Noregur og EES, - sumir vilja setja EES-samninginn í megrun!

Þegar EES-aðild Íslands stóð fyrir dyrum  1993/94 bentu andstæðingar hennar á að lýðræði, einkum sjálsákvörðunarvaldi þjóðarinnar yfir atvinnuuppbyggingu og samfélagsþróun væri þar fórnað fyrir markaðslausnir, samkeppni og frjálst flæði fjármagns, þ.e.a.s. evrópureglurnar. Já-sinnar blésu á slík gamaldags sjálfsákvörðunarrök og sögðu EES vera nútímann.

Svo kom að því að hinir „evrópusinnuðu" vildu stíga skrefið til fulls.  Þá fundu þeir EES-samningnum það til foráttu að hann skerti lýðræðið og fullveldið með tilskipanastraumi til landsins án þess þjóðin ætti neina aðild að ákvarðanatöku. Sögðu að ganga þyrfti í ESB til að komast að löggjafarferlinu. Sem sagt  sömu viðbárur um lýðræðishalla sem þessi öfl fundu léttvægar 1993.

Alloft er í fjölmiðlum vitnað í umræðuna í Noregi þar sem nú gerist hávær gagnrýni á EES-samninginn. Ríkisútvarpið - t.d. Spegillinn eða Gísli Kristjánsson - nær þá yfirleitt að vísa þannig í þá gagnrýni eins og hún snúist um anmarka EES-aðildar í samanburði við fulla aðild. Þetta er rangfærsla. Umræðan í Noregi snýst ekkert um þetta.

Nýverið lýsti Evrópuhreyfingin norska (aðalsamtök já-sinna) því yfir að hún hætti, altént fyrst um sinn, að berjast fyrir ESB-aðild Noregs því eins og formaður hennar segir: „umræðan um norska ESB-aðild er dauð" (Klassekampen 29. nóvember).  Gagnrýnin á EES-samninginn byggist á því að hann sé innstreymisop fyrir pólitík og lög ESB og að ESB hafi því aldrei haft meiri áhrif í Noregi en nú þótt andastaðan við þetta samband hafi aldrei verið meira í landinu. EES er „aðlögunarferli" eins og já-fólkið okkar bendir réttilega á.

Gagnrýnendur EES-samningsins í Noregi takast á innbyrðis: það er tvennt sem einkum er bent á sem valkost við hann. Annað hvort að setja EES-samninginn í „megrun" eða segja honum upp og taka aftur upp tvíhliða viðskiptasamning við ESB. Með „megrun" er átt við að taka út úr samningnum fleiri svið en landbúnað og fiskveiðar. En undanfarin misseri hefur hins vegar allt upp í helmingur þjóðarinnar viljað segja EES-samningnum upp.

Lengi var andstaðan við ESB í Noregi borin uppi af landsbyggðarfólki, ekki síst því sem tengist landbúnaði og fiskveiðum, en tök hægri krata á verkalýðshreyfingunni voru sterk svo hún virkjaðist síður í þeirri baráttu. Nú er verkalýðshreyfingin hins vegar almennt andsnúin ESB og í vaxandi mæli andsnúin EES líka. Það er af því að í einu máli af öðru ógnar lagastreymið frá Brussel áunnum réttindum launafólks. Dæmi um slíkt er reglugerð um starfsmannaleigur (vikarbirådirektivet) sem fór með nokkrum harmkvælum gegnum norska þingið sl. vor þrátt fyrir hatramma andstöðu í verkalýðshreyfingunni. Víst er að andstaðan við EES-samninginn er fyrst og fremst frá vinstri þar í landi, ekki hægri.

Þróun mála í kreppunni sýnir hvernig ESB-valdið gerir nú harvítugar árásir á almenning aðildarríkjanna með einhliða tilskipunum í stíl herforingjaráðs. Verkalýðshreyfing sem lengi lét teymast með fyrirheitum um evrópskt velferðarkerfi vaknar upp við vondan draum. Allsherjarverkfall í sex ESB-löndum samtímis (Spáni, Portúgal, Ítalíu, Grikklandi, Kýpur og Möltu) þann 14. nóvember sl. er tákn um nýja tíma.

Eitt sérkennilegasta afrek sitjandi ríkisstjórnar Íslands er að ná að tengja ESB-stuðning við vinstrimennsku.  Það er afskaplega öfugsnúið. Andstaðan við evrópusamrunann kemur úr ýmsum pólitískum áttum. Andstaða hagsmunaafla í landbúnaði og sjávarútvegi getur alt eins komið frá hægri sem vinstri. Andstaða við hugmyndina um myntbandalag sömuleiðis, að ekki sé minnst á andstöðu við þróun í átt til sambandsríkis.

En andstaða við EES-samninginn felur í sér andstöðu við markaðshyggjuna, andstöðu við fjórfrelsið, sjálfan kjarna þess sem hinn sameiginlegi markaður Evrópska efnahagssvæðisins byggist á. Þeirrar andstöðu er fyrsts og fremst að vænta frá vinstri. Reynslan frá Noregi er gott dæmi um það. /ÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvar í heiminum finnst ríki eða ríkjasambönd eins og ESB sem stjórna viðskiptalöndum sínum með eigin lögum. Er þetta ekki að lýsa hugmyndafræði slíkra þjóða sem byggist á að framleiða lög á færibandi og þröngva þeim upp á aðra.

Valdimar Samúelsson, 15.12.2012 kl. 16:40

2 identicon

Andstaðan við ESB-aðild kemur úr ýmsum áttum vegna þess að sérhagsmunagæslumenn eru af ýmsum toga. Þeir eru að hugsa um eigin rass og kæra sig kollótta um hag almennings.

Að því slepptu eru það einkum hægri öfgaöfl eins og rasistar sem eru andsnúin ESB. Í flestum ESB-löndum ber mest á andstöðu frá þeim. Þjóðremba, útlendingahatur og vanmáttarkennd útiloka að þjóðarhagur sé hafður í fyrirrúmi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG held að fólk ætti að skoða ESB hallann á Speglinum, hann er orði svo yfirþyrmandi að ég er hætt að hlusta á hann.  Var samt einn af þeim þáttum sem ég vildi ekki missa af.  En svo bregðast krosstré sem önnur. 

Getur verið að þarna sé um einhverskonar mútur að ræða?  Spyr sú sem ekki veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2012 kl. 18:46

4 identicon

Valdimar, hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tala um ESB-löndin sem viðskiptalönd ESB?

ESB á ekki í neinum viðskiptum. Það er hvert land fyrir sig sem á í viðskiptum, ýmist innbyrðis eða við lönd utan sambandsins.

ESB er ekki ríki heldur samband ríkja. Að sjálfsögðu hefur það sín lög eins og öll ríkjabandalög. Aðildarþjóðirnar sjálfar setja þessi sameiginlegu lög og fylgja þeim.

Þessi lög eru aðeins á takmörkuðu sviði. Að öðru leyti setja löggjafarþing hverrar þjóðar því lög. ESB-þjóðirnar eru allar fullvalda ríki.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:48

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enn og aftur ninnimáttarkennd, MR.Ásmundur!! Gefur þú ekki upp sjúklega minnimáttarkennd þína,(sem er nú ekkert refsiverð), með þeirri fádæma þráhyggju að tilheyra stærra þjóðríki,vinna fyrir það og leggja fósturjörð þína undir,en í henni erum við og miklumst af að vera hreinir og beinir Íslendingar. Litli minn, reyndu að verða stór af eigin rammleik,eins og fjöldinn allur af hæfileikaríkum Íslendingum gerir. Þeim finnst öllum svo notalegt og yndislegt að koma heim og auglýsa það óspart hvaðan þeir eru.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 20:54

6 identicon

Kolbrún, þú ert auðvitað ánægð með Gylfa vegna þess að hann er með allt niður um sig. Það hentar þínum málstað. Hér er góð lýsing á risaklúðri hans: 

http://blog.pressan.is/stefano/2012/12/14/kjarabaratta-asi-a-villigotum/

Taktu eftir að ummælin eru honum síður en svo hliðholl eins og við er að búast.

Ætlarðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 00:34

7 identicon

Athugasemd #6 á ekki að vera hér. Hún er nú komin á sinn stað.

Ásmudur (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 00:40

8 identicon

Jón Ásmundur Frímann er svo iðinn í áróðrinum að hann ruglast á bloggfærslum í asanum.

Merkilegt hvað fíflið heldur að það sé hlustað á hann, þrátt fyrir augljós og síendurtekin merki um annað.

En hann gengur ekki heill til skógar, eins og ætti að vera öllum ljóst. Það eitt að hann puðast eins og trylltur við áróðurinn er skýrt og óneitanlegt merki um þráhyggju á háu stigi.

En hann hefur svo sem tímann í þetta. Liggur í Danmörk á bótum, flúinn frá Íslandi því hann var of óþolandi samlöndum sínum.

Illa steiktur geðsjúkur óskhyggju sturlaður þráhyggjusjúklingur.  Hrokabytta og frekjudolla. Óþolandi lítið fitupeð.

Af hverju er honum ekki hent út??????

palli (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 09:26

9 identicon

Langstærsti flokkur Noregs - hinn vinstri sinnaði Arbeiderpartiet - er enn hlynntur ESB-aðild.

Það er rangt að eitthvað hafi breyst í þeim efnum þó að flokkurinn haldi sig nú til hlés í baráttunni fyrir aðild vegna þess að hún er ekki talin vænleg til árangurs um þessar mundir.

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/Arbeiderpartiet-dropper-EU-soknad-6971904.html

EES-samningurinn er eins fyrir allar EES-þjóðirnar. Þær geta ekki fengið neinar sérlausnir eins og í samningum um ESB-aðild. "Megrun" fyrir Noreg er því ekki inni í myndinni. Að segja upp samningnum kemur í raun ekki til greina af hálfu Norðmanna.

Reyndar er ekki líklegt að ESB sé tilbúið til að endurskoða EES-samninginn þó að allar þrjár EES-þjóðirnar kæmu sér saman um breytingar.

Tvíhliða samningar taka mörg ár og eru alls ekki raunhæf lausn fyrir örríki eins og Ísland. Reynslan í Sviss er heldur ekki góð og því er ekki líklegt að ESB sé tilbúið að endurtaka leikinn við aðrar þjóðir.

Af hálfu ESB er EES hugsað sem áfangi inn í ESB. Frekari þróun EES-samningsins er því ólíkleg.

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 10:16

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Að gefnu tilefni. Þá skal á það bent að eftir áramót (þar sem ég hafði ekki tíma til þess núna í Desember). Þá verður palli hérna, ásamt Ragnari Arnalds (ábyrgðarmaður þessa bloggs) og útgáfufélagi Morgunblaðsins (hýsingaraðili) kært af minni hálfu fyrir það að heimila og leyfa viljandi palla hérna að ausa yfir mig meiðyrðum, hótumum um ofbeldi og fleira í þeim dúr.

Ég mun fara fram á skaðabætur frá öllum aðilum. Auk annara refsinga  sem eru tilgreinar í þeim lögum sem ummæli palla hérna varða. Það verður auðvitað flett ofan af nafnleysi palla í þessu ferli og hann látinn sæta ábyrgð á sínum gjörðum. Ábyrgð Morgunblaðsins og Ragnar Arnalds er sú að báðir aðilar hafa leyft þessu að halda áfram. Þrátt fyrir ýtrekaðar kvartanir og ábendingar af minni hálfu um að þetta væri ólöglegt. Núna er komið nóg af minni hálfu, og ég mun draga línu í sandinn og segi því hingað og ekki lengra.

Ég mun ekki tjá mig meira um komandi dómsmál sem af þessu mun leiða. Góðar stundir.

Jón Frímann Jónsson, 16.12.2012 kl. 12:07

11 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fyrst. Ásmundur. Skilgreindu útlendingahatur nánar. Ert þú að tala um að við öll hötum alla túrista og erlenda viðskiptavini okkar eða ertu að tala um að við hötum fólk af erlendum uppruna sem býr hér á landi. Hvar sérð þú útlendingahatur á Íslandi. Ásmundur svaraðu þessu. Kallar þú það útlendingahatur að vilja ekki flóð af útlendingum inn á okkar atvinnusvæði. Er það það sem þú kallar útlendingahatur. Hatar þú Íslendinga sem vilja verja sitt yfirráðasvæði. Ertu kannski að segja að Ísland sé hlutlaust svæði sem allir mega setjast að. Á ensku eru það kallaðir ''Skwatters'' sem setjast án leyfis á landi annarra. Svaraðu þessu Ásmundur. Viltu að allra þjóða fólk setjist að á Íslandi. Ef ekki þá ert þú mannhatari eftir þinni kenningu.

Valdimar Samúelsson, 16.12.2012 kl. 12:39

12 identicon

Hahaha...

Já, Jón Ásmundur Frímann. Við bíðum öll svakaspennt!!

Þú ert hálfviti. Og þú ausar fúkyrðum sjálfur yfir alla sem gúddera ekki delluna í þér, en svo ef þú færð það sama tilbaka, þá byrjarðu að grenja eins og mesti vælukjói.

Lofaðu samt að leyfa okkur að heyra af því þegar löggan hlær að bullinu í þér. Þú verður að segja okkur frá því, er það ekki?

Þú átt alveg ferlega bágt, maður. Vonandi hættirðu ekki við. Kanski lærirðu eitthvað af þessu, litli geðsjúklingur.

Það er alveg með ólíkindum hvað þú ert illa steiktur í hausnum.

palli (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 13:38

13 identicon

HAHAAHAHAA!!!

Tékkið á þessu

http://www.jonfr.com/?p=7328

Litla viðrinið okkar vælir á eigin bloggi. Einhver vitiborinn maður reynir að tala við hann í ummælunum, og þá er hann líka orðinn sökudólgur, og það skal sko bara kæra hann líka!!!

HAHAHAHAHA!!!

Þú ert svo stjarnfræðilega ruglaður einstaklingur, Jón Ásmundur Frímann. Þú ert alveg í eigin deild. Hvað í veröldinn gerðist fyrir þig???

Og þessi maður hefur þekkt til þín til fjölda ára, og hann kannast alveg við dellugrautinn sem vellur upp úr þér, greinilega til fjölda ára.

Þú þarft að leita þér hjálpar, kallinn. Þú átt við stór og djúpstæð sálfræðilega vandamál að stríða, augljóslega.

Og nákvæmlega eins og þessi maður segir við þig, þá væri alveg hægt að kæra þig tilbaka fyrir nákvæmlega sömu atriði og þú ert að væla yfir.

Hahahahaha!!! Þvílíkur rugludallur!!

Athugaðu líka að þú gætir kanski bara kært lögregluna þegar hún hlær að vitleysunni í þér, og bara alla dómara og alla sem eru ekki sammála geðveikinni sem lekur út úr þér viðstöðulaust!!

HAHAHAHA!!!!

Þvílíki mannlegir brandarinn!!!  Stoðkerfi fyrir heilaskemmdir. Það er allt sem þú ert.

palli (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 13:48

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð hefur nú ekki alltaf verið mjúkmál í orðahnippingum við Jón Frímann svona hér og þar á blogginu og gæti þess vegna verið á sakalistanum hans.

En ég hjó eftir því á hans eigin bloggsíðu að þar segir Jón Frímann: "Þá er loksins orðið ljóst að það borgar sig að kæra vefi eins og Vinstri vaktina gegn ESB"

Jahá, það borgar sig!

Að gróðavoninni slepptri, segi ég nú bara eins og "enskurinn":

"If you can´t stand the heat, get out of the kitchen".

Kolbrún Hilmars, 16.12.2012 kl. 16:15

15 identicon

Hárrétt ákvörðun hjá Jóni Frímanni að kæra. Það sem hér viðgengst fer langt út yfir öll velsæmismörk og hefur ekkert með tjáningarfrelsi að gera.

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 17:33

16 Smámynd: Elle_

Stórkostlegir nú hinn svokallaði Ásmundur og Jón Frím.  Níðingslegastir í síðunni og um langt skeið.  Og ráðast báðir á blásaklaust fólk fyrir það eitt að kæra sig ekkert um brusselska yfirtökuveldið.  Og Jón Frím. skrifar líka níð í eigin síðu.  Jón Frím. hótar endalausum kærum og hinn tekur undir.  Það var og.

Elle_, 16.12.2012 kl. 19:40

17 Smámynd: Elle_

Og hinn svokallaði Ásmundur gat ekki svarað spurningu Valdimars að ofan eftir enn einn skítlega orðaflaum sinn gegn saklausu fólki í no. 2 að ofan.  Nei, þessir níðingar vilja kæra, kæra, kæra.  Það verður bíó að fylgjast með hinum svokallaða Ásmundi spúlað út úr vígholu sinni.

Elle_, 16.12.2012 kl. 23:17

18 identicon

Mórallinn hér er í líkingu við það sem gerist meðal ofsatrúarfólks í vanþróuðum ríkjum. Þar eru konur jafnvel dæmdar til dauða fyrir að vera nauðgað.

Hér eru fórnarlömb andlegra ofbeldisglæpa úthrópaðir glæpamenn og lýst yfir sakleysi ofbeldismanna. Það verður varla sokkið mikið dýpra í siðblindu.

Mórall Elle er algjörlega á skjön við almennt siðgæði á Íslandi. Getur verið að það eigi sér skýringar í erlendum uppruna hennar?

Elle Ericson finnst ekki í þjóðskrá, Íslendingabók né símaskrá.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 08:22

19 identicon

"...eigi sér skýringar í erlendum uppruna hennar?"

Áttu anstæðingar ESB aðlögunar ekki að vera þjóðremburnar??

Og hvað veit Jón Ásmundur Frímann um almennt siðgæði á Íslandi? Þroskaheft lítið fitupeð sem enginn þoldi á landinu og endaði á að flýja til Danmerkur.

Nei Elle, þetta er sami ruglaði einstaklingurinn. Taktu eftir hvað "þeir" eru báðir nákvæmlega eins stjörnubilaðir, en líka sömu ranghugmyndirnar, sama framkoma, sama veruleikafirringin á sjálfan sig og aðra.

Þetta er litla þroskahefta fíflið okkar Jón Frímann. Sénsinn líka að Jón Frímann myndi bara allt í einu þagna, miðað við heilaþvottinn, og "Ásmundur" byrjar að blaðra sömu delluna. Hann kemur þó við og við til að reyna að plata okkur og segja við sjálfan sig að hann sé klárari en aðrir. Það er allt sem þetta fífl gerir, syndir dýpra í sinni veruleikafirringu því hann getur ekki horfst í augu við sjálfan sig. Hann er svo ótrúlega bilaður í hausnum. Þetta er týpan sem mun aldrei geta efast um sjálfan sig og eigið ágæti. Það er bara ekki hægt. Sálfræðilegar ástæður, án efa tengt hans þroskahefta ástandi.

Gott dæmi er hér að ofan. Skrifar undir dulnefni gagnrýni á aðra um að viðkomandi finnist ekki í þjóðskrá.

Náunginn er sturlaður. Týndur í eigin geðveiki.

palli (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 09:51

20 Smámynd: Elle_

Vá, segi ég nú bara.  Við ísl. andstæðingar yfirtöku Brusselveldisins yfir landinu erum sko útlendingahatarar og allavega þjóðrembur, en ef við skyldum vera af útlendum ættum erum við hvað??  Vorum við að tala um siðblindu?  Það er vægt fyrir þessa menn, þeir eru siðvilltir.

Elle_, 17.12.2012 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband