Fjarlægt vald

 

Þær eru nátengdar áráttan til sameiningar sveitarfélaga, stofnanna og ráðuneyta og þráhyggjan um ESB. Þessar dillur miðast að því að fjarlægja valdið, taka það úr seilingarfjarlægð hins venjulega manns og færa það óræðum bírókrötum; flokkshollum þjónum sem vilja deila og drottna en eru í raun getulausir til þess og þurfa því að skáka í skjóli fjarlægðar.

 

Þetta er ekki glæsileg stjórnspeki en hún er sönn. Fjarlægt vald er hættulegt vald; það skortir alla samlíðun með því samfélagi sem það á að þjóna enda skortir það alla þjónslund. Eða, öllu heldur – það þarf ekki á henni að halda því allar boðleiðir eru flóknar og dýrar; það leggur enginn í að kvarta þó þjónninn helli yfir hann súpunni.

 

Því hefur ekki nógsamlega verið haldið á lofti að ESB í allri sinni breidd er þjóðfélagsleg þrenging einstaklingnum. Hann verður að sönnu hluti stærri heildar en vægi hans verður að sama skapi minna og máttlausara; kostir hans verða erfiðari og lýðræðislegt hlutverk hans verður aumara. Hann vex upp í stjórnarfarslegu tómlæti og skilningur hans á vél stjórnsýslunnar verður minni því stjórnsýslan verður flóknari og aðeins fær þrautþjálfuðum flokkshundum sem temjast við fóðurgjöf í einstaka ranghölum sem þeim er leyft að þekkja. Annað er hulið öllum utan elítu sem lifir á fjöldanum og fávisku hans um gangverk kerfisins.

 

Þetta ástand ber að varast, það er hættulegt – það er fylgifiskur ESB líkt og það er fylgifiskur allra miðstýrðra stjórnkerfa sem eru til fyrir sjálf sig og stjórnendur sína og ekkert annað!

 

- gb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hverju ordi sannara og oskandi ad thjodin rati ekki i thaer ogongur ad lata leida sig eins og hunda i ESB. Pistill Jons Bjarnasonar i dag er einnig god lesning og synir svo ekki verdur um villst, ad ekkert er heilagt sjalfskipudum inngongumonnum evropusambandsins, sem nu reyna hvad their geta, sina sidustu daga i stjorn, ad koma landinu undir erlend yfirrad a ny. Ef ekki med godu, tha med lygum og svikum. Svei thessum hugsjonalausu kerfisbullum sem einskis svifast og sja sennilega helstan kostinn vid inngongu thann, ad geta vermt bekkinn i Brussel i vellystingum.

Halldór Egill Guðnason, 1.3.2013 kl. 18:03

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með pistlahöfundi - einnig Halldóri hér að ofan.

Kostirnir við okkar örsmáa þjóðfélag er einmitt nándin, þar sem allir gjörningar "yfirvaldsins" eru augljósir öllum sem áhuga hafa.  Þessa nánd þola ESB sinnar ekki og vilja taka upp gömlu nýlendusiðina þar sem hérlendir umboðsmenn erlenda valdsins höfðu ráð almúgans í hendi sér.

Aldrei aftur fjarlægt vald!

Kolbrún Hilmars, 1.3.2013 kl. 19:02

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

fyrri hlutinn í þessari 'grein' er auðvitað bara bull. ég vil t.d. skoða í esb pakkann til að:

að fjarlægja valdið ónýtum bírókrötum, flokkshollum þjónum sem vilja deila og drottna en eru í raun getulausir til þess

Rafn Guðmundsson, 1.3.2013 kl. 19:03

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Frábær og góð grein og komment þeirra Halldórs og Kolbrúnar hitta líka í mark.

ESB stjórnsýslan er hreinn óskapnaður.

Allt um vefjandi ófreskja, ósýnilegs og fjarlægs valds !

Gunnlaugur I., 1.3.2013 kl. 22:24

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Rafn það er ekkert að skoða,samningur liggur fyrir og það er hægt að kjósa um hann strax!!!Við hvað eruð þið hræddir að vilja ekki að leyfa þjóðinni að kjósa um þennan samning???Þegar ég segi að samningur liggur fyrir þá á ég við það sem ESB gefur út fyrir það ríki sem sækir um að ESB skuli gangast undir allt regluverk ESB og gefa eftir stóran hluta af sjálfstæði sínu.Hvað sagði ekki Herman van Rompuy forseti leiðtogaráðs ESB í Bretlandi á dögunum að Bretar hefðu verra af ef þeir ætluðu að ganga úr ESB og var þetta bein hótun hjá honum,svo þykist þið tala um að lýðræði sé til staðar hjá æðstu mönnum hjá ESB.Ég segi inní þetta bandalag éigum við aldrei að ganga sama hvað sumir fagurgalar segja.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.3.2013 kl. 23:50

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er meiri miðstýring á Íslandi en í Evrópusambandinu. Það eru bara rugludallanir sem vita ekkert um ESB sem halda öðru fram án þess að leggja fram snefil af sönnunargögnum máli sínu til stuðnings.

Jón Frímann Jónsson, 2.3.2013 kl. 00:30

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hendi þennan atgeir (penna) á lofti og sendi hann rakleiðis til þess sem mundaði hann;ruglið er í Esbé-sinnum.

Helga Kristjánsdóttir, 2.3.2013 kl. 01:43

8 identicon

Við höfum reynsluna af þessu "fjarlæga valdi" í gegnum EES-samninginn.

Ekki er annað að sjá en að við látum okkur það vel líka. Hve oft hefur ekki verið gripið inn í ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og komið í veg fyrir alvarleg mannréttindabrot?

Þetta "fjarlæga vald" hefur einnig tryggt öryggi okkar á mörgum sviðum enda stenst íslensk  stjórnsýsla, lög og reglur engan samanburð við stjórnsýslu, lög og reglur ESB. 

Við búum nú við "fjarlægt vald". Eftir inngöngu í ESB er hins vegar hæpnara að  halda slíku fram vegna þess að þá verðum við ein af þeim þjóðum sem fara með þetta vald.

EES-samningurinn felur í sér valdaframsal meðan ESB-aðild er samvinna um vald þar sem valdajafnvægið helst óbreytt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 08:48

9 identicon

Marteinn, ertu sá einfeldningur að trúa í blindni á ósannindi Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben?

Víst er samið um undanþágur og sérlausnir við ESB eins og kemur fram í skýrslu Evrópunefndar Forsætisráðuneytisins skipaða af Davíð Oddssyni árið 2004.

Skýrslan kom út árið 2007 og ber heitið Tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Hana er að finna á vef ráðuneytisins.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Já Ísland, rifjaði þetta upp í bloggi nýlega og tilgreindi úr skýrslunni mörg atriði, stór og smá, sem aðrar þjóðir hafa samið um:

,http://blog.pressan.is/sigurlauganna/2013/02/06/er-um-eitthvad-ad-semja-serlausnir-og-undanthagur-esb/

Hins vegar er vert að hafa í huga að skv lögum og reglum ESB höldum við öllum okkar náttúruauðlindum. Einnig tryggir reglan um hlutfallslegan stöðugleika okkur einokun á aflaheimildum í íslenskri landhelgi.

Umræðan ætti því að snúast um hvaða undanþágur og sérlausnir við þurfum.

Hvernig er hægt að kjósa flokka með formenn sem eru uppvísir að svona grófum lygum?

Ásmundur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband