Framhald á heimsvaldastefnu

Björn S. Stefánsson skrifar athyglisverðan pistil í Morgunblaðið í liðinni viku. Þar setur hann Evrópusamrunann í stríðsárasamhengi. Það er vitaskuld umdeilanlegt að setja útþenslustefnu ESB í svo beint samhengi við Þriðja ríki Þýskalands eins og Björn gerir en engu að síður ljóst að fyrst og síðast ræður heimsvaldastefna gamalla herraþjóða ferðinni í Brussel. Grein Björns er svohljóðandi:  

Næst förum við öðru vísi að

Jóhannes Snorrason (1917-2006), yfirflugstjóri, beitti sér mjög gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem tekist var á um fyrir einum tveimur áratugum. Ég kynntist honum í þeirri baráttu. Hann sagði mér þá, af hverju hann væri knúinn í baráttunni. Það var þannig, að hann lærði að fljúga í Kanada í stríðinu, og fyrst eftir stríð flaug hann milli Kanada og Evrópu. Eitt sinn varð hann í vélinni áheyrandi að tali þýskra farþega. Þeir hafa væntanlega ekki gert ráð fyrir, að flugmaður á kanadískri vél skildi þýsku, eins og Jóhannes gerði eftir menntaskólanám á Akureyri. Þeir þóttust eiga dálítið undir sér, heyrðist honum. Stríðslokin voru rædd, og þeir sögðu: Næst förum við öðru vísi að. Jóhannes kvaðst líta á myndun Evrópska efnahagssvæðisins í þessu ljósi - með því sæktu Þjóðverjar fram - og orð þeirra sóttu á hann.

Í vetur hitti ég í fyrsta sinn eftir tuttugu ár son Jóhannesar, Snorra bónda á Augastöðum í Hálsasveit og refaskyttu. Það var í Snorrastofu (Sturlusonar) í Reykholti. Hann flutti þar erindi um refinn. Á eftir ræddi ég við Snorra um sögu Jóhannesar af samtali þýsku farþeganna og hvers vegna hann hafði hana ekki með um árið í skrifum sínum. Mér hafði dottið í hug, að sem flugmaður hefði hann almennt verið bundinn trúnaði um það, sem hann yrði vitni að í starfi, þótt hann segði mér þetta að vísu. Snorri taldi, að trúnaðinum hlyti nú að vera aflétt.

Í Morgunblaðinu 11. f.m. er grein eftir Atla Harðarson, sem lýsir því, hvernig nú er farið að því að taka Ísland. Það var öðru vísi farið að fyrir stríð, þegar Þjóðverjar voru hér undir ýmsu yfirskini. Síðar mátti átta sig betur á því. Grein Atla heitir Hvernig er hægt að komast í Evrópusambandið þótt flestir vilji vera fyrir utan það?

BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient.    (Birt í Morgunblaðinu 1. maí sl.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslenskir öfgaumhverfissinnar horfa mjög til ESB í átrúnaði sínum og trúarofstæki.Þar fer að sjálfsögðu fremstur sjálfur Evrópumaðurinn sem var tilnefndur sem slíkur af samtökunum Já-Ísland.Hann er jafnframt forystumaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Engir standa eins þétt saman innan ESB og á Evrópuþinginu og þeir sem kalla sig "umhverfis og náttúruverndarsinna".Hér á landi þykist þetta fólk vera á móti ESB.Það eru látalæti og bellibrögð í svipuðum dúr og tíðkaðist í grænu landi Adolfs Hitlers á þriðja áratugnum.

Sigurgeir Jónsson, 5.5.2013 kl. 20:48

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki þurfti nema horfa á Svavar Gestssoon á stöð 2 í kvöld , þegar ESB var til umræðu, til að sjá feluleikinn hjá öfgaumhverfisverndarmanninum.Flóttalekt augnaráðið og óðara byrjað á að tala um umhverfisvernd.Það er engin spurning að Svavar Gestsson vill að Ísland gangi í ESB.Þar á hann samleið með Græningjum í átrúnaði sínum,og getur talað við þá á þýsku.

Sigurgeir Jónsson, 5.5.2013 kl. 20:55

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Annar furðufugl var líka í sjónvarpi í kvöld, eftir að hafa obinberað boðskap sinn í háskóla í dag, fyrir fullu húsi öfgamanna.Hann leggur hart að íslendingum að framleiða ekki olíu,við þurfum þess ekki vegna þess að aðrir framleiði svomikið af henni, að íslendingar geti sem hægast keypt olíuna af þeim.Maðurinn uppskar mikið klapp og lof eftir að hafa obinberað þessa visku.í mínum huga er það engin spurning að maðurinn hafði áheyrendur sína að fífli og er trúlega á svipuðum nótum sjálfur.Þetta rímar allt við Græninga innan ESB, og VG og hluta Samfylkingar og Bjarta framtíð og Pírata.

Sigurgeir Jónsson, 5.5.2013 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband