Allt í þágu ESB
1.2.2013 | 12:22
Í fyrradag (30. janúar) var gengið, eina ferðina enn, fram af grimmilegri hörku gegn saklausum verkalýð í Grikklandi. Óeirðalögregla gekk í skrokk á mótmælendum og framkvæmdi að lokum ólögmætar handtökur þegar fólk var að mótmæla í friðsamlegri göngu fádæma niðurskurði hins opinbera - allt samkvæmt tilskipunum bankavaldsins í hinni sameinuðu Evrópu.
Grikkir hafa mátt reyna á eigin skinni verklag hins kapítalíska Evrópusambands. Þar gilda engin vettlingatök, þar bjóðast neyðarlán með ofurvöxtum, annað slagið, til að herða enn takið á grískri alþýðu svo hún megi skilja hvar valdið liggur. Spánverjar og Ítalir bíða átekta á meðan norður-evrópskir bankafurstar studdir af ESB ráða ráðum sínum, ráða örlögum þjóða. Undirliggjandi er grímulaus rasismi þjóðhöfðingja þeirra þjóða sem skár eru settar í brunarústum ESB: Suðrið nennir ekki að vinna, er spillt og skuldsetur sig til andskotans!
Uppi á Íslandi mala mylluhjól auðvaldsins og kalla eftir auðlindum landsins á meðan að logið er að landsmönnum og þeim leyft að skoða verðmiða á grísalöppum frá Grikklandi eða kjúklingavængjum frá Portúgal sem áróðursmeistararnir fullyrða að verði seldir á sama verði í velmeguninni í Reykjavík!
- gb.
Athugasemdir
Þvílík fáfræði! Þvílík vænisýki! Þvílík örvænting! Löggæsla er að sjálfsögðu algjörlega á vegum hvers ríkis og útilokað að fulltrúar ESB skipti sér neitt af henni.
Neyðarlánin sem Grikkir hafa fengið eru ekki á okurvöxtum. Þau eru þvert á móti á mjög hagstæðum kjörum enda ljóst að þau myndu annars ekki koma að gagni.
Fyrir utan að veita lán á mjög hagstæðum kjörum hefur ESB beitt sér fyrir að skuldir gríska ríkisins verði lækkaðar um helming eða meira til að losa Grikki úr snörunni.Það þarf ekki annað en að kynna sér helstu lög og reglur ESB til að sjá að þar er lýðræði virt, valddreifing mikil og mannréttindi í hávegum höfð.
Að tala um þjóðhöfðingja ESB-ríkja sem rasista eru því hin örgustu öfugmæli. Þessu er auðvitað öfugt farið enda eru mest áberandi andstæðingar ESB í Evrópu einmitt rasistar.
Kapítalisminn á auðvitað sín ítök í ESB-löndum eins og annars staðar í hinum vestræna heimi. En frjálsræðið þar hefur þó alls ekki verið eins mikið og á Íslandi.
Þannig hefur kapítalismanum verið haldið í skefjum í ESB-löndum. Sérstaklega hafa sérhagsmunaöfl ekki komist upp með að maka krókinn á kostnað almennings.
Hvernig getur Vinstrivaktin verið þekkt fyrir svona endemisbull á þetta ótrúlega lágu plani? Það er engu líkara en að hún sé að keppast við að rústa eigin trúverðugleika.
Þegar gripið er til grófra lyga með þessum hætti vakna upp alvarlegar grunsemdir um að málstaðurinn sé svo veikur að hann standi ekki fyrir sínu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 18:08
"Þessu er auðvitað öfugt farið enda eru mest áberandi andstæðingar ESB í Evrópu einmitt rasistar."
Þetta er algjört bull og lygi í þér, Ásmundur (eða Sigurður M. Grétarsson eða hvað þú heitir). Þú býrð í glerhúsi fáfræði, svo að þér ferst ekki að gagnrýna aðra. Eins og aðrir róttækir ESB-samrunasinnar þá kallarðu alla sem eru andstæðingar ESB-ríkisbáknsins öllum illum nöfnum. Málstaður þinn er svo vondur, Ásmundur, að þú átt engin rök, aðeins gífuryrði.
Eitt er víst, að ESB-andstæðingar bæði hér og öðrum Evrópulöndum eiga það sameiginlegt, þrátt fyrir að hafa mismunandi stjórnmálaskoðanir, að sjá hvers konar pólítískt skrímsli ESB er í raun og veru. Rasismi kemur ekkert inn í það. Bara heilbrigð skynsemi.
Ekki gleyma, Ásmundur, að okkur er enn í fersku minni hvernig fór fyrir evrópskum þjóðum síðast þegar Evrópa var sameinuð undir forystu Þjóðverja. Það er einungis stigsmunur milli ESB og Þriðja ríkisins. Eðli beggja er hið sama: Kúgun, yfirgangur og hroki gegn smærri ríkjum, missir fullveldis þeirra og skortur á lýðræði.
Pétur (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 19:22
Ef einhver vænisýki er raunverulega til staðar, þá er hún ESB sinna sem vilja troða Íslandi í þetta apparat sem enginn veit hvert stefnir.
Bretar vilja endurheimta sjálfsákvörðunarvald sitt - jafnvel yfirgefa ESB.
Hollendingar vilja nú að ESB ríkjum verði leyft að yfirgefa evru og Schengen að vild.
Danskir lögsækja eigið ríkisvald fyrir að samþykkja Lissabonsamninginn forðum í trássi við dönsku stjórnarskrána.
Leyfum ESB löndum að gera upp sín mál í friði án okkar afskipta.
Kolbrún Hilmars, 1.2.2013 kl. 19:39
Allt í þágu ESB er rétt en þetta er ekki ESB að kenna - grikkir komu sjálum sér í þessi vandræði. við erum líka búin að koma okkur í vandræði og eina leiðin út úr þeim er að tangjas stærra samfélagi þar sem ESB virðist vera eini kostur okkar.
svona fréttir (http://visir.is/jarn-i-tofluformi-ofaanlegt-a-islandi/article/2013130209913) sýna það svart á hvítu
Rafn Guðmundsson, 1.2.2013 kl. 21:51
Pétur, það liggur í augum uppi að rasistar eru ESB-andstæðingar enda eru frjálsir fólksflutningar á milli ESB-landa þeim mikill þyrnir í augum og hafa þeir efnt til óeirða víða í Evrópu til að mótmæla þeim.
Annars ber litið á andstöðu við ESB nema í Bretlandi. Hér er hlekkur sem sýnir andstöðu nýnasista, við ESB.
http://www.gamli.sigurfreyr.com/jonni_hansen.html
Þjóðremba einkennir rasista eins og flesta íslenska ESB-andstæðinga. Þess er skemmst að minnast að stjórnarmaður í Heimssýn bauð íslenska nasista velkomna í samtökin - eina skilyrðið var að þeir væru á móti ESB sem þeir náttúrlega eru.
ESB berst hatrammlega gegn rasisma. En lýðræðið virkar þannig að rasista er hægt að kjósa á Evrópuþingið. Þar eiga þeir erfitt uppdráttar. Bæði eru þeir fyrirlitnir af meirihlutanum en auk þess gera lög og reglur þeim erfitt fyrir.
Að tala um ESB sem brunarústir og þjóðhöfðingja þeirra ríkja sem skár eru sett sem rasista er svo mikli firra og lýsir svo mikilli örvæntingu að ljóst er að ESB-andstaða gb er byggð á sandi.
Það er helst að rasismi hafi skotið upp kollinum meðal stjórnvalda í Ungverjanadi í mikilli óþökk ESB sem lætur málið til sín taka.
Rasista er einnig að finna innan grísku lögreglunnar. ESB stjórnar ekki lögreglunni í Grikklandi og hefur því ekkert með ástandið þar að gera.
ESB-löndin eru fjarri því að vera einhverjar brunarústir. Í þeim löndum sem við erum vön að bera okkur saman við er ástandið harla gott - miklu betra en á Íslandi.
Landsframleiðslan er þar mun meiri, skuldir miklu lægri og lánskjör miklu betri að ógleymdum stöðugleikanum. Laun á Íslandi eru miklu lægri en þar. Þau eru svipuð hér og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Grikklandi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 00:09
Sem betur fer skiptir þessi bloggsíða hérna ekki lengur neinu máli. Þar sem Vinstri Grænir eru að þurrkast út með ESB andstöðunni sem henni tilheyrir.
Löggæsla er öll á ábyrgð ríkjanna sjálfra. Hefur aldrei komið ESB við á nokkurn hátt. Það eina sem ESB gerir er að samhæfa og koma á fót samvinnu milli ESB ríkja svo hægt sé að koma í veg fyrir glæpi yfir landamæri.
Þessi bloggfærsla hérna er því uppfull af væmnisýki og vitleysu.
Jón Frímann Jónsson, 2.2.2013 kl. 01:05
Alltaf lærir maður nýja hluti. Væmnisýki? Ætlið þið 2 næstir að ofan þjáist ekki bara af járnleysinu sem Rafn vísaði í? Vona að þið hafið efni á bæði járni og skóm þegar þið farið á götuna þarna.
Elle_, 2.2.2013 kl. 01:19
Pétur er engu skárri en gb í bulli sínu og fáfræði. Hann heldur að Evrópa hafi verið sameinuð undir forystu Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Þvílík öfugmæli.
Þar að auki líkir hann því að beita þjóðir ofurafli hers við friðsamlega samninga um samvinnu þjóða á jafnréttisgrundvelli. Þvílík blinda. Þetta eru að sjálfsögðu algjörar andstæður.
Það er ekki hægt að hafa annað en gífuryrði yfir svona ótrúlegt rugl. Þannig er því best lýst.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 07:56
Ásmundur, það má nú deila um hversu friðsamleg hún er þessi "samvinna þjóða á jafnréttisgrundvelli".
Þá á ég bæði við samvinnuna og jafnréttisgrundvöllinn...
Kolbrún Hilmars, 2.2.2013 kl. 16:55
"Annars ber litið á andstöðu við ESB nema í Bretlandi." Þetta er helber lygi í þér Ásmundur. Um helmingur Dana er og hefur alltaf verið á móti ESB. Og það þýðir ekkert að vera að vísa í lítt gefinn formann danskra nýnazista, Jonni Hansen. Því að félagar í DNSP eru aðeins nokkrir tugir af fimm milljónum og enginn tekur þá alvarlega. Enda eru og verða danskir nýnazistar handfylli öfgamanna, sem stíga ekki í vitið. Hitt er alvarlegra að þú, Ásmundur ert að líkja hálfri dönsku þjóðinni við 20-30 nazista. Áróður þinn er ekkert betri en hjá Göbbels.
"Það eina sem ESB gerir er að samhæfa og koma á fót samvinnu milli ESB ríkja svo hægt sé að koma í veg fyrir glæpi yfir landamæri." Jæja, Jón Frímann. Og þetta er gert með því að fjarlægja öll innri landamæri? Þetta er álíka og ætla sér að berjast gegn innbrotum með því að banna fólki að læsa heimilum sínum. Árið 2001 voru landamærin milli Þýzkalands og Danmerkur lögð niður í óþökk meirihluta dönsku þjóðarinnar. Áður höfðu landamæraverðir stöðvað reglulega þá sem ekki var álitið að ættu erindi inn í DK. Eftir að landamæravörzlunni var hætt, ultu a-evrópskir glæpahundar inn í Danmörku og fóru í ránsferðir án þess að nokkur gat fylgzt með því. Þetta er orðið viðvarandi vandamál. ESB er brandari. Sorglegur brandari.
Jón Frímann og Ásmundur: Fáfræði ykkar og heimska er virkilega sláandi. Það sannast á ykkur, sem fáið allar ykkar upplýsingar um Evrópu gegnum Fréttablaðið, en hafið enga eigin reynslu af ESB-aðildarríkjum í raun, að heimskt er heimaalið barn.
Pétur (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 17:11
Nú kemur Jón Frím. og segist sko vita allt um det danske land, hann búi sko þar. Og hann hafi sko verið við landamærin og sæi sko ekkert af þessum landamæraþvættingi okkar.
En það var nokkurn veginn svarið hans, Pétur, þegar ég benti honum á það fyrir nokkru að Brusselveldið bannaði dönskum stjórnvöldum að verja landamærin að vild. Það er nú meira fullveldið að vera sambandsríki þarna.
Elle_, 2.2.2013 kl. 19:13
Pétur: Ég bý í Danmörku (sem er í ESB), við hliðina á Þýskalandi (sem er stofnríki ESB og notar evru) (sem er rúmlega 1,2 km í burtu ef maður gengur þetta. Fjarlægðin er rúmlega 980 metrar í beinni loftlínu). Þú getur ennfremur kynnt þér lögreglusamvinnu ESB ríkjanna hérna. Á vefsíðu ESB. Hérna er síðan Wikipedia greinin um þetta samstarf ESB ríkjanna.
Ég bý hérna og ég er ekkert svo viss um að ég muni flytja aftur til Íslands.
Vis stort kort
Elle: Danmörk er í Schengen. Það landamæraeftirlit sem DF neyddi upp á dönsk stjórnvöld árið 2011 var ólöglegt samkvæmt reglum Schengen svæðisins. Tímabundið eftirlit er í lagi samkvæmt reglum Schengen. Varanlegt eftirlit er bannað.
Ólíkt ykkur tveim. Þá hef ég reynslu af því að búa í Evrópusambandinu. Sú reynsla hefur verið góð. Þau vandamál sem ég er eingöngu íslenskum efnahag að kenna.
Jón Frímann Jónsson, 3.2.2013 kl. 01:44
Hérna er tengill á það svæði sem ég bý í Danmörku. Ef tengill að ofan skyldi nú ekki virka.
Jón Frímann Jónsson, 3.2.2013 kl. 01:45
Pétur, þú ert ekki í lagi. Það er sök sér að ljúga en verra er að kalla það lygi þegar aðrir fara með rétt mál.
http://m.jyllands-posten.dk/politik/article5117521.ece
Í hlekknum hér fyrir ofan er sagt frá nýrri skoðanakönnun sem sýnir að ef Bretar kjósa að yfirgefa ESB munu Danir ekki vilja það. Þeir vilja heldur ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild.
Skv skoðanakönnuninni vilja 51.9% aðspurðra vera áfram í ESB þó að Bretar kjósi að yfirgefa það. Ekki kemur fram í fréttinni hve margir vilja hætta og hve margir tóku ekki afstöðu.
Það eru líkur á að mun fleiri vilji vera áfram í ESB ef Bretar kjósa að vera þar áfram. Skoðanakönnun í Bretlandi hefur aðeins sýnt vilja þjóðarinnar til að kjósa um aðild en ekkert um það hvort þeir vilja yfirgefa ESB.
51.9% aðspurðra er hátt hlutfall. Til samanburðar voru 33% aðspurðra Íslendinga á móti ESB-aðild í nýlegri könnun Capacent þó að meirihluti þeirra sem tóku afstöðu væru á móti aðild.
Algengt er hjá ESB-þjóðum að yfir 80% þeirra sem taka afstöðu vilji vera áfram í sambandinu. Skoðanakannanir í Eistlandi,Ítalíu og Grikklandi og Austurríki hafa sýnt það. Í Svíþjóð er hlutfallið 63%. Ég hef ekki séð tölur frá öðrum löndum.
Ekki kemur fram í fréttinni hve hátt hlutfall Dana sem taka afstöðu vilja vera áfram í ESB. Svarhlutfallið við annarri spurningu könnunarinnar er 77.8%. Miðað við sama svarhlutfall vilja 66,7% þeirra sem tóku afstöðu vera áfram í ESB.
Hvergi nokkurs staðar hefur mér vitanlega skoðanakönnun sýnt að einhver ESB-þjóð vilji yfirgefa ESB.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 09:51
Pétur, hvernig dettur þér í hug að að ég sé að vísa í viðtal við leiðtoga nýnasista í Danmörku, sem eri á móti ESB, til að sanna að meirihluti Dana sé hlynntur aðild? Þvílík rökleysa!
Með tilvísun í þennan hlekk er ég að sjálfsögðt að sýna dæmi um að rasiistar séi á móti ESB-aðild en þú kallaðir það lygi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 10:11
Jón Frímann: Ég bjó í ESB-aðiladarríkjum jafnlengi og þú hefur lifað alls, eða um 32 ár, svo að þú skalt ekki vera að setja þig á háan hest við mig. Af þessum 32 árum bjó ég 24 ár í Danmörku. Ég var pólítískt virkur þar og barðist gegn ESB ásamt meira en helmingi þjóðarinnar.
Það var meirihluti gegn Maastricht-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hann var felldur. Árið eftir þegar búið var að veita Dönum 4 undanþágur (sem var hægt þá, enda var ESB ekki komið á laggirnar, ennþá var þetta EBE) rétt marðist það að samningurinn var samþykktur. Kosið var tvisvar um eina af þessum undanþágum (upptöku evrunnar) og var kolfellt, tvisvar. Þrátt fyrir linnulausan lygaáróður samrunasinnanna. Í dag prísa Danir sig sæla að hafa hafnað evrunni. En því miður er ekki útlit fyrir því að Danir fái að kjósa um neitt mikilvægt lengu, þar eð þeir hafa afhent næstum allt sitt fullveldi til Bruxelles. síðustu trefjar fullveldisins hanga á þessum 4 undanþágum, sem enginríki fengu eða myndu fá eftir að EBE breyttist í ESB-ríkið.
Og svo vil ég benda á, að þótt alltaf hafi verið meirihluti fyrir ESB á Þjóðþinginu, þá hefur það aldrei endurspeglað vilja almennings hvað varðar ESB, enda mikið meiri andstaða þar eins og þjóðaratkvæðagreiðslurnar bera vitni um. (Eins og á Íslandi, þar sem hefur verið naumur meirihluti fyrir aðlögun að ESB á þinginu, en amk. 60% þjóðarinnar á móti. Hversu mikil andstaðan er gegn aðild fáum við að sjá í alþingiskosningunum í vor, þar sem stefnir í að ESB-flokkarnir Samf., VG og BF fái langtum minna en helming atkvæðanna).
Ásmundur: Einu alvöru og áreiðanlegu skoðanakannanirnar eru kosningar, þ.m.t. þjóðaratkvæðagreiðslur. En við skulum athuga betur hvað stendur í Jyllands-Posten sem þú vitnar í: "Til gengæld vil 47,2 pct. af de 951 adspurgte gerne have, at den danske regering indleder en genforhandling med EU om betingelserne for det danske medlemskab. 41,6 pct. siger nej." Ef þetta stenzt, þá þýðir það, að góður meirihluti Dana er hundóánægður með ESB og regluverk þess. Þeir vilja endursemja um þann hluta aðildinnar, þar sem hún er Dönum óhagstæð. En þetta er vitaskuld ekki hægt. Framkvæmdarstjórn ESB semur ekki við smærri þjóðir, hvorki Danmörku eða Ísland. Helzt vildu Danir (eins og meirihluti Breta) hverfa aftur til daga EBE, þegar aðildarríkin voru enn sjálfstæð ríki að nær öllu leyti, ólíkt því sem er nú. Vandamálið er það, að það er innri markaðurinn sem er aðlaðandi fyrir smærri aðildarríkin (ekki bara DK og UK, heldur líka A-Evrópu, en öll miðstýringin frá Bruxelles er fráhrindandi og óæskileg.
Varðandi síðustu athugasemd þína, Ásmundur, þá setturðu bara hlekk á nýnazistana og það gerðirðu viljandi. Ég veit að nazistarnir eru á móti ESB, en þeir skipta ekki máli, þeir eru kannski 0, 006% dönsku þjóðrinnar. Ég var ósáttur við að þú værir að setja alla ESB-andstæðinga (helming dönsku þjóðarinna) undir sama hatt og nýnazistana. Í DK eru ESB-andstæðingar bæði í hægri- og vinstriflokkum, og þú hefðir átt að setja hlekki á heimasíður allra þessara flokka, en þú vildir að þeir lesendur, sem ekki þekkja til Danmerkur, héldu að aðeins nýnazistarnir væru á móti ESB.
Heldurðu að ég sjái ekki í gegnum þetta kænskubragð þitt? Þetta er klassískt dæmi um áróðurstækni og alls ekki ný af nálinni.
Og svo vil ég biðja ykkur fyrirfram, að blanda ekki saman EBE og ESB, að blanda ekki saman því sem var þá og því sem er nú varðandi regluverk bandalagsins annars vegar og sambandsins hins vegar.
Pétur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 14:10
Pétur, Ekki veit ég hvaða öfgamenn þú hefur umgengist. Aftur á móti veit ég fullvel að hérna í Danmörku eru það bara öfgamenn sem berjast gegn aðild Danmerkur að Evrópusambandinu. Þá lið eins og það sem er að finna í Danske Folksparti. Öfgafólk sem fæstir hafa í raun áhuga á að starfa með.
Danir hafa fullt fullveldi. Þessar fullyrðingar þínar eru ekkert nema bölvuð lygi og gott betur. Enda er það svo að krafan til þess að fá að ganga í Evrópusambandið er að ríki séu fullvalda lýðræðisríki. Þessi krafa hefur verið til staðar innan ESB frá upphafi og er ekkert að fara breytast. Það eru bara vitleysingar eins og þú sem halda öðru fram.
Ég stórefast um að þú hafir búið í Danmörku eins og þú fullyrðir hérna. Þar sem þekkingarleysi þitt á dönskum málefnum er yfirgnæfandi. Ég er eingöngu búinn að búa stuttan tíma í Danmörku, engu að síður veit ég meira en þú um stöðu mála innan Danmerkur.
Jón Frímann Jónsson, 3.2.2013 kl. 17:18
Já, það var nefnilega það. Jón Frímann, búinn að vera skamman tíma í Danmörku, veit allt um Danmörku, en maður sem bjó þar milli 20 og 30 ár, veit ekki neitt og er bara að ljúga þessu. Sami Jón kemur enn og aftur og kallar andstæðinga vitleysinga og öfgamenn.
Veistu, Jón Frímann, þú ert að ljúga, ekki Pétur. Þú ert vitleysingurinn og öfgamaðurinn, ekki Pétur. Það er varla hlustandi á vitleysuna og öfgarnar í ykkur fóstbræðrum.
Elle_, 3.2.2013 kl. 17:38
"Aftur á móti veit ég fullvel að hérna í Danmörku eru það bara öfgamenn sem berjast gegn aðild Danmerkur að Evrópusambandinu."
Það er helvítis lygi, Jón Frímann. Það er rétt hjá Elle, að þú veizt ekkert um Danmörku. Ekki neitt. Þú ert svo veruleikafirrtur, m.a. hvað varðar fullveldi aðildarríkjanna, að það er ekkert að marka neitt sem þú segir. Og sérstaklega veiztu ekkert um Dansk folkeparti.
ESB-andstæðinga eru alls staðar í DK og í öllum flokkum. En fyrir utan DF, þá er Enhedslisten og meirihluti SF á móti ESB. Af því að ég hef búið í Danmörku og Bretlandi frá því að þú gekkst með bleyju, þá hef ég kynnzt fleiri Dönum bæði meðal almennings og stjórnmálamanna en þú munt nokkurn tíma kynnast, þá hef ég betri hugmynd um áit þeirra á ESB. Og mér þótti athyglisvert hvað fáir voru fylgjandi aðildinni. Menn vilja aðgang að innri markaðnum (det indre marked) en vilja ekki afskiptasemina af innri málefnum landsins, vilja ekki miðstýringuna og skortinn á lýðræði. Þeir hafa slæma reynslu af sambandinu, sérstaklega að Danir hafa nákvæmlega engin áhrif, því að Þjóðverjar valta sífellt yfir þá.
Hins vegar eru nokkrir flokkar í Danmörku, sem hægt er að kalla landráðaflokka, m.a. Radikale venstre og Socialdemokratiet, sem vilja afsala öllu, sem er danskt til að þóknast samrunasinnunum í Bruxelles.
Pétur (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 19:05
Pétur, Gallin við ykkur öfgamennina er sá að sannleikurinn er eitthvað sem ykkur er illa við. Forðist staðreyndir og látið eins og Evrópusambandið sé vont.
Á meðan staðreyndin er sú gagnstæða. Evrópusambandið hefur reynst ríkjum evrópu alveg einstaklega vel. Enda komið í veg fyrir stríð í Evrópu (milli aðildarríkja Evrópusambandsins) núna í 68 ár.
Ég þarf nú ekki nema að kýkja á fréttir DR um ESB til þess að sjá að fullyrðingar þínar um Danmörk og ESB eru tóm þvæla. Enda er það svo að ESB andstæðingar eru með innan við 8% fylgi í dag samkvæmt kosningum. Eins og sjá má hérna.
Jón Frímann Jónsson, 3.2.2013 kl. 20:20
Af hverju fær öfgamaðurinn Jón Frímann að vaða uppi í síðunni og ráðast á allt og alla sem fyrir honum verður? Palli fór og síðan þá verðum við aftur að þola þennan níðing og lygarnar hans, eins og Ásmundur og Ómar séu ekki nóg.
Elle_, 3.2.2013 kl. 21:01
Ætlun mín var ekki að gera Vinstrivaktina ábyrga fyrir hvað fólk skrifar í síðuna.
Það skýtur þó skökku við, að maður sem oft hótar opinberlega að kæra fólk fyrir meiðyrði, og þar með Vinstrivaktina, skuli endalaust leyfa sér að kalla fólk öllu illu, í síðu Vinstrivaktarinnar.
Elle_, 4.2.2013 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.