á því að myntbandalagið komist af, og þar með Evrópuverkefnið, er nánara samstarf: bankabandalag, fjármálabandalag og stjórnmálalegt bandalag. Þeir sem eru þessu mótfallnir vegna þess að þeir óttast sameiginlega ábyrgð, tilfærslu fjármuna frá ríkum til fátækra, og að missa fullveldið munu þurfa að sætta sig við endurkomu þjóðríkisins í Evrópu - og þar með brotthvarf þess frá alþjóðasviðinu. Enginn valkostur - og svo sannarlega ekki óbreytt ástand - mun þar duga.
Það er orðin almenn vitneskja í Evrópu að áframhaldandi fjármálakreppa muni annaðhvort tortíma Evrópusambandinu eða leiða af sér stjórnmálalegt bandalag og að án samstöðu um lausn á núverandi skuldavanda og án skrefa í átt til sameiginlegrar útgáfu nýrra skuldabréfa, verður evrunni ekki bjargað. Slík skref munu hafa í för með sér að víðtæk tilfærsla á fullveldi verður óhjákvæmileg. Eru Þýskaland - og Frakkland - reiðubúin til þess?
En hér heima á Íslandi er enn til hópur manna sem þrætir ákaft fyrir að aðild að ESB hafi í för með sér nokkurt framsal á fullveldisréttindum aðildarþjóða. - RA
9% Svía vilja taka upp evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stuðningur við Græningja í Þýskalandi og Frakklandi er að nálgast núllið.
Sigurgeir Jónsson, 6.5.2013 kl. 20:46
Og stuðningur við íslenska Græningjaflokkinn,VG,er á sömu leið.
Sigurgeir Jónsson, 6.5.2013 kl. 20:47
Sæll Sigurgeir.
Stuðningur við Grænningja er enn mikill í Þýskalandi.
Hér er linkur á Sunnudagskönnun emnid um fylgi flokka í Þýskalandi.
Stefán (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.