Enn er því frestað í heilt ár að kíkja í sjávarútvegs- og landbúnaðarpakkana
26.12.2012 | 12:23
Þegar sótt var um aðild að ESB var blákalt fullyrt hér á landi að kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað yrðu fljótlega opnaðir svo að viðræður um þá hæfust strax. Síðar var þó tilkynnt að það gæti ekki orðið fyrr en haustið 2011. Þeir þingmenn VG sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn og réðu úrslitum um að sótt var um aðild en lýstu jafnframt yfir eindreginni andstöðu við aðild, rökstuddu afstöðu sína með því að þeir vildu kanna hvað í boði væri fyrir Íslendinga, þ.e. þeir vildu kíkja í pakkann eins og sú stefna hefur löngum verið nefnd.
Á s.l. vori, 24. og 25. maí s.l. var Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB í heimsókn hér á landi og lýsti því þá yfir að allir kaflar væntanlegs samnings yrðu opnaðir nú fyrir áramót eða í byrjun næsta árs. Í Fréttablaðinu 18. desember s.l. er eftirfarandi haft eftir Stefano Sannino í tengslum við ríkjaráðstefnu milli Íslands og ESB sem hófst þann dag, en Sannino þessi mun stjórna stjórnunarskrifstofu stækkunarmála innan framkvæmdastjórnar ESB:
Okkar markmið er að opna viðræður um sem flesta kafla sem fyrst og við miðum að því að búið verði að opna fyrir alla kaflana fyrir lok næsta árs.
Ljóst er af frásögn Fréttablaðsins að hann á einmitt við sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflana. Nú er sem sagt þegar búið að ákveða að forða Össuri og ESB-sinnum á Íslandi frá því slysi að sagt verði hreinskilnislega frá því hvað í boði sé í sjávarútvegs- og landsbúnaðarmálum áður en komandi alþingiskosningar fara fram. Hyggilegra þykir að stíga það skref EFTIR kosningar og jafnframt gefst þeim þá lengri tími til að nýta nokkur hundruð milljónir króna í áróðurs- og mútufé svo að gera megi örvæntingarfulla tilraun á endasprettinum til að snúa viðhorfum Íslendinga til hagstæðari áttar áður en lokaorrustan hefst.
Þeir sem enn segjast vera að bíða eftir því að fá að vita hvaða gersemar bíða þeirra í sjávarútvegspakka fyrirhugaðs samnings við ESB mættu sannarlega fara að opna augun og gera sér ljóst að í samningnum verður fátt annað en meginreglur ESB um alger yfirráð ESB yfir sjávarauðlindum aðildarríkjanna ásamt vissum aðlögunartíma og minni háttar sérlausnum sem ekki verða taldar svo stórvægilegar að þær raski meginreglunni um jafnan aðgang allra aðildarríkja samkvæmt sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni Er ekki kominn tími til að þessum skollaleik ljúki. - RA
Athugasemdir
Þetta hlýtur að falla undir landráðakaflann eins og hann var hugsaður í núverandi stjórnarskrá....
GB (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 13:16
Ástandið á Íslandi veldur því að umsóknarferlið dregst á langinn og viðkvæmum málum er slegið á frest. Hér er allt í hers höndum.
Afleiðingarnar af að vera með krónu sem gjaldmiðil hafa sundrað þjóðinni í tvær stórar fylkingar. Önnur neitar að að taka afleiðingum þess að króna er gjaldmiðillinn og vill varpa skuldum sínum yfir á aðra. Hin vill að skynsemi og hagur komandi kynslóða ráði með því að Ísland gangi í ESB.
Þetta sjúka ástand endurspeglast í stjórnmálunum. Bæði formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru ásamt fleiri áhrifamönnum í flokknum hlynntir ESB-aðild fyrir síðustu kosningar. Einnig Borgarahreyfingin og jafnvel Framsóknarflokkurinn.
Jón Bjarnason sóttist eftir öruggu sæti hjá Samfylkingunni í prófkjöri en tapaði. Hann bauð sig þá fram fyrir VG og komst á þing. Þá var um að gera að verða harður ESB-andstæðingur úr því að Samfylkingin hafði hafnað honum.
Engin von er til að þetta auma lið nái áttum í bráð. Það er því brýnt að þjóðin sýni skynsemi í næstu kosningum og hafni því svo að eðlilegt ástand geti komist á.
Aðeins þannig verður komið í veg fyrir að góður árangur ríkisstjórnarinnar glutrist niður og fullveldið glatist að lokum. Það er að vísu ekki miklar líkur á að það gangi upp ef við verðum áfram ein á báti, án bandamanna og með ónýtan gjaldmiðil í höftum.
Slíkt ástand er óhjákvæmilega ávísun á sífellt meiri einangrun með tilheyrandi lífskjaraskerðingu sem að lokum endar með sjálfstæðismissi vegna mikilla erlendra skulda.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 16:58
Ef eitthvað vit væri í þessarri stjórn sem er nú við völd hefðu þau krafist þess að áhrifamestu kaflarnir væru opnaðir sem fyrst, En ekki er sú raunin.
Núverandi stjórnvöld gera allt sem þeim er í valdi til að draga þessa "samninga" fram yfir kostningar því þá er hægt að kenna einhverjum öðrum um þegar staðreyndirnar koma í ljós.
Það er alveg merkilegur andskoti þessi vitleysa sem er reynt að selja landsmönnum, "Að kíkja í pakkann" var til þess gert að fara framhjá því að þjóðin mundi kjósa um umsókn að ESB, "ekki með aðliggjandi fiskimið" er til þess gert að draga fólk enn lengra á asnaeyrunum.
Það fólk sem virkilega trúir því að við fáum einhvern "samning" er er til gerður að leysa allan vanda hér á íslandi ætti aðeins að staldra við og hugleiða þetta
ESB hefur 27 lönd með um 500 milljónir manna sem er undir 8% af mannfjölda á jörðinni, hvað eru mikið um sérlausnir og undanþágur í samningum þessarra landa og hvað er það sem gerir Ísland svo sérstakt að talað er um að við fáum undanþágur frá hinu og þessu..
"Ein á báti, án bandamanna" hvaða bull er það, er búist við því að allur heimurinn snúi við okkur baki vegna þess að við viljum standa sjálf í fæturnar og vinna okkur út úr þessu alþjóða-hruni.
Vissulega kom margt ljótt í ljós við hrunið í sambandi við stjórnvöld og peningamennina sem drulluðu svo skemmtilega upp á bak í mörgum málum.
"varpa skuldum sínum yfir á aðra" var einmitt það sem ríkjandi stjórn vildi margsinnis gera á íslenska þjóð, sem hafnaði því.
"skynsemi og hagur komandi kynslóða" er ekki að setja Ísland inn í ESB, gefa möppudýrum í brussel aðgang að fiskinum, jafnvel olíu á næsta áratug, frábæra staðsetningu landsin þegar norðanleiðin um heimskaut opnast og mörgu öðru.
"sjúka ástand endurspeglast í stjórnmálunum" er vissulega það sem þarf að laga enda er eigin-hagsmuna pot og samtrygging flokkanna alveg með ólíkindum og ábyrgð pólitíkusanna enginn, sömuleiðis er siðferði þeirra og peningamanna í landinu virkilega ábótavant.
"hlynntir ESB-aðild fyrir síðustu kosningar", ég var hlynntur VG í síðustu kostningum ( biðst innilega afsökunar ), en ég hef skipt um skoðun, skelfilegt að aðrir taki upp á svoleiðis dónaskap, enda var samfélagið í sjokki á þessum tíma og fáir vissu í hvorn fótinn átti að stíg.
"brýnt að þjóðin sýni skynsemi í næstu kosningum", það er alveg rétt, það þarf að koma þessu liði frá, það hefur engum tekist að skattleggja sig út úr kreppu svo vitað sé til, sjávarútvegurinn og fjárfestar, innlendir sem útlendir halda að sér höndum vegna þess hve skattakerfið er óstöðugt, það veit engin hvaða skatta-snilli kemur næst frá þessarri stjórn.
"eðlilegt ástand geti komist á.", er það eðlilegt ástand þegar heimilin í landinu eru að tapa öllu sínu með hækkandi sköttum sem hækka lánin í gegn um verðtrygginguna og á sama tíma er verið að afskrifa milljarða hjá peningaliðinu sem keyrir enn á flotta bílnum sínum, sem síðan stofnar annað fyrirtæki á annarri kennitölu og heldur sama leiknum áfram.
Það er óskandi að stjórnmálamenn hysji upp um sig buxurnar og fari að vinna vinnuna sína fyrir þjóðina en ekki eigin rassgat, því það er alveg klárt mál að þeir sem koma heiðarlegir fram og vinna með hag íslendinga að leiðarljósi verða kosnir aftur.
Ólafur Ingi Brandsson, 26.12.2012 kl. 18:26
Heyr, heyr, Ólafur Ingi. Gott þú tókst á þessum blekkingum og rugli mínu að ofanverðu. Þú veist ég geri allt, beiti blekkingum og lygum og endemis þvælu til að villa Íslendingum sýn.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 21:59
Það er nú ekkert nýtt hjá þér, Gervi-Ásmundur Harðarson.
Jón Valur Jensson, 26.12.2012 kl. 23:05
Það eru kostulegt að halda því fram að það hafi verið hægt að lækka skattprósentuna eftir hrunið eða komast hjá því að hækka hana.
Hrunið olli mikilli skuldaaukningu ríkisins. Við það jukust ríkisútgjöld mikið. Á sama tíma minnkuðu skatttekjur mikið vegna minni umsvifa í þjóðfélaginu. Þetta bil þurfti að brúa.
Þessi firra byggist á hagfræðilögmáli sem er góðra gjalda vert. Gallinn er hins vegar sá að þessi hluti lögmálsins gildir ekki nema öðrum hlutum þess sé fullnægt.
Hagfræðilögmálið gengur út á að hækka skatta þegar þensla er í gangi. Þannig eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Þenslan minnkar og það safnast í sjóði til mögru áranna. Þá er svigrúm til að lækka skatta.
Á þensluárunum fyrir hrun voru skattar hins vagar stórlækkaðir hjá þeim sem höfðu góðar tekjur. Þenslan gekk þá út yfir öll mörk og endaði með hruni.
Til að koma í veg fyrir að skuldir ríkissjóðs verði óyfirstíganlegar og að velferðarkerfið hrynji var nauðsynlegt að hækka skatta hjá þeim sem gátu borgað meira. Það var gert.
Menn skapa ekki í störf í kreppu eins og hendi sé veifað. Það er að vísu hægt að taka lán til stóriðju- og virkjanaframkvæmda til að auka hagvöxt rétt á meðan á framkvæmdum stendur.
Lágt verð á orkunni, ef einhver vill kaupa, og lán á slæmum kjörum til framkvæmdanna gera hins vegar slík störf í meira lagi vafasöm enda er þá verið að syndga illilega upp á framtíðina rétt eins og var gert fyrir hrun.
Það er auk þess löngu orðið tímabært að ríkið hætti að gangast í ábyrgð sem tengist starfsemi einkafyrirtækja einkum þegar um er að ræða erlenda auðhringi sem fara með hagnaðinn úr landi.
Eina leiðin til að skapa sjálfbær gjaldeyrisskapandi varanleg störf er að taka upp evru eftir inngöngu í ESB. Þá loks geta íslensk fyrirtæki tekið upp samkeppni við fyrirtæki á 500 milljóna manna markaði.
Fyrirtækin þurfa þá ekki heldur að sæta því að verða undir í samkeppni við erlend fyrirtæki á innanlandsmarkaði eins og þegar gengi krónunnar þróast á óhagstæðan hátt.
Það er slæmt þegar menn ánetjast hagfræðilögmálum án þess að skilja eðli þeirra eins og þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að þau virki.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 00:20
#4 er gott dæmi um á hve ótrúlega lágu plani ummæli ESB-andstæðinga eru oft ef ekki oftast.
Hvergi annars staðar en hér kæmust menn upp með að falsa nöfn annarra. Það hefur tíðkast hér lengi og verið látið óátalið. Þetta er þó fjarri því að vera það versta sem hér viðgengst.
Málstaður þeirra sem þannig haga sér er greinilega lemstraður. Þeir virðast jafnvel ekki trúa honum sjálfir. Það er eins og þeir telji sig þurfa að krydda úldinn mat til að fela ýldubragðið. Ef Íslendingar sjá ekki gegnum málflutning þeirra sem þannig haga sér, er ég illa svikinn.
Ekki er Jón Valur heldur vandur á virðingu sinni. Þetta gæti einnig átt við hann.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 00:44
Er það kannski misskilningur minn, að þú hafir kallað þig hér áður Ásmund Harðarson? Og ertu nú allt í einu orðinn svo vandur að virðingu þinni, að þú ert hættur því? Af hverju upplýsirðu ekki einfaldlega um, hver þú ert, er það ekki langheiðarlegast? Kannski fjarlæg hugsun fyrir þig, en þú gætir nú prófað þetta.
Jón Valur Jensson, 27.12.2012 kl. 00:59
Ég er alltaf að krydda úldinn mat svo ýldufýlan af lygunum mínum finnist örugglega langar leiðir, alla leið til Angelu Þýskalands sem stjórnar öllu með harðri hendi og hörðum vendi. Ég nota ESB-Lygakryddið og Össurarkryddið.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 01:08
Að lesa þessar "greiningar" frá Ásmundi er eins og að fylgjast með barni skrifa sín fyrstu orð.
A orsakar B. B orsakar C. Þar af leiðandi hlýtur A að orsaka C. Gjörsamlega úti á túni í hvert skipti sem hann hamast á lyklaborðinu sínu. Heimskan og áróðurinn skín í gegn að venju.
Bragi, 27.12.2012 kl. 03:40
Það væri fróðlegt að fá "greiningu" frá Braga um hvernig Ísland á að lifa við krónu í höftum eða hvernig á að fara að því að losa þau án þess að hrun vofi yfir.
Það væri einnig fróðlegt að fá greiningu á hvernig koma eigi í veg fyrir að viðvarandi höft muni smám saman einangra Ísland og leiða til sífellt verri lífskjara að öðru jöfnu.
Bragi mætti einnig útskýra hvernig við getum haldið áfram í EES með krónu í höftum. Slíkt væri brot á fjórfrelsinu sem EES-samningurinn byggir á.
Svo ráðlegg ég honum að sleppa öllum órökstuddum fullyrðingum. Ég furða mig á þeirri heimsku hans að halda að hann geti bætt upp fyrir rökleysuna með persónulegum svívirðingum.
Vinstrivaktin er ekki einkamál.is. Ég svara því ekki persónulegum spurningum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 08:01
Sá sem skrifar eins og "Ásmundur", verður að fela sig. Það getur enginn heiðvirður maður látið sitt rétta nafn við slíkt bull. Hugleysingjar og lítilmenni fela sig bak við dulnefni.
Gunnar Heiðarsson, 27.12.2012 kl. 08:26
Gunnar, þú hlýtur að eiga verulega bágt. Hefurðu leitað þér hjálpar?
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 10:23
Er Ásmundur að spyrja um hvort einhver eigi bágt??
Ásmundur sem puðast við að skrifa áróður sinn við hverja einustu bloggfærslu, talar aldrei með neinu öðru en möntrum og fullyrðingum, og er augljóslega ekki að hafa neinn árangur af blaðrinu.
Það er ekki erfitt að sjá hversu illa staddur þessi fáráðlingur er. Hversu steiktur þarf maður að vera í hausnum til að telja sjálfum sér trú um að maður sé yfirleitt tekinn marktækur, þegar manni er sífellt sagt að drulla sér með sitt bull.
En nei, fíflið getur ekki hætt. Þetta er sálfræðilegt. Hann er í ómeðvitaðri krossferð fyrir sitt eigið ágæti. Sjálfsblekking og óskhyggja hafa tekið stjórn í hans illa ruglaða heila.
Smákrakkar geta séð það af löngu færi. Þó gimpið hefði rétt fyrir sér, þá þarf maður að vera haldinn sterkri þráhyggju til að halda þessum áróðursgraut gangandi eins lengi og oft og hann gerir. Það er augljóslega tilgangslaust, nema í hausnum á Ásmundi.
En það er auðvitað ekkert að hausnum á Ásmundi, sko....
hahaha,.... þvílíki fábjáninn.
Hvernig gengur lífið í Danmörku, litla fitupeð? Búinn að leita þér að atvinnu, eða hefurðu kanski ekki tíma til þess, því þú eyðir öllum þínum tíma á íslenskum netsíðum að rífast við Íslendinga. Ertu ekki búinn að fatta að Ísland hefur engan áhuga á þér?
Farðu bara til geðlæknis og leitaðu þér hjálpar, litla viðrini.
palli (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 10:45
Hvernig er hægt að vera svona fucking heilaþveginn og Ásmundur og reyndar félagar hans jón frímann og ómar ?
Er ekkert sem getur opnað augu ykkar og bent ykkur á að mögulega eru þið að veðja á rangan hest ?
Ásmundur má þó eiga það að hann á það til að vera málefnalegur þótt oft séu upplýsingar hans og ræður verulega vafasamar.
Hinir tveir eru líklega það sóðalegasta sorp sem ísland hefur alið af sér !
jón frímann þyggur ókeypis peninga frá íslenskum skattgreiðendum(hann er víst andlegur öryrki og getur því ekki unnið en samt sem áður hefur hann ótrúlegt úthald til að drulla yfir íslendinga sem brauðfæða hann og borga hans húsnæði og nettengingu) jón býr í danmörku og er væntanlega að bíða eftir því að danskir skattgreiðendur taki við því að sjá fyrir ræflinum..danskir skattgreiðendur eru væntanlega ekki sáttir við þessa sendingu.
ómar er rusl af sama kaliberi en þó býr hann enn á íslandi..hann má þó eiga það..
runar (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 13:53
Búinn að segja það við þig um það bil 10 sinnum áður Ásmundur. Krónan verður ekki í höftum en það er nauðsynlegt að losa þau mjög hægt svo fjármálakerfinu verði ekki stofnað í voða. Þetta er ekki flóknara en það litli kall.
Svo eru lífskjör hér líka að batna meira en hjá öðrum Evrópuþjóðum, sér í lagi evruþjóðum. Það er líka búið að nefna þetta margoft við þig, áróðurspési.
Þú hefur afar einfalda sýn á öll hagfræðileg málefni, að öllum líkindum komið frá Wikipedia lestri og skoðunum Samfylkingarþingmanna.
Bragi, 27.12.2012 kl. 14:17
Ég get ekki fallist á að íslendingar séu að kíkja í neinn ESB pakka.
Eins og allir þekkja af umræðunni frá aðildarumsókn 2009 er verið að opna kafla - ekki pakka. ESB leggur til kaflana og upp úr þeim er ekkert tekið annað en löggjöf sambandsins - síðan er þeim einfaldlega lokað.
Ísland sjálft er nefnilega pakkinn.
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 15:33
Það er ekkert rangt við það að vilja SAMNING Á BORÐIÐ!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 17:09
Bragi, það gengur ekki að láta stjórnast af óskhyggju sem engin rök styðja.
Seðlabankinn hefur lýst því yfir að einhvers konar höft verði alltaf nauðsynleg með krónu. Það er reyndar nokkuð augljóst. Það þarf lítið út af að bera til að krónan hrynji þannig að erlendar skuldir ríkisins verði okkur ofviða.
Þú virðist heldur ekki gera þér nokkra grein fyrir að það er hægur vandi fyrir vogunarsjóði og aðra stóra fjárfesta að keyra gengi krónunnar niður úr öllu valdi með skortsölu til þess eins að stórgræða.
Það skiptir engu máli hvort lífskjör séu að batna meira hér en í ESB í augnablikinu. Það er langtímaþróunin sem skiptir máli. ESB er nú á botni kreppunnar. Héðan er leiðin upp. Við vorum á botninum 2009. Þá var ástandið langverst á Íslandi. Við höfum því verið á uppleið í 3-4 ár.
Þrátt fyrir það eru lífskjör mun verri hér en í þeim löndum sem við höfum helst borið okkur saman við.
Haa-Joon Chang, hagfræðiprófessor frá Cambridge sagði í Silfri Egils að hagfræði væri 95% almenn skynsemi. Mínar skoðanir eru fyrst og fremst byggðar á heilabrotum byggðum á almennri skynsemi, reynslu fyrri ára og reynslu annarra ríkja. Ég færi rök fyrir þeim.
Þú virðist ekki eiga nein svör við þeim nema sleggjudóma, útúrsnúninga og skítkast.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 17:10
Fötlun sú sem Jón Frímann er haldinn hefur ekkert með greind að gera. Jón Frímann er mjög vel að sér um ESB, miklu betur að sér en allir andstæðingarnir sem hér skrifa reglulega.
Hann hefur haft heilmikið til málanna að leggja sem er öfugt við flesta andstæðinga aðildar sem virðast beinlínis forðast að kynna sér málin.
Það þykir ómerkilegur málflutningur að ráðast á manninn í stað þess að koma með mótrök. Oftast er það vegna þess að rökin halda og mótrökin eru því engin.
Miklu verra er þó, og fyrir neðan allar hellur, að núa manni um nasir fötlun hans í stað þess að koma með mótrök. Þeir sem haga sér þannig geta ekki búist við að vera teknir alvarlega.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 17:15
Ásmundur, það er algjör óþarfi að verja Jón Frímann.
Vel má vera að maðurinn sé á einhvern hátt fatlaður, en það hindrar hann ekki í því að vera kjaftfor og orðljótur í garð skoðanaandstæðinga.
En þetta skýrist væntanlega allt í réttarsal þegar kæran hans Jóns Frímanns verður tekin til meðferðar.
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 17:51
númer hvað eru ummæli Jóns Frímanns?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 18:46
Anna, Jón Frímann hefur ekki skrifað hér undanfarna daga. Tilefni þess að ég tók hér upp varnir fyrir hann voru svívirðilegar persónuárásir á hann í #15.
Kolbrún, ekkert sem Jón Frímann hefur skrifað hér réttlætir þessar árásir á hann. Þær segja ekkert um hann en heilmikið um þá sem stunda þær.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:01
ok, þetta segir allt um þetta umræðu! Takk Ásmundur.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2012 kl. 19:29
Anna, þú hlýtur að vera nýr gestur á þessari bloggsíðu ef þú hefur ekki lesið neinar athugasemdir Jóns Frímanns.
Ásmundur, hver sá sem notar ljót orð um skoðanaandstæðinga sína kallar yfir sig sambærilegt orðbragð frá hinum sömu. Þeir um það, við hin þurfum ekki að taka þátt í því.
Næg eru a.m.k. rökin sem notast má við í staðinn.
Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 20:38
Kolbrún, Jón Frímann hefur ekki á samviskunni neitt í líkingu við það sem hann hefur fengið á sig.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:57
Nei Ásmundur, jón frímann hefur ekki orsakað neitt til að fá þessa holskeflu af fúkyrðum yfir sig...
Hefur þú Ásmundur lesið texta eftir jón frímann ?
Án undantekninga segir hann viðmælanda sinn fara með rangfærslur, vera heimskan, illa gefinn eða illa upplýstan.
jón frímann er samnefnari fyrir það drullumall sem oft á sér stað í netheimum.
Ef þú hefur ekki orðið var við hans talsmáta þá dreg ég mjög í efa fyrri lýsingarorð um þig, þ.e. að þú eigir það til að bera rök á borð því ef fúkyrðaflaumur jóns hefur farið framhjá þér þá heyrir og lest þú bara sem hentar þér og þ.a.l. er málflutningur þinn fullkomlega andvana fæddur.
Ég persónulega hafði meiri trú á þér og þinni upplýsingaöflun....
runar (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 21:24
Því má bæta við að ég vóg ekki að greind jóns heldur þeim málflutningi sem hann leggur frá sér.
Það sem ég sagði er að jón virðist vera of fatlaður til að vinna en hann er samt nógu hraustur til að velta sér upp úr öllu sem EB skilar af sér, hann er nógu greindur til að lesa textan, melta hann og skila af sér sinni útgáfu af innihaldinu.
Því vill ég meina að jón frímann sé nógu hraustur til að vinna alla þá vinnu sem líkamlegs styrks er ekki krafist..ertu ósammála því Ásmundur ?
Ef þú ert sammála mér Ásmundur ertu þá ekki sammála umað jón sé að villa á sér heimildir sem öryrki og þ.a.l að svíkja fé af íslenskum skattgreiðendum ?
Reyndar fékk þetta innlegg þitt Ásmundur, mig til að hugsa alvarlega um alla þessa andlegu öryrkja sem sprungið hafa út á íslandi undanfarin ár...eru þessir einstaklingar færir um að sinna jafnvel 90% af allri atvinnu sem í boði er en kjósa einfaldlega að nenna ekki að skila nokkru vinnuframlagi af sér ?
Það er of erfitt að vakna fyrir hádegi...þú veist..
Þú sagðir það sjálfur..jón er greindur, kynnir sér málefnin vel, er málefnalegur og vel ritfær...samt er hann andlegur öryrki sem fær +-200 þús á mánuði frá okkur hinum sem nennum að sinna lágmarks 160 tíma vinnuskyldu á mánuði(ég vinn ca 400 tíma á mánuði, 8 mánuði á ári, ef það skiptir máli).
Gott að vita að <50% af mínum launum haldi uppi sóðaræflum líkt og andlega "öryrkjanum" honum jóni frímanni....og jafnvel þér Ásmundur sem án efa ert ríkisstarfsmaður..
runar (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 21:56
Allt sem þú segir er rangt Ásmundur. Eyði ekki tíma mínum í að benda þér á það eina ferðina enn.
Bragi, 27.12.2012 kl. 23:23
Er farið að slá út í fyrir Braga? Staðreyndir eru réttar eða rangar, ekki einfaldar spurningar.
Annars er rétt að vera ekki að eyða tíma í að reyna að rökstyðja það sem hann getur ekki rökstutt. Eigin óskhyggja og/eða heilaþvottur eru ekki rök í málinu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 08:34
Runar, hvort einhver einstaklingur er vinnufær eða ekki kemur umræðunni ekkert við. Auk þess ert þú auðvitað algjörlega ófær um að dæma um það.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 08:43
Leiðrétting á #30:
Staðreyndir geta aldrei verið rangar. Þarna átti að standa:
Er farið að slá út í fyrir Braga? Fullyrðingar eru réttar eða rangar, ekki einfaldar spurningar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.