Regnboginn = Sannir villikettir og ESB andstæðingar !
12.3.2013 | 12:32
Nú um helgina var tilkynnt um nýtt stjórnmálaafl, Regnbogann sem starfa munu með fólkinu í kjördæmunum og bjóða fram sjálfsstæða lista fólks í öllum kjördæmum við næstu þingkosningar, hópa sem saman mynda síðan kosningabandalagið Regnbogann, grasrótar samtök ESB andstæðinga og sannra og sjálfsstæðra villikatta.
Samkvæmt því sem að fram hefur komið verður hér ekki um eiginlegan stjórnmálaflokk að ræða því að kjördæmaframboð Regnbogans verða sjálfsstæð en sameiginlega beita sér gegn alræði flokksræðisins og fyrir þjóðfrelsi og sjálfbærni. Þetta nýja vinstri sinnaða og þjóðlega stjórnmálaafl mun berjast fyrir því að verja og efla sjálfsstæði og fullveldi þjóðarinnar og talar alveg skýrt og enga tæpitungu gegn ESB aðild og ætlar af alefli að beita sér fyrir því að stöðva tafarlaust það feigðarflan sundrungar og óeiningar sem þetta ólýðræðislega og þvingaða ESB aðlögunarferli hefur kallað yfir þjóðina.
Þarna verður ekki boðið upp á neina hálfvelgju eða undanslátt eins og einhverjar svona "til dæmis eitt ár" blekkingar lausnir. Fólk sem styðja mun Regnbogann á að geta treyst því að slík grundvallar mál verði í heiðri höfð og verði ekki undir neinum kringum stæðum fórnað á altari flokksræðis eða hrossakaupa stundarhagsmuna og valdagræðgi.
Að þessum framboðum fólks gegn ESB aðild stendur hugssjóna og baráttu fólk víðs vegar að úr þjóðfélaginu. Fólk sem ekki beigir sig undir flokksræðisklíkur og hefðbundin hrossakaup og valdastjórnmál. Fólk sem finnur sér ekki lengur farveg í fjórflokka kerfinu og heldur alls ekki hjá þeim nýju "populista" flokkum sem fram hafa komið og flestir hver eru með óljósa stefnu og ætla sér leynt eða ljóst að stefna á áframhaldandi ESB aðlögun með einum eða öðrum hætti. Framboð Regnbogans hefur á að skipa öflugri framvarðarsveit fólks með mikla reynslu af stjórnmálasviðinu, fólk sem áður hefur tekið þátt í opinberu starfi og verið treyst til æðstu áhrifa í iðandi ólgu stjórnmálanna.
Þanng standa að baki framboðinu fjórir núverandi eða fyrrverandi þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum. Það eru þau Bjarni Harðarson sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra og þingmaður VG og Atli Gíslason núverandi þingmaður sem áður sat á þingi fyrir VG og svo baráttu konan Anna Ólafsdóttir Björnsson sem sat á þingi fyrir Kvennalistann.
En einnig standa að framboði þessu kraftmikið fólk sem staðið hefur framarlega í sveitarstjórnarmálum og í forsvari fyrir svæðafélög stjórnmálanna víðs vegar um land, einkum úr röðum VG. En á framboðslistum Regnbogans verður líka nýtt og frambærilegt fólk með ferskar skoðanir. Að hluta til má samt eflaust segja að hér sé í grunninn um klofningsframboð úr VG að ræða, en framboðið mun samt að ýmsu leyti líka höfða til vegalauss fólks og sannra sjálfsstæðra villikatta. Þannig getur framboðið höfðað til breiðari hóps fólks og vegna óvenjulegra aðstæðna munu hin þjóðlegu gildi og sameiginleg markmið vega þyngra við að halda þjóðinni frá ESB herleiðingu.
Margir hafa nú endanlega sagt skilið við VG eftir þau djúpstæðu og langvarandi svik í ESB málinu sem flokksforystan þar hefur staðið fyrir allt líðandi kjörtímabil og staðfesti síðan enn frekar með dæmalausri samþykkt sinni á síðasta Landsfundi um áframhaldandi svik og áframhaldandi ESB aðildarviðræður í "til dæmis eitt ár" að kosningum loknum. Þau hafa sjálf grafið sína eigin gröf. Því er spáð hér að þetta nýja framboð vinstri sinnaðra fullveldissinna fái víðtækan stuðning og nái góðu flugi og tryggi sönnum fullveldsisinnum verðugan sess á Alþingi íslendinga.
Vinstri vaktin gegn ESB hefur hingað til talað einum rómi í andstöðunni gegn ESB en ekki er víst að í þessu máli sé svo og verður þá svo að vera. /GI
Athugasemdir
Ánægjulegt að sjá tvö vinstri framboð sem leggja upp með ESB andstöðu; Regnbogann og Alþýðufylkinguna. Allt hitt vinstrið vill til Brussel með einum eða öðrum hætti.
En verði úr einhver þungavigt og möguleg stjórnaraðild; með hverjum vilja og/eða geta þessi framboð unnið?
Kolbrún Hilmars, 12.3.2013 kl. 13:41
Þau ættu að geta unnið með Framsókn, Sjálfstæðisflokki, og vissulega Dögun, því þar er hvorki né stefna í ESB, þannig að ESB umsókn myndi ekki flækjast fyrir þeim. Og sennilega eru þeir með málefni tengdari þessum tveimur vinstri flokkum en Sjálfstæðisflokkuinn. En Framsókn er meira á miðjunni en Sjálfstæðísflokkur.
Annars væri bara ágætt þegar nær líður kosningu að framboð geri óskalista um hverjum þau vilja starfa með eftir kosningar. Ég veit að það er unnið að slíku hjá Dögun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2013 kl. 15:54
Tilgangur villikattanna virðist eingöngu vera að eyðileggja fyrir Vinstri grænum. Varla eru þeir svo veruleikafirrtir að halda að þeir komi manni á þing.
Kannski talaði Páll Vilhjálmsson fyrir hönd þessa hóps þegar hann sagði að markmiðið væri að koma fylgi Vg niður fyrir 5% svo að þeir hyrfu alveg af þingi.
Langflestir stuðningsmenn Vg eru hins vegar lýðræðissinnar. Þeir eru því hlynntir því að þjóðin ákveði hvort af aðild verður þó að þeir séu ekki sjálfir hlynntir aðild.
Nú þegar villikettirnir eru alveg horfnir úr Vg mun flokkurinn dafna. Fylgið er byrjað að aukast. Kjör Katrínar Jakobsdóttur sem formanns mælist sérstaklega vel fyrir.
Það er lítil eftirspurn eftir ofstopa og ofbeldi á vinstri væng stjórnmálanna enda samræmist slíkt ekki vinstri stefnu í dag.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 16:54
Ætli okkur sé ekki alveg sama um nýja kapítalíska flokkinn VG og hvort hann dafnar eður ein með 'villkettina' farna? Þeir voru þeir einu sem gerðu flokkinn að alvöru stjórnmálaafli. Þeir voru vitið í VG og nú er flokkurinn nánast nautheimskur.
Elle_, 12.3.2013 kl. 17:22
Eður ei---
Elle_, 12.3.2013 kl. 17:22
En ég get ekki fyrirgefið þeim ICESAVE2.
Elle_, 12.3.2013 kl. 19:59
þetta er eins og hver annar brandari.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2013 kl. 21:18
"Fylgið er byrjað að aukast."
Bull. Fylgi VG heldur áfram að dala sem áður. Katrín breytir engu þar um, því að hún er eldheitur ESB-sinni.
Capacent-Gallup 28/12/2012 gaf VG 9,4%, 31/1/2013 8,1% og nú síðast 5/3/2013 7,4%. Þetta er allt á rétttri leið niður.
Pétur (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 13:03
Það er afleitt að geta ekki farið rétt með. Það er þó miklu verra að vera sekur um að leiðrétta það sem rétt er eins og Pétur gerist nú sekur um ekki í fyrsta sinn.
Eina skoðanakönnunin sem ég hef orðið var við sem náði eingöngu yfir tímann eftir að Katrín var valin formaður var skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.
Skv henni mældist fylgi Vg 11.8% en var 7.4% um miðjan janúar. 11.8 er 59.5% hærri tala en 7.4. Þetta er því gífurleg aukning.
"Vinstri græn virðast vera að ná vopnum sínum eftir að fylgið fór niður í 7,4 prósent um miðjan janúar. Nú segjast 11,8 prósent myndu kjósa flokkinn yrði gengið til kosninga nú. Vinstri græn fengju átta þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, en fengu fjórtán í kosningunum 2009."
http://www.vb.is/frettir/81494/
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 17:32
Landsöluflokkur Jóhönnu kominn niður í 12,4%. Og fallandi. VG með 9,6%, ekki eins glæsilegt með dronningen Kata og Ási vill meina. Framsóknarflokkurinn kominn í 25,9%. Já, Brusselmálið, 'endurreisn' bankanna, nauðungin ICESAVE og skuldamálin.
Elle_, 13.3.2013 kl. 21:44
Ásmundur: Ég var vel vitandi um þetta, en ég var líka að spá auknu falli fylgisins. Hins vegar tek ég aldrei mark á skoðanakönnunum Fréttablaðsins/Stöðvar 2 og þess vegna vitnaði ég í alvöru skoðanakannanir frá Capacent. Eftir u.þ.b. 2 vikur ætti að vera komin ný könnun frá Capacent og þá skulum við sjá hvort Katrín hafi breytt fylginu nokkuð. Sjáumst þá.
Pétur (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.