Árið 2013, Ísland og ESB

Um áramót er til siðs að spá í framtíðina, sumir treysta á spádómsgáfu, aðrir draga ályktanir af sögunni og hvernig vænta má að mál þróist, enn aðrir líta á skoðanakannanir. Árið sem framundan er verður tvímælalaust viðburðaríkt þegar litið er til ESB, Íslands og samspilsins þar á milli. Það sem einkum mun hafa áhrif, miðað við þau teikn sem nú eru á lofti, er þrennt:

1.       Ástandið í efnahagsmálum heimsins.

2.       Ástandið í efnahagsmálum á Evrusvæðinu.

3.       Komandi kosningar á Íslandi og niðurstöður þeirra.

Horfurnar í efnahagsmálum heimsins eru ekkert sérlega bjartar, einkum þykja þær válegar í hinum vestræma heimi. Í úttekt The Economist á framtíðarhorfum heimsins árið 2013 frá því fyrir áramót kemur fram að horfurnar á Evrusvæðinu þykja ekki beysnar, áframhaldandi kreppa í Grikklandi, á Spáni og í Portúgal og stöðnun ríkjandi í Frakklandi og Þýskalandi. Tveir kostir séu í stöðunni, upplausn Evrusvæðisins og dýfa í kjölfarið eða áframhaldandi þróun í átt til miðstýringar, sem þyki heldur ekki fýsilegur kostur. Vitað er að blikur eru á lofti í Bandaríkjunum og þar hefur vanda aðeins verið frestað en almennt virðast skástu horfurnar vera taldar í Asíu.

Ef litið er hingað heim er tvennt einkum til tíðinda fyrir okkur ESB andstæðinga. Uppgangur Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum, sem gæti orðið hækja fyrir Samfylkinguna í komandi stjórnarmyndunarviðræðum þegar vélað verður um framhald aðildarviðræðna, því fátt bendir til að þeim verði hætt fyrir kosningar af hálfu Íslendinga þrátt fyrir heitstrengingar sumra þingmanna VG og þá staðreynd að málið er í raun strandað innan ESB. Jafnvel visir.is/Fréttablaðið, sem seint munu teljast boðberar ESB-andstöðu, segja í fréttum sínum á fimmtudag um gang viðræðnanna:

Af þeim 33 samningsköflum sem eru til umræðu í aðildarviðræðum Íslands og ESB hafa formlegar viðræður hafist í 27 og lokið til bráðabirgða í ellefu. Eftir síðustu ríkjaráðstefnu í Brussel standa sex kaflar því enn eftir og þar á meðal þeir tveir veigamestu, um sjávarútveg og landbúnað.

Fram hefur komið í Fréttablaðinu að vonir innan framkvæmdastjórnar ESB standi til þess að í lok júní verði viðræður hafnar um alla samningskaflana nema sjávarútveg og landbúnað og samkvæmt heimildum blaðsins gildir það sama innan íslenska samningahópsins.

Framvinda samningaviðræðna í einstökum köflum er háð ákveðnu ferli þar sem framkvæmdastjórnin ber íslensk lög og reglur saman við lagabálk ESB. Svokölluð rýniskýrsla er svo borin undir ráðherraráðið sem er samansett af fulltrúum frá aðildarríkjunum. Þegar öll ríkin hafa samþykkt skýrsluna er hún lögð fram og íslenskum yfirvöldum boðið að leggja fram samningsafstöðu þar sem farið er fram á sérlausnir eða að tillit sé tekið til sérstakra aðstæðna hér á landi. Einungis þá er hægt að hefja samningsviðræður formlega.

Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði aðspurður á ríkjaráðstefnunni fyrir jól að sjávarútvegskaflinn hefði verið afgreiddur frá framkvæmdastjórninni og væri nú til umfjöllunar hjá aðildarríkjunum.

Á meðan er íslenski samningahópurinn um sjávarútveg, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum hagsmunaaðila, eins og útvegsmanna og sjómanna, og úr stjórnsýslunni, að vinna að samningsafstöðu Íslands.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við RÚV fyrir jól að sú vinna gengi vel og væri takmarkið að ná sem breiðastri sátt.

Erfitt er að spá um hvenær næsta skref verður tekið og rýniskýrslan verður lögð fram, en heimildir Fréttablaðsins herma að einstök aðildarríki krefjist meiri yfirlegu en önnur.

Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum makríldeilunnar í þeim efnum. Þó margoft hafi verið reynt að undirstrika að deilan tengist viðræðunum ekki beint er ljóst að þó að viðræður gætu hafist áður en samkomulag næst munu lokasamningar ekki nást um sjávarútveg fyrr en makríldeilan leysist, enda er þar um að ræða deilistofn ólíkt hinum staðbundnu stofnum á Íslandsmiðum.

Írar, sem eru einn helsti andstæðingur Íslands í makrílmálum meðal ESB-ríkja, fara með forystu í ESB fyrri helming ársins, þannig að afar ólíklegt verður að þykja að viðræður um sjávarútveg hefjist fyrr en vonir standa til.

Hitt málið sem vert er að fylgjast með er hvernig VG mun vegna á komandi mánuðum. Ljóst er að mörgu stuðningsfólki VG hlýtur að hafa verið brugðið þegar nýjasta skoðanakönnun Gallup sýndi VG með aðeins 9,1 % fylgi. En öðrum kom þetta lítið á óvart. Jón Bjarnason segir í bloggi sínu:

Vissulega er þetta aðeins skoðanakönnun, skilaboð,  en hún kemur  okkur ekki á óvart,  sem þekkjum vel til í grasrótinni.  Umsókn að ESB, þvert á grunnstefnu flokksins og loforð fyrir síðustu alþingiskosningar kom almennum kjósendum hans í opna skjöldu. ESB umsóknin tekur auk þess í gíslingu flest önnur mál og umræðu þjóðfélagsins , sem er algjörlega óviðunandi.

Kjósendur VG hafa fengið gjörsamlega upp í kok af þrákelkni þeirra forystumanna VG sem hafa keyrt þessa ESB umsókn áfram , sumir undir þeim formerkjum að  „kíkja í pakkann".  Sömu aðilar þykjast vera á móti aðild, en standa samt  að margvíslegum breytingum á stjórnsýslu og innviðum að kröfu ESB og  þiggja  milljarða króna  frá sambandinu til aðlögunar íslensks samfélags að ESB.

  Í síðustu fjárlögum var keyrt um þverbak, en þar er gert ráð fyrir milljörðum króna til aðlögunar og aðildarvinnu að ESB á næstu árum auk enn frekari óbeinna fjárskuldbindinga, langt inn í næsta kjörtímabil.  En VG er samt á móti aðild!

Þingmenn, forystufólk í félögum  VG vítt og breytt um landið  hafa séð sig knúna til að yfirgefa flokkinn, og stuðningsfólki sem treysti á VG  hefur verið fórnað  á altari ESB - einsmálsstefnu Samfylkingarinnar.

Til þess að bjarga VG frá  hruni og endurvekja traust á baráttu fyrir  grunngildum  flokksins verður formaðurinn og  aðrir  forystumenn sem gengið hafa í björg  ESB  að brjótast undan því valdi og losa sig úr þeim álögum þegar í stað.

 Þarna er í raun ekkert val. Hér dugar enginn „heimilskattaþvottur", svo gengið sé í smiðju forsætisráðherra Samfylkingarinnar.

Forysta Vinstri Grænna , sem þarna á í hlut, verður einfaldlega að stíga fram og  biðja þjóðina og kjósendur VG afsökunar fyrir að hafa gengið undir þessi álög ESB og Samfylkingarinnar.

-ab




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi mýta með samningaviðræður er hlægileg í ljósi þess sem vitað er, að það er enginn samningur í pípunum aðeins aðlögun að regluverki ESB.  Þegar fólk er að tala fjálglega um að það þurfi að sjá samninginn og kjósa svo um hann, er bara bull.  Þegar svokallaður"samningur"  - innlimun er fullgerð, þá er ekkert til að kjósa um, því það stóð aldrei til, einungis að stjórnin samþykkti þá aðlögun sem hefur verið og er í gangi. 

Þess vegna á að kjósa nú strax um hvort þjóðin vill halda áfram þessari aðlögun eða ekki.  Það er svo einfalt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 18:21

2 identicon

Ásthildur, hættu þessu bulli.

Þú gerir bara lítið úr sjálfri þér með þessum hætti. Þeirri skoðun, að andstæðingar aðildar séu upp til hópa hálfvitar, vex stöðugt ásmegin.

Ég er ekki hissa, þegar ég sé svona skrif aftur og aftur. Á að endurtaka þetta nógu oft svo að einhverjir bjánar fari að trúa því?

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 23:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og þú gerir ennþá minna úr þér Ásmundur minn.  Það er bara aðlögun í boði og ef til vill einhverjar tímabundnar undanþágur.  Þetta hefur marg komið fram meira að segja hjá sambandinu sjálfu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 00:03

4 identicon

Andrés Pétursson:

"Staðreyndin er sú að báðir samningsaðilar reyna að ná málamiðlunum um umdeild atriði. Engir tveir aðildarsamningar eru eins enda hagsmunir þjóða misjafnir. Samninganefnd ESB ver hagsmuni sambandsins og samninganefnd Íslands í okkar tilfelli ver hagsmuni okkar. Af samningatæknilegum ástæðum ræða menn aldrei um undantekningar heldur um sérlausnir, annaðhvort tímabundnar eða varanlegar. Mörg dæmi eru um varanlegar sérlausnir í aðildarsamningum annarra þjóða. Þar má til dæmis nefna sumarhúsakaup erlendra aðila í Danmörku og kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að ákveða hvort þeir samningar sem íslenska samninganefndin nær séu ásættanlegir fyrir íslenska þjóð."

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1275479/

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 00:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Væri Andrés að skrifa þetta núna,myndi ég óska honum Gleðilegs nýs árs og sannarlega þakka allt gamalt og gott. Ég fer nú nærri um það að þessa skýringu frá Andrési hafi ég séð all’löngu áður. Þetta virkar rétt eins og hjúskaparsamkomulag um séreignir,” sumarhúsakaup í Danmörku,kaup útlendinga á landi á Möltu. Það er sama hversu mikið þið reynið að telja okkur trú um eitthvað til að semja um,þið eruð að leytast við að afsala til ESB fullveldi þjóðar okkar. Við höfum séð það á prenti frá ESB að það að ganga í bandalagið er bara þannig!! Ekkert til að semja um,Lissabonsáttmálinn væri þá okkar stjórnarskrá,við segjum NEI. Við höfum ekkert að fela göngum aldrei að samningum um eitt eða neitt við ESB. En engu líkara að Össur og öll Samfylkingin sameinist um að fela það sem ætti að vera uppi á borðinu. Geta ekki einu sinni viðurkennt að ,,nýustu sérlausnin,er að ráðast á og eyðileggja sáttmála þjóðarinnar til að geta með öllum ráðum komið okkur í þeirra allra heilagasta. Við viljum/vildum kjósa um hvort sækja ætti um aðild,en það þorðu þau ekki,þess vegna er þetta lúalegt athæfi,að þvinga í gegn samþykkt,þar sem snökktandi nýorðnar þingkonur urðu að lúta ægiveldi Jóhönnu. Þessi lýsing er til hér á blogginu,þær voru aldeilis hissa ungpíurnar sem sögðu frá,en hafa nú varið ofbeldisseggina falli.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2013 kl. 02:57

6 identicon

Því miður hefur umræðan af hálfu ESB-andstæðinga aðallega falist í áróðursstríði þar sem einskis er svifist  að blekkja kjósendur.

Nei-sinnum hefur orðið töluvert ágengt og vilja því nota meðbyrinn og knýja fram kosningu áður en samningur liggur fyrir og blekkingarnar verða afhjúpaðar. 

Stjórnmálamönnum er ekki síst mikið kappsmál að verða ekki afhjúpaðir sem ósannindamenn sem ekkert mark er á takandi.

Aðildarsinnum gengur illa að fóta sig í þessu umhverfi því að það er ekki hægt að rökræða við fólk sem lýgur villt og galið. Þess vegna hafa nei-sinnar nú yfirhöndina.

Þröstur Ólafsson:

"Mér varð það á að lenda í orðaskaki við góðan vin minn út af ESB. Það hefði ég ekki átt að gera, því orðaskak, svo ekki sé talað um rifrildi, skilar engu nema sáru sinni. En tilefni orðaskaksins er þó þess virði að það sé rætt. Vinur minn fullyrti, og fékk ákafan stuðning flestra borðfélaga okkar, að það væri fyrir fram vitað að við fengjum engar undanþágur frá reglum ESB. Það færu því ekki fram neinar samningaviðræður, heldur ætti sér stað aðlögunarferli að regluverki ESB. Mér gremst fátt jafnmikið og þegar fólk gefur sér niðurstöðu úr óorðnum atvikum fyrir fram; tala nú ekki um þegar um samningaviðræður er að ræða." 

http://www.visir.is/af-hverju-undanthagur-fra-esb-reglum-/article/2013701049989

Tíminn vinnur þó með aðildarsinnum. Sannleikurinn verður hægt og bítandi ofan á. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 10:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásmundur það eruð þið innlimunarsinnar sem sláið á öll rök og eru með einhliða áróður sem fyrir löngu síðan er búið að hrekja.  Þið eru í raun og veru aumkunarverð að reyna að viðhalda þessari mýtu.  Sorgleg afstaða landsölumanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 12:41

8 Smámynd: Elle_

Já, Ásthildur, þau hafa þann sorglega vilja að blekkja og brengla sannleikann og veruleikann (lygar) og snúa bókstaflega öllu á hvolf.

Elle_, 6.1.2013 kl. 14:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Elle mín, sorgleg eintök af íslendingum. Verð að segja það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 14:25

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vinurinn sagði það fást engar undanþágur frá reglum Esbésins. Í pistli Anrésar segir svo virðulega Vinstri Vakt og gestir; Af samningatæknilegum ástæðum,ræða menn aldrei um undantekningar,heldur um sérlausnir,tímabundnar eða varanlegar. Mér sýnist gestur Þrastar Ólafssonar,hafa rétt fyrir sér,þ.e. ef undantekningar eru það sama og undanþágur.Sérlausnir geta aldrei verið undan-neitt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2013 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband