Nokkur gullkorn úr ESB-umræðu seinustu daga
13.3.2013 | 11:33
Það er enginn raunverulegur áhugi á Íslandi á því að ræða um málefni ESB segir fréttamaðurinn Þorfinnur Ómarsson í viðtali við vefsíðu Evrópuþingsins spurður að því hvenær kunni að koma að því að viðræðurnar um inngöngu Íslands í ESB hefjist að nýju. Það viti enginn. Hann segist ekki reikna með því að íslenski fáninn eigi eftir að blakta fyrir utan Evrópuþingið í nánustu framtíð.
Stuðningsmenn inngöngu svartsýnir
Eins og staðan er hér á Íslandi er enginn stuðningsmaður inngöngu í Evrópusambandið bjartsýnn á að til hennar eigi eftir að koma þar sem þingkosningar eru aðeins eftir tólf vikur og aðeins einn stjórnmálaflokkur talar fyrir inngöngu, er ennfremur haft eftir Magnúsi Geir Eyjólfssyni, ritstjóra vefritsins Eyjan.is. mbl.is 25/2/13
Upplausn í þingflokki Samfylkingar
Þingflokkur Samfylkingar, sem samkvæmt skoðanakönnunum verður helmingi minni eftir kosningar en hann er í dag, er í uppreisn gegn nýkjörnum formanni. Árni Páll klúðraði því sem nýkjörinn formaður á ætíð að gera; að skila flokknum auknu fylgi.
Þegar Árni Páll í ofanálag skaffar ekki atkvæðin er hann strax orðinn persona non grata í þingflokknum. Árni Páll fékk afgerandi kjör til formennsku í Samfylkingunni. Sem segir okkur að flokksfélagar sjá Samfylkinguna ekki sem breiðan og stóran jafnaðarmannaflokk heldur lítinn og sætan endurfæddan Alþýðuflokk með stórum staf en litlu innihaldi. Þannig flokkur yrði varaskeifa fyrir Framsóknarflokkinn í samstarfi við Sjálfstæðisflokk. - Páll Vilhjálmsson 9/3/13
Himnaríkið í ESB selst illa þessa dagana
Himnaríki selst illa þessa dagana. Ýmist trúir fólk ekki á það eða vill alls ekki fara þangað. Alveg sama þótt trúboðarnir séu jarðbundnir og selji ESB í þess stað. Verst hvað það gengur illa að losna við ESB trúboðana af dyramottunni... - Kolbrún Hilmars, 8/3/13
Búnaðarþing í andstöðu við ESB-aðild
Bæði Búnaðarþing og Bændasamtökin vara við aðild að ESB og segja að það sé andstætt hagsmunum Íslendinga. Búnaðarþingið varar ennfremur við innstreymi peninga frá Evrópusambandinu sem ætlað er að hafa áhrif á viðhorf til aðildar. Ljóst er orðið að Ísland verður að undirgangast sáttmála ESB og engar varanlegar undanþágur eru í boði, svokallaðar samningaviðræður eru einungis aðlögun að regluverki ESB, segir í ályktun Búnaðarþings.
Samfylkingin berst fyrir málstað ríkustu Íslendinganna
Milljón króna fólkið, það eru fjölskyldur með milljón og meira í mánaðartekjur, er ákafast í stuðningi við aðild Íslands að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun Capacent. Þetta einkenni ESB-sinna, að vera ríkt og vilja fórna fullveldinu, er margstaðfest í könnunum.
Samfylkingin hefur til þess farið hljótt með þessa staðreynd enda dálítið undarlegar, svo ekki sé meira sagt, að jafnaðarmannaflokkur berjist fyrir hagsmunum þeirra ríkustu. En þar sem almenningur snýr baki við Samfylkingunni í þúsundavís, flokkurinn mælist með 12,8 prósent fylgi, þá er öllu tjaldað til. Karl Th. Birgisson er talsmaður Árna Páls formanns Samfylkingar. Karl gengur beint til verks og spyr með nokkrum þjósti hvers vegna efnafólk í Sjálstæðisflokknum styðji ekki Samfylkinguna. - Páll Vilhjálmsson 10/3/13
Varanlegar undanþágur ekki í boði
Ekkert ríki hefur hins vegar fengið slíka varanlega undanþágu í sjávarútvegsmálum eins og til að mynda kemur fram í riti Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors og sérfræðings í Evrópurétti, Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins frá 2011. Einungis hafa verið veittar tímabundnar undanþágur. Hins vegar hefur í ákveðnum tilfellum verið boðið upp á sérlausnir í sjávarútvegsmálum sem fela þó ekki í sér undanþágur frá yfirstjórn Evrópusambandsins heldur einungis breytta stjórnsýslu til þess að koma að ákveðnu marki til móts við aðstæður einstakra ríkja innan ramma regluverks sambandsins.
Varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins hafa þannig ekki verið veittar til þessa og forystumenn sambandsins hafa í samræmi við það ítrekað áréttað að slíkt sé ekki í boði af hálfu þess. Hjörtur J. Guðmundsson mbl.is 7/3/13
Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 58,5% séu andvíg aðild en 25,1% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og komu fram í sambærilegri könnun sem unnin var árið 2012. Raunar er óveruleg breyting í viðhorfum almennings til aðildar frá árinu 2010.
Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur. Loks var spurt hvernig væri líklegast að þú myndir greiða atkvæði ef aðild að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði núna. Þá segjast 70% vera á móti aðild en 30% með. mbl.is 9/3/13
Helmingur ungs fólks á Grikklandi, Spáni og hluta Ítalíu og Portúgal án atvinnu
Evrópa hefur sett mörg hundruð milljarða evra í að bjarga bankakerfi álfunnar, en gæti tapað heilli kynslóð ungs fólks í kjölfarið. Þetta er haft eftir Martin Schulz, forseta Evrópuþingsins, í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Ræddi hann um atvinnuvandamálið í Evrópu, en um 26 milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu. Þar af er helmingur ungs fólks á Grikklandi, Spáni og hluta Ítalíu og Portúgal. Sagði hann nauðsynlegt að bregðast við þessu og að ef hægt hefði verið að setja 700 milljarða í bankakerfið, þá ætti að vera hægt að setja jafn mikinn pening í að koma kynslóð ungs fólks, sem hefur jafnvel aldrei fengið tækifæri til að vinna, til aðstoðar. mbl.is 11/3/13
Ekkert er nýtt undir sólinni
Fyrir 160 árum vildu danskir innlima Ísland í konungsríkið. Íslendingar skyldu fá sex fulltrúa á danska þingið. Jón Sigurðsson og félagar mótmæltu allir. Það var eitt fyrsta skrefið til fullveldis Íslands. Um síðustu aldamót hóf Halldór áróður fyrir því að Ísland gengi í ESB og Valgerður tók við. Þau vildu komast að borðinu og taka þátt í ákvörðunum fyrir Evrópu sameinaða í eitt ríki. Eflaust hefðu þau fengið eitthvert kikk við að greiða atkvæði í Brussel um ýmis mál, en ekki ráðið neinu um eigin mál með fimm atkvæði af 500 við ESB-borðið. Hver skyldu lífsskilyrðin vera í dag, ef við hefðum haft sex fulltrúa á danska þinginu sl. 160 ár? Sigurður Oddsson Mbl. 11/3/13
Athugasemdir
Ja hérna, er nú Páll Vilhjálmsson orðinn átrúnaðargoð Vinstrivaktarinnar? Gerir Vinstrivaktin engar kröfur til trúverðugleika þeirra sem hún vitnar í?
Væri ekki nær að vitna í þungavigtarmenn eins og Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar, Helga Magnússon, formann Sambands lífeyrissjóða og fyrrverandi formann sambands iðnaðarins og Björgólf Jóhannsson forstjóra Icelandair, formann SA og fyrrverandi formann LÍÚ.
Jón Sigurðsson segir suma stóru stjórnmálaflokkanna stinga höfðinu í sandinn í afneitun gagnvart aðsteðjandi vanda. Hann telur það fráleitt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ályktað að slíta beri ESB-aðildarviðræðum.
Hann mælir eindregið með aðild að því tilskyldu að samningur verði viðunandi. Hann á von á að svo verði. Hann furðar sig á að stórir flokkar komist upp með að hafa enga framtíðarsýn til lausnar vandanum.
Helgi Magnússon, formaður Sambands lífeyrissjóða og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, segir að einangrunarsinnar í Sjálfstæðisflokknum beri ábyrgð á þeirri grímulausu forsjárhyggju sem felst í þeirri stefnu flokksins að slíta aðildarviðræðum:
http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/03/08/segir-einangrunarsinna-hafi-radid-allt-of-miklu-a-landsfundi/
Björgólfur Jóhannsson, formaður samtaka atvinnulífsins, vill ljúka aðildarviðræðum:
www.visir.is/vill-ekki-ad-esb-verdi-eilifdardeila/article/2013703089897
Þetta eru þau ummæli sem hefur borið hæst síðustu daga ásamt ummælum Þóris Stephensen. Vinstrivaktin á ekkert svar við þeim nema að vitna í alræmdan rugludall og Kolbrúnu okkar sem bæði sérhæfa sig í að snúa út úr og svara út í hött.Ásmundur (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 18:46
Mundi vill láta vitna í sín ESB sinnuðu átrúnaðargoð.
En afhverju vill hann ekki líka láta vitna í menn eins og forstjóra Rauða krossins í Evrópu.
Sem segir nú opinberlega að vegna vaxandi fátæktar og eymdar í Evrópu þá hafi alþjóða Rauði krossinn nú þurft að stórauka matargjafir sínar til þurfandi fólks í Evrópu.
Matargjafir Rauða krossins og annarra hjálparsamtaka til fátæklinga hafa ekki verið meiri síðan í Síðari Heimsstyrjöldinni !
Nú sinnir alþjóða Rauði krossinn og önnur hjálparsamtök yfir þremur milljónum manna á Spáni fyrir daglegum matargjöfum.
Þetta er gríðarlega hátt hlutfall og í raun skelfilegt ástand því að hlutfallslega samsvarar þetta því að yfir 20.000 íslendingar þyrftu daglega að vera ölmusu- fólk í súpueldhúsum hjálparsamtaka Rauða krossins.
Gunnlaugur I., 13.3.2013 kl. 21:54
Vanmáttarkennd Gunnlaugs sem Íslendings veldur því að hann hefur ekki meiri trú á eigin þjóð en svo að hún muni ekki spjara sig í ESB eins og þær þjóðir sem við höfum hingað til borið okkur saman við.
Gunnlaugur dregur Ísland niður á plan verst stöddu ESB-þjóðanna og hefur ekki trú á að Íslendingar spjari sig betur en þær ef við göngum í ESB. Þessi vanmáttarkennd hans brýst svo út í þjóðrembu.
Það er að vísu rétt að eftir hrunið stöndum við efnahagslega þeim þjóðum sem við höfum borið okkur saman við langt að baki. ESB og evra var þeim góð vörn meðan einangrun okkar og ónýtur gjaldmiðill olli okkur miklu tjóni.
Miklar matargjafir endurspegla ekki aðeins dýpt kreppunnar heldur einnig gæði félagsþjónustunnar. Á hinum norðurlöndunum og í mörgum Vestur-Evrópuríkjum er félagsþjónustan mun betri en hér. Samt hefur verið miklu minna um matargjafir þar en hér eftir hrun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 08:13
haha... Ásmundur, þú ert bara svo illa ruglaður og sturlaður fábjáni.
Er það vanmáttarkennd að minnast á 0,8% vægi Íslands í ESB, ef við skyldum heimskast þarna inn?
Þú gengur ekki heill til skógar, hefur aldrei gert og munt aldrei gera. Þú ert geðsjúklingur.
Og það er greinilegt að þetta er að hafa svaka árangur hjá þér sem fyrr. Hahaha...
Haltu þessu áfram, kallinn.
Það sjá öll smábörn hvað þú átt virkilega bágt í kollinum.
Eins og ég sagði fyrir þónokkru, þá ert þú og apabræðurnir þínir gjörsamlega að missa vitið þessar vikurnar, þegar það verður augljósara að þessi umsókn er komin hálfa leið niður í klósettið.
Haltu þessu bara áfram. Ég mun halda mig til hlés. Óþarfi að eyða kröftum í einhvern froðufellandi öskurapa eins og þig.
Það þarf ekki að afhjúpa delluna í þér, þú sérð um þetta allt sjálfur.
...og þið hin, bíðið bara, þetta á eftir að versna og versna í þessum bjánabörnum.
Það eina merkilega við þetta, verður að sjá hversu fokking langt geðsýkin mun leiða Ásmund. Hann slær met á næstum hverjum degi í þessari þvælu.
Ásmundur, þarftu annars ekki að endurnýja orðaforðann hjá þér? Þú notar alltaf sömu tuggurnar. Vanmáttarkennd, þjóðremba og eitthvað álíka gábulegt.
Og enn og aftur spyr ég: Finnst þér þessi áróður þinn verða að virka hingað til? Ef svo, hvernig færðu það út???? Ef ekki, hvers vegna að halda þessu áfram?
Bara svona nett ábending um hversu sturlaður þú ert. Það sjá það allir nema þú. Þarftu ekki að horfa í spegilinn og pæla aðeins í sjálfum þér? Þú ert furðulegt lítið grey. Maður hálfvorkennir þér, fyrir það eitt að þurfa að vera þú, eins ótrúlega steiktur og þú ert.
Það eru geðlæknar og sálfræðingar sem geta hjálpað fólki eins og þér. Þú veist a.m.k. af því, þegar himnarnir þínir byrja að hrynja. Mundu að það er fólk sem getur hjálpað þér með þín vandamál.
Ég kíki kanski við seinna, en samt best að leyfa þér bara að afhjúpa eigin þráhyggju og almenna dellu.
Hahaha... þvílíka geðsýkin í einum manni. Ótrúlegt.
En haltu endilega áfram, Ásmundur. Það er fátt betra fyrir andstæðinga aðildar en svona erkifífl eins og þú. Keep up the good work!
palli (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 09:04
Nú er fokið í flest skjól hjá Vinstrivaktinni. Hún er farin að tjalda palla aftur eftir langt bann. (Síðasta athugasemdin hans var fjarlægð).
Annars dettur mér ekki í hug að lesa athugasemdir hans. Ég hugsa hins vegar með velþóknun til allra þeirra sem hann flæmir frá andstöðu við ESB-aðild.
Það er líklega engin tilviljun að palli geysist hér fram aftur eftir að ég kallaði Pál Vilhjálmsson alræmdan rugludall sem hann svo sannarlega er.
Það styður þann grun, sem ég reyndar lét i ljós í fyrsta skipti sem ég svaraði athugasemd palla, að hann og Páll Vilhjálmsson séu einn og sami maðurinn.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 11:10
Nah, Ásmundur, ekki gefa þér að palli og Páll séu einn og sá sami.
Þú kallaðir mig líka rugludall og ekki er ég palli...
Kolbrún Hilmars, 14.3.2013 kl. 14:04
Það vantar orð til að lýsa þinni firringu, Ásmundur.
Þú ert alsberi keisarinn, nema að þig vantar ekki föt heldur vit og þroska. Þú hefur hvorugt, eins og allir sjá langar leiðir.
Bann? Um hvað ertu að tala?
Ég einfaldlega nenni ekki að eyða orku í fávitann þig, enda er það óþarfi. Það er ljóst að Ísland er ekkert á leiðinni inn í ESB, sama hvað þú tautar og tuðar, og vælir eins og smástelpa. Munurinn á þér og venjulegum Íslendingum er að þú hefur ekki sjálfstæða hugsun. Venjulegt fólk sér alveg í gegnum þennan spuna og lygaþvætting sem lekur viðstöðulaust út úr þér. Um leið afhjúpast hvað þú á virkilega bágt, litli apinn minn.
Leitaðu þér hjálpar þegar (ekki ef) þú þarft á því að halda. Það verður ekki langt þangað til þessar umsóknardellu verður troðið ofan í kokið á þér og þínum.
Þú getur líka alltaf flutt af landinu. Það verða sárafáir sem sjá eftir eins mikilli hrokabyttu, frekjudollu og súpersteiktum heimskingja og þér. Gerðu Íslandi eitthvað gagn, til tilbreytingar, og láttu þig hverfa þegar við troðum ESB lygamöntru delluáróðrinum í þér aftur upp í þína görn, þaðan sem þessi drulla kom.
Og ég er ekki Vilhjálmsson, og þótt ég væri það, hverju myndi það breyta?
Ad hominem (eins misheppnað og það er hjá þér) er sterkt merki um málefnaþrot, enda getið þið ESBsinnar aldrei talað um málefnin. Það eina sem þið kunnið er að endurtaka möntrugarg eins og páfagaukar.
En já, endilega haltu áfram hérna á Vinstrivaktinni. Án gríns, ekki hætta. Það eru örfáar hræður á Íslandi sem eru ennþá ESBsinnar. Þú verður að halda þessu áfram, Ásmundur.
Hahaha... þú ert bara svvoo ótrúlega fokking steiktur. Hvað í anskotanum gerðist fyrir þig í þínu lífi? Fólk fæðist ekki svona vangefið. Eitthvað hlýtur það að vera, þó maður hafi ekki áhuga á þinni sorglegu tilvist.
Haltu áfram. Ég var bara að líta inn. Ég mun ekkert trufla þig.
Keep up to good work, stupid.
palli (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 14:05
Hinn svokallaði Ásmundur kallaði mig líka rugludall. Hann kallaði marga rugludall í síðu Vinstrivaktarinnar.
Elle_, 14.3.2013 kl. 14:55
Ef "rugludallur" er orðið samheiti yfir ESB andstæðinga þá er búið að snúa merkingunni uppí andstæðu sína. Slíkt gerist stundum við ofnotkun.
Þá mega órugludallar nú fara að passa sig. Ásmundur!
Kolbrún Hilmars, 14.3.2013 kl. 16:02
Kolbrún, áttu í erfiðleikum með lesskilninginn?
Ég kallaði þig ekki rugludall - ég sagði aðeins að þú værir með útúrsnúninga og svaraðir athugasemdum út i hött.Ásmundur (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 17:40
Ásmundur, játa mig seka um "útúrsnúninga" - svona annað slagið allavega. :)
En hitt er þín sök. Punktur eða komma geta skipt sköpum fyrir lesskilninginn.
Kolbrún Hilmars, 14.3.2013 kl. 18:36
Já, við heilaþvegnu rugludallar, vitleysingar og þjóðrembingar með minnimáttarkennd, paranoju og vænisýki, með tímabundin fráhvarfseinkenni heilaþvottar af heilaþvottastöðvum, enda er heilaþvottur andstaða rökhugsunar.
Ásmundur (IP-tala skráð oft).
Elle_, 15.3.2013 kl. 00:21
Kolbrún, þegar sagt er "alræmdan rugludall og Kolbrúnu" er ljóst að Kolbrún er ekki sögð vera rugludallur.
Punktar eða kommur skipta ekki máli í þessu sambandi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 14:59
Þakka þér fyrir Ásmundur, þá er það orðið morgunljóst að Kolbrún er ekki rugludallur.
En eftir stendur að Kolbrún "sérhæfir sig í að snúa útúr og svara út í hött".
Þú værir kannski til í að staðfesta líka að þótt hún snúi sundum út úr, svari hún aldrei út í hött?
Kolbrún Hilmars, 15.3.2013 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.