Sigur fullveldisins og ósigur ESB sinna

Í morgun nokkru áður en Icesavedómur féll var sagt frá því að það væri bakað og trallað í eldhúsi Háskólans á Bifröst i tilefni af Icesave deginum. Þá vissi enginn fyrir víst hvernig færi en greinilegt að Evrópufræðingarnir þar efra ætluðu að fagna.

Ef Ísland hefði tapað málinu gátu ESB sinnarnir fagnað og sagt, þarna sjáiði, þetta sögðum við. En úr því svona fór treysta jafn Evrópufræðingar á Bifröst, utanríkisráðherra og hinir óteljandi sérfræðingar málsins á gullfiskaminni þjóðarinnar og láta eins og sigurinn sé þeirra.

Vissulega er sigur Icesave sigur allrar þjóðarinnar, rétt eins og fullveldið er sameign okkar. En fyrir þá sem spáðu hér Kúbu norðursins, heldu hér langar ræður um að ESA tapaði aldrei máli fyrir eigin dómstóli og að meðalganga ESB sýndi sekt Íslands, - fyrir alla þessa er sigurinn súrari en hvalrengi.

Í hinni löngu og súru þrætu um Icesave sem skekið hefur þjóðina hafa menn þráfaldlega spurt hvað réttlætti Icesave samningana sem gerðir voru. Málið komst til tals á löngum fundi í Hótel Selfoss sem Steingrímur J. Sigfússon hélt með VG félögum 2011. Þar upplýsti þáverandi fjármálaráðherra að í þessu máli væru atriði sem hann gæti ekki tjáð sig um við núverandi aðstæður en sjálfur þyrfti hann engrar vægðar að biðja vegna fyrri Icesamninga. Þegar þar að kæmi gæti hann upplýst þessi atriði. Nú er kominn sá tími og þjóðin á heimtingu á skýringum, bæði frá þeim sem stóðu að Icesavesamningum og þeim sérfræðingum og stjórnmálaleiðtogum sem spáðu landinu hörmungum vegna þrákelkni þjóðarinnar.

Og höfum hugfast á þessum degi að sigurinn er sigur fullvalda þjóðar. Ef við hefðum verið í Evrópusambandinu þá hefðu málaferli sem þessi fyrir ESA dómstóli aldrei verið möguleg. Við hefðum einfaldlega þurft að borga það sem kommisarar ESB hefði sett upp. Niðurstaða Icesave málsins styrkir gríðarlega málefnastöðu okkar sem höfum talað gegn ESB aðild, gegn EES og gegn almennum undirlægjuhætti íslenskra stjórnvalda gagnvart erlendu valdi. / -b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Icesave er skilgetið afkvæmi ESB umsóknarinnar" (Atli Gíslason).

Aðildarsinnar voru tilbúnir að samþykkja kröfu upp á 507 milljarða af gjaldeyri til þess að fá sambandið til þess að taka við umsókninni. Ef sá samningur hefði verið samþykktur þá værum við formlega gjaldþrota í dag.  

Seiken (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 11:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin skuli ætla sjálfri sé sigurinn í þessu máli, nein það er reyndar sprenghlægilegt, en um leið eitthvað svo aumkvunarvert.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2013 kl. 13:11

3 identicon

Hvers vegna þurfa menn að bulla svona hver í kapp við annan?

Icesave hefur auðvitað ekkert með ESB-umsóknina að gera. Reyndar voru fyrstu Icesave-samningarnir, þar sem ríkisstjórnin skuldbatt Ísland til að greiða Icesave, gerðir áður en Alþingi samþykkti að sækja um aðild.

Það má færa rök fyrir því að lánafyrirgreiðsla frá AGS og nágrannaríkjum hafi haldið áfram eftir höfnun á Icesave vegna ESB-umsóknarinnar. Menn forðast að styggja þá sem þeir eru að semja við. Ef eitthvað er hefur ESB-umsóknin því hjálpað okkur í Icesave-málinu.

Þetta eru þó alveg aðskilin mál. Halda menn virkilega að Bretar og Hollendingar hefðu ekki gert neinar kröfur á Íslendinga ef Ísland hefði ekki sótt um ESB-aðild? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 15:50

4 identicon

Það er enginn sigurvegari í þessu máli nema þjóðin. Við vorum heppin að sleppa með skrekkinn.

Tafirnar sem hafa orðið á málinu vegna þess að samningnum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa kostað okkur skildinginn í auknu vantrausti á landið.

Sá kostnaður getur hæglega verið mun meiri en þeir vextir sem við hefðum þurft að greiða ef Icesave hefði verið samþykkt. Með því að hafna Icesave var tekin gríðarleg áhætta að óþörfu.

Ég minni á í þessu sambandi að láshæfismatið lækkaði þegar ÓRG efndi til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það hefði hækkað aftur ef þjóðin hefði samþykkt samninginn.

Icesave-krafan var hærri en 507 milljarðar. Hún var yfir 600 milljarða. Það var hins vegar alltaf ljóst að meirihluti þeirrar upphæðar, ef ekki öll upphæðin, yrði greidd úr þrotabúi gamla Landsbankans.

Nú er komið ljós að þrotabúið mun greiða alla Icesave-kröfuna. Engu máli hefði skipt í því sambandi þótt við hefðum samþykkt samninginn.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:26

5 identicon

Að halda því fram að dómurinn í Icesave-málinu sé sigur fullveldisins og ósigur ESB-sinna er eins og hvert annað bull.

ESB-umsókn og Icesave eru tvö óskyld mál. Auk þess hlýtur sigur í Icesave-málinu að vera sigur allrar þjóðarinnar.

Hitt er annað mál að margir töldu að ósigur myndi æsa fólk upp og auka á andstöðuna við aðild. Egill Helgason skrifaði td fyrir nokkru pistil þess efnis. Ef þetta er rétt mat er þetta sigur fyrir aðildarsinna.  

Þessi sigur í Icesave-málinu getur því hugsanlega gert andstöðuna við ESB-aðild Íslands minni en ella.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 16:53

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það má eflaust halda því fram af sanngirni að í Evrópu sé réttarríkið enn við lýði.  Auðvitað er það jákvætt. 

Því má hins vegar ekki gleyma að ESB fékk formlega aðild að málinu gegn Íslandi.  Hvað apparatið hafði þá í huga er ennþá óljóst því hagsmunir þess geta bæði talist með og á móti hvaða úrskurði sem er.

Eini augljósi afrakstur ESB af þessari sameiginlegu málssókn gegn Íslandi er að nú hefur það verið dæmt til þess að greiða hluta af málskostnaðinum.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2013 kl. 17:01

7 Smámynd: Elle_

Nú kemur Ásmundur og ofbýður okkur einu sinni enn.  Við vitum að ICEsave hafði allt með umsókn ykkar að gera.  Þið sömduð við Steingrím um ICEsave fyrir júní, 09, já og fyrir apríl, 09.  Það var það sem Steingrímur gat ekki sagt neinum. 

Og samningarnir ykkar, 1 + 2 + 3, eins og ykkur var bent á, aftur og aftur, hefðu ekki, ekki, komið í veg fyrir að farið hefði verið í mál við okkur, enda ekki sama mál. 

Þið passið vel saman, hatursfólk landsins og sjálfstæðisins, og stórskáld, og ættuð að hafa vit á fara með næsta flutningaskipi beint til Brussel, ef ekki Kúbu, og halda ykkur fjarri okkur hinum.

Elle_, 28.1.2013 kl. 17:01

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er ekki N-Kórea í meiri þörf fyrir áróðursmenn en Kúba?

Kolbrún Hilmars, 28.1.2013 kl. 17:17

9 Smámynd: Elle_

Jú, kannski.  Geta þau ekki bara siglt í það bæli sem er fjærst landinu, fullveldinu, og okkur?

Elle_, 28.1.2013 kl. 17:27

10 identicon

Elle, þú ert að halda því fram að ef Ísland hefði ekki sótt um ESB-aðild þá hefðu Bretar og Hollendingar ekki gert neinar kröfur á Ísland?

Hvernig í ósköpunum kemstu að þeirri niðurstöðu? Auk þess þess voru þessar kröfur komnar fram löngu áður en Alþingi samþykkti aðild.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 17:45

11 identicon

Nú er tími sátta. Við skulum gleðjast yfir því að þjóðin hafði rétt fyrir sér, og að henni skuli hafa tekist að afstýra þeim hörmungum sem okkar hefði beðið, ef helstu áróðursmönnum ESB hefði tekist að koma þessu í gegn.

Já, nú er tími sátta. Við þurfum að mynda breiða samstöðu um að koma Icesave þingmönnum út úr Alþingishúsinu, svo þeir valdi ekki frekari skaða, og við þurfum að mynda sátt um að kalla saman Landsdóm, til þess að sækja þá til saka sem unnu gegn þjóðinni og hennar hagsmunum.

Og að sjálfsögðu þurfum við að fara gaumgæfilega yfir það, hvar helstu áróðursmenn ESB í þessu máli vinna, og komi það í ljós að þeir séu á launum hjá þjóðinni, að vísa þeim snarlega úr starfi.

Sátt og samvinna í þessu máli er allt sem þarf.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 17:49

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ásmundur ég les aldrei nema fyrstu línuna í þínum athugasemdum og veit nokkuð vel um það sem fylgir með því að lesa athugasemdir annara um þínar athugasemdir.

Eitt er vízt að Ísland "RASSKRLTI" ESB með þessu dómsoði í dag, ekki nóg með það, ESA verður að greiða allan kostnað Íslands að þessu IceSave dómsmálaferli, líka vindlana og fullorðinsdrykkina hans Össur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.1.2013 kl. 19:04

13 identicon

Icesave og ESB umsóknin hanga órjúfanlega saman Ásmundur. Það staðfesti Atli Gíslason. Og það er heldur ekki eins og að það vanti verksummerki um þessa tengingu.

507 milljarðar var mat Jóns Daníelsonar á kostnaðinum við Svavars samninginn AÐ TEKNU TILLITI TIL EIGNA ÞROTABÚSINS!

Þið voruð með öðrum orðum tilbúnir til þess að setja landið í þrot til þess að fá að kíkja í pakkann. Það sýnir fyrst og fremst hversu glórulausir fjármálasóðar þið eruð.  

Seiken (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 20:18

14 identicon

Jóhannes, þú ert augljóslega einn af þeim sem eru í afneitun gagnvart ESB og Icesave. Þú átt því ekkert erindi í mín skrif. Þú ættir frekar að lesa Elle og Hilmar.

Mín skrif eru eingöngu ætluð þeim sem eru í leit að sannleikanum um þessi málefni. Aðrir græða ekkert á þeim. Þau geta jafnvel raskað ró þeirra eins og dæmin sanna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 20:46

15 identicon

Seiken, trúirðu einhverju bara af því að Atli Gíslason segir það jafnvel þó að miklu virtari þingmenn og fræðimenn séu honum algjörlega ósammála?

Annars þarf hvorki þingmenn né fræðimenn til að sjá að Bretar og Hollendingar hefðu komið fram með sínar Icesave-kröfur þó að Alþingi hefði ekki samþykkt ESB-umsókn. 

Þetta eru því tvö óskyld mál þó að vissulega geti þau haft áhrif hvort á annað. Þannig telja margir td að ósigur fyrir EFTA-dómstólnum í dag hefði gert enn fleiri afhuga ESB-aðild.

Vilhjálmur Þorsteinsson sýndi fram á það lið fyrir lið á bloggi sínu að þessir útreikningar Jóns Daníelssonar voru rangir. Niðurstaða Vilhjálms var bara brot af upphæðinni sem Jón komst að. Jón svaraði aldrei þessum útreikningum Vilhjálms.

Þar að auki reiknuðu þeir aðeins með að hluti höfuðstólsins yrði greiddur úr þrotabúi Landsbankans eins og þá var reiknað með. Nú er annað komið á daginn. 

Upphæðin sem ríkið hefði þurft að greiða skv Buchheit samningnum eru nokkrir tugir milljarða og eitthvað á annað hundrað milljarða ef fyrri samningurinn hefði verið samþykktur.

Kostnaðurinn við að hafna samningunum og draga lausn málsins á langinn er að mínu mati trúlega enn meiri.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:20

16 identicon

Virtari þingmenn en Atli Gíslason!?! Hvað þýðir það eiginlega? Maðurinn var í stjórnarmeirihluta og á leið út af þingi og hafði enga ástæðu til þess að ljúga neinu um það sem hann vissi um tengingu Icesave og ESB umsóknar. Mér vitandi var enginn fræðimaður í stjórnarmeirihlutanum annar en Lilja og hún staðfesti orð Atla.  

En ertu að meina ca. 310 milljarða núvirðisæfingu Vilhjálms Þorsteinssonar?  Já ég sá hana.  Það breytir engu máli hvor þeirra hafði rétt fyrir sér í því máli. Þú hefðir samþykkt allar kröfur Hollendinga og Breta óháð upphæð og allar hefðu þær sett landið endanlega í þrot.

Svo er hægt að skoða bara hver staðan hefði verið 2012 ef þessir samningar hefðu verið samþykktir (stel þessu úr innleggi Ómars Geirssonar af annari síðu): "Samkvæmt mati sem fjármálaráðuneytið vann fyrir Svavar Gestsson og miðast við 7. maí 2012 (miðað við gengi krónunnar 1. mars 2012) var heildarvaxtakostnaður íslenska ríkisins vegna Icesave 3 samningsins, hefði hann verið samþykktur, kominn í um 80 milljarða. Vaxtakostnaður af Icesave 2 (vaxtahlé) var kominn í 182 milljarða og Icesave 1 í 248 milljarða. Allt auðvitað í erlendri mynt sem ekki er til þ.a. gengið hefði veikst enn meira og kostnaðurinn orðið enn meiri. " . (úr grein Sigmundar Davíðs).

Í þessu samhengi má svo minna á að seðlabankastjóri kveinkar sér núna yfir því að eiga ekki fyrir afborgunum af skuldabréfinu sem nýji Landsbankinn lagði inni í þrotabúið. Með hvaða gjaldeyri ætlaðir þú að borga Icesave I, II eða III?

Og gleymdu öllu um tafir og skaðakostnað.  Þið eru fyrir löngu búnir að gera ykkur að kjánum með því að snúa sannleikanum á hvolf í sambandi við lánshæfismat.  Samkvæmt nýjustu fréttum þá mun það vera óbreytt eftir dóminn en stóð mögulega til að lækka það ef dómsmálið hefði tapast.

Það er skrítið er það ekki? Ein aðal rök ykkar já-sinna við samþykkt Icesave samningana voru þau að ykkur hafði tekist að finna einu skuldina í heiminum sem hefði hækkað lánshæfismat ríkis sem hefði tekið hana á sig.  Var það þá bara tóm steypa?  

Seiken (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:49

17 identicon

Góð grein hjá nafna að vanda.

Það þarf enga mannvitsbrekku til að greina megindrættina í þessu dæmalausa Icesave-máli.  ESB óttaðist hrun bankakerfis Evrópu með réttu eða röngu, ef ríkissjóðirnir hlypu ekki undir bagga með nauðstöddum bönkum.  Íslenzku neyðarlögin voru reist á annarri hugmyndafræði.  ESB beitti harðsvíruðum þvingunum og neytti aflsmunar til að brjóta smáþjóð á bak aftur.  1. febrúar 2009 komust til valda landeyður, sem drógu taum ESB á allan hátt til að styggja ekki viðsemjendur í Berlaymont um inngöngu í ESB.  Þessar landeyður börðust aldrei fyrir hagsmunum Íslands, heldur héldu hér uppi gegndarlausum hræðsluáróðri til að þóknast framvæmdastjórn ESB.  Hvaða tökum á að taka fólk af þessu tagi ?  Er ekki rétt að leyfa því að smakka á þeim meðulum, sem það bruggar öðrum ?

Bjarni Jónsson (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 21:52

18 identicon

Eftir neyslu á frábærum kvöldmat, framleiddum 100% í íslenskri náttúru, af 100% frábærum íslenskum bændum, og eftir að hafa séð Steingrím J eins og lúbarinn hund í Kastljósi kvöldsins, er ég bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar þjóðar.

Bjartsýnisvísitala mín gagnvart Munda stendur hinsvegar í stað. Ég hef margoft gefið mælinum selbita, til að kanna hvort hann sé í lagi, þar sem vísirinn hefur ekkert hreyfst. Hann er víst ok, þó svo að vísirinn sé á botninum og hafi verið lengi. Tíðar tilvitnanir Munda í klappstýru Bjögga og gjaldkera Samfylkingar, hann Villa Þorsteins, verða því ekki til þess að vísitalan lækki, enda ekki hægt að komast neðar.

Nú er ekkert að gera, nema að fá sér smá koníaklögg í glas, gleðjast og halda áfram að hlægja að Ingjaldsfíflinu okkar.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 22:02

19 Smámynd: Elle_

Ásmundur, no. 14, ekki ónýtt að við skulum enn vera með þeim efstu í vitleysingabókinni þinni.  Hinsvegar mættirðu sleppa þessu, þú skildir aldrei neitt í ICEsave-málinu, eða fórst með brenglanir viljandi.  Og gerir enn, þrátt fyrir dóminn.

Og nei, Ásmundur, no. 10, ég sagði aldrei að bresku og hollensku ríkisstjórninar hefðu ekki gert neinar kröfur, þó ekki hefði verið fyrir Stockholms-syndrome ICEsave-stjórnarinnar.  Hinsvegar er það allt annað mál að vera með ríkisstjórn sem ver land sitt, en vera með óráðsstjórn sem níðist á þjóð sinni, með evrópskum heimsveldum. 

Liggur við ég vorkenni þeim núna eftir hrikalega niðurlægingu þeirra, einu sinni enn.  Það verður grátlegt að horfa á þau fyrir landsdómi eða sakadómi.  

Elle_, 28.1.2013 kl. 23:02

20 identicon

Seiken, sérðu virkilega ekki hvað það er fáránlegt að tengja Icesave við ESB vegna þess að Atli Gíslason hefur "staðfest" að þau séu tengd órjúfanlegum böndum? 

Trúirðu því virkilega að ef Alþingi hefði ekki samþykkt Icesave að þá hefðu Bretar og Hollendingar fellt niður kröfur sínar sem voru komnar fram löngu áður en ESB-umsóknin var samþykkt? Það er auðvitað fráleitt.

Útreikningar Vilhjálms voru ekki á núvirði og var niðurstaða hans ekki 310 milljarðar heldur 240 milljarðar ónúvirt, vextir innifaldir. Það átti ekki að byrja að greiða þetta fyrr en 2016 og upphæðin átti að greiðast á átta árum.

Það eru engar líkur á að þetta hefði gert Ísland gjaldþrota. Ísland hefði hins vegar orðið gjaldþrota miðað við forsendur frá þessum tíma ef ESA hefði unnið mismununarmálið sem verulegar líkur voru taldar á. 

En þessir útreikningar eru auðvitað úreltir nú þegar það er ljóst að höfuðstóllinn verður greiddur að fullu úr þrotabúinu.

Útreikningar Jóns Daníelssonar voru langtum hærri en útreikningar annarra. Vilhjálmur bendir á augljósar villur í útreikningum hans.

Jón hafði verið ráðgjafi ríkisstjórnarinnar vegna Icesave en samstarfið hafði leyst upp þegar þarna var komið sögu.

n.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/1009897/

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 23:11

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki bara Atli Gíslason sem segir frá þessu heldur líka Kristrún Heimisdóttir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 00:41

22 identicon

"Og höfum hugfast á þessum degi að sigurinn er sigur fullvalda þjóðar. Ef við hefðum verið í Evrópusambandinu þá hefðu málaferli sem þessi fyrir ESA dómstóli aldrei verið möguleg. Við hefðum einfaldlega þurft að borga það sem kommisarar ESB hefði sett upp."

Þetta er að sjálfsögðu fjarri öllum sanni. Þarna er enginn munur á. Ísland hefði auðvitað sem fullvalda ríki getað leitað réttar síns fyrir Evrópudómstólnum.

Eins og margoft hefur verið bent á er fullveldið verulega skert í dag vegna EES-samningsins.

Þar höfum enga aðkomu að ákvörðunum ESB sem snerta okkur beint. Með ESB-aðild tökum við sjálf slíkar ákvarðanir ásamt öðrum ESB-þjóðum.

Telur Vinstrivaktin að málstaður hennar sé svo veikur að hún þurfi stöðugt að vera að beita blekkingum svo að á hana sé hlustað? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 09:51

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, útskýrðu fyrir mér muninn á ríkisábyrgð Íslands og ríkisábyrgð Írlands á innstæðutryggingum einkabanka.

Ef einhver munur er, þá hlýtur hann að liggja í því að annað ríkið er í ESB en hitt ekki?

Kolbrún Hilmars, 29.1.2013 kl. 11:46

24 identicon

Kolbrún, af hversju spyrðu?

Fyrir hrun var þetta eins hjá Írum og Íslendingum. En nú er búið að gera breytingar hjá ESB án þess að þær nái til EES-samningsins að mér skilst.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.1.2013 kl. 16:19

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  ég spyr bara vegna þess að þú gefur þig út fyrir að vita allt um ESB. 

En þú svaraðir ekki spurningunni.

Kolbrún Hilmars, 29.1.2013 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband