Fjölmenningarstefnan

Fjölmenning er í tísku. Til vinstri og til hægri. Þó yfirleitt meira meðal vinstri manna en hægri. Orðið „fjölmenning" er t.d. meðal algengustu orða og orðhluta í útgefnu efni frá Vinstri grænum. Alþjóðlega sinnaðir vinstri menn vilja taka vel á móti innflytjendum. Þeir vilja borða fjölbreytilegan mat á veitingastöðunum, líka sleppa við vegabréfaskoðun á ferðalögum. Og þeir umgangast ógjarnan fólk sem þeir kalla „einangrunarsinna". Ekki síst á þetta við um „evrópusinnaða" vinstrið.

Þetta ber ekki að hæða. Í Evrópu er fyrir hendi skuggaleg hefð þjóðrembu, rasisma, íslamófóbíu o.fl. - tengt gróinni nýlendustefnu í sögu álfunnar. Hægri popúlisminn blómstrar sums staðar í áfunni, bíður færis annars staðar. Varðstaða gegn þeirri óáran er mjög mikilvæg. Og það má vissulega margt gott segja um uppbyggilega fjölmenningarhyggju.

Þá er á það að líta að fjölmenningarstefna hefur verið ríkjandi hugmyndafræði og ein yfirskrift evrópusamrunans í áratugi. Hins vegar eru það ekki vinstri menn sem hafa stjórnað tilurð og vexti ESB, heldur evrópskt stórauðvald. En þó að stórauðvaldið veifi sömu kjörorðunum og vel meinandi vinstri sinnaðir fjölmenningarsinnar er það annað sem vakir fyrir því.

Lítum aðeins á hugmyndafræðina bak við samrunaþróunina. Hvað snertir hina YTRI þróun Evrópusambandsins þá er markmið evrópskra risaauðhringa að þurka út landamærin, afnema þjóðríki, og skapa eitt stórveldi á heimsmælikvaðra sem getur keppt við bæði Bandaríkin og Kína (þó svo að samstaða með USA á móti Kína þyki mikilvæg nú um stundir). Evrópska samrunaferlið er hluti af því sem nefnt hefur verið hnattvæðing fjármagnsins og markaðarins. Hugmyndafræðina má líka kenna við alþjóðahyggju auðmagnsins.

Ekki síður mikilvæg er INNRI þróun þeirra samfélaga sem mynda Evrópusambandið. Þar er svonefnt „fjórfrelsi" ígildi Móses og spámannanna: frjálst flæði fjármagns, vöru, þjónustu og vinnuafls. Stefna stórauðvaldsins varðandi þróun vinnumarkaðarins er að vinnuaflið sé sem hreyfanlegast. Tilgangurinn með hreyfanleikanum er einfaldur: lækkun launa, meðfærilegri verkalýðshreyfing. Innflutningur vinnuafls frá láglaunalöndum til Kárahnjúkavirkjunar virkaði nákvæmlega þannig: hélt niðri kaupi og kjörum, og var lítill smjörþefur af þess konar „frjálsu fræði" í hnattvæddum heimi. Ekki er þó hægt að segja upphátt að markmiðið sé þetta. Á stofnanamálinu heitir það „sveigjanlegur vinnumarkaður" og „fjölmenningarsamfélag".

Þýskaland er fyrirmyndarland að þessu leyti. Þar hefur tekist, einkum eftir aldamótin, að þrýsta lágmarkslaunum verulega niður á við. Það hefur helst gerst með innflutningi ódýrs vinnuafls, einkum frá Austur-Evrópu. Þannig hefur Þýskalandi tekist að slá út í samkeppninni stóra hluta atvinnulífsins í Suður-Evrópu. Eitt svarið við þýsku markaðssókninni í löndum eins og Spáni og Ítalíu er af svipuðum toga: innflutningur á ólöglegu vinnuafli frá Afríku sem hefur nokkurs konar þrælastöðu. Í Ítalíu er þetta fólk í neti mafíunnar og starfar oftar en ekki að landbúnaðarstörfum. Ítalska launþegahreyfingin CGIL hefur gert könnun á umfangi þrælavinnunnar og fundið út að allt að 700 000 manns vinni í landinu sem nútímaþrælar. http://psteigan.wordpress.com/2013/02/06/slaver-i-italia-na-du-tuller/

Í grein minni Goldman Sachs &  "Masters of the Eurozone" 13 janúar var minnst á Írann Peter Sutherland sem einn af toppmönnum í evrópsku efnahagselítunni. Hann var áður ríkissaksóknari á Írlandi, stjórnarformaður í olíurisanum BP, stjórnarmaður í Bilderberg Group og fulltrúi Írlands í Framkvæmdastjórn ESB Nú er hann stjórnarformaður í Goldman Sachs International og sérlegur fulltrúi SÞ á sviði fólksflutninga. BBC greindi frá ræðu hans í bresku Lávarðadeildinni í júní 2012 þar sem hann sagði að ESB yrði að „vinna gegn þjóðlegri einsleitni". Höfum í huga að hér er það í raun fjölþjóðlegt ESB-auðvald sem talar, ekki írskur stjórnmálamaður:

Hækkandi aldur og fólksfækkun í Þýskalandi eða suðurríkjum ESB eru lykilrök fyrir - ég hika við að nota orðið af því að fólk snýst gegn því - þróun fjölmenningarríkja... í okkar [evrópsku] þjóðfélögum hlynnum við enn að hugmyndinni um einsleitni okkar og það hve ólík við séum öðrum. En það er einmitt það sem ESB ætti að kappkosta að grafa undan... fólksflutningar eru afgerandi hreyfifræði hagvaxtar í mörgum ESB-löndum, hversu erfitt sem það er að útskýra það fyrir þegnum þeirra ríkja."

www.bbc.co.uk/news/uk-politics-18519395

Óska umhverfi og meðvitað markmið stórauðvaldsins (í ESB-ríkjum og reyndar miklu víðar) er sundurleitur vinnumarkaður og sundraður verkalýður á mikilli hreyfingu. Þar sem einn hópur launafólks skilur ekki mál annars o.s. frv. Þetta er herfræði efnahagselítunnar gegn launafólki. Í þessu spili hennar eru vinstri fjölmenningarsinnar velmeinandi sakleysingjar, en mjög nytsamir sem slíkir. Þeir eru jú löngu hættir að spyrja um stéttarhagsmuni á bak við stjórnmál.

Í þessum jarðvegi eiga síðan rasisminn og hægri popúlisminn ákjósanleg vaxtarskilyrði, því betri sem kreppan dýpkar meira, og eiga trúlega næsta leik - nema skipulegri verkalýðshreyfingu takist að sjá við sundrunarstefnu auðvaldsins og sameinast á stéttarlegum grundvelli, bæði innan ríkja og þvert á landamæri. /ÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Fyrir minnst 7 árum varaði Vladimir Konstantinovich Bukovsky, fyrrverandi rússneskur fangi og flóttamaður, við alræði Evrópusambandsins og líkti því við skrímsli og gömlu Sovétríkin.  Hann sagði Evrópusambandið vilja eyða sjálfstæðum ríkjum:

Former Soviet Dissident Warns For EU Dictatorship

Vladimir Bukovksy, the 63-year old former Soviet dissident, fears that the European Union is on its way to becoming another Soviet Union. In a speech he delivered in Brussels last week Mr Bukovsky called the EU a “monster” that must be destroyed, the sooner the better, before it develops into a fullfledged totalitarian state.
Paul Belien: You were a very famous Soviet dissident and now you are drawing a parallel between the European Union and the Soviet Union. Can you explain this?
Vladimir Bukovsky: I am referrring to structures, to certain ideologies being instilled, to the plans, the direction, the inevitable expansion, the obliteration of nations, which was the purpose of the Soviet Union. Most people do not understand this. They do not know it, but we do because we were raised in the Soviet Union where we had to study the Soviet ideology in school and at university. The ultimate purpose of the Soviet Union was to create a new historic entity, the Soviet people, all around the globe. The same is true in the EU today. They are trying to create a new people. They call this people “Europeans”, whatever that means.

Elle_, 16.2.2013 kl. 19:59

2 identicon

Ég nefndi það að þróun þessa „fjölmenningarsamfélags“ skapaði ákjósanleg vaxtarskilyrði fyrir hægri popúlisma. Bukovsky er langt til hægri og talar um „samsæri“ um að breyta ESB í sósíalísk samtök. Hann er þarna á snærum ungverska flokksins Fidesz sem eins og Le Pen í Frakklandi o.fl. ráðast á ESB frá hægri. Ég er sammála þessu fólki í því einu að vilja losna við ESB.

Þórarinn Hjartarson (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 10:08

3 identicon

Elle, á þetta að vera brandari?

Ekki viltu bera saman lýðræðislegt samstarf margra helstu lýðræðisþjóða heims á takmörkuðu sviði við einræði og harðstjórn gömlu Sovét. Er það nokkuð?

Það er fokið í flest skjól fyrir þér ef þú átt ekki betri rök gegn ESB en þetta. Svona málflutningur er hvalreki á fjörur aðildarsinna.

Í ESB er lýðræðið virt og mannréttindi í hávegum höfð. Við höfum af því reynslu í vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Hve oft hafa ekki íslensk stjórnvöld verið gerð afturreka með mannréttindabrot vegna EES?

Rússum mislíkar að fyrrum Sovétríki hafi nú hvert á fætur öðru gengið í ESB. Þeir sjá ofsjónum yfir því og hafa því allt á hornum sér varðandi ESB.

Er fáfróður rússneskur andófsmaður og alræmdur breskur öfga hægrimaður þínar helstu heimildir um ESB? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 10:38

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein. já við erum ennþá í viðjum Illumnium sem smaug sig í freemason 1776 fjármagnað að Roschilds sem seinna náði tökum á Englandsbankanum. Þessi hreyfing er ennþá undir nafninu Bilderberg hreyfingunni. Fylgjendur þeirra tala mest um samsæriskenningu en þeir verja sannleikan sem er varðandi okkur á íslandi. Bush ákvað að draga herinn í burt frá Íslandi til þess að gefa ESB næsta leik. Þ.e. hreint borð. Þetta er allt ákveðið fyrirfram hjá Bilderberg samsteypunni. Það eitt er víst. Dæmi Clinton kom NAPTA samninginum á ári eftir að hann tók við embætti. Það er talað um Frú Clinton aftur sem næsta forseta bandaríkja. Til hvers. Gera suður og norður Ameríku að einu bandalagi. Ef ESB ná okkur og skella Mastrikt samninginum á þá eru þeir búnir með fyrsta kaflann sem er aðkoma Norður Atlantshaf svæðinu undir sín lög.   

Valdimar Samúelsson, 17.2.2013 kl. 10:56

5 Smámynd: Elle_

Mér fannst nú brandari að lesa það sem þú skrifaðir, enda eru orðin fáfræði, lýðræði og öfgmamaður hrikalega bjöguð í þinni orðabók.  Hvaða ESB var annars að stórtapa fyrir litla Íslandi fyrir dómi?  Lýðræðislegt?  Hahh, hhhah.  Niðurlæging er slík að einræðisherrarnir munu ekki jafna sig.

Elle_, 17.2.2013 kl. 11:02

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Elle, Fáfræði eða ekki. Hvort ESB stórtapi fyrir Íslandi þá er verið að tala um Heimsyfirráð. Vilt þú það. Vilt þú að ESB ráði ríkjum hér. Vilt þú Elle að við göngumst undir Lög ESB. Kannski hefir þú misskilið mig og ég viðurkenni að ég er engin ofviti..  

Valdimar Samúelsson, 17.2.2013 kl. 11:09

7 Smámynd: Elle_

Nei, Valdimar, ekki halda að ég færi að saka þig um fáfræði.  Var að svara Ásmundi í no. 3 og sá þig ekki enn.  Hann var að tala um fáfræði, lýðræði og öfgamenn og skilur þessi orð ekki einu sinni.

Elle_, 17.2.2013 kl. 11:19

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka að láta mig vita Elle. Mér fanst þetta ekki alveg hljóma rétt frá þinni hendi.. Eða svoleiðis.

Valdimar Samúelsson, 17.2.2013 kl. 13:14

9 identicon

Ísland gengst ekki undir yfirráð ESB ef af aðild verður enda er ESB ekki ríki.

Aðeins er um að ræða samstarf á takmörkuðu sviði. Samstarfið felst í því að við fáum hlutdeild í fullveldi allra hinna ESB-ríkjanna og þau fá hlutdeild í okkar fullveldi á afmörkuðu sviði.

Þannig er ESB-aðild aðeins þátttaka í samstarfi þjóða á takmörkuðu sviði á jafnréttisgrundvelli.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 13:56

10 Smámynd: Elle_

Nei, Ásmundur.  Fullvalda ríki eru ekki með sameiginlegt fullveldi.  Fullveldi er fullveldi og verður ekki skipt.  Sambandsríkin eru ekki fullvalda undir brusselsku yfirþjóðlegu, þú veist, æðra valdi.  Eins og ríki Bandaríkjanna eru ekki fullvalda ríki, þau lúta æðri lögum (federal law).

Elle_, 17.2.2013 kl. 15:50

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er semsagt bara eins og samkvæmisleikur, Ásmundur.

A gefur B svolítið af fullveldi sínu  og B gefur A svolítið af fullveldi sínu!

En hvað svo?

Kolbrún Hilmars, 17.2.2013 kl. 15:58

12 identicon

Kolbrún, það er enginn samkvæmisleikur fólginn í því að það geti oltið á atkvæði Íslands hvort vilji Þýskalands nær fram að ganga.

Segjum td að það vanti eina þjóð til að uppfylla lágmarksfjölda þjóða til að fá málið samþykkt eftir að þær hafa allar tekið afstöðu nema Ísland.

Atkvæði Íslands ræður því úrslitum um hvernig málinu lyktar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband