Flestir þeir sem Samfylkingin kýs að kalla villiketti og áður fundu sér samastað í Vinstri grænum, eiga það sammerkt að vera mjög eindregnir ESB-andstæðingar. Smátt og smátt hafa þeir verið flæmdir í burtu eða kosið að hverfa á braut og oftar en ekki er það vegna undirlægjuháttar Vinstri grænna við þá stefnu Samfylkingarinnar að koma þjóðinni í Evrópusambandið með góðu eða illu. Með því að halda áfram aðildarviðræðum og aðlögun að ESB-regluverkinu, með því að láta ESB ráða ferðinni í þessum samningaviðræðum sem áttu að taka svo örskamman tíma, með því að láta að því liggja að dráttur á því að fiskveiðar og landbúnaðarmál yrðu tekin til umfjöllunar væri Jóni Bjarnasyni að kenna. Það síðastnefna hefur reyndar háðulega afhjúpast og staðreyndin sú að ESB vill ljúka öllum öðrum viðræðum áður en snert er á þeim viðkvæmu málum.
Það er forvitnilegt að sjá hvernig nokkrir úr hópi villikattanna meta frammistöðu flokks síns, fyrrverandi eða núverandi, við brotthvarf úr stjórnmálum og/eða flokknum. Þegar Atli Gíslason sagði sig úr VG fyrir um 15 mánuðum sagði hann meðal annars:
Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESBumsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna.
Ólafur Jónsson, Óli kommi, var heiðraður á landsfundi VG sömu helgi og Atli sagði sig úr flokknum. Tveimur mánuðum síðar sagði hann sig úr VG og sagði í blaðaviðtölum um úrsögnina að hún væri til komin vegna ,,dekurs við ESB og aðfararinnar að Jóni Bjarnasyni." Jón hafði þá verið hrakinn úr ráðherrastóli vegna þess að hann hélt uppi andstöðu við ESB, þótt ekki væri hún á sömu nótum og að ofan er getið. Nú hefur Jón Bjarnason ákveðið að bjóða sig ekki fram á vegum VG fyrir næsta kjörtímabil og þar ráða ESB-mál miklu. Hann segir meðal annars í bloggi sínu:
Það hafa orðið mér vonbrigði hvernig haldið hefur verið á mörgum stefnumálum VG síðusu misseri og vikið frá þeim gildum sem hann [flokkurinn] var stofnaður um.
Afstaða mín og skoðanir í þeim málum eru öllum kunnar. Ég nefni hér umsóknina um aðild að ESB þvert á grunnstefnu flokksins og gefin kosningaloforð, niðurskurð til velferðarmála, ásamt því hvernig hert hefur verið með margvíslegum hætti að íbúum á landsbyggðinni.
Margir fleiri úr hópi villikattanna hafa horfið úr starfi og flokki Vinstri grænna og augljóst er að ekki gengur að slá ryki í augu kjósenda korteri fyrir kjördag, eins og af og til virðist vera vilji forystunnar. Það er því grátlegra þar sem flestir stuðningsmenn VG í grasrótinni einlægir ESB-andstæðingar. En því miður, það má segja eins og þekkt orðtak í hinum engilsaxneska heimi hermir (kínverskt að uppruna, að því er best er vitað): ,,Blekktu mig einu sinni og skömmin er þín, blekktu mig tvisvar og skömmin er mín."
Athugasemdir
Kettirnir hafa flestir verið reknir burtu sem vonlegt var og væflast nú um með lágreista rófu.
Köttur útí mýri setti upp á sig stýri - úti er ævintýri villikattana og vonandi á Ísland aldrei eftir að heyra á þessi dusilmenni meir.
það á bara eftir að reka Ömma og vonandi verður það fljótlega. það er einhver versti þingmaður sem hefur komist í ráðherrastól í sögunni. Ráða- og vitleysið í þeim dreng kemst sennilega í annála.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 13:29
Eftir að Vinstri Grænir flæmdu Jón Bjarnason út úr ríkisstjórn þá mun ég aldrey minnast á þessa kynduglegu rolluhjörð sem flokkurinn er nema í gríni. Þvílíkt samansafn sem eftir situr, Björn Valur Gíslason og Álfheiður Ingadóttir.
Ég er með nýtt nafn á flokkinn; The Adams Family
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 13:45
Gunnar, þú ert öfgahægrimaður. Hvað hefur þú með VG og ,,vinstri" vakt að gera?
Svo er ,,vinstri" vakt með bandarískan málshátt í kringum þetta ketti sína. Frá Tennesee. Old saying:
http://www.youtube.com/watch?v=eKgPY1adc0A
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 14:03
'Öfgahægrimaður', gleymdir þú nokkuð að taka eitthvað inn í morgun ?
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 14:47
Ef nokkuð er þá er Ómar öfga-miðjumaður.
Líklega er það ástæðan fyrir því að hann fagnar því að af 14 kjörnum þingmönnum VG 2009 eru 7 endanlega hættir. Sem voru efstu menn á framboðslistunum sem trekktu einnig fyrir hina 7 sem eftir sitja. En það þykir Ómari ekki nóg - hann vill losna við einn í viðbót; Ögmund.
Hvað annað minnir þetta ferli á en "Tiu litlu negrastráka"...?
Kolbrún Hilmars, 10.1.2013 kl. 15:45
Villikettirnir, sem Vinstrivaktin kýs að kalla svo, eru einstaklingar sem rekast illa í flokki. Það sem verra er að þeir hafa ekki hugmynd um það. Þeir skilja ekki að í flokki verða menn að sætta sig við að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði.
Málflutningur villikattanna þess efnis að þeir einir fylgi stefnu flokksins er greinilega fyrirsláttur. Þeir voru sáttir við myndun ríkisstjórnarinnar með ákvæði um að sótt yrði um ESB-aðild enda fylgdi því ekki stuðningur við aðild.
Stuðningsmenn flokksins voru einnig sáttir enda jókst fylgi hans mikið eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Löngu seinna tók að halla undan fæti þegar allt fór að loga í innanflokksdeilum í flokknum.
Síðan hefur saxast á fylgi Vg, sem nú er tæplega 1/3 af því sem það var hæst 2010, og er ekkert lát á. Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingarinnar lítið breyst. Það er því ljóst hverjir bera mesta ábyrgð á fylgishruni Vg.Ásmundur (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 16:30
Fín röksemdafærsla, Ásmundur.
Fylgishrun VG hefur semsagt hvorki neitt með framgöngu forystunnar að gera né fylgni hennar við stefnuskrá flokksins. Ef sér undir iljar kjósendanna þá eru þeir auðvitað í blindni að fylgja villuljósi villikattanna.
Ég get vel skilið að öfga-miðjumönnum sé skemmt.
Kolbrún Hilmars, 10.1.2013 kl. 16:49
Mestu hörmungar Evrópu á 20. öldinni má rekja beint til öfga-jafnaðarmanna.
Öfga-jafnaðarmenn þrífast á því að afla sér óvina til hægri eða vinstri og gera úr þeim "öfgamenn". Öfga-jafnaðarmenn þrífast á samfélagslegum áföllum en það er þeirra helsti farvegur til valda, þessi áföll nota þessi öfl til samfélagsbreytinga þeim í hag.
En eins og öll öfga öfl gera er glundroði notaður til að breyta grunngildum samfélagsins eins og t.d. stjórnarskrá, lögum er auka völd valdhafa á kostnað samfélagsins og aukin ítök í samtökum launþega með það að markmiði að hlutleysa samtakamátt launþega.
Öfga-jafnaðarmenn virðast hafa fundið sé nýjan leikvöll á 21. öldinni, fæstum er ljós sú hætta sem stafar af þeim í dag fyrir Evrópu. Ávextir nýrrar sameinaðar Evrópu verða ekki endilega sætir og flestum þóknanlegir.
http://en.wikipedia.org/wiki/National_Socialism_%28disambiguation%29
http://www.examiner.com/article/fruits-of-the-arab-spring-sharia-law-muslim-brotherhood-christians-to-prison
Þjóðrembingurinn (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 16:51
Þeir sem voru heiðarlegir og fylgdu kosningaloforðunum, hafa verið flæmdir burt úr flokknum. Eftir sitja skítseiðin með svarta tungu og hrekja sér af annarra manna afrekum. Það líkar öfga ESB manninum Ómari Bjarka auðsjáanlega vel. Ef minnst er á ESB einhversstaðar á blogginu þá er hann óðar kominn þar með penna, og rakkar niður fólk sem hefur ekki áhuga á að ganga í ESB vitleysuna. Hann er ekki villiköttur, hann er Úlfur í sauðagæru!!!!!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 10.1.2013 kl. 16:55
"Fylgishrun VG hefur semsagt hvorki neitt með framgöngu forystunnar að gera né fylgni hennar við stefnuskrá flokksins."
Kolbrún, ertu ekki enn búin að ná því að fylgi Vg jókst mikið eftir myndun ríkisstjórnarinnar? Það sýnir að ESB-umsókn lagðist vel í kjósendur Vg.
Málefnasamningurinnnn kvað á um að sótt yrði um ESB-aðild. Að gera það ekki jafngilti því stjórnarslitum.
Allir flokkar sem mynda samsteypustjórn verða að gefa eftir einhver af sínum stefnumálum. Vg gaf þó lítið eða ekkert eftir enda er flokkurinn enn á móti aðild.
Það vita það allir sem eitthvað þekkja til stjórnmála að innanflokksátök reita fylgi af flokkum. Þeir sem hafa hátt og neita að virða meirihlutasamþykktir bera ábyrgðina.
Það hefði verið hægt að bera smávirðingu fyrir villiköttunum ef þeir hefðu mótmælt myndun ríkisstjórnarinnar. Það gerðu þeir aldrei.
Þetta eru kjánar sem greinilega halda að hægt sé mynda ríkisstjórn og hunsa síðan málefnasamninginn.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 17:19
Sammála 8 og 9 að ofan.
Skítt með ´málefnasamning´ öfgamanna, hann kemur okkur ekki við, hvað þá villiköttum. Svo á Jóhanna Sig. í öfgaflokknum heiðurinn af að kalla ´óhlýðna´ stjórnmálamenn, ketti. Það var of óþolandi fyrir hana, sem hafði vanist á að fá allt fram frá þægum heimaköttum, að eltast við alvöru ketti, villiketti. Við skulum endilega halda við villiköttunum.
Elle_, 10.1.2013 kl. 17:44
það virðist vera einhver grunn pólitískur misskilningur í gangi hérna.
Flestir sem eru viðloðandi ,,vinstri" vakt eru öfgasinnaðir hægrimenn á pólitíska skalanum. Hægri Grænir, svokallaðir, eru rétti vettvangurinn fyrir marga hérna.
Afhverju sá misskilningur hefur stungist í yðvara höfuð að þið væruð eitthvað vinstri - um það skal eg eigi dæma. En misskilningurinn er kristalskýr. þið eruð flest öfgasinnað hægrafólk. Enda kritallast það í meginmálflutningi sem er kjánaþjóðrembingur.
Kjánaþjóðrembing má rekja til u.þ.b 1900 sirka. Einar Ben var td. kjánaþjóðrembingur.
Með hugmyndafræðina sem kjánaþjóðrembingsismi er byggður á - þá er hún afar undarleg og fáir sem hugsa nákvæmlega útí hvað þeir eru að segja því viðvíkjandi.
Kjánaþjóðrembingur upphaflega byggði á því meginstefi að ákv. ættflokkar ættu eitthvað sameiginlegt sem væru undursamlega en allt annað og hver ættbálkur hafði sína útgáfu etc. Nú má alveg segja að slíkt hafi alltaf verið til staðar með einum eða öðrum hætti en þarna kringum 1900 tók umrætt á sig skipulagt form og var ritúal ýmiskonar saman sett um efnið. Samhliða sagði teorían að ákv. svæði tilheyrðu ákv. ættbálkum o.s.frv.
Í upprunalegri mynd er þessi teoría afar trúartengd og bókstaflega hrapaleg útópía. það vita allir núna og amennt samþykkt.
Í tilfelli íslands höfðu íslendingar, á þessum upphafsárum kjánaþjóðrembings, undarlegustu hugmyndir og á ýmsan hátt fáránlega fráleitar. Td. þá ,,átti Ísland Grænland"! Og líka Jan Mayen. Og þá bara af því hve ættbálkur íslands væri frábær og landið dásamlegt. Fólk virkilega trúði þessu.
þetta vilja sumir menn ekki muna lengur. Skammast sín fyrir það sennilega.
Samt er þessi grunnhugmynd enn afar sterk í íslendingum. Án þess þeir hugsi nokkurntíman útí afhverju þeir hafa þessa kjánaþjóðrembings trú. Trúnni var náttúrulega innprentað í gegnum skólakerfið og íslandssaga Jónasar frá Hriflu var kennd nánast til 2000.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 17:49
Það bætist í gullkornasafnið þitt Mundi minn. Við erum náttúrulega ekki búin að gleyma þessum klassísku, um dreifbýisstyrki ESB til Möltu, þéttbýlasta lands Evrópu, og að enginn skuldavandisé í evruríkjum, af því að hægt er að prenta ótakmarkað af evrum.
Nú kemur sú frábæra pólitíska skýring, að innlimunarbeiðnin hafi fleytt flokknum í hæstu hæðr.
Hvernig ætli þá standi að því, að fylgið hrynur af flokknum eins og enginn sé morgundagurinn, nú þegar búið er að flæma alla villikettina í burtu?
Á ekki fylgið að vera í toppi, nú þegar enginn andmælandi innlimunar er eftir í flokknum?
Mundi, skýringar óskast.
Ég býst við að þær verði jafn skemmtilega fáránlegar og aðrar, sem frá þér koma.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 17:55
Ps. Er þetta ekki afi Ragnars Arnalds?
http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=22
Ari Jónsson sýslumaður. Hann var kjánaþjóðrembingur.
Var í Landvarnarflokknum sem var alveg þvílíkur rembingsflokkur. þeir höfðu afar sterka kjánaþjóðrembingstrú í sinni ýktustu mynd og þeirra framsetning öll hin kostulegasta. Vildu þeir ekki einræðisherra yfir Íslandi? Jú, held það. Vildu að einræðisherrann hefði tignarheitið Jarl!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 17:56
Vá. Vill Ómar ekki endilega opinbera alla sína ættingja? Það væri þá vonandi fyrir hann að allir væru þeir Brusseljarlar og öfgakjánar og öfgaþjóðrembingar. Það er skömm að að maður sem hugsar ekki heila hugsun, skuli ekki þagna.
Elle_, 10.1.2013 kl. 21:19
Himmi Himpigimpi alltaf samur við sig eins og við er að búast.
Fyrst var hann haldinn þeirri þráhyggju að það, að Seðlabanki Evrópu getur prentað peninga, jafngildi því að einstakar evruþjóðir geti það.
Síðan urðu hugsanlegir dreifbýlisstyrkir til Íslands hrokknir yfir til Möltu sem þó var náttúrlega aldrei bendluð við dreifbýlisstyrki.
Nú er honum fyrirmunað að skilja að mikil fylgisaukning Vg lengi eftir myndun ríkisstjórnarinnar sýndi að ESB-umsóknin lagðist vel í kjósendur flokksins.
Jón Bjarnason hefur verið með stöðugar árásir á forystu Vg fram að þessu. Himmi virðist álykta að nýleg tilkynning hans um að hann fari ekki í framboð hefði átt að hafa áhrif aftur í tímann.
Jón Bjarnason er ekki hættur á þingi og því varla hættur árásum sínum á forystu Vg. Ég hef ekki séð að hann hafi sagt sig úr flokknum.
Svo veit Himmi greinilega ekki af árásum Vinstrivaktarinnar á forystu Vg. Vinstrivaktin getur reitt fylgið enn frekar af flokknum eftir að Jón er hættur því.
Sá sem fylgir Davíð Oddssyni í blindni og hefur lýst því yfir að hann taki alltaf afstöðu gegn afstöðu Samfylkingarinnar getur augljóslega ekki betur.
Allt lendir í einum hrærigraut í kollinum á honum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 21:20
þetta er nú bara opinber gögn. Stendur þarna á link. Eitthvað á þá leið að, hann var afi RA. þetta er nú ekkert ljótt. Alltaf gaman að ræða ættfræði.
Eg fór að hafa orð á þessu vegna þess að í pistlum hér er mönnum oft mjög tíðrætt um ,,elítu" og þá ýmislegt tínt til.
þarf ekki að fara langt yfir skamt til að finna elítu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2013 kl. 23:00
Hvernig er það Mundi minn, að lifa lífinu í eintómum flótta frá eigin orðum? Stressandi? Þér er allavega brugðið, slærð um þig með nafni sem þú hefur ekki nefnt í marga marga mánuði, Davíð Oddsson. Þú nefnir hann ekki nema að þér sé verulega brugðið.
Annars er það nú ansi gaman, að sjá þig dásama ESB, með loforðum um Shangri La, og tilvitnunum í það hversu flott og fínt önnur svipuð ríki hafa það í sælunni. Skemmtilegast er þó að vita það, að þú þarft einhvern veginn að ljúga þig út úr klípunni sem þú kemur þér sjálfur í.
Jamm Mundi minn, ef þú bærir nú þá gæfu að geta hugsað, áður en þú kemur með gullkornin þín, þá væri okkur ekki eins skemmt.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 23:08
Þú veist það Ómar, að það er hægt að fá sérfræðiaðstoð vegna þessarar röskunnar þinnar?
Þú gerir þér grein fyrir, að þegar þú yfirbýður sjálfan þig trekk í trekk, gengur lengra og lengra með sífellt grófari uppphrópunum, í von um einhverja athygli, að þú endar í ógöngum þar sem meira að segja þú sjálfur verður farinn að vorkenna þér?
Þú ættir nú að vita, að þú hagar þér eins og góður stákur, þá er aldrei að vita nema fólk fari að klappa þér á nasirnar, með þeirri vellíðunartilfinningu sem smá viðurkenning gefur þægum og góðum rakka. Það þarf ekki alltaf að gelta til að fá athygli og ástúð.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.1.2013 kl. 23:28
skömmin er Heimsýnar sjálfstæðismanna (sem ekki einu sinni leyfa athugasemdir) og ykkar sem ekki leyfa samninga til að lesa!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.1.2013 kl. 23:29
Af hverju ætli Ásmundi finnist að forystu VG, Katrínu og Steingrími, sem meðal annarra myrkraverka ráku Jón, sé vorkunn af árásum yfir nokkru?
Elle_, 10.1.2013 kl. 23:58
Jamm Anna, það er þetta með skömmina. Þú mættir kannski líta þér nær, fullorðin konan, og trúir enn á jólasveina og saminga ESB. Þú vilt sennilega líka kíkja í pakkann?
Af einskærri snilld hefur þér tekist að hunsa orð allra forkólfa ESB, að það sé ekki um neina samninga að ræða, heldur aðlögun Íslands að regluverki ESB.
Þú mættir skammast til að hlusta á þetta fólk. Það veit almáttugur, að ekki tekst okkur, ómerkilegum Íslendingunum, að berja þetta í kollinn á þér. Ég gæti örugglega sagt einhverja góða sögu af mömmu og pabba til að undirstrika þessi orð mín, en dettur bara ekkert í hug.
Þú kemur kannski með eina í staðinn?
Hilmar (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 00:19
ég trúi ekki á neina jólasveina. Ekki tala niður til mín Litti "Hilmar".
Ég á rétt á því að lesa sjálf.
Ég áreyndar rétt á því að vita HVERS VEGNA ÞÚ HILMAR VILLT HAFNA MÉR ÞEIM RÉTTI?
(AÐ LESA SAMNINGIN SJÁLF, EF SKÉ KYNNI AÐ ÞÍN iq VÆRI UNDIR 90, SEM FLEST BENDIR TIL
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2013 kl. 00:23
Ekki tala niður - - - Þú talar niður. Þú varst að enda við að tala niður og alls ekki í 1. sinn, nú fyrir utan það að þú kennir öðrum um að ´fá ekki að lesa samninga´ sem engir verða. Það verða ekkert nema Brussellög, 100 þúsund síður af þeim í þessum lestri ykkar.
Elle_, 11.1.2013 kl. 00:38
Anna Benkovic, það eru til 27 aðildarsamningar nú þegar, það nægir að lesa niðurlag síðustu 10 samninga. Niðurstaðan er klár, fullkomin aðlögun að 100.000 síðna regluverki ESB er það sem er í boði.
Kannski þarf þú að láta segja sér það oftar en 27*? því þurfum við hin, sem höfum kynnt okkur samninga ESB við ný aðildarríki, að kasta peningum í tilgangslaust rugl svo að þú getir lesið sömu niðurstöðu og síðustu 10 aðildarþjóðir á sama tíma og ekki eru til fjármunir fyrir lækningatækjum á Landspítalann.
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 00:57
ég trúi ekki að hvorki þú Eggert hafi lesið 27 samninga, né Hilmar.
Þið eruð ekki að leggja neitt málefnalegt til umræðunnar nema ótta og hræðslu. Svo sannarlega var það nóg fyrir mig fyrir dvöl mina nna sér samninginn veru í DK ogNL.
Veit vel að óttaslegnir og forsetatrúendur, skjálfa og munu aldrei kynna sér samninginn um Island-esb.
+Barnið mitt gæti gert það og verið hughraustur?
Barnabörnin mín gætu lesið betur en hrædda fólkið?
Samninginn á borðið!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2013 kl. 01:27
Anna Kvaran,sendir link á sjónvarpsupptöku frá þýsku sjónvarpi. Þar segir þulurinn það afar óhagstætt fyrir Ísland að ganga í Esb. og þjóðin berjist sf fullu afli gegn inngöngu.
Davíð Oddsaon,verður í viðtali á INN næstu kvöld minnir að viðtalið byrji á morgun,annars auglýst.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2013 kl. 02:24
Nánar á Fullveldisvaktin,blog.is
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2013 kl. 02:30
Ég veit ekki um neinn spjallvef þar sem er jafnmikið af bullukollum og hér. Og allir eru þeir andstæðingar ESB-aðildar.
Svo mikið er ruglið að það er jafnvel reynt að telja fólki trú um að engir samningar fari fram um ESB-aðildina þó að allar þjóðirnar sem hafa gengið í ESB mörg undanfarin ár hafi samið um sérlausnir.
Tilgangurinn með ruglinu er að stöðva ferlið og koma í veg fyrir að samningur líti dagsins ljós. Þá yrðu blekkingarnar afhjúpaðar og fólk væri eins líklegt til að kjósa aðild. Einskis er svifist til að koma í veg fyrir það.
Það er auðvitað yfirgengilegt rugl að einskorða sig við að neita staðreyndum í stað þess að ræða málefnalega um kosti þess og galla að ganga í ESB.
Er virkilega ekkert sem mælir gegn aðild?
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 08:05
Anna, ég skil vel að þú viljir lesa samninginn en það er svo annað mál hvort að þú fáir tækifæri til að lesa hann (samningurinn við Króatíu er upp á 144.000 bls) ég er nefnilega ekki viss um að ríkisstjórnin gefi hann út. Ég finn hvergi á síðu EU allann samninginn (Króatíu) í heild sinni. Þeir eru rétt við það að verða aðildarríki og þeir eru ekki búnir að þýða nema um helming samningsins.
Ef að þú heldur að okkar ríkisstjórn muni og geti þýtt allan samninginn með útskýringum áður en til "atkvæðagreiðslu" kemur þá ertu virkilega bjartsún kona!
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 09:59
Ásmundur, getur þú sett fram link á allar undanþágur frá staðalsamningi, sem að síðustu 3 ríki hafa fengið (Búlgaría, Romanía og Króatía). Ég finn ekkert um þetta (né heildarsamninga) á vef ESB?
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 10:03
Þórður, ég hef enga slíka hlekki. En hér eru mínar heimildir um að öll ríki sem hafa gengfgið í ESB undanfarin ár hafi fengið varanlegar sérlausnir:
Henrik Bendixen, yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi:
"Ef semja þurfi um undanþágur á einhverjum sviðum þá verði það gert. Þetta séu raunverulegar samningaviðræður. Öll 12 aðildarríkin, sem gengið hafa í ESB að undanförnu, hafi fengið undanþágur og það sé að sjálfsögðu opið gagnvart Íslandi líka."
Þar sem sérstaða okkar er mikil verður eflaust mikið um sérlausnir. Annars eru reglurnar okkur hagfelldar og munum við td ekki þurfa neinar sérlausnir til að sitja einir að aflaheimildum í íslenskti landhelgi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 11:26
Er eitthvað frekar að marka þann mann hjá ESb en aðra frammámenn þar í bæ sem hafa sagt að um engar sérlausnir sé að ræða við inngöngu í ESB. (ekki biðja mig um hlekki á þá, þar sem oft hefur verið vísað í orð þeirra hér á blogginu.
Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 14:55
Ásmundur: Hvar er sagt að þetta séu varanlegar undanþágur? Geturu ekki bent manni á það?
Charles Geir Marinó Stout, 11.1.2013 kl. 14:57
Charles, þarna er örugglega átt við varanlegar undanþágur.
Margir aðrir hafa tekið það sérstaklega fram eins og Joe Borg fyrrverandi sjávarútvegsstjóri ESB:
"Við getum fengið varanleg sérákvæði
Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa haldið því stíft fram, að ekki sé um neitt að semja, þar sem aðild Íslands feli það eitt í sér, að Ísland undirgangist allar reglur ESB, sem miðist fyrst og fremst við hagsmuni stærstu þjóða sambandsins. Ekkert tillit verði tekið til hagsmuna Íslands og enginn möguleiki sé á að fá undanþágur frá neinum reglum.
Joe Borg blés á þessar bábiljur og fullyrti, að ESB reyni að taka tillit til hagsmuna þeirra ríkja, sem óska eftir aðild. Malta fékk ótal undanþágur frá reglum ESB. Flestar þeirra voru tímabundnar og oft var um aðlögunartíma að ræða til að Möltu gæfist tóm til að laga sig að reglum ESB. Sumar undanþágurnar eru hins vegar varanlegar, m.a. á sviði sjávarútvegsmála.
Borg sagði það raunar ranga nálgun að nota hugtakið undanþága um sérákvæði aðildarsamninga einstakra ríkja. Réttara sé að nota hugtakið sérákvæði, eða sérstakar ráðstafanir. Malta samdi um varanleg sérákvæði um sjávarútveg, landbúnað, fjárfestingar og fleiri atriði, sem tryggja meginhagsmuni, sem samninganefnd Möltu barðist fyrir í samningaviðræðunum. Samninganefndir Möltu og ESB unnu saman að því að færa þessar sérstöku ráðstafanir í þann búning, að þær mismunuðu ekki eftir þjóðerni heldur eftir almennum reglum."
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/borg-blaes-a-babiljur?Pressandate=20110902
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 16:21
Enginn á heimtingu á að fá neinn samning við Brussel, "samninginn á borðið!" (26 að ofan), "samninga til að lesa!" (20 að ofan), samning sem þjóðin bað aldrei um. Ekki frekar en við hin eigum heimtingu á samningi við Bandaríkin eða Kanada eða hvaða stórríki heimsins sem við viljum.
Farið bara að drattast til að lesa sáttmálana við sambandsríkin. Og 100 þús. blaðsíður af lögum sem eru óumsemjanleg. Við erum fullvalda ríki og þurfum engar undanþágur frá heimsveldum Evrópu.
Elle_, 11.1.2013 kl. 17:17
Öll sérákvæði/undanþágur eru komnar til vegna verndunarsjónarmiða.
Joe Borg er Maltverji og var sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins en eins og öllum er ljóst þá samanstendur "sjávarútvegur" Möltu af um 1.000 tonna ársveiði eða svipað og Íslensk uppsjávarskip eru að fá í einu kast. Að maður sem kemur frá áhugamannaþjóð um fiskveiðar sé gerður að sjávarútvegsstjóra ESB sýnir vægi sjávarútvegs í ESB.
Malta fékk engar undanþágur heldur var 25mílna landhelgi Möltu lýst sem náttúruverndarsvæði og að bátar 12m eða minni mega bara veiða þar en landhelgin er opið öllum þegnum ESB.
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 17:17
NIÐURSTAÐA TVEGGJA ÁRA SAMNINGA MÖLTU VIÐ ESB:
1. Free movement of goods
1. Transitional period until the end of 2006 for the renewal of authorisations for the marketing of pharmaceuticals.
2. Malta will retain current labelling on milk and chocolate products.
2. Free movement of persons
1. For the first seven years after date of membership, Malta may impose restrictions unilaterally in urgent and exceptional cases where the influx of workers from the EU creates pressure on the local labour market or particular sectors.
2. After the first seven years since the date of membership, in case of great influx of workers from the EU, Malta will still seek a remedy with the EU institutions.
4. Free movement of capital
1. Transitional period until the end of 2006 for the renewal of authorisations for the marketing of pharmaceuticals.
2. Malta will retain current labelling on milk and chocolate products.
6. Competition
1. Transitional period until end of 2008 for Malta to implement its seven-year Restructuring Plan at the shipyards, starting 2002.
2. Transitional period until end of 2011 for Maltese small firms to continue benefiting from incentive packages that were given under the old Industrial Development Act.
3. Transitional period until the end of the end of 2008 for Maltese small firms to continue benefiting from operating aid under the Business Promotion Act.
4. Transitional period until end of 2005 for the orderly and complete adjustment of the market in the importation, stocking and wholesale marketing of petroleum products.
7. Agriculture
Fruit and vegetables
1. Fruit and vegetables sector will get Lm28.39m in financial support until 2014.
2. Potato growers will get Lm27.08m in direct financial support until 2014.
3. Tomato growers will get Lm31.16m in financial support until 2014.
4. National threshold for production of tomatoes set at 27,000 tonnes.
5. Tomatoes used for kunserva eligible for EU aid.
6. Transitional period until the end of 2009 allowing Maltese tomato processors to sign a share of their contracts with individual producers who would not be participants of a producers' organisation.
7. EU aid of Lm132.25 per 100 kilos of olive oil produced.
Wine industry
1. Vintners and farmers will get Lm18.29m in financial support until 2014. Aid includes support for new plantings and additional aid per hectare.
2. New planting rights for a total planted wine area in Malta of 1,000 hectares.
3. Transitional period until the end of 2008 for the enrichment of wine from indigenous varieties.
Pigmeat
1. Pigmeat sector will get Lm34.08m in financial support until 2010.
2. National quota of 135,200 slaughtered pigs every year.
Dairy sector
1. Dairy sector to be given direct financial support of Lm19.72m to be given until 2010.
2. Milk quota set at 48,698 tonnes.
3. Transitional period of five years on the stocking density requirements in farms for qualifying for the special premium and the suckler cow premium.
4. Transitional period of five years to keep current minimum of 2.5% milk fat content.
5. Transitional period until the end of 2009 on EU hygiene and quality requirements in dairy farms.
Poultry and eggs
1. Eggs sector to get Lm14.46m in financial support until 2010.
2. Poultry sector to get Lm10.91m in financial support until 2010.
3. Transitional period until end 2006 on EU rules on the welfare of laying hens.
4. Malta will use laboratories in other EU member states for tests of residues and substances in live animals and animal products.
Imported sugar and cereals
1. Upon membership, prices of imported sugar, cereals (Wheat, barley, maize, rice, malt and semolina), semi-processed tomato products and some beef and dairy products (concentrated milk powder, butter and cheese) will be subsidised until 2010. Subsidies must benefit consumers and will be paid to industry and recognised retailers on price difference between EU price and world market price.
Rural development
1. Lm4.64m in EU funding (2004-2006) for Rural Development Plan.
Special safeguard, status
1. Five-year safeguard to protect agricultural sector in case of difficulties.
2. Specific ad hoc measure for Maltese agriculture to assist full-time farmers in adapting to the new market environment.
3. Malta will be eligible for EU aid of Lm2.2m per year as a Less Favoured Area. This aid is paid on a per hectare basis.
4. Transitional period of five years for the continuation of existing support for transport of agricultural goods from Gozo to Malta.
Pets
1. For cats and dogs to be placed in the local market they must first have an individual vaccination record.
Traditional products
1. Malta will still protect the traditional Maltese gbejna and rikotta.
Plant health
1. Transitional period of five years during which Malta would postpone the application of EU rules on the marketing of seeds of those varieties listed in its official catalogues of agricultural plant species and vegetable plant species which have not as yet been accepted according to EU law.
2. Provisional protected zone status for Malta in respect of the Colorado Beetle and Citrus Tristeza plant health harmful organisms.
frh.
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 17:23
8. Fisheries
1. A 25-mile fishing conservation zone around Malta.
2. Lampuka to be included in the list of fish for common market organisation.
9. Transport
1. Transitional period until the end of 2004 for the obligatory roadworthiness testing (VRT) of vehicle suspension and general conditions of the vehicle.
2. Transitional period until the end of 2005 for the retrofitting of speed limitation devices in certain categories of vehicles.
3. Transitional period until the end of 2004 for the introduced of minimum road taxes on Maltese registered heavy goods vehicles that operate internationally.
4. Transitional period until the end of 2005 for the introduction of minimum road taxes on Maltese registered heavy goods vehicles operating nationally.
10. Taxation
1. Food will remain free from VAT until January 1, 2010. Malta accepted this arrangement on the understanding that by that time, no other EU country would still have an exemption.
2. Medicines will remain free from VAT until January 1, 2010. Malta accepted this arrangement on the understanding that by that time, no other EU country would still have an exemption.
3. International passenger transport will remain exempt from VAT
4. Regular inland passenger transport will remain exempt from VAT
5. Passenger transport between the Maltese Islands will remain exempt from VAT
6. Water supplied by public authorities will remain exempt from VAT
7. New buildings and building land will remain exempt from VAT
8. SMEs will remain eligible for special VAT scheme
13. Social policy, employment
1. Transitional period until the end of 2003 to implement parts of an EU directive, particularly those dealing with hearing tests, reducing the risk of exposure to high levels of noise and existing workplaces and apparatus.
2. Transitional period until the end of 2006 to implement the EU directive that covers the minimum requirements concerning the use of work equipment.
3. Transitional period until the end of 2004 to implement an EU directive that sets out minimum safety provisions at temporary and mobile construction sites.
4. Transitional period until July 2004 (end 2004 at the latest) for the adoption of an EU law dealing with the minimum requirements covering certain aspects of working time.
14. Energy
1. Transitional period of four years (till end of 2006) to allow the purchasing of fuel stocks and to increase fuel storage capacity.
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 17:27
21. Regional policy
1. No special arrangements were requested or obtained in this chapter. However, during negotiations it was agreed that the island of Gozo will be classified at NUTS 3 level for statistical purposes; while the Maltese islands will be classified together at NUTS 1 and 2 levels.
22. Environment
1. Transitional period until end of 2004 to adapt tanker fleet on VOC emissions.
2. Transitional period until end of 2005 to bring the Delimara power station in line with EU standards.
3. Methyl bromide will be phased out by end 2005.
4. Nitrates and fluoride in water will be reduced by end 2005.
5. Transitional period until March 2007 to allow industry to adapt to EU rules on dumping of dangerous substances into the sea.
6. Transitional period until March 2007 to complete waste water infrastructure.
7. Transitional period until end 2005 to reach the overall recycling target.
8. Transitional period until end 2009 for the recycling of plastics.
9. Transitional period until end of 2007 to keep ban of bottling of soft drinks in plastic bottles until a new environmentally friendly bottling regime is introduced.
10. Malta will apply a derogation whereby Maltese hunters can continue hunting quail and turtledoves in Spring.
11. A derogation will also trappers to continue trapping seven songbirds, quails and turtledoves in Spring and Autumn (along with song thrushes and golden plovers). By end 2008, Malta will establish a full captive breeding system to maintain traditional trapping. A moratorium on new trapping licences was introduced in August 2002 and will apply throughout the transitional period.
24. Justice & Home Affairs
1. No special arrangements were requested or obtained in this chapter. However, on Malta's request, the EU accepted that in the area of jurisdiction, recognition and enforcements of judgements in matrimonial matters and in matters of parental responsibility for children, the relevant EU Convention need not apply to Malta in cases of particular concordats with the Holy See.
25. Customs Union
1. Transitional period until the end of 2006 for the renewal of authorisations for the marketing of pharmaceuticals.
2. Malta will retain current labelling on milk and chocolate products.
30. Institutions
1. No special arrangements were requested or obtained in this chapter. However, during negotiations it was declared that the Maltese language will be among the official languages of the European Union upon Malta's entry in the next enlargement.
31. Other matters
The following three items will be annexed to the accession treaty:
1. Protocol on Abortion2. Declaration on Neutrality
3. Declaration on Gozo
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 17:31
Auðvitað gat Ásmundur ekki svarað Þórði af neinu viti, hann vísar bara í nýja menn sem hann sjálfur velur. Auðvitað er ekkert frekar að marka þá menn sem Ásmundur vísar í frekar en framkvæmdastjórana sjálfa, lögin sjálf, sáttmálana við sambandsríkin.
Og hvaða hrædda fólk var Anna að tala um? Við bara kærum okkur ekkert um þetta Brusselrugl og samninga og undanþágur ykkar. Það kemur hræðslu og ótta ekki endilega neitt við. Það er bara hennar fullyrðingar út í loftið um 'hrædda fólkið' (no. 26 að ofan). Við hvað eruð þið hrædd að þora ekki að vera fullvaldi ríki??
Elle_, 11.1.2013 kl. 17:48
Næst að ofan skrifaði ég af mistökum ´framkvæmdastjórana´, en ætlaði að skrifa ´stækkunarstjórana´.
Elle_, 11.1.2013 kl. 19:17
Eva Joly. þingmaðir græningja á ESB-þinginu:
Ég tel að þar eigi þið heima, meðal okkar í Evrópu. Þið yrðuð dýrmætur félagi, með ykkar löngu lýðræðishefði, auðlindir ykkar og þekkingu,“ sagði Joly.
„Þið eruð hluti af Evrópu og þið hafið nú þegar tekið upp allar reglur , en án þess þó að hafa áhrif á þær. Þið þurfið að vita að innan ESB eru ákvæði um aðlögun smáríkja einsog ykkar svo þið gætuð bæði orðið hluti af Evrópu og haft áhrif á stefnuna,“ sagði hún.
Þá sagði hún rangt að halda því fram að ESB ásælist auðlindir Íslands, en sjálfri er henni mjög annt um að útlendingar eignist ekki auðlindir Íslands og hefur m.a. lagt baráttu Bjarkar Guðmundsdóttur gegn Magma-samningnum lið.
„Það er bara þjóðsaga að ESB ásælist auðlindir Íslands. Sannleikurinn er sá að þið getið samið um mál í aðildarsamningum og þar sem þið búið ekki við grannþjóðir gætuð þið náð hagstæðum samningum um sjávarútveg ykkar,“ sagði hún aðspurð.
http://eyjan.is/2010/10/17/eva-joly-vill-ad-island-gangi-i-esb-segir-rangt-ad-esb-asaelist-audlindir-islands/
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 21:39
Graham Avery: Reglan um "hlutfallslegan stöðugleiki" tryggir stöðu íslenskra fiskveiða í ESB-viðræðum
Graham Avery, einn af heiðurframkvæmdastjórum ESB, sagði í Silfri Egils í dag að stærsta "vandamálið" í sambandi við sjávarútvegsmálin og aðildarviðræðurnar, væri nú þegar leyst.
Það fælist í reglunni um ,,hlutfallslegan stöðugleika" sem tryggði að fiskveiðar hér við land héldust eins og þær hafa verið hingað til og undanfarna áratugi.
Þetta þýðir að fiskimiðin VERÐA EKKI TEKIN AF OKKUR AF ESB, heldur munum við halda rétti okkar hér.
Hann ræddi einnig landbúnaðarmál, stöðu Íslands í alþjóðakerfinu, málefni Norðursvæðanna, sem og Evruna. Í því samhengi sagði hann að Evran mynd lifa núverandi vandræði af, einfaldlega vegna þess að það væru hagsmunir Evru-ríkjanna að nota hana áfram.
Graham Avery hefur átt aðild að öllum stækkunarviðræðum ESB hingað til og heftur gríðarlega reynslu af Evrópumálum.
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1120738/
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 21:52
Morgunblaðið birtir í dag afar áhugaverða frétt um ESB og sjávarútvegsmál undir fyrirsögninni ÁFRAM BYGGT Á VEIÐIREYNSLU. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni að reglunni um HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA verði ekki breytt. Þetta þýðir að Íslendingar muni fá og halda öllum sínum kvótum á Íslandsmiðum, enda erum það við sem höfum veiðireynslu undanfarinna ára. Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."Og síðar segir: "Háttsettur embættismaður sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmdastjórnar ESB sem Morgunblaðið hitti í Brussel segir hins vegar engar líkur á að reglunni verði breytt."Í fréttinni kemur fram að ákvörðun um heildarafla verði tekin í Brussel, en samkvæmt ráðgjöf og tillögum íslenskra sérfræðinga: "Það þýðir hins vegar ekki að framkvæmdastjórnin muni taka annars konar ákvörðun því að framkvæmdastjórnin mun styðjast við ráðgjöf fiskifræðinga. Það verður svo alfarið ákvörðun Íslendinga hvernig kvótanum verður útdeilt til skipa," segir í fréttinni. Ennfremur segir í fréttinni: "Búast má við að það sem verður mest rætt í viðræðum Íslands og ESB um sjávarútvegsmál verði ekki ákvörðun um kvóta eða veiðar við Ísland heldur fjárfestingar í sjávarútvegi. Ljóst er að verði ekki settar reglur um fjárfestingar geta aðrar þjóðir í ESB fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem veitir þeim t.d. þann möguleika að veiða við Ísland og flytja aflann óunninn úr landi. Þess má geta að það er ekki full eining um það í íslenskum sjávarútvegi að rétt sé að reisa girðingar gegn fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi. Því fylgi ekki bara kostir heldur líka gallar. Mikill meirihluti þeirra sem starfa í sjávarútvegi er hins vegar á móti aðild Íslands að ESB."
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 21:56
Einari K. Guðfinnsson - XD
Hjálmar Árnason - XB
Jónína Bjartmarz - XB
Össur Skarphéðinsson - XS
Bryndís Hlöðversdóttir - XS (Ágúst Ólafur Ágústsson - XS)
Katrín Jakobsdóttir - XV
Ragnar Arnalds - XV
Brynjar Sindri Sigurðsson - XF
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 22:07
#45 á að vera innan gæsalappa enda er þetta ekki mín hugarsmíð. Þetta var ekki í Morgunblaðinu í dag. Hér er hlekkurinn:
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1065818/
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 22:11
Eggert, nú er 2013 en ekki 2001. Nú eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Við munum því sitja einir að öllum afla á Íslandsmiðum og þarf ekki sérlausn til.
Nýlega voru greidd atkvæði um þetta og voru 26 þjóðir af 27 á móti breytingum. Auk þess eru aldrei gerðar neinar breytingar í ESB sem ganga gegn mikilvægum hagsmunum einstakra þjóða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 22:19
En stórkostlegt. Núna valdi Ásmundur að vísa í Eva Joly. Ekki að það hreyfi við neinum, í það minnsta ekki okkur sem bara kærum okkur ekkert um þetta Brusselveldi ykkar frekar ein önnur veldi heimsins. Með öllum ykkar stórkostlegu undanþágum sem þýða ekki neitt fyrir fullvalda ríki.
Elle_, 11.1.2013 kl. 22:22
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu.Reglan byggist á því að hvert ríki fái úthlutað sama hlutfalli í leyfilegum heildarafla frá ári til árs. Hlutfall hvers ríkis grundvallast á veiðireynslu þess á tilteknum stofni eða miðum. Í reglunni er jafnframt tekið tillit til þeirra svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þegar reglan tók fyrst gildi árið 1983 nr. 170/1983 var litið til þeirrar veiðireynslu sem fiskiskip aðildarríkjanna höfðu aflað sér á árunum 1973-1978. Þegar ný aðildarríki hafa gengið í sambandið hefur verið litið til veiðireynslu þeirra árin fyrir inngönguna í sambandið.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika á sér nú stoð í reglugerð nr. 2371/2002. Með samþykki aukins meirihluta í ráðinu væri hægt að víkja frá reglunni við úthlutun aflaheimilda hverju sinni og breyta henni varanlega. Við reglulega endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB sætir reglan sömuleiðis endurskoðun. Hingað til hefur ekki verið pólitískur vilji fyrir breytingum á reglunni og hefur því ekki verið hróflað við henni.
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 22:24
Gjamm og gaspur einstakra baunateljara í Brussel hefur enga merkingu hvorki vitsmunalega né lagalega.
Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 22:31
Eggert, þetta er ekki gjamm og gaspur. Þetta er einfaldlega viðurkenning á að það er enginn vilji til að breyta reglunni um hlutfallslegan stöðugleika og því engar líkur á að það verði gert þó að fræðilega sé það ekki útilokað.
Það er því vænisýki að setja þennan fræðilega möguleika fyrir sig sérstaklega vegna þessa að í ESB eru aldrei gerðar breytingar sem ganga gegn mikilvægum hagsmunum einstakra þjóða.
Það er því ljóst að ef svo ólíklega vildi til að þessari reglu yrði einhvern tímann breytt og breytingin gengi gegn hagsmunum okkar yrði okkur bætt það upp með sérlausn. Það er auðvelt vegna staðbundinna stofna í íslenskri landhelgi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 22:55
Aha, enginn vilji? Og það þýðir hvað? Þessi vænisýki er farin að vera hundgömul, eins þarna í no. 2 + + + : Þrælslundaðir Íslendingar með vanmáttarkennd og vænisýki- - -
Elle_, 11.1.2013 kl. 23:02
Linkinn vantaði fyrir Þrælslundaðir Íslendingar með vanmáttarkennd og vænisýki- - - : Maður er nefndur - - -
Elle_, 11.1.2013 kl. 23:04
"...okkar yrði okkur bætt það upp með sérlausn." Já svona eins og í Makrílmálinu.
Hafgöltur – nýr nytjafiskur
Írar undirbúa útflutning á honum til Kína
Írar binda miklar vonir við nýjan nytjafisk – hafgölt (boar fish) – sem veiddur hefur verið í sívaxandi mæli á allra síðustu árum aðallega í hafinu sunnan Írlands. Hingað til hefur fiskurinn farið til mjöl- og lýsisvinnslu en nýlega fékkst leyfi kínverskra yfirvalda til þess að flytja hann til Kína.
Írar sjá þar mikla möguleika því þá yrði fiskurinn unninn til manneldis. Prufusendingar, rösklega 70 tonn, hafa þegar farið til Kína og fengið góðar viðtökur.
Vegna breytinga á hitastigi í sjónum þá hefur þessi nýja tegund sótt inn í lögsögu Íra. Á sama tíma sækir Makrílinn inn í Íslenska lögsögu og samstundis hótar Evrópusambandið okkur öllu illi ef við látum hann ekki í friði. Þetta eru vinnubrögðin sem okkur stendur til boða innan ESB.
Evrópusambandið stundar rányrkju á heimshöfunum og hefur NOAA ákveðið að stoppa af þær þjóðir af sem stunda þessar sjóræningjaveiðar. Á sama tíma ásakar Evrópusambandið okkur um að stunda sjóræningjaveiða í okkar eigin lögsögu á fiski sem þeir eru búnir að eigna sér um aldur og ævi.
Jan 11, 2013
As part of its overall efforts to ensure that the U.S. fishing industry isn’t undermined by unsustainable or illegal activities, today, NOAA submitted a Congressionally-mandated report identifying 10 nations whose fishing vessels engaged in illegal unreported, and unregulated (IUU) fishing in 2011 or 2012, or had ineffective measures to prevent the unintended catch of protected species in 2012.
Link to full report (PDF).
“NOAA’s international fisheries work is critical to the economic viability of U.S. fishing communities and the protection of U.S. jobs,” said Russell Smith, NOAA deputy assistant secretary for international fisheries. “This is about leveling the playing field for fishermen around the world, and IUU fishing represents one of the biggest threats to the U.S. fishing industry. Seafood is a global business, and U.S. fishermen following the rules should not have to compete with those using illegal or unsustainable fishing practices.”
The U.S. will soon start consultations with each of the 10 nations: Colombia, Ecuador, Ghana, Italy, Mexico, Panama, the Republic of Korea, Spain, Tanzania, and Venezuela to encourage them to take action to address IUU fishing and bycatch by their fishermen.Eggert Sigurbergsson, 11.1.2013 kl. 23:15
Eggert, það verður að semja um alla flökkustofna hvort sem við erum í ESB eða ekki, annars verður þeim útrýmt. Í ESB verðum við hins vegar í miklu betri aðstöðu til tala okkar máli.
ESB getur sýnt klærnar í deilum við þjóðir utan ESB eins og okkur núna. Það leggur sig hins vegar í framkróka við að ná sáttum við aðildarþjóðirnar.
Ef eitthvað er athugavert við veiðar ESB-þjóða getum við sem aðildarþjóð beitt okkur fyrir því að bætt verði úr því. Utan ESB höfum við engin áhrif í þessum efnum.Ásmundur (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 01:13
Við ætlum ekki að undirgangast þeirra yfirstjórn bara svo þeir sýni okkur ekki eins langar klær. Það væri heimskulegt.
Elle_, 12.1.2013 kl. 01:19
Þú ert að tala um kúgun þó vissulega þú skiljir það ekki. Þú ættir að hætta þessu röfli. Við ættum að þóknast þeim bara svo þeir kúgi okkur ekki með klærnar út í loftið.
Elle_, 12.1.2013 kl. 01:22
Evrópusambandið semur ekki um flökkustofna þegar þeir telja sig eiga í höggi við veikgeðja stjórnvöld enda eru Íslensk yfirvöld á hnjánum í Brussel með slefið lekandi í von um að fá náðasamlegast að aðlagast sambandinu.
Ef við hefðum verið í sambandinu þegar Makrílinn hóf göngur sínar til Íslands þá stæði okkur til boða 15.000tonn eða þar um bil(3,1%).
Evrópusambandið telur líklega ráðlegast að þvæla málið þangað til búið er að innlima Ísland í sambandið enda þurfi þá ekkert að semja því Íslandi beri bara að hirða það sem að þeim verði rétt.
Eina ofveiðin á Makrílnum er á pappírum enda er ICES með gamlar tölur í sinni ráðgjöf. Makrílstofninn var mældur síðasta sumar í viðamikilli rannsókn og er stofninn um 5,1miljón tonn, þar af 1.5miljón tonn innan Íslenskrar landhelgi sem er um 29% stofnsins. Ef veiðidánartala stofnsins er 0.20-22 þá er raunverulegur kvóti í kringum 1.100.000tonn og hlutur Íslands allt að 319.000tonn.
Menn verða að átta sig á því að hér getur verið um varanlegar breytingar á stofnum við Ísland að ræða sem þýðir að hefðbundnir stofnar hörfa norðar og verða veiðanlegir af öðrum þjóðum, því væri óráðlegt að semja við ESB um einhverja hungurlús til að þóknast þeim vegna aðlögunarferlisins enda gæti það orðið þjóðinni dýrkeypt þegar frá líður.
Það er búið að sýna sig að það er glapræði að ganga í sambandið sérstaklega þegar það er fyrirséðar að miklar breytingar eru að eiga sér stað í lífríkinu í kringum Ísland.
Eggert Sigurbergsson, 12.1.2013 kl. 02:42
http://www.hafro.is/images/frettir/2012/IESSNS_July-August_2012.pdf
Eggert Sigurbergsson, 12.1.2013 kl. 02:52
Það er auðvitað fráleitt að fullyrða að við hefðum aðeins fengið 3.1% makrílaflans ef við hefðum verið í ESB.
Það lýsir vanmáttarkennd og vænisýki að halda slíku fram. Heldur Eggert kannski að í ESB muni Íslendingar vera svo lítilfjörlegir að þeir geti ekki sett fram sanngjarnar kröfur?
Í ESB er alltaf reynt að ná samkomulagi á milli aðildarþjóðanna. Þá er hlustað á rök. Öðru máli gegnir um deilu aðildarþjóða við aðrar þjóðir. ESB tekur eðlilega ekki afstöðu með öðrum þjóðum gegn eigin þjóðum.
Deilan er heldur ekki við Evrópusambandið eitt. Norðmenn eru miklu harðari í afstöðu sinni gegn því að Íslendingar fái auknar aflaheimildir.
Það væri mikill fengur í því að hafa ESB á okkar bandi í þeirri deilu enda værum við þá það land sem hefði langmestra hagsmuna að gæta innan ESB.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 10:20
"Öll sérákvæði/undanþágur eru komnar til vegna verndunarsjónarmiða."
Eggert, þetta er rangt eins og dæmin sanna. Sérlausnir hafa meðal annars þann tilgang að koma í veg fyrir að einstök lönd verði undir í samkeppninni vegna sérstöðu sinnar.
Vegna verri vaxtarskilyrða á norðlægum slóðum fengu Svíar og Finnar sérlausn í landbúnaðarmálum. Danir hafa væntanlega óttast að Þjóðverjar keyptu upp sumarhús þeirra og því fengið sem sérlausn bann við því.
Landflæmi á Möltu er mjög lítið og þess vegna óttuðust Maltverjar að útlendingar myndu kaupa það upp. Þeir sömdu því um sérlausn til að koma í veg fyrir það.
Þannig mætti lengi halda áfram enda sérlausnir einstakra landa margar og margvíslegar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 11:42
"Það lýsir vanmáttarkennd og vænisýki að halda slíku fram. Heldur Eggert kannski að í ESB muni Íslendingar vera svo lítilfjörlegir að þeir geti ekki sett fram sanngjarnar kröfur?"
Þú ert búin að dásama regluna um hlutfallslegan stöðugleika en samkvæmt henni þá gildir veiðireynslan 100%. Ef við hefðum verið í ESB hefðum við ekki haft veiðireynslu af makríl og því eðlilega, samkvæmt reglunni, ekki rétt á að veiða makríl í efnahagslögsögu ESB við Ísland.
Hlutdeildin verður alltaf í krafti sögulegrar veiðireynslu eins og félagi Össur segir, varla lýgur hann!
Eggert Sigurbergsson, 12.1.2013 kl. 13:28
Eggert Sigurbergsson, 12.1.2013 kl. 14:30
Við ættum öll að vera búin að læra það af Ásmundi að ef við viljum ekki dýrðarveldið og þeirra kúganir, hvort sem það er ICESAVE eða fiskveiðilögsöguyfirgangur og fiskþjófnaður, þýðir það endilega vanmáttarkennd og vænisýki af okkar hálfu.
Elle_, 12.1.2013 kl. 18:02
Eggert, nú ertu kominn í mótsögn við sjálfan þig.
Þú óttast að reglan um hlutfallslegan stöðugleika haldi ekki til lengdar. En telur útilokað að hægt sé að beita fráviki frá henni við sérstakar aðstæður þegar það er augljóslega sanngjarnt.
ESB getur bætt við regluna um hlutfallslegan stöðugleika ákvæði um breytingu á skiptingu afla þegar stofnar flytjast til frambúðar á milli fiskveiðilögsagna.
Það er auðvelt að færa rök fyrir slíku og því líklegt að mikill meirihluti samþykki það. Þá er ekki verið að falla frá reglunni um hlutfallslegan stöðugleika heldur aðeins verið að útfæra hana nánar. Það er eðlileg þróun.
Það sýnir enn frekar hve sanngjarnt slíkt ákvæði er, að annars getur komið upp sú staða að stofn haldi sig alfarið í landhelgi þjóða sem mega ekki veiða hann. Hann er þá óveiðanlegur.
Annars þjónar litlum tilgangi að velta fyrir sér hvað hefði gerst ef við hefðum verið í ESB þegar makríllinn gekk inn í íslenska landhelgi.
Allavega er ljóst að þá hefði ESB lagt sig í framkróka við að koma til móts við sanngjarnar kröfur okkar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 18:23
Þá er ekki verið að falla frá reglunni um hlutfallslegan stöðugleika heldur aðeins verið að útfæra hana nánar. Það er eðlileg þróun.
Þróunin gæti eins vel orðið að Brusselveldið, bara hætti við allt sem það sagði. Þvingunarveldið gerir bara það sem þvingunarveldið vill. Við ætlum hvort eð er ekkert inn þetta ruglsamband, svo hvað þeir heimta og vilja, kemur okkar fullvalda ríki ekki við.
Elle_, 12.1.2013 kl. 18:41
"...sanngjarnar kröfur okkar"
Hverjar eru sanngjarnar kröfur?
"Eggert, nú ertu kominn í mótsögn við sjálfan þig."
Rökin eru þín ekki mín, þú villt telja fólki trú um að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi okkar auðlindina um aldur og ævi, mín rök eru að reglan sé ekki varanleg en nefndi ekki að hún yrði að vera til að vernda okkur, ég einfaldlega bendi á að rökin þín eru einskis virði til langs tíma.
Ef reglan verður afnumin þá verður fiskveiðiauðlindin sett á frjálsan markað í Evrópu og seld hæstbjóðanda sem má síðan fara með hana að eigin geðþótta.
Ef reglan verður afnumin síðar þá má samt hver sem er kaupa sig inn íslenskar útgerðir og flytja afla beint af Íslandsmiðum til meginlandsins án löndunar á Íslandi þó að uppfylltum veigalitlum skilyrðum þ.e. EF við göngum í ESB.
Hér er niðurstaða Breta eftir margra áratuga málaferli við Evrópusambandið:
Lýsing úr kvótahoppaskýrslu utanríkisráðuneytisins:
a) 50% af afla skipsins sé landað í breskri höfn, eða
b) 50% áhafnar sé búsettur í Bretlandi (ekki nauðsynlega breskir ríkisborgarar), (svipað fyrirkomulag og í verbúð)
c) verulegur hluti útgjalda útgerðar skipsins sé tilkominn í Bretlandi
(lágmarksviðmiðun eru útgjöld sem svari til 50% af aflaverðmæti skipsins eða 50% af launagreiðslum útgerðarinnar),
d) önnur atriði sem geti sýnt fram á raunveruleg efnahagsleg tengsl, t.d. með blöndun ofangreindra skilyrða. Dæmi um slíkt er að helmingur veiðiferða sé frá breskri höfn og helmingur af tíma í landi sé innan Bretlands, eða 35% hafnardaga sé innan landsins og 40% kvóta sé landað í breskri höfn, eða 30% kvóta landað í breskri höfn og 45% útgerðarkostnaðar falli til innan Bretlands,
o.fl."
Eggert Sigurbergsson, 12.1.2013 kl. 21:22
Hér er samansafn af tilgangslausum endurtekningum og skotgrafahernaði, sem AGS-EES-ESB ber höfuð-ábyrgð á. Þeim í æðsta fílabeinsturni ESB líkar best, ef þeim tekst að sundra þjóðum, með svona áróðurs-afleiðingum hjarðhegðunar stjórnmálaflokkanna.
Svona fara fílabeins-fábjánar bankræningjanna að því að hertaka ríkistjórnir, og ræna þjóðir.
Enn finnst fólk sem tekur þátt í þessu heilaþvotta-múgæsings-hunda-ati villimanna-bankaræningja-mafíu ESB!
Endurtekið og úrelt efni!
Verði þeim að góðu, sem taka enn þátt í þessu gjöreyðingar-leikriti! Þroskinn er á svipuðu róli og "fastgengis"-ræningjastefna bankaræningjanna!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2013 kl. 01:20
Það vantar ekki kjánaskapin og fáfræðina á þessu bloggi frekar en fyrri daginn. Forheimskan sem er stunduð hérna og síðan þrjóskan við að neita kynna sér málin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn.
Króatía nýtur ýmissa undanþágna og sérlausna í sínum aðildarsamningi. Sem dæmi þá verður landbúnaður Króatíu ekki hluti af innri markaði ESB fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Þetta er gert svo að bændur í Króatíu geti aðlagast breyttum aðstæðum sem koma upp við aðild að Evrópusambandinu. Það er margt sem mun breytast í Króatíu við aðild þeirra að Evrópusambandinu þann 1. Júlí 2013. Allt til batnaðar að mínu mati.
Aðildarsáttmála Króatíu má finna hérna fyrir neðan.
Króatía - Aðildarvefsíða - Hérna er einnig að finna tengil í aðildarsáttmála Króatíu.
Aðildarsáttmáli Króatíu - Eur-Lex
Íslendingar hafa því ekkert að óttast af hálfu Evrópusambandsins. Þar sem að Evrópusambandið blekkir ekki eins og hérna er haldið fram. Evrópusambandið tekur ekki yfir auðlyndir ríka eins og hérna er haldið fram á þessu bloggi.
Í reynd. Þá gerir Evrópusambandið ekkert af því sem andstæðingar þess vilja gjarnan halda fram að það geri. Enda er þessi málflutningur ósannur með öllu og er ekki í neinum tengslum við raunveruleikan.
Það eru alltaf vandamál til staðar. Enda er það svo að ég veit ekki um neitt sem ekki er án vandamála. Hvort sem það er á Íslandi eða í Evrópusambandinu.
Það sem skiptir þó allra mestu máli í þessu er sú staðreynd að Evrópusambandið er byggt upp af 27 (28) sjálfstæðum og fullvalda ríkjum. Saga Evrópu er slík að ljóst má vera að ríki Evrópu fara hvorki að fórna eða gefa eftir fullveldi eða sjálfstæði sitt eins og Evrópuandstæðingar halda fram.
Aðildarríki Evrópusambandsins deila hinsvegar fullveldi sínu á sameiginlegum vettvangi. Slíkt þjónar hagsmunum þeirra allra að gera slíkt. Hvort sem það er pólitískt eða efnahagslega.
Síðan er það þannig að Evrópusambandið blekkir ekki eins og ég nefni hérna að ofan. Hverra hagur ætti það að vera blekkja íslendinga? Þessi hugsunarháttur er gjörsamlega úr samhengi við allan raunveruleika.
Það er hinsvegar alveg ljóst hverra hagsmuna Evrópuandstæðingar ganga á Íslandi. Það eru LÍÚ (Morgunblaðið), Bændasamtök Íslands (bændaveldið hið nýja), ýmsir hópar til hægri og vinstri sem berjast fyrir einangrun Íslands og gegn viðskiptafrelsi á Íslandi.
Það er gömul saga jafnt sem ný. Enda er einangrunarhyggja Ragnar Arnalds og þeirra sem fylgja málflutningi hans vel þekkt og skráð. Þessi stefna sem Ragnar Arnalds boðar hefur aldrei verið til góðs fyrir almenning á Íslandi.
Fullyrðingin um áróður er gamalt bragð sem Ragnar Arnalds hefur notað áður á Alþingi eins og sjá má hérna.
Þetta blogg og síðan Heimssýn sem Ragnar Arnalds stofnaði eftir að hann hætti í stjórnmálum eru og munu verða íslendingum til ævarandi skammar og niðurlægingar. Sérstaklega eftir að íslendingar ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna sem gjaldmiðil.
Jón Frímann Jónsson, 13.1.2013 kl. 02:50
Þær reglur sem Bretar hafa sett til að verjast kvótahoppi segja ekkert til um þær reglur sem verða settar hér enda fara reglurnar eftir aðstæðum á hverjum stað:
Í grein í Common Market Law Review, 32/1995 láta þeir Dierk Booss og John Forman, fulltrúar við lögfræðiþjónustu framkvæmdastjórnarinnar (the Legal Service, Commission of the EC.), í ljós þá skoðun sína að sumar greinar og yfirlýsingar í norska aðildarsamningum séu frábrugðnar fyrri aðildarsamningum og hefðu þær getað haft mótandi áhrif á þróun sjávarútvegsstefnunnar. Nefna þeir sem dæmi að sameiginleg yfirlýsing nr. 12 (Joint Declaration No. 12) um eignarhald á fiskiskipum sé, líkt og álit dómstólsins, opin. Það er ekki njörvað niður með hvaða hætti fiskiskip þurfi að sýna fram á efnahagsleg tengsl við fánaríki. Þvert á móti getur hvert ríki sett sín eigin lög allt eftir aðstæðum hverju sinni. Jafnframt benda þeir á grein 49 og sameiginlega yfirlýsingu nr. 10 í aðildarsamningnum. Þar er kveðið á um að eftir 30. júní 1998[2] yrði áfram byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri norðan 62°N og það fellt inn í sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna. Rökin voru þau að við inngöngu yrði Noregur eina strandríki ESB á þessu svæði. Gengju Íslendingar í Evrópusambandið má telja fullvíst, að teknu tilliti til reynslu Breta og Norðmanna, að „kvótahopp“ yrði ekki vandamál.
http://www.evropa.is/2000/11/29/er-kvotahopp-vandamal-i-evropusambandinu/
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 08:19
Eftir að Bretar settu núgildandi reglur hefur kvótahopp ekki verið vandamál í Bretlandi. Það er jafnvel of mikið sagt að það hafi verið vandamál áður. Þetta virðist hafa verið blásið upp af Bretum án tilefnis:
"Eins og fram hefur komið höfðu bresku lögin, sem sett voru árið 1988, afdrifaríkar afleiðingar fyrir bresk/spænsk útgerðarfyrirtæki. Það er nokkur kaldhæðni fólgin í því að þessi bresk/spænsku skip voru aðallega að falast eftir lýsingi og langhverfu; hvort tveggja mikils metnar tegundir á Spáni en Bretar hafa aftur á móti takmarkaðan áhuga á. Lýsingur er gríðarlega eftirsóttur á matarborði Spánverja og stendur fyrir um 70% af heildarfiskneyslu þeirra. Hann veiðist víða í fiskveiðilögsögum ríkja Evrópusambandsins og Spánverjar eiga, ólíkt Bretum, langa og ríka veiðihefð í þessari tegund. Þegar Evrópusambandið færði efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur, árið 1977, urðu Spánverjar að hverfa frá mörgum af sínum hefðbundnu lýsingsmiðum.[3] Til þess að komast á þessi hefðbundnu mið flögguðu Spánverjar skipum sínum út og undir breskan fána og öllum stóð á sama. Þetta var fyrir tíma kvótakerfis. Eftir 1983, þegar sjávarútvegsstefna ESB tók á sig þá mynd sem hún hefur í dag, þurftu Spánverjar að kaupa skip sem áður voru í eigu Breta. Flest þessara skipa lágu bundin við bryggju, með veiðileyfi, og eigendur þeirra úreltu þau ekki vegna þess að breska stjórnin neitaði að taka þátt í kostnaði því fylgjandi. Má því segja að „kvótahoppsvandi“ Breta hafi að hluta til verið heimatilbúinn. Það hefur hins vegar löngum þótt þægileg undankomuleið að kenna öðrum um órækt í eigin garði. Þannig hafa Bretar kennt Spánverjum um nánast allt sem miður hefur farið í breskum sjávarútvegi og sakað þá um að virða ekki leikreglur. Í skýrslu, sem unnin var af þingnefnd neðri deildar breska þingsins, kemur fram að þessar ásakanir séu ekki á rökum reistar heldur sé um að ræða reyfarakenndan sálfræðihernað af hálfu Breta. Í skýrslu um „kvótahopp“ sem unnin var við háskólann í Portsmouth kemur fram að öllum breskum skipum sé heimilt að sigla með afla. Árið 1996 var um 30 prósentum af kvóta Breta landað erlendis. Uppistaðan kom frá skipum sem ekki eru „kvótahopparar“ og einungis 3,5 prósentum var landað á Spáni! Það er því augljóst að „kvótahoppið“ er ekki ástæða þess að fiski er landað utan Bretlands. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að „kvótahoppið“ sé ekki efnahagslegt vandamál heldur sé um pólitískan og þjóðernislegan áróður að ræða."
http://www.evropa.is/2000/11/29/er-kvotahopp-vandamal-i-evropusambandinu/
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 08:40
Er ekki tími til kominn eftir allar þær upplýsingar sem hér liggja fyrir, að þeir sem hafa haldið að um ekkert sé að semja við ESB, láti sér nú segjast eða að öðrum kosti láti sig hverfa?
Þeir sem af ásettu ráði hafa reynt að beita slíkum blekkingum ætti nú að vera ljóst að það gengur ekki upp. Lyftum umræðunni á hærra plan.
Sumt af því sem samið er um er ekki frávik heldur er beinlínis gert ráð fyrir að samið sé sérstaklega við hverja þjóð. Þetta á við um kvótahopp sem verður augljóslega ekki vandamál.
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 08:58
Það er sem sagt ekki hægt að fá varanlegar undanþágur? ég svo sem vissi það alveg :) Ekkert sem þú hefur sett fram hér Ásmundur styður við þá fullyrðingu! bara einhverjar getgátur ESB sinna, ekkert rock-solid. Jón Frímann kemur meira að segja með gögn sem styðja það ekki, vel gert Jón ;)
"Króatía nýtur ýmissa undanþágna og sérlausna í sínum aðildarsamningi. Sem dæmi þá verður landbúnaður Króatíu ekki hluti af innri markaði ESB fyrr en eftir 5 ár í fyrsta lagi. Þetta er gert svo að bændur í Króatíu geti aðlagast breyttum aðstæðum sem koma upp við aðild að Evrópusambandinu" ENGAR VARANLEGAR UNDANÞÁGUR ERU Í BOÐI!
Charles Geir Marinó Stout, 13.1.2013 kl. 11:00
"Þeir sem af ásettu ráði hafa reynt að beita slíkum blekkingum ætti nú að vera ljóst að það gengur ekki upp. Lyftum umræðunni á hærra plan."
Menn láta sér ekki segjast þó að staðreyndirnar blasi við í athugasemdum við þessa færslu, sbr #74.
Yfirlýsingar margra háttsettra fulltrúa ESB eru kallaðar getgátur ESB-sinna. Svona getur heilaþvotturinn leikið menn grátt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.