Fulltrúar Íslands á tali við CNN
14.12.2012 | 11:25
Vefútgáfa CNN birtir nú viðtöl við tvo íslenska ráðamenn, þá Ólaf Ragnar Grímsson forseta og Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra. Bæði eru athyglisverð og hafa verið gerð nokkur skil í íslenskum miðlum, sjá hér og hér.
Ólafur Ragnar leggur áherslu á að staða Íslands er sterkari utan ESB og að hagsmunir okkar séu að standa sjálfstæð.
Steingrímur J. ræðir einnig ESB og þá eðlilega í samhengi við makrílinn sem herjar lengra og lengra inn í íslenska lögsögu. Og ráðherrann telur engan vafa á að hörð viðbrögð ESB í deilunni geti spillt aðildarferlinu. Allt sem Steingrímur segir í þessu er rétt.
En tónn ummælanna hlýtur að valda heilabrotum. Er CNN að tala við tvo ESB andstæðinga? Spyr sá sem ekki veit.
Við upphaf umsóknar Íslands um aðlögun að ESB voru uppi svardagar um það að stjórnarflokkarnir myndu hvor í sínu lagi berjast fyrir sínum málstað. Framan af lét Steingrímur sem langsterkasti talsmaður VG í sér heyra að hann væri andvígur aðild.
Það að makrílmálið losi okkur undan ESB helsinu ætti ekki að vera ESB andstæðingum harmsefni!
Athugasemdir
Bullið í Ólafi Ragnari í erlendum fjölmiðlum er þjóðarskömm.
Það var engin ákvörðun tekin um að láta bankana fara í þrot. Ríkisstjórnin og seðlabankinn reyndu að koma í veg fyrir það með erlendri lántöku en komu alls staðar að lokuðum dyrum. Fall bankanna var því óhjákvæmilegt.
Að tala um bankahrunið sem einhverja fyrirmynd til eftirbreytni fyrir ríki með miklar ríkisskuldir er fáránlegt. Íslenska ríkið skuldaði nánast ekkert fyrir hrun. Bankarnir voru einkafyrirtæki.
Skuldir einkafyrirtækja afskrifast við gjaldþrot þeirra. Ríkisskuldir er hins vegar ekki hægt að afskrifa. Það má hins vegar reyna að semja um lækkun þeirra við lánveitendur.
Hrægammasjóðir ljá þó ekki máls á slíkum afskriftum. Þeir kaupa upp skuldabréf skuldugra ríkja í stórum stíl.
ÓRG hefur auðvitað ekkert með það að gera hvort stofnaður verði olíusjóður. Fyrst er að finna olíuna, síðan að sjá hvort einhver hagnaður verði af vinnslu hennar. Ekki veitir af að grynnka á skuldum ríkisins áður en farið er að huga að olíusjóði.
Er eitthvert 2007 æði runnið á forsetann?Ásmundur (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 16:35
>Ólafur Ragnar Grímsson forseti kann fullveldisrökin afturábak og áfram. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. veitti ekki af tilsögn á Bessastöðum.<
Ofanvert skrifaði Páll Vilhjálmsson. Það mætti Ási lesa svona 190 sinnum, með núverandi ríkisstjórn, og fara skríðandi á Bessastaði.
Elle_, 14.12.2012 kl. 17:55
Ég er afskaplega ánægð með að hafa Ólaf Ragnar sem forseta á Bessastöðum. Það er bullið í ESB sinnum sem ég óttast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2012 kl. 20:45
ekki gleyma því að ORG var kosinn með MINNA en 50% atkvæða og var kvaddur í kosningu af NEI sinnum
Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:44
Elle, áttu við að Ólafi Ragnari fyrirgefist bullið af því að hann kann "fullveldisrökin" aftur á bak og áfram?
Ólafur er einfaldlega ómarktækur. Meira mark er takandi á David Cameron, forsætisráðherra Breta, sem þvert á móti telur mikið fullveldisafsal felast í því að ganga úr ESB og gerast aðili að EES-samningnum.
Skoðun Cameron er í samræmi við niðurstöðu norskrar sérfræðinganefndar um að meira fullveldisafsal fylgi ESB-aðild en EES-samningnum.
Þér er því alveg óhætt að hætta þessu tuði um fullveldisafsal vegna ESB-aðildar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 00:06
Eftir að flokkar aðildarsinna fóru að metast á um kjörfylgi,hafa allir þagnað nema þú Rafn. Kjósendur ÓRG. gerðu það sem þurfti,enda var ekki kosið um annan tveggja,heldur marga.Sýnist prófkjörin hjá stjórnarflokkunum fjári rýr í % talið,miðað við stærsta flokkinn.
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 00:19
Þú ert eins og aumur elskari, sem trúir að þitt framlag geri aðra hamingjusama,Ásmundur og reynir að vitna í einhverja aðra út í heimi.
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 00:24
það er ekki slæmt að vera einn að benda á það augljósa. niðurstaðan er samt. ORG er forseti með minna en 50% atkvæða á bak við sig
Rafn Guðmundsson, 15.12.2012 kl. 00:27
sérstklega málefnalegt hjá þér Helga.
Rafn Guðmundsson, 15.12.2012 kl. 00:31
við já sinnar ætlums ekki til annars af ykkur Nei sinnum Helga
Rafn Guðmundsson, 15.12.2012 kl. 00:32
Já þú meinar!! Það bítur!
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2012 kl. 00:53
Síðan hvenær er 52.78% atkvæða minna en 50% atkvæða á bakvið ORG?
Næst ættla þessir jásinnar að telja fólki í trú um að svart sé hvít og rautt sé grænt?
Heimild tekin frá http://www.ruv.is/forsetakosningar/kannanir-og-urslit
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 15.12.2012 kl. 08:08
Já og hvað eru mörg prósent þjóðarinnar hlynnt áframhaldandi aðlögun að ESB?
Og svo er þetta pakk að væla um forsetakjör Ólafs og talandi um prósentur???
Maður þarf að vera illa veruleikafirrtur og sturlaður, til að vera jafn upphafinn og blindur á sjálfan sig.
Allir ESBsinnar eiga það sameiginlegt að vera hrokabyttur, frekjudollur og alveg fokking súperheimskt lið.
palli (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 09:07
Rafn, Ólafur forseti var með YFIR 50% á bak við sig. Hafðu það eins og það var. Hitt ætti þó ekki að skipta máli, hann keppti við 5 aðra og sigur hans var mikill. Hann vann þó það sé erfitt fyrir ykkur. Í löglegum kosningum, ekki skoðanakönnun eins og í stjórnarskrárrústun Jóhönnu og co.
Elle_, 15.12.2012 kl. 11:04
Já-sinnar við Brusselfáráðinu og ICESAVE hafa allan tímann blekkt og logið og sagt að hvítt væri svart og öfugt.
Elle_, 15.12.2012 kl. 11:07
Sögufölsun ÓRG í fjölmiðlum erlendis er þjóðarskömm.
Þrátt fyrir að hrun krónunnar hafi eyðilagt fjárhag heimila og lagt fyrirtæki í rúst talar hann um hrun krónunnar sem bjargvætt þjóðarinnar. Er hægt að sýna fórnarlömbunum meiri lítilsvirðingu?
ÓRG segir eftirspurn eftir útflutningsvörum okkar hafa aukist við gengishrunið. Verð á fiskafurðum lækkaði ekkert vegna hrunsins. Framboð var takmarkað og hefði allt selst á sama verði hvort sem var hrun eða ekki. Eina breytingin var að hagnaður útgerðarfyrirtækjanna jókst upp úr öllu valdi á kostnað almennings.
Sömu sögu er að segja um álútflutning, þó með þeim mun að aukinn hagnaður álfyrirtækjanna fer allur úr landi enda eigendurnir erlendir.
Að því er varðar ferðaþjónustuna er málið flóknara. Enginn vafi er á því að margir ferðamenn komu til landsins vegna lægra verðlags eftir hrun. En tekjur af þeim valda miklum vonbrigðum. Þetta er mest fólk sem eyðir litlu.
Það er erfitt að meta að hve miklu leyti aukning ferðamanna er vegna lægra verðlags eða vegna eldgosa sem hafa vakið heimsathygli.
Ef verðlag hefði verið hærra hefðu ferðamenn þó verið færri en þeir hefðu eytt meiru. Þeir hefðu eytt meiru vegna þess að verðlag hefði verið hærra en einnig vegna þess að þeir hefðu keypt meira. Það er því ekki víst að tekjurnar hefðu orðið neitt minni.
Þá hefði náttúruperlum verið hlíft en aukinn ferðamannastraumur hefur valdið miklu álagi á þær. Við verðum að gæta þess að valda ekki óbætanlegum skaða á náttúru landsins.
Fyrir mér liggur það algjörlega í augum uppi að tjón af völdum gengishruns krónunnar er miklu meira en ávinningur.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 12:05
Kosningaþátttakan í forsetakosningum 2012 var aðeins 69.3%. ÓRG fékk því stuðning 36.65% (52.78*0,693) kosningabærra einstaklinga.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 12:30
Ólafur forseti vann. Það er ekkert flóknara en það. Þið bara haldið ykkur við ykkar sögufölsun. Verst fyrir ykkur að enginn trúir ykkur nema 1 - 2 af sama sauðahúsi.
Elle_, 15.12.2012 kl. 12:38
Það er enginn að efast um að Ólafur hafi unnið kosninguna.
Það breytir þó ekki því að aðeins 36.6% kosningabærra Íslendinga sáu ástæðu til að lýsa yfir stuðningi við hann.
En Elle fer auðvitað létt með að vera í afneitun gagnvart þessari staðreynd eins og svo mörgum öðrum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 13:02
Ásmundur með sitt 85% efnahagsbull eins og venjulega, fullyrðir eins og bókstafstrúarmaður sem veit ekkert um hagfræði, og það er nóg af þeim í opinberri umræðu hér heima.
Annarser þetta fullkomlega rétt hjá Ólafi Ragnari, staðan okkar er mun sterkari utan ESB. Þenkjandi fólk veit það og skilur.
Bragi, 15.12.2012 kl. 14:07
Hey Ási, lestu bara það sem Palli skrifaði að ofan:
Já og hvað eru mörg prósent þjóðarinnar hlynnt áframhaldandi aðlögun að ESB?
Og svo er þetta pakk að væla um forsetakjör Ólafs og talandi um prósentur???
Maður þarf að vera illa veruleikafirrtur - - -
Verð nú bara að segja að ég er alveg sammála þessu frá honum. Þið geltið um prósentur í sambandi við forsetann og heimtið með frekju og yfirgangi að halda við ólýðræðislegri ofbeldisumsókn gegn vilja um 70% þjóðarinnar. Það er veruleikafirring. Þú bara heldur sögufölsuninni ykkar við, fyrir daufum eyrum.
Elle_, 15.12.2012 kl. 14:20
Skoðanakannanir um fylgi við ESB-aðild koma forsetakosningum ekkert við. Hér því verið að drepa málum á dreif í stað þess að viðurkenna mistök.
Auk þess ber maður ekki saman skoðanakannanir og kosningar, allra síst þegar ekki er ljóst um hvað verður kosið.
En úr því að verið er að tala um skoðanakannanir um ESB-aðild er rétt að rifja upp að rúmlega 30% aðspurðra höfnuðu aðild. Flestir tóku ekki afstöðu eins og vonlegt er þegar samningur liggur ekki fyrir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:05
Þér er einfaldlega ekki viðbjargandi, Jón Ásmundur Frímann.
Þú ert geðsjúkur einstaklingur. Þú ættir að leita þér hjálpar.
palli (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.