Tekst VG að rétta sinn kúrs af, spyr Guðni Ágústsson
27.12.2012 | 10:48
Fyrrv. formaður Framsóknar spyr forystu VG í nýlegri grein hvort til standi af þeirra hálfu að vera áfram næstu fjögur árin með allt undir í þessu ferli. Hann óskar grasrót VG heilla ef þeim auðnast í vetur að rétta sinn kúrs af.
Guðni Ágústsson skrifaði grein í Morgunblaðið í seinustu viku (18/12) út frá deilum sem upp komu í Heimssýn fyrr í mánuðinum um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar. Nú sé komið að kosningum og þjóðin vilji ekki að einn flokkur, Samfylkingin, haldi áfram að nauðga okkur inn í ESB Steingrímur J. Sigfússon og flokkur hans verði að segja hvert ferðinni sé heitið og hvort hann ætli áfram að standa í þessari vonlausu vegferð gegn sínu fólki og þjóðinni.
ESB ætlar ekki að láta fella samningana, nú auka þeir kynningarstarfið og áróðurspeningana, »mútuféð«. Er það Vinstri-grænum þóknanlegt að nú hefur Samfylkingin sett út björgunarleiðangur til að safna þingmönnum svo ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar lifi? Árni Páll Árnason, næsti formaður þeirra, segir að þeir ætli og muni halda ESB-vegferðinni áfram, auðvitað með þér Steingrímur J. en illa trúi ég að Ögmundur Jónasson og fleiri gangi þá götu áfram. Besti flokkurinn og Björt framtíð eru með sömu kennitöluna og Samfylkingin segja innanbúðarmenn. Þar er skipstjóri Guðmundur Steingrímsson, stýrimaður Róbert Marshall, eldheitur samfylkingarmaður, og glittir í Jón Gnarr í aftursætinu og Bestaflokkinn, sem var og er systurflokkur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt er þetta fólk sem vill í ESB og ætlar Vinstri-grænum að róa ESB-fleyinu með sér og Samfylkingunni.
Framsókn búin að hreinsa sig af ESB
Guðni Ágústsson víkur að stöðu Framsóknarflokksins sem hann var sjálfur formaður fyrir á sínum tíma og segir: Ég fagna því að t.d. Framsóknarflokkurinn er búinn að hreinsa sig af ESB-»draumnum«, en flokkurinn var grátt leikinn af þeim átökum sem geisuðu um að Brussel yrði æðsta stefnumark flokksins. Búið er að rétta kúrsinn af og þingmenn sem studdu aðildina ákveða að hætta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig náð að marka skýra stefnu um að þessari vegferð ljúki. Ég óska grasrót Vinstri-grænna heilla ef þeim auðnast í vetur að rétta sinn kúrs af. Að vega tvisvar í sama knérunn er dauðasökin, nú verður flokkurinn að tala skýrt. Auðvitað er gott fólk í öllum flokkum sem vill vel, en það dugir ekki að berja hausnum við steininn og dauðrota flokk sinn og fylgi bara fyrir völd og ráðherrastóla.
Það geta vafalaust margir tekið undir þessi orð Guðni Ágústssonar.
Athugasemdir
Bragi, það gengur ekki að láta stjórnast af óskhyggju sem engin rök styðja.
Seðlabankinn hefur lýst því yfir að einhvers konar höft verði alltaf nauðsynleg með krónu. Það er reyndar nokkuð augljóst. Það þarf lítið út af að bera til að krónan hrynji þannig að erlendar skuldir ríkisins verði okkur ofviða.
Þú virðist heldur ekki gera þér nokkra grein fyrir að það er hægur vandi fyrir vogunarsjóði og aðra stóra fjárfesta að keyra gengi krónunnar niður úr öllu valdi með skortsölu til þess eins að stórgræða.
Það skiptir engu máli hvort lífskjör séu að batna meira hér en í ESB í augnablikinu. Það er langtímaþróunin sem skiptir máli. ESB er nú á botni kreppunnar. Héðan er leiðin upp. Við vorum á botninum 2009. Þá var ástandið langverst á Íslandi. Við höfum því verið á uppleið í 3-4 ár.
Þrátt fyrir það eru lífskjör mun verri hér en í þeim löndum sem við höfum helst borið okkur saman við.
Haa-Joon Chang, hagfræðiprófessor frá Cambridge sagði í Silfri Egils að hagfræði væri 95% almenn skynsemi. Mínar skoðanir eru fyrst og fremst byggðar á heilabrotum byggðum á almennri skynsemi, reynslu fyrri ára og reynslu annarra ríkja. Ég færi rök fyrir þeim.
Þú virðist ekki eiga nein svör við þeim nema sleggjudóma, útúrsnúninga og skítkast.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 15:28
Fötlun sú sem Jón Frímann er haldinn hefur ekkert með greind að gera. Jón Frímann er mjög vel að sér um ESB, miklu betur að sér en allir andstæðingarnir sem hér skrifa reglulega.
Hann hefur haft heilmikið til málanna að leggja sem er öfugt við flesta andstæðinga aðildar sem virðist beinlínis forðast að kynna sér málin.
Það þykir ómerkilegur málflutningur að ráðast á manninn í stað þess að koma með mótrök. Oftast er það vegna þess að rökin halda og mótrökin eru því engin.
Miklu verra er þó, og fyrir neðan allar hellur, að núa manni um nasir fötlun hans í stað þess að koma með mótrök. Þeir sem haga sér þannig geta ekki búist við að vera teknir alvarlega.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 16:02
Nú ætla ég að vera á undan þér, Ásmundur, og tilkynna að: "athugasemd #1 á ekki heima hér".
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 16:05
Ekki hér og hvergi nokkursstaðar -_-
Elle_, 27.12.2012 kl. 16:19
Þessi sífellt endurteknu mistök eru vegna þess að ég er nýlega byrjaður að nota Firefox í stað Explorer.
Ég skrifa athugasemdina á réttum stað en vill lesa hana yfir í tölvupóstunum áður en ég sendi hana inn. Ef ég þarf að leitrétta flækist málið í Firefox með þessum afleiðingum.
Ef þetta gerist einu sinni enn hætti ég með Firefox og tek aftur upp Explorer.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 17:07
er ekki bara Guðni að sjá sig og sitt einangrast í þessarri óvild gegn ESB. flestir vita líka hvers vegna þessi óvild gagnvart ESB er. en sennilega þarf gá ekki að hafa áhyggjur af VG en best væri auðvitað fyrir alla að Jón B og Ögmundur færu til Framsóknar
Rafn Guðmundsson, 27.12.2012 kl. 17:19
Rafn, hann einangrast ekki með 70% þjóðarinnar.
Elle_, 27.12.2012 kl. 17:28
Ásmundur, það borgar sig ekki að lesa yfir athugasemdir - þær skrifar maður bara si-svona eftir tilefninu.
Annað er með bloggfærslur, en ég nota yfirleitt líka Firefox og er ekki í neinum vandræðum með að leiðrétta - jafnvel eftir birtingu.
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 17:36
Það er fokið í flest skjól hjá Vinstrivaktinni að vitna í Guðna Águsttssin enda hefur hann aðallega verið hátt skrifaður sem skemmtikraftur.
Kolbrún, hvernig ferðu að því að leiðrétta færslur eftir birtingu?
Vandinn með Firefox er að þegar náð er aftur í textann til að leiðrétta hann, eftir að hann hefur verið sendur til staðfestingar, virkar ekki senda takkinn.
Þess vegna þarf að grípa til flóknari aðgerða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 18:49
Þá getur maður bara hætt við að staðfesta hann, er það ekki, og skrifað nýjan texta í síðunni?
Elle_, 27.12.2012 kl. 19:08
Ásmundur, ég skil ekki þitt vandamál. Ég lendi oft í því að skrifa bloggfærslur þar sem mér sést yfir stafsetningarvillur sem stafa af því að ég breyti orðalaginu í færslunni. Auðvitað leiðrétti ég aldrei neitt efnislega, en menntunarinnar vegna er mér sárt um málfræðihliðina.
Nú er ég ekki að tala um athugasemdir sem ég legg inn á "annarra manna bloggum". Þær verða bara að fá að standa - óleiðréttar.
En ég hef lent í því að "senda" takkinn virkar ekki í athugasemdum.
Líka einfalt. Einfaldlega kópíera textann, prenta út og endurskrifa athugasemdina. Nú og/eða vista textann og skella honum inn í nýrri athugasemd.
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 19:46
Það verk hefur dregist hjá mér, að biðja Ómar ESB vin okkar, afsökunar á því að hafa bendlað hann við Ásmund Harðarson, sem er eins og kunnugt er, ekki Ásmundur Harðarson.
Þrátt fyrir dráttinn, er það vel við hæfi að nota bloggfærslu þar sem ekki Mundi fer fögrum orðum um Jón Frímann, skapara sinn.
Það sem villti mér sýn, var eiginleiki Jóns að taka texta annarra og gera að sínum. Ómar er því fórnarlamb höfundaréttarþjófnaðar.
Það er náttúrulega dálítið sýrt, að einhver skuli stela texta frá Ómari, en það segir sína sögu um ómenntaðan dreng frá Skagaströnd, sem á víst einhvern brotaferil að baki.
Hilmar (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:16
Kolbrún, þetta er ekkert vandamál. Ég var aðeins að greina frá muninum á Explorer og Firefox sem veldur þessum mistökum ef maður gætir sín ekki.
Þú þarft væntanlega ekki að staðfesta allar athugasemdir í gegnum tölvupóst eins og ég.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:51
Vandinn er ekki tengdur stjórnmála-flokkum, né Íslandi einu og sér.
Enginn hlekkur í heims-keðjunni verður nokkurn-tíma sterkari en veikasti hlekkurinn.
Ísland er einungis hlekkur í heimskeðjunni. Hvenær skilur fólk þá staðreynd?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.12.2012 kl. 21:23
Nei, Ásmundur, ég þarf ekki að staðfesta mínar athugasemdir í gegnum tölvupóst. Bara innskrá mig, skrifa á vettvangi og senda. Voilà!
En þú getur það auðvitað ekki - á meðan þú ferð huldu höfði :)
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 21:40
Hilmar, Ég hef enga þörf á því að taka texta annara og gera að mínum. Enda hef ég þann háttin á að í þann texta sem ég vísa í. Þá get ég heimilda eins og vera ber. Sem er þó mörgum sinnum betra en sú ritstjórnarstefna sem Vinstri vaktin gegn ESB hefur haft uppi undanfarin ár.
Sú stefna er að fullyrða án þess að geta nokkura heimilda fyrir sínum málflutningi. Ég áskil mér allan þann rétt að hunsa slíkan málflutning í heild eða hluta eftir þörfum.
Hvað varðar fullyrðingar Guðna. Þá er vert að benda á þá staðreynd að sú stefna sem Guðni hyllist er öfgafullur þjóðernissinni. Enda hefur Guðni verið viðriðin slík samtök frá árinu 1991, hugsanlega fyrr að mig grunar. Þó var þetta ekki nefnt í fréttum fyrr en á þessum árum samkvæmt tímarit.is.
Sú stefna sem Bændasamtök Íslands aðhyllast. Þetta er sama stefna og Guðni aðhyllist í raun er skaðleg hagsmunum íslenskra bænda. Enda takmarkar þetta útflutning á íslenskum vörum til Evrópu. Eins og íslenskir bændur hafa fengið að kynnast síðustu mánuðum þegar útflutningskvótar þeirra til Evrópu kláruðust á árinu 2012. Núna á að gera tilraun til þess að semja um meiri innflutningskvóta til Evrópusambandsins á grundvelli EES samningins (frétt í Janúar, Mars, Ágúst og Október 2012). Slíkar tilraunir eru dæmdar til þess að mistakast. Enda er sú stefna komin á hjá Evrópusambandinu að fella niður eftir því sem kostur er að samninga eins og EES samninginn og tvíhliðasamninga ESB og Sviss.
Í framtíðinni verður ekki farið í slíka samningagerð. Þetta vita norðmenn mjög vel og bretar ennþá betur (ásamt bandaríkjamönnum). Allur innflutningur til ESB verður í framtíðinni samkvæmt reglum ESB, reglum WTO og þeim viðmiðum sem þar eru sett.
Segi íslendingar sig úr EES. Þá munu þeir ekki fá þar inn aftur og það eru ekki neinir tvíhliðasamningar við Evrópusambandið í boði lengur. Þannig er staða mála og hún er ekkert að fara breytast útaf einhverri óskhyggju hjá íslendingum um annað. Það er ekki tekið mark á slíku innan ESB í dag. Enda engin þörf á slíku. Enda verður ESB orðið 28 ríkja viðskipta, tolla og stjórnmálabandalag í Evrópu frá og með 1. Júlí 2013.
Íslendingar geta því valið að vera með eða standa fyrir utan. Þessi ákvörðun mun ákvarða hvort að íslendingar geta selt vörur sínar innan Evrópu í framtíðinni eða þurfa að sæta tollatakmörkunum á sínum útflutningi. Þetta gildir líka um Noreg og Sviss alveg jafn mikið.
Það er tollastríð í uppsiglingu milli Noregs og Evrópusambandsins. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer hjá norðmönnum.
Jón Frímann Jónsson, 27.12.2012 kl. 23:14
ég held að þessi Guðni Á se maðurinn sem fyrir nokkrum árum lagði jeppanum sínum þannig á bensínstöð i gb að engin gat komist framhjá, enda ekki bílastæði fyrir framan búðina sjálfa. Maðurinn var að bíða eftir konu með stóra jeppan í gangi!
Ég notaði tækifærið og kenndi syni mínum ungum að svona gerðu bara ruddar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2012 kl. 00:07
Kolbrún, þú ferð álíka mikið huldu höfði og ég, eða hver annar.
Við vitum ekki nema þú heitir eittvað allt annað né heldur hvort myndin sé ekki af einhverri allt annarri manneskju, frá fjarlægu heimshorni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 08:12
Getur maður dæmt mann miðað við að maður ´haldi´ að hann hafi lagt jeppanum sínum einhvern veginn einu sinni? Hinn og þessi úti í bæ getur ´haldið´ ýmislegt.
Það segir nákvæmlega ekki neitt frekar en að Ásmundur sakar menn oft um að vera heilaþvegna og bæði Ásmundur og Jón Frímann kalla fólk útlendingahatara algerlega að ósekju, etc, etc.
Elle_, 28.12.2012 kl. 12:27
Og svo er það öll útlendingaphobían og þjóðrembingurinn og öfgaþjóðrembingurinn í sífellu frá öllum 3 fóstbræðrum. Það er ekki hikað við fordómana.
Elle_, 28.12.2012 kl. 14:40
Ásmundur, #18. Það er ekki samasem merki milli þess að fara huldu höfði og að vera óþekktur.
Sem segir mér að þú ert ekki nógu óþekktur til þess að birtast hér undir eigin mynd og nafni.
Kolbrún Hilmars, 28.12.2012 kl. 17:22
Kolbrún, ég er alveg laus við það að vera þekktur.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.