Svindl og afleiðuviðskipti með hneggjandi nautakjöt
12.2.2013 | 11:29
Nú hefur komið í ljós að hrossakjöts-skandalinn sem hneggjar á neytendur og skekur mörg ríki Evrópusambandsins er mjög víðtækt og skipulagt neytenda- og matvælasvindl sem hefur staðið yfir lengi með dyggri hjálp fjórfrelsisins svokallaða. Við sögu koma gríðarlega flókin afleiðuviðskipti með kjöt og kjötafurðir milli margra landa og fjölda Evrópskra stórfyrirtækja og fyrirtækjasamsteypa í matvælaiðnaðinum.
Það gerir málið en neyðarlegra og ljótara fyrir framkvæmdastjórn ESB og hið samevrópska regluverk að aðal sökudólgurinn í málinu er evrópskt stórfyrirtæki sem ESB elítan hafði sérstakar mætur á þ.e. Evrópska stórfyritækja samsteypan FINDUS sem er marg vottað fyrirtæki með alla samevrópska ferla og staðla sem fyrir finnast í gervöllu regluverki skriffinnanna í Brussel. www.bbc.co.uk/news/uk-21374799
En eins og ýmis önnur stórfyrirtæki og fyrirtækjasamsteypur í Evrópu þá hefur FINDUS matvælarisinn lagt undir sig matvæla- og kjötmarkaði álfunnar með því að knésetja og yfirtaka og setja í þrot hundruðir smærri staðbundinna matvæla- og kjötvinnslufyrirtækja og við þá iðju auðvitað notið sérstakrar og sameiginlegrar velvildar stórkapítalsins, bankaelítunnar og miðstýringar valdsins í Brussel.
Enda er FINDUS samsteypan með á sínum snærum fjölmörg PR fyrirtæki og nokkur hundruð "lobbýista" við störf í Brussel til að leggja línurnar, hjálpa til við reglusmíðarnar og gæta þar á allan hátt hagsmuna samsteypunnar. Hver veit hvaða stimpla og hvaða vottunar pappíra þeir hafa notað og fixað í þessu stór svindli sem alveg óvart" komst upp.
Allt öðru máli hefði gengt, hefði hér verið um að ræða einhverja staðbundna smærri kjötvinnslu eða lítið kaupfélag eða CO OP fyrirtæki bænda í Bretlandi eða Frakklandi. Þá hefði sjoppunni einfaldlega verið lokað með skít og skömm af mikilli velþóknun valdsmanna Brussel valdsins. En FINDUS ! Nei - Ekki þú Brútus bróðir!
Gríðarlega ógegnsætt flækjustig þessara afleiðuviðskipta með þessar kjötafurðir hefur greinilega verið skipulagt þannig í þaula að það nýtti sér öll ákvæði fjórfrelsisins, sem jafnframt gerði viðskiptin svo ógegnsæ og flókin og stimplana svo marga að rekjanleiki vörunnar virðist ekki vera fyrir hendi og því slapp varan auðveldlega fram hjá öllu matvælaeftirliti og þaðan fór það hneggjandi á léttu tölti ofan í kok neytenda.
Til að byrja með átti að reyna að kenna vondum Rúmenum og Kýpverjum um svindlið, en slóðin virðist vel falin og illmögulegt reyndist að rekja uppruna kjötsins og hvar íblöndunin og svindlið átti sér stað. Dýralæknar og ýmsir matvælaráðgjafar segja að vegna ýmissa dýrasjúkdóma sem aðeins finnast í hrossum þá geti lyfjaleyfar og jafnvel sterar, verið blandaðir í hrossakjötið, sem skaðlegir séu mönnum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veit ekki sitt rjúkandi ráð. Fyrst töluðu þeir í fáti um að þetta væri aðeins eitthvað smávægilegt umbúða vandamál hjá FINDUS. Lobbýistarnir hjá FINDUS vildu vinna fyrir kaupinu sínu og reyndu að selja þeim svona sögu.
Málið vefst fyrir framkvæmdastjórninni enda geta þeir ómögulega útskýrt hvers vegna þessi ósköp gátu eiginlega gerst þar sem að þúsundir tilskipanna og flókinna og "fullkominna" reglna ásamt fjölda eftirlits- og vottunarstofnana með margvíslegum gæðavottunar stimlum áttu algerlega að tryggja og sjá um og koma í veg fyrir að svona nokkuð gæti gerst. Samt gerðist það og varla var það fyrir hreina tilviljun ? Nei varla, hver trúir því ?
Svar þeirra í Brussel er aldrei að efast um eigið ágæti eða sköpunarverkið eða að spilling eða slæm undirstaða hinns miðstýrða regluverks geti verið ástæðan fyrir því hvað illa gengur. Nei, eins og alltaf þegar augljósir vankantar þessa flókna og rándýra regluverks koma í ljós, þá er ævinlega hrópað á enn meiri reglur og enn meira eftirlit og enn meiri fjármuni og valdheimildir til miðstjórnarinnar.
Á þeirra máli heitir það alltaf það sama þ.e.: Miklu meira af því sama - Meira ESB, meiri Evrópa.
Það er ekki langt síðan að það uppgötvaðist hérlendis að um tíma hafði salt sem merkt var sem "iðnaðarsalt" verið í einhverjum mæli notað sem salt í sumar matvælaafurðir sem framleiddar voru hér á landi. Saltið var reyndar talið hafa verið alveg skaðlaust en það hafði ekki haft vottun um að vera leyfilegt til matvælavinnslu.
Þessu hefur nú verið hætt fyrir nokkru síðan, en engu að síður voru þessi mistök að sjálfssögðu talið vont mál fyrir neytendur, framleiðendur og hið íslenska matvælaeftirlit. Margir ESB sinnar hneyksluðust heil ósköp yfir þessu og töldu að þetta hefði náttúrulega aldrei getað gerst hefðum við verið í ESB og að fullu og öllu undir hinu samevrópska og miðstýrða eftirliti og regluverki þess. Allir sjá auðvitað að það hefði alls ekki verið nein trygging.
Athugasemdir
"Til að byrja með átti að reyna að kenna vondum Rúmenum og Kýpverjum um svindlið, "
Þetta er ekkert nýtt. Þegar mannskæð E-coli-sýking kom upp í grænmeti, sem selt var í Þýzkalandi um miðjan áratuginn, voru Þjóðverjar, sem alltaf álíta sjálfa sig æðri öllum öðrum, eldfljótir að kenna vondu Spánverjunum um. Og síðan einhverjum öðrum. Svo kom á daginn, að sýkingin átti upptök sín í Þýzkalandi. Þá þögnuðu raddirnar skyndilega. Þarna hafði matvælaeftirlit innan ESB-kerfisins brugðizt og enginn vissi neitt um neitt fyrr en allt var orðið um seinan.
Fyrir nokkrum árum komst upp, að fryst kjöt með óljósan uppruna, sem hafði mánuðum saman verið selt til Danmerkur frá Þýzkalandi (þ.e. gegnum þýzka birgja), aðallega til danskra matsölustaða, var kasúldið. Þegar málið var rannsakað, höfðu dagsetningar með síðasta neyzludegi verið falsaðar. Í marga mánuði höfðu danskir gestir veitingastaða innbyrt kjöt sem var margra ára gamalt. Matvælaeftirlitið danska vinnur eftir stöðlum ESB. Ekki geðslegt.
Matvælaeftirlitið íslenzka er að vísu ekki upp á marga fiska, en svona svæsin tilfelli hafa samt ekki komið upp hér á landi. En þó er ekki óþekkt að matvæli eru endurpökkuð á síðasta söludegi og fá síðan nýja dagsetningu.
Pétur (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 20:15
Þetta er hlægilega langsótt gagnrýni á ESB.
Það er engu líkara en að Vinstrivaktin hafi litið á ESB sem paradís á jörðu en orðið svo fyrir miklum vonbrigðum þegar i ljós kom að svo reyndist ekki vera.
Auðvitað fyrirfinnst spilling þar einkum í sumum fyrrum austantjaldsríkjum, sem hafa nýlega fengið aðild. Hún fer þó örugglega smám saman minnkandi vegna aðildar þeirra að ESB.
En það verður aldrei alveg hægt að uppræta spillingu í ESB frekar en annars staðar í heiminum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 00:25
Skv. fréttum í morgun er komið á daginn að sökin á þessu matvælasvindli liggur hjá einhverjum Hollendingi sem áður hefur verið dæmdur fyrir sams konar svindl. Ef þetta reynist rétt (og ekki sé verið að breiða yfir eitthvað stærra), þá vaknar sú spurning hvers vegna hann hafði fengið að halda þessu áfram?
Önnur spurning er hversu örugg eða óörugg eru matvælaprófanir fyrirtækja eins og Findus eða eftirlitsstofnana? Er bara tékkað einu sinni á ári?
"En það verður aldrei alveg hægt að uppræta spillingu í ESB frekar en annars staðar í heiminum."
Ásmundur: Hvað er þá unnið við að fara inn í svona spillt ríkjasamband í staðinn fyrir að uppræta spillinguna hér fyrst og svo halda sjálfstæðinu? Nei, það er rétt, þú ert krati og skilur ekki svona spurningu.
Pétur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 09:02
Heimskulega spurt.
Eitt slíkt tilvik er enginn mælikvarði á spillingu í ESB sem þess vegna gæti verið miklu meiri hér. Auk þess þarf að sjálfsögðu að huga að öðru en spillingu í sambandi við ESB-aðild.
Íslensk króna með sínum gengissveiflum og höftum hefur ekkert með spillingu að gera í sjálfu sér. Hins vegar leiðir hún til ójöfnuðar og spillingar sem sérhagsmunaöfl færa sér í nyt á kostnað almennings.
Þess vegna mun spilling á Íslandi minnka eftir inngöngu i ESB og upptöku evru.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 10:23
"Eitt slíkt tilvik er enginn mælikvarði á spillingu í ESB..."
Eitt atvik? Opnaðu augun, Ásmundur. Spilling innan ESB kostar skattgreiðendur 120 milljarða evra árlega, svarandi til rúmlega 20 þúsund milljarða íslenzkra króna á hverju ári.
(Heimild: http://www.neurope.eu/article/eu-strategy-against-corruption . Athugaðu, að fréttavefurinn New Europe er ESB-sinnaður fréttavefur).
Pétur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 12:42
Pétur, þú átt greinilega erfitt með að skilja einfaldan texta.
Ég er að tala um eitt ákveðið tilvik sem Vinstrivaktin fjallaði um í færslu sinni. Ég bendi á að það sé auðvitað enginn mælikvarði á spillingu í ESB.
Þú svarar eins og ég hafi átt við að þetta væri eina spillingin í öllum ESB-löndunum. Hvernig í ósköpunum dettur þér slík fjarstæða í hug?
Það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæla alla spillingu í peningum. Áhrifin eru of flókin til þess auk þess sem spillingarverkin eðli málsins samkvæmt fara oft leynt. Þetta eru því bara getgátur.
Annars er þessi upphæð alls ekki há. Þetta er sem svarar rúmlega 3000 krónum á hvern íbúa á mánuði.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 17:49
Ásmundur, þú minnir ískyggilega mikið á Ragnar Reykás. Þú ert eins og vindhani.
Pétur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 19:20
Pétur hefur ekki vit á að þegja þegar bullið í honum er afhjúpað. Í stað þess að hugsa ráð sitt bætir hann um betur og festir sig í sessi sem bullukoll.
Þrátt fyrir nokkuð háan aldur hefur Pétur enn ekki lært að taka ósigri. Þannig verða ósigrar hans enn stærri.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 21:04
Hvaða ósigur? Það ert ÞÚ sem bíður ósigur í hvert skipti sem ég eða aðrir ESB-andstæðingar reka bullið í þér öfugt ofan í þig aftur. Og í hvert skipti snýstu 180° eins og vindhani og kemur með aðrar blekkingar.Það er einfaldlega ekki hægt að rökræða við þig.
Þegar ég skrifa um hvað spilling innan ESB kostar árlega, gerirðu lítið úr því og til að auka á blekkinguna, sýnirðu að þú kannt að deila með 12. Samt er þessi upphæð 158785 árlega fyrir 4ra manna fjölskyldu. Það munar um minna þegar þetta fer í að fjármagna glæpamenn og embættismenn í ESB-löndunum.
Hvort þú ert Ómar Hraðarson veit ég ekki, en það er greinilegt, að þú ert á mála hjá ESB. En þeir fá lítið fyrir styrkina (mútugreiðslurnar), sem renna til þín, því að þér hefur ekki tekizt að sannfæra neinn með þessu óstudda bulli þínu.
Þú veizt ekki nógu mikið um ESB til að vera með svona áróður og þú ert ekki nógu snjall til að geta sannfært neinn. En fyrir ESB ertu "nytsamur einfeldningur" (useful idiot). En eftir svona ár munu þeir komast að því að þú ert "useless idiot".
Nú þarf ég að fara út á land og afgreiði þig annað kvöld. Þér er frjálst að bulla hér á meðan. Og endilega vitnaðu í einhvern embættismann í Bruxelles, t.d. Herman van Rompuy, óþekktu skrifstofublókina frá ekki-í-alvöru-landinu.
Pétur (IP-tala skráð) 14.2.2013 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.