Efnahagsvandi Evrópusambandsins

Evrópusambandið glímir við margs konar efnahagsvanda. Helstu vandamálin eru mikið atvinnuleysi, viðvarandi samdráttur í framleiðslu, samkeppnisvandamál, of háir vextir á ríkisskuldabréfum og ósveigjanlegur vinnumarkaður.

Flestir eru sammála um að ofangreint veldur íbúum ESB-landanna verulegum búsifjum. Fyrir vikið er nú talað um að síðasti áratugur sé hinn tapaði áratugur fyrir Evrópubúa og ókyrrð í samfélögunum sé mikil. Þetta er jafnframt fyrsti áratugur evrunnar.

sjs1 copy

Vefritið economicshelp.org fjallar um þetta í nýlegri færslu, en það birtir oft aðgengileg yfirlit yfir ýmsa þætti efnahagsmála. Ritið bætir við atriðum sem það telur einnig valda vandræðum í Evrópu.

Þessi atriði eru of mikil áhersla Seðlabanka Evrópu á að halda verðbólgu lítilli, Stöðugleika- og hagvaxtarsáttmálinn og svo óheppileg þróun í aldurssamsetningu þjóðanna.

Lýsing á vanda ESB er nánar tiltekið þessi:

(Sjá slóð á þessi skrif hér: http://econ.economicshelp.org/2007/03/economic-problems-of-european-union.html )

1.       Atvinnuleysi í ESB hefur náð hættulegum mörkum. Á Spáni hefur atvinnuleysið aukist og er komið yfir 25%, og atvinnuleysi meðal ungs fólks er orðið 50% (Grikkland er á svipuðum slóðum og að meðaltali hefur atvinnuleysið í Evrópu náð um 10%). Aukið atvinnuleysi nú er aðallega vegna langdregins efnahagssamdráttar.

2.       Landsframleiðsla dregst áfram saman. Evrópa hefur ekki enn náð sér upp úr dýpstu efnahagskreppu frá fjórða áratug síðustu aldar. Opinberar sparnaðaraðgerðir í löndunum og veik alþjóðleg efnahagsstarfsemi hefur ennfremur stuðlað að langdregnum samdrætti. Hætta er á að ýmiss innri formgerðarvandi (structural problems) ásamt núverandi peningamálastefnu og ríkisfjármálastefnu muni leiða til þess að hagvöxtur muni verða undir eðlilegum mörkum til margra ára.

3.       Samkeppnisvandamál. Evran hefur leitt til þess að mikill munur hefur orðið á samkeppnisstöðu landanna. Lönd sem nú búa við aukinn framleiðslukostnað geta ekki bætt samkeppnisstöðu sína í gegnum markaðsaðlögun gengis eins og annars staðar gerist. Útflutningsverð verða ósamkeppnishæf sem leiðir til þess að eftirspurn eftir útfluttum vörum minnkar og mikill viðskiptahalli myndast. Af þeim sökum hefur viðskiptahalli aukist í löndum eins og Írlandi og Spáni, en þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa orðið að draga saman seglin og atvinnuleysi hefur aukist. Löndin hafa brugðist við þessu með því að lækka laun, sem dregur aftur úr eftirspurn eftir varningi og minnkar skatttekjur hins opinbera svo löndin hafa lent í vítahring aukins atvinnuleysis, halla á ríkissjóðum, halla í viðskiptum við útlönd og skuldasöfnun ríkja og landa.

4.       Seðlabanki Evrópu hugsar allt of mikið um að halda verðum niðri. Ofuráhersla Seðlabanka Evrópu á litla verðbólgu hefur leitt til þess að hagvöxtur hefur verið minni en ella. Bankinn er rígbundinn við 2% verðbólgumarkmið þrátt fyrir hið hið mikla atvinnuleysi og veika efnahagsstarfsemi (þetta markmið er ekki valið með lýðræðislegum hætti - síður en svo).

5.       Vextir á ríkisskuldabréfum. Vextir á ríkisskuldabréfum evrulandanna hafa haft tilhneigingu til að hækka óeðlilega mikið. Fyrst var þessi vandi bundinn við Grikkland, en fljótlega óttuðust aðilar á mörkuðum að sömu vandamál gætu komið upp víðar á evrusvæðinu, svo sem á Írlandi, Spáni og Portúgal, sem varð og raunin. Þetta jók á lántökukostnað landanna og jók einnig þrýstinginn á harðar sparnaðaraðgerðir í löndunum til þess að draga úr ríkissjóðshalla. Þessar sparnaðaraðgerðir hafa hins vegar átt sér stað þegar hagkerfið var mjög veikt og leitt til neikvæðra margföldunaráhrifa sem hafa aukið enn á efnahagssamdráttinn. Lönd sem hafa haft eigin gjaldmiðil hafa átt auðveldar með að halda vaxtakostnaði niðri, sem hefur dregið úr lántökukostnaði og auðveldað lausn vandans vegna ríkissjóðshalla eða ríkisrekstur yfirleitt. Lækkun vaxta á síðari helmingi árs 2012 breytir ekki þessari heildarmynd.

6.       Stöðugleika- og hagvaxtarsáttmálinn. Þessi sáttmáli setur spennitreyju á útgjaldaaukandi ríkisfjármálastarfsemi sem ætlað væri að bregðast við efnahagssamdrætti þar sem mörkin eru sett við að halli verði ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu. Í samdrætti geta ríkisstjórnir á evrusvæðinu því ekki notað peningastefnuna og geta heldur ekki beitt ríkisfjármálastefnunni að marki til að auka heildareftirspurn í hagkerfinu.

7.       Ósveigjanlegir vinnumarkaðir. Stífir vinnumarkaðir takmarka hagvöxt og leiða til langvarandi atvinnuleysis stórra hópa launþega. Þessi ósveigjanleiki dregur auk þess úr erlendri fjárfestingu. Bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD hafa gert athugasemdir við fyrirkomulag vinnumarkaða í Evrópusambandinu. Samt virðast engar breytingar á þessu í sjónmáli.

8.       Mannfjöldabreytingar. Í löndum eins og Þýskalandi og Ítalíu hefur fæðingartíðni lækkað. Þjóðirnar eru því að eldast og það kallar á aukin útgjöld til stuðnings eldri og veikari hluta þjóðanna á sama tíma og hlutfall fólks á vinnualdri dregst sama og grunnur skatttekna minnkar. Fyrir vikið verða ríkisfjármálin í miklum vanda og miklar opinberar skuldir eru viðvarandi. Það er heldur ekki útlit fyrir jákvæðar breytingar á þessu.

Snörun: SJS

sjs2 copy

sjs3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Írland er skínandi dæmi um hvernig björgunartilraunir evrunnar, ógnar tilveru þjóðar.

Skráð atvinnuleysi á Írlandi er 14,7%. Inn í þá tölu vantar stóra hópa, fólk sem hefur farið í nám, og sér ekki fram á neina atvinnu á næstunni, fólk sem er á ekki rétt í atvinnuleysisbótakerfinu, fólk sem vinnur hlutastörf en vill meiri vinnu, og svo hópinn sem er sístækkandi, sem eru þeir sem flýja land.

Áætlað er að 2-300 þúsund Írar hafi flúið land síðustu þrjú ár, og straumurinn eykst frá degi til dags, og nálgast nú 300 manns á dag. Þeir sem flýja eru yfirleitt ungt fólk, sem á enga framtíð á Írlandi, nýútskrifað og á ekki einu inni rétt á atvinnuleysisbótum.

Þegar allt er talið, er atvinnuleysi á Írlandi a.m.k. 25%, eða jafn mikið og á neyðarsvæðum Rauða krossins.

Þar fyrir utan hafa laun verið lækkuð í einkageiranum, og hefur myndast gríðarlegt misvægi á milli einkastarfa og opinberra starfa, og eru þau opinberu 25-30% hærri fyrir sambærilegt starf.

Ekkert gengur að skapa störf og auka landsframleiðslu, skuldir halda áfram að hlaðast upp, þrátt fyrir niðurskurð og aðrar efnahagsaðgerðir, og eru núna 112-113% af landsframleiðslu og hefur hækkað um 10% á einu ári.

Í örfáum orðum, Írland er virðist dæmt til að verða þriðjaheimsríki, þar sem fólk leitar allra leiða til að flýja. 4% landsmanna hafa flúið undanfarin 3 ár, og flóttinn eykst, svo lengi sem Ástralía, Bandatríkin, Kanada, Nýja Sjáland og Bretland taka við. Lönd sem eru blessunarlega laus við evru-myllustein um hálsinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 13:00

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er mest allt rang eða rangt að svo stóru leiti að engan gaum ber að veita.

Sem dæmi má nefna atvinnuleysið. Eg tók ,,vinstri" vakt í ókeypis kennslustund bara fyrir stuttu varðandi atvinnuleysi í Evrópu og sýndi fram á að tal um það er bara bull.

Menn hafa ekkert lært á þeirri kennslustund og spúa bara sama própagandanu.

Að reyna að segja fólki slíka þvælu, sko núna 2013, að allt sé ,,að hrynja" í Evrópu og mála skratta uppá veggi með kjánaðrópaganda ásamt dassi af kjánaþjóðrembingi og að sérhagsmunaklíkur skuli styðja fjárhagslega slík bullskrif - er auðvitað alarming fyrir Ísland sem ríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2013 kl. 17:47

3 identicon

Það er nú kannski ekki á það bætandi, að ræða raunverulegt atvinnuleysi í ESB, nógu sláandi eru þessar opinberu atvinnuleysistölur sem eru öllum aðgengilegar.

En, það verður samt að minnast á að ríki ESB gera sitt besta til að fela vandann. Þannig eru gríðarstórir hópar sem ekki eru í þessum opinberu tölum, fólk sem hefur misst rétt, nemendur sem ekki fá vinnu eftir nám, og eiga ekki rétt. Útlendingar sem hafa unnið svarta vinnu í bygginga og þjónustugeiranum eru ekki taldir, og svo má lengi telja.

Þá eru ótaldir þeir sem flúið hafa hörmungar ESB.

Svo má minnast á unga fólkið, sem bara alls ekki fær vinnu. Atvinnuleysi meðal þeirra er algengt 50-60%, sem eru náttúrulega skelfilegar tölur, og afleiðingarnar af því vara áratugum saman.

Evrópusinnum hefur þó tekist eitt, að sameina stóran hluta Evrópu í eitt bandalag, það mega þeir eiga.

Er þó ekki viss um að þeir séu stoltir af því, að þetta skuli vera eymdarbandalag.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 19:35

4 identicon

Þvílíkar blekkingar! Eigum við ekki að halda okkur við það sem máli skiptir? Vaxtakjör ríkisskuldabréfa eru nú margfalt betri á Evrusvæðinu en á Íslandi:

Ísland  6.52%,   Evrusvæðið 1.41% 

Jafnvel lönd í vanda greiða lægri vexti en Ísland að Grikklandi undanskildu, öll nema Portúgal miklu lægri vexti: Ítalia 4.16%, Spánn 4.95%, Portúgal 6.36%,  Írland 4.39%. 

http://www.tradingeconomics.com/country-list/government-bond-10y

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 09:46

5 identicon

Hagvöxtur mælir aukningu á landsframleiðslu á milli ára. Á sama hátt og tekjur skipta meira máli en tekjuaukning skiptir landsframleiðsla meira máli en hagvöxtur.

Hagvöxtur er mestur í vanþróuðum ríkjum sem sýnir að hann er lélegur mælikvarði á efnahagslega velsæld.

Landsframleiðsla á Íslandi er miklu minni en á hinum Norðurlöndunum. Hún er einnig miklu minni en í mörgum Vestur-Evrópulöndum. Aðeins Bretar eru með minni landsframleiðslu en við.

Annars eru það bara ríki Suður- og Austur-Evrópu sem eru með minni landsframleiðslu en við.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita

Með landsframleiðslu á ég við landsframleiðslu á mann.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 11:12

6 Smámynd:   Heimssýn

Það er enginn hagvöxtur á evrusvæðinu og gríðarlegt atvinnuleysi sem skýrir lága vexti á evrusvæðinu.

En rétt er að minna á atvinnuleysistölurnar:

Ísland 5,6% samkvæmt Hagstofunni í dag, en um 25% á jaðarsvæðum Evrópu og yfir 10% að meðaltali.

Heimssýn, 17.1.2013 kl. 12:35

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Jafnvel lönd í vanda..." segir Ásmundur í #4.

Enginn hefur haldið því fram að Ísland eigi ekki við vanda að stríða. 

Sú staðreynd afsakar hins vegar ekki að þjóðin eigi að fara úr öskunni í eldinn.

Kolbrún Hilmars, 17.1.2013 kl. 13:13

8 identicon

Atvinnuástandið í flestum löndum evrusvæðisins er nokkuð gott, sérstaklega í þeim löndum sem við höfum helst borið okkur saman við. 

Í nokkrum þeirra er atvinnuleysi minna en á Íslandi þó að það hafi fyrir upptöku þeirra á evru verið mun meira.

Austurríki er með 3.9% atvinnuleysi, Lúxemborg 5.1% og Þýskaland 5.4%.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að evrusvæðið er nú mjög nálægt botni kreppunnar á meðan við vorum þar fyrir 3-4 árum og höfum náð okkur vel á strik síðan.

Að réttu lagi ættum við að bera saman atvinnuleysi á Íslandi fyrir 3-4 árum við atvinnuleysi á evrusvæðinu núna. Slíkur samanburður myndi sýna flest lönd evrusvæðisins og ESB með mun minna atvinnuleysi en Ísland.

Það er hefð fyrir miklu atvinnuleysi á Spáni og Írlandi. Þrátt fyrir kreppuna er þetta ekkert met þar. Á Írlandi var það mun meira á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

http://www.tradingeconomics.com/ireland/unemployment-rate

http://www.tradingeconomics.com/spain/unemployment-rate

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 15:01

9 identicon

Heimssýn sér ástæðu til að benda á að þó að þeir vextir sem ríkinu bjóðast séu himinháir í samanburði við þau kjör sem evrulöndin njóta þá sé atvinnuleysi þar miklu meira en hér.

Munurinn er hins vegar sá að meðalatvinnuleysi og hámarksatvinnuleysi á evrusvæðinu hefur engin áhrif á atvinnuleysi hér ef Ísland gengur í ESB.

Vextir ríkisins munu hins vegar snarlækka enda er krónan og höftin aðalástæðan fyrir þeim slæmu kjörum sem við verðum að gera okkur að góðu.

Það er athyglisvert að Noregiur þarf að greiða mun hærri vexti á ríkisskuldum en hin Norðurlöndin sem eru öll með vexti vel undir 2%. Ástæðan er væntanlega að þau eru öll í ESB en ekki Noregur.

Ég ætla ekki að halda því fram að við fáum svipaða vexti og norðurlöndin strax við inngöngu í ESB. En við getum reiknað með að vextirnir lækki allavega um helming úr 6.5% niður í rúmlega 3%, kannski enn meira.

Þetta myndi spara ríkinu tugi milljarða í vaxtakostnað á ári eða miklu meira en aflaverðmæti makríls á ári þegar mest er. Er þá ekki talinn með annar afleiddur sparnaður. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 15:45

10 identicon

Kolbrún, það er rétt að Ísland er í miklum vanda ekki síður en PIIG-löndin.

Vaxtakjör á ríkisskuldabréfum gefa til kynna að það sé mat markaðarins að vandinn sé næst mestur hjá okkur næst á eftir Grikkjum.

Vandi Íslands er einkum vegna ónýts gjaldmiðils sem verður að vera í höftum. Það er því auðvelt að leysa hann með því að ganga í ESB og taka upp evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 15:54

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þetta með evru-upptökuna er orðin gömul lumma.

Við vitum bæði að þegar umhverfi krónunnar uppfyllir þau skilyrði að krónunni megi skipta út fyrir evru þá er forsenda myntbreytingarinnar brostin.

Kolbrún Hilmars, 17.1.2013 kl. 16:07

12 identicon

Kolbrún, ertu virkilega að ímynda þér að krónan verði einhvern tímann nothæfur gjaldmiðill?

Endilega útskýrðu fyrir okkur hvernig á að fara að því koma í veg fyrir gífurlegar gengissveiflur, kollsteypur og hrun án þess að hún sé í höftum.

Höft koma jafnvel ekki í veg fyrir hrun sbr hrun krónunnar á sjöunda og níunda áratugi síðustu aldar.

Ástæðan fyrir því að Ísland uppfyllir ekki skilyrðin fyrir því að taka upp evru er krónan. Stór hluti af skuldum ríkisins er vegna gjaldeyrisvarasjóðs. Verðbólga, og háir vextir eru einnig eins og kunnugt er af völdum krónunnar.

Þegar krónan er komin í skjól hjá ECB fljótlega eftir aðild lækka vextir og verðbólga. Þá er hægt að nota gjaldeyrisvarasjóðinn til að minnka verulega skuldirnar. 

Þannig uppfyllum við skilyrðin fyrir upptöku evru.       

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 16:37

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, íslenska krónan (per se)  er ekki vandamálið. 

Ytri aðstæður, innri aðstæður, rangar ákvarðanir stjórnvalda er vandamálið.

Kolbrún Hilmars, 17.1.2013 kl. 17:14

14 identicon

Kolbrún, áttu við að íslenskir stjórnmálamenn síðustu 90 árin eða svo hafi verið svona mislukkaðir og þess vegna hafi krónan hrunið frá því að vera á pari við dönsku krónuna niður í minna en 1/2000 af henni?

Og hver er þá skýringin á því? Eru íslenskir kjósendur svona miklu seinheppnari í vali á stjórnmálamönnum en kjósendur annarra landa? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 17:36

15 identicon

Ásmundur @17:36

Nú hafa Danir verið í ESB og tengt krónuna sína við það, aðeins lítinn hluta af þessum 90 árum.  Af hverju féll þeirra króna ekki til jafns við þá íslensku þann tíma þegar þeir voru ekki í ESB?   

Hvert sem svarið er þá er það augljóslega ekki inngangan í ESB!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 18:47

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ef danska krónan kostaði ÍKR. 2000/- en ekki ÍKR. 22/-  þá hefði Icelandair nú þegar lagt niður áætlunarflugið til Kastrup.

Kolbrún Hilmars, 17.1.2013 kl. 18:56

17 identicon

Kolbrún, það var að sjálfsögðu gamla íslenska krónan sem var á pari við dönsku krónuna í upphafi.

Danska krónan er nú að verðgildi jafnmikið og 2200 gamlar krónur eða þar um bil.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 20:13

18 identicon

Bjarni Gunnlaugur, skrýtin spurning. Er þetta ekki augljóst?

Danska krónan var eðlileg meðan gengi íslensku krónunnar hrundi. Það er því nær að spyrja hvers vegna hrundi íslenska krónan gagnvart dönsku krónunni niður í 1/2200 af því sem hún var í upphafi.

Þessu hefur verið svarað ótaloft. En stutta svarið er að íslenska krónan er ónýt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 20:25

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  þú ert kominn í reikningslegar ógöngur.

Ef danskur sleikibrjóstsykur kostar DKR 10 - heima hjá sér - þá þurfum við íslenskir ekki að kaupa hann á ÍKR 22.000.

Kolbrún Hilmars, 17.1.2013 kl. 20:41

20 identicon

Kolbrún, veistu ekki hvað gerðist þegar nýja krónan tók við af hinni gömlu? Það voru tekin tvö núll aftan af gömlu krónunni. Þannig varð þúsundkall að tíkalli.

Umræddan sleikibrjóstsykur kaupum við á 220 krónur sem samsvarar einmitt 22.000 gömlum krónum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 22:04

21 identicon

Ásmundur, þú áttar þig ekki á einföldustu rökfærslum.

Þú virðist ætla að íslenska krónan sé ónýt og því verði að ganga í ESB og taka upp evru.  Þú nefnir sem rök fyrr þessu, hve íslenska krónan hafi fallið mikið á síðustu 90 árum miðað við þá dönsku.  Nú gengu Danir í ESB 1. janúar 1973 og eru enn með krónuna þó þeir tengi hana að vísu við evru. 50 ár af þessum 90 voru Danir ekki í ESB og þá stóð þó  krónan þeirra sig ágætlega miðað við þá íslensku.  Þar með er augljóst að Danir notuðu einhverjar aðrar og betri aðferðir en Íslendingar við að stjórna sínum gjaldmiðli þessi fyrstu 50 ár og augljóslega fólst það ekki í að þeir væru í ESB.  Þar með eru rök þín fallinn að vandi íslensku krónunnar borið saman við þá dönsku sé skortur á ESB aðild.

     Þá standa að vísu eftir þau rök að Íslendingar hafi sýnt það síðustu 90 ár að þeir geti ekki stjórnað sínum gjaldmiðli almennilega og vissulega virðist næstum útséð um það með fáeinum undantekningum t.d. eftir þjóðarsátt og fram yfir 2000.  Vandinn við evru aðdáunina er bara sá að efnahagur sumra landa er í kalda koli þrátt fyrir hana og kanski út af henni.

Það er miklu rökréttara fyrir Íslendinga að athuga hvað þeir eru alltaf aðgera rangt með tilliti til hinna norðurlandanna heldur en að æða inn í ESB til að losna við verðbólguna.    Við vorum á réttri leið eftir þjóðarsátt og framan af Davíðstíma en fórum alvarlega út af sporinu á frjálshyggjufylleríinu.  ESB aðild þarf því alsekki að vera rétta lausnin á vandanum.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 22:36

22 identicon

Bjarni Gunnlaugur, það er ranglega ályktað hjá þér að ástæðan fyrir því að Dönum hefur gengið svona miklu betur með sína krónu sé að þeir hafi notað aðrar aðferðir en við. 

Íslenska krónan hefur einnig hrunið gagnvart öllum öðrum alvöru gjaldmiðlum svo að þú ert að gefa í skyn að íslenskir stjórnmálamenn hafi verið svona miklir aular allan þennan tíma.

Ástæðan fyrir hruni krónunnar liggur í henni sjálfri. Hún hefur allt of litla útbreiðslu til að virka eðlilega. Þess vegna verða miklar sveiflur á gengi hennar og þess vegna verður verðbólga mikil. Þegar kaupmáttur launa er leiðréttur með kjarasamningum rýrnar verðgildi krónunnar.

Það eru margar aðrar ástæður til að ganga í ESB og taka upp evru en ónýt króna og allt sem henni fylgir. Vönduð lög og betri stjórnsýsla skapa öryggi. Að vera eitt á báti með ónýtan gjaldmiðil í höftum, meingölluð lög og án bandamanna er skelfileg framtíðarsýn fyrir Ísland.

Skuldakreppan á Íslandi frá hruni er vegna ónýtrar krónu. Ef við hefðum haft evru eða einhvern annan alvörugjaldmiðil þá hefðu skuldir ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað með hverri greiðslu.

ESB-aðild Dana kemur þessu máli ekkert við.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 23:47

23 identicon

Það er dálítið merkilegt Ásmundur, að þrátt fyrir ótrúlega verðbólgu síðustu 90 ár og á þann mælikvarða fái krónan falleinkun þá markar þetta tímabil jafn ótrúlega velgengni Íslendinga þannig að þessi eini mælikvarði, verðbólgan segir ekki alla söguna. Okkur hefur t.d. gengið miklu betur eftir að við fengum okkar krónu og hættum að nota danska mynt, þannig að ef við skoðum söguna þá er reynslan af krónunni betri!

 Samt sem áður er svona mikil verðbólga óásættanleg og við höfum í nýliðinni hagsögu dæmi um að hægt sé að vinna á henni.    Ég held að við höfum beitt röngum aðferðum og ættum að geta lært af hinum norðurlandaÞjóðunum í því efni.   Þú gefur þér að hagkerfið sé of lítið fyrir krónuna, en hver er rétt stærð fyrir hagkerfi?

Það er svo fullkomnlega óábyrgt að tala um að upptaka evru leysi þann vanda sem við búum við nú, óháð því hvernig við lentum í honum.  Vandinn er í eðli sínu sá að búið er að gefa út svo margar krónur að það er ekki til verðmæti fyrir þeim öllum á því gengi sem við viljum hafa til að þjóðfélagið virki.  Bankarnir eru fullir af skuldaviðurkenningum í krónum sem sáralítil innistæða er fyrir í hagkerfinu.   Ef við ætlum að taka upp nýja mynt þá verður fyrst að gengisfella krónuna um tugi prósenta með skelfilegum afleiðingum fyrir Íslendinga ef allar þær krónur sem þá kæmu fram í dagsljósið ættu að fá sama gildi til ávísunar á verðmæti hagkerfisins.

Það má segja að í dag séu tvö hagkerfi sem krónan er að þjóna. Annars vegar þetta dags daglega hagkerfi sem er í gangi á Íslandi og svo hins vegar loftbóluhagkerfi lífeyrissjóða og erlendra skuldabréfaeigenda.  Þetta loftbóluhagkerfi reynir hvað það getur að eignast raunverðmæti í íslenska hagkerfinu - ég vil segja án þess að eiga til þess nokkurt raunverulegt tilkall.    Málið snýst um það að hleypa loftinu úr loftbóluhagkerfinu án þess að raunhagkerfið skaðist um of.   Már og seðlabankinn virðast ætla að smá milgra raunverðmætum inn í þetta loftbólukerfi, á kostnað þjóðarinnar sem er bæði vonlaust verk og þjóðhættulegt.  Eins er barnaskapur að ætla að fjárfestingar á Íslandi geti eða eigi að hleypa lífi í þessar ónýtu krónur.

Ef nú ESB væri til í að splæsa þeim fjármunum sem til þarf svo að snjóhenguloftbóluhagkerfisliðið fengi væntingar sínar uppfylltar þá væri það frábært fyrir okkur. Þetta er þó mjög ólíklegt að gerist því það væri jafn arfvavitlaust af hálfu ESB að gera þetta. 

Vandinn er þá þessi í dag, hvernig á að hleypa loftinu úr loftbóluhagkerfinu án þess að raunhagkerfið skaðist um of!   Þegar það hefur verið gert á sómasamlegan hátt fyrir Íslendinga þá skulum við taka rökræðuna um hvort hér sé rétt að hafa krónu áfram eða taka upp annan gjaldmiðil.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 01:44

24 identicon

Bjarni Gunnlaugur, við náum engum árangri í efnahagsmálum ef við lokum augunum fyrir afleiðinum þess að vera með eins lítinn gjaldmiðil og krónuna.

Það hefur aldrei gengið vel með krónu eins og sagan sannar. Velgengni á vissum tímabilum á sér sérstakar skýringar. Krónan verður að þola ýmis konar aðstæður.

Verðbólgulítil tímabil hafa alltaf endað með ósköpum. Menn hafa slegið uppgjörinu á frest með vafasömum aðferðum sem þá hafa gert kollsteypuna alvarlegri en ella.

Eftir því sem viðskipti við útlönd, erlendar lántökur til framkvæmda og erlendar fjárfestingar aukast, þeim mun meiri verða gengissveiflurnar. Krónan verður sífellt ónothæfari vegna smæðar sinnar.

Þegar gengi krónunnar lækkar verður verðbólguskot vegna þess að erlendar vörur hækka í verði. Til að halda kaupmætti launa eru laun hækkuð og þá hækka innlendar vörur aftur svo að enn verður verðbólguskot.

Þegar gengi krónunnar hækkar lækka yfirleitt ekki erlendar vörur og laun lækka aldrei. Niðurstaðan er því óhjákvæmilega mikil verðbólga.

Ef menn loka augunum fyrir þeirri ófreskju sem krónan er verður hér allt óhjákvæmilega í lamasessi til langrar framtíðar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 09:15

25 identicon

"Verðbólgulítil tímabil hafa alltaf endað með ósköpum." 

Gott veður endar alltaf með vondu veðri!

Verðbólgulítil tímabil enda oft með verðbólgumeiri tímabilum.

Þú getur fullyrt svona út í það óendanlega en slíkt eru ekki rök.

 Aukin viðskifti við útlönd þurfa ekki að tákna auknar gengissveiflur, miklu frekar skiftir máli hvernig haldið er utan um gengið sjá t.d. hugleiðingar Þorvaldar Gylfasonar frá 2002 http://visindavefur.hi.is/article.php?id=41

Þar mærir Þorvaldur fastgengisstefnuna:"Réttmæti fastgengisstefnunnar var því varla nokkrum vafa undirorpið. Önnur skipan gengismálanna koma einfaldlega ekki til álita - meðal annars fyrir þá sök, að innviðina vantaði, einkum virkan gjaldeyris- og peningamarkað. "    Svo má velta fyrir sér hvort gjaldeyris- og peningamarkaðir hafi verið svo virkir þegar við tókum upp flotgengið a.m.k. virðist það sem kom upp úr hruninu benda til einhvers annars en virkni og frelsi markaða. 

Þorvaldur nefnir vissulega kosti fljótandi gengis en segir svo um gallana: "Vandinn hér er samt sá, að fljótandi gengi hneigist til að sveiflast um of, langt umfram þær sveiflur, sem einkenna verð á flestum vörum og þjónustu; þetta stafar sumpart af spákaupmennsku með gjaldeyri"  Þetta kom svo heldur betur á daginn hér á landi á. 

Þessar tilvitnanir í Þorvald sýna að gengismálum er hægt að stjórna á ýmsa vegu (a.m.k. að hans áliti) og ekkert sem segir til um að hagkerfi sé of stórt eða of lítið í þeim efnum.

Ofan ritað  lýtur þó allt að umræðunni hve góð eða slæm krónan sé en ekki hinu sem miklu mikilvægara er í bráðinni, hvernig á að leysa vanda þess loftbólukrónuhagkerfis sem við búum nú við!  Að taka upp evru við núverandi aðstæður er fyrra sem engum dettur í alvöru í hug nema örfáum furðufuglum. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 12:56

26 identicon

Bjarni Gunnlaugur, með evru stöðvum við kollsteypur og hrun, ekki bara í nokkur ár, eins og þér virðist nægja, heldur um alla framtíð.

Það er auðvitað ekki hægt að taka upp evru strax. Það verður ekki fyrr en eftir nokkur ár. Þeir eru mjög margir sem bíða óþreyjufullir eftir því að Ísland taki upp evru enda miklir hagsmunir í húfi fyrir fólkið í landinu.

Þú virðist heldur betur hafa látið ljúga þig fullan. Varaðu þig á talsmönnum andstæðinga ESB-aðildar. Heyrðirðu í Ásmundi Einari í Kastljósi í fyrradag?

Það þarf að sjálfsögðu að finna lausn á vanda krónunnar þangað til evran verður tekin upp. Það er heldur ekki hægt að útiloka að þjóðin hafni aðild.

Fastgengisstefna gengur hins vegar ekki upp til lengdar nema með miklum gjaldeyrishöftum.

Ef verð gjaldeyrisins aðlagast ekki eftirspurninni eftir honum eru aðeins tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort verðum við uppiskroppa með gjaldeyri eða til að koma í veg fyrir það er dregið úr kaupum á gjaldeyri með höftum.

Þorvaldur staðfestir það sem ég hef verið að segja. Gengi krónunnar sveiflast allt of mikið í frjálsum viðskiptum og þess vegna þarf hún höft til frambúðar.

Efnahagleg áhrif hafta eru hins vegar skelfileg. Gjaldeyrir skilar sér ekki til landsins, gjaldeyrir reynir að komast úr landi í gegnum löglegar og ólöglegar smugur. Fjárfestar halda sig frá landinu.

Þetta veldur gengislækkun krónunnar nema gengið sé fest. Þá verður framboð á gjaldeyri minna en eftirspurn svo að frekari höft eru nauðsynleg.

Þetta veldur hærri vöxtum á erlendum lánum og samdrætti í framkvæmdum með tilheyrandi fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.

Lífskjör rýrna smám saman að öðru óbreyttu og landið einangrast sífellt meira ekki síst þegar við neyðumst til að segja okkur úr EES vegna þess að gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 17:14

27 identicon

Ásmundur, þú ruglar dálítið saman loftkrónuvandanum nú og svo aftur því hvað skuli taka við að honum leystum.   

Gjaldeyrishöftin eru t.d. lífsnauðsynleg nú til að setja bönd á loftkrónurnar sem vilja komast úr landi (snjóhengjan), til að krónurnar sem eftir standa falli ekki úr hófi.   Þennan vanda þarf að leysa fyrst af öllu.

Hvað svo við tekur er eiginlega val. Spor flotgengisins hræða, fastgengi sem menn stilla eftir þörfum samfara aðgát á verðbólgu þar sem bindiskyldu er beitt á bankana og vextir eru hóflegir er lang líklegast til árangurs. Tenging við annan gjaldmiðil er heldur ekkert afleitur kostur, í raun ekkert sem bannar okkur að tengja gengið við evru ef við vildum, nú eða dollar, þegar þar að kæmi.

Ef þjóðin er æst að ganga í ESB og taka upp evru að snjóhegjuvandanum leystum, nú þá er bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti :-)

Fátt er þó sem bendir til þess nú, enda er ESB áróðurinn byggður á þeirri (sjálfs-?)blekkingu að núverandi vandi verði leystur með inngöngu í ESB og upptöku evru.

Ég skal samt alveg viðurkenna að ég hef ákveðna samúð með því sjónarmiði að krónan hafi ekki gefist vel í ljósi síðustu 90 ára og ekki síst í ljósi þess hvernig hún var misnotuð í aðdraganda hrunsins. Held nú samt að þarna hafi vaxtaverkir ungrar þjóðar spilað inn í, enda ofsafengnar sveiflur efnahag hennar mest allan þennan tíma og ekki óeðlilegt að eitthvað hafi stuðað inn í gjaldmiðilinn.

En við getum alveg eins kennt EES samningnum um hrunið eins og krónunni, það er eiginlega jafn vitlaust þar sem segja má að hann hafi líka verið misnotaður í þágu frjálslhyggjuafla með því að nýta ekki þær heimildir til að hemja fjármálakerfið sem voru þó til. (sbr rannsóknarskýrslu alþingis)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 18:44

28 identicon

Bjarni Gunnlaugur, um leið og samningur getur legið fyrir og þjóðin hefur kosið aðild göngum við í ESB. Það er ekki eftir neinu að bíða. Því minni tafir, því betra. 

Um leið og það er ljóst að við erum á leiðinni í ESB, rofar til. Fjárfestar sjá fram á endalok haftanna og sjá því ekkert því til fyrirstöðu að fjárfesta hér. Hálfur björninn er unninn.

Fljótlega eftir að við höfum gengið í ESB kemst krónan í skjól ECB.Eftir það minnka sveiflur á gengi hennar mikið. Það auðveldar enn frekar afléttingu snjóhengjunnar.

Þegar evran verður tekinn upp er vandinn að miklu leyti úr sögunni. Kerfið þolir þá fjárflóttann betur vegna engrar gengisáhættu og aukins innstreymis á gjaldeyri til fjárfestinga ofl.

Að hafna aðild á þeim forsendum að fyrst þurfi að leysa snjóhengjuvandann væri mjög heimskulegt enda gífurlega dýrt og varla gerlegt.

Snjóhengjan er gott dæmi um hve ónýt krónan er. Hún er fé sem streymdi til landsins þegar gengi krónunnar var hátt og vextir háir.

Svo þegar bólan sprakk, eins og fyrirsjáanlegt var, og allt hrundi, varð að setja á gjaldeyrishöft til að loka þess fjármuni inni í landinu til að koma í veg fyrir frekara hrun á gengi krónunnar.

Það er ljóst að við endurheimtum ekki aftur traust nema að losa okkur við krónuna og taka upp evru. Þá fyrst er ljóst að ósköpin munu ekki endurtaka sig. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 22:22

29 Smámynd: Bragi

Enn einn sem valtar yfir Ásmund í rökræðum án þess að hann taki sjálfur eftir því.

Bragi, 18.1.2013 kl. 23:40

30 identicon

Eitt af því sem gerir krónuna ónýta er að lántaka í henni er fjárhættuspil. Þeir sem kaupa sér íbúð og taka meirihluta kaupverðsins að láni taka mikla áhættu hvort sem þeir taka verðtryggð eða óvertryggð lán.

Áhættan er þó mun meiri með óverðtryggðu lánin vegna þess að greiðslubyrðin getur hækkað upp úr öllu valdi þegar vextir hækka mikið vegna aukinnar verðbólgu.

Þá verða vanskil mjög algeng. Kröfur um lánalækkun vegna forsendubrests munu þá væntanlega koma upp aftur.

Greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar aldrei meira en almennt verðlag. Það er því minni hætta á að lenda í vanskilum með þau.

En áhættan með þau er samt gífurleg eins og reynslan af hruninu sýndi. Þá var algengt að margar milljónir í eigið fé breyttist í margra milljóna skuld.

Þessar hættur stafa af mikilli verðbólgu sem að miklu leyti má rekja til sveiflna á gengi krónunnar. Þær eru því ekki til staðar nema að mjög litlu leyti með evru. Auk þess hafa evrulán verið með miklu lægri vöxtum og án verðtryggingar. 

Það sætir furðu að þeir sem berjast fyrir lækkun lána skuli ekki krefjast þess að evra verði tekin upp enda er ljóst að þá mun greiðslubyrðin lækka miklu meira en þau 20% sem algengt hefur verið að krefjast í lánalækkun.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband