Að fortíð skal hyggja þá framtíð skal byggja

Saga samskipta Íslands og Evrópusambandsins í röska tvo áratugi verðskuldar rækilega úttekt og rannsókn á því hvernig á íslenskum hagsmunum hefur verið haldið gagnvart ESB allan þennan tíma. Núverandi staða í aðildarviðræðum Íslands við sambandið kallar á hlutlæga úttekt til að þjóðin nái á næstu árum að fóta sig á því svelli sem hún hefur verið teymd út á af kjörnum fulltrúum sínum.

Liður í slíkri rannsókn þarf að varða aðkomu stjórnmálaflokka og einstakra forystumanna að „Evrópumálum" á þessu skeiði, Alþingi sem stofnun ekki undanskilið sem og hlutur utanríkisþjónustunnar á þessu sviði. Inn í þróun atburða hafa jafnframt spilað hugmyndaleg tengsl stjórnmálaflokka á vettvangi Norðurlanda og víðar um álfuna og hafa þarf þau í huga við athugun á atburðarás síðustu árartuga.

Evrópusambandið er stofnun sem færst hefur stig af stigi í átt að ríkjasambandi á kostnað sjálfsstæðis aðildarríkja sinna allt frá tilkomu Rómarsáttmálans 1958. Gömlu stórveldin Frakkland og Þýskaland hafa frá upphafi verið í lykilhlutverki og hefur það komið æ betur í ljós í núverandi kreppu sambandsins. Evrópusambandið endurspeglar öðru fremur hagsmuni þessara stórvelda og þar er hvert skref yfirvegað og stutt síðan af býrókrötunum í Brussel og Dómstólnum í Lúxemborg. - Smáríki eins og Ísland þarf að sama skapi að sýna aðgæslu og fyrirhyggju í samskiptum við slíkan risa, átta sig á markmiðum hans og þá jafnframt á eigin grundvallarhagsmunum. Á þetta hefur mjög skort allt frá aðdraganda samningsins um Evrópska efnahagssvæðið 1989. 

Flokkar sósíaldemókrata og samband þeirra hafa leikið stórt hlutverk á þessu skeiði, Alþýðuflokkurinn íslenski og Samfylkingin ekki undanskilin. Jacque Delors hinn franski var ásamt norskum og sænskum krötum í lykilhlutverki í aðdraganda útvíkkunar Evrópubandalagsins (EB) og ummyndun þess í Evrópusamband (ESB) með Maastricht-sáttmálanum 1992. EES-módelið átti aðeins að verða stuttur millileikur í inngöngu Norðurlanda, til viðbótar við Danmörku, í hið nýja samband á grundvelli „fjórfrelsis". Það gekk eftir hvað Svíþjóð og Finnland áhrærði, en strandaði naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu í Noregi 1994. Hérlendis var EES-aðild Íslands nuddað í gegn af Jóni Hannibalssyni í tveimur ríkisstjórnum, en var af hans hálfu og Alþýðuflokksins aðeins hugsað sem áfangi á leið til fyrirheitna landsins.

Það er umhugsunarefni að í dag nýtur ESB-aðild aðeins fylgis lítils minnihluta norskra kjósenda og EES-samningurinn sætir vaxandi gagnrýni þarlendis sem samskiptamódel við ESB til frambúðar. Eftir að íslenskir kratar og handlangarar þeirra í núrverandi ríkisstjórn hafa verið kveðnir í kútinn með ESB-aðildarþráhyggjuna þurfa menn að ráðast í það verk að endurmeta EES-böndin og knýja að minnsta kosti fram endurskoðun á alvarlegustu annmörkunum sem tjóðra Íslendinga við regluverkið frá Brussel.

HG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð tekur heilshugar undir þennan pistil.

Það hefur einnig verið athyglisvert að fylgjast með málflutningi ESB sinna þegar þeir sjálfir hafa bent á ófullkomleika EES samningsins - að vísu   eingöngu í þágu áróðursins um ESB aðild, sem er hið stærra hagsmunamál þeirra.

Því má ætla að ESB sinnar verði ekki mótfallnir því að endurmeta EES samninginn þegar ESB aðild hefur verið hafnað.

Eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 9.12.2012 kl. 13:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2012 kl. 14:52

3 identicon

Hefur Vinstrivaktin ekki aðgang að fólki sem þekkir til ESB? Eða er það  einfaldlega markmiðið að blekkja?

Að rannsaka samskipti Íslendinga við ESB tuttugu ár aftur í tímann væri ekkert annað en fáránleg og örvæntingarfull tilraun til að gera litið úr ESB og þeim Íslendingum, sem hafa átt samskipti við það, með það að markmiði að koma í veg fyrir aðild.

Hvers vegna skyldu stjórnvöld í öllum ríkjum Evrópu (að örríkjunum með innan við 100 þúsund íbúa undanskildum), sem uppfylltu skilyrðin, hafa mælt með inngöngu i ESB og aðeins tvö þeirra ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera þar fyrir utan?

Það er mikil fífldirfska þegar minnsta þjóðin þykist vita betur. Í raun er það hlægilegt. Engin þjóð hefur jafnmikinn hag af ESB-aðild og Íslendingar, vegna smæðar þjóðarinnar og vegna ónýts gjaldmiðils. 

Hvers vegna er verið að snúa hlutunum á hvolf og segja að ESB hygli Þýskalandi og Frakkland þegar staðreyndin er sú mörgum miklu minni ríkjum hefur vegnað þar miklu betur, sbr:

http://www.oecdbetterlifeindex.org/topics/life-satisfaction/

Það er auðvelt að skilja hvers vegna smáþjóðum vegnar vel í ESB. Á meðan Íslendingar vilja sama atkvæðarétt fyrir alla landsmenn á Alþingi myndum við fá 12.5 sinnum fleiri þingmenn en íbúafjöldinn segir til um á Evrópuþinginu.

Þó að atkvæði í ráðherraráðinu skiptist eftir íbúafjölda er hagur minni ríkja einnig vel tryggður þar. Það er gert með kröfu um aukinn meirihluta atkvæða en þó sérstaklega með því að að 55% þjóða verða að samþykkja mál svo að þau nái fram að ganga.

Þannig er ekki bara komið í veg fyrir að nokkur af stærstu ríkjunum geti með samstöðu ráðið mestu heldur opnast sá möguleiki að Ísland nái máli í gegn með stuðningi lágmarksfjölda ríkja, rétt eins og Þýskaland, ef atkvæðin skiptast þannig.

Ísland hefur alla möguleika á því að hafa mikil áhrif í ESB ef þangað velst hæft fólk. Við eigum nóg af því.

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.12.2012 kl. 22:23

4 identicon

Jájá, Jón Ásmundur Frímann, kominn tími til að endurtaka nokkrar dellumöntrur. Hvað gerir þú annars annað en það?

Erum við að fá svo góða díl á að selja okkar fullveldi og sjálfstæði, að við getum náð 0,8% vægi inn í ESB!!!  Váááá, Jón Ásmundur!!

Þessi áróður hjá þér hefur gengið svakalega vel hingað til, er það ekki? Það hlýtur að vera ástæðan af hverju þú heldur geðbiluninni áfram? Ef þetta væri ekki að hafa neinn árangur, þá værirðu varla að halda áfram og áfram og áfram og áfram, er það nokkuð? Það væri merki um að eitthvað væri að í hausnum á þér. Eins og Einstein sagðir, þá er skilgreiningin á geðveika að endurtaka sama leikinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðum.

Þú ert alveg rosalega sorglegur lítill fábjáni. Merkilegast er að þú hlýtur að halda að fólk sé að taka þig marktæka, að þú sért ekki fyrir löngu og margoft búinn að opinbera eigin sálarástand, bara með því að halda þessari dellu áfram og áfram og áfram. Þú ert illa haldinn þráhyggju, augljóslega, enda kolbilaður einstaklingur sem þurfti að flýja Ísland í leit að e.k. lífi, því það var enginn sem þoldi hrokann og frekjuna í þér. Þroskaheftur fábjáni, og alveg óhugnarlega ofurheimskur.

Ef ég væri jafn heimskur og þú, þá myndi ég stökkva fram af kletti. En ef ég væri það, þá fattaði ég auðvitað ekki hvað heimskur ég væri. Er það kanski það sem þú fattar ekki, af hverju allir segja þér að hypja þig, af hverju allir eru komnir með ógeð á þér, af hverju þú getur ekki eignast vini á Íslandi? Það er nefnilega ekki út af öllum hinum, það er út af þér.

Þú ert gangandi stoðkerfi fyrir heilaskemmdir.

palli (IP-tala skráð) 10.12.2012 kl. 06:04

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þegar talað er um smáþjóðir - sem vegni vel innan ESB, hvort er þá átt við landsstærð eða fólksfjölda?

Gúgglaði eftirfarandi:

Malta.......... íbúafjöldi 402.000 .......... land  316 ferkílómetrar

Lux ............ íbúafjöldi 440.000 .......... land 2586 ferkílómetrar

Kýpur.......... íbúafjöldi 839.000 .......... land 9251 ferkílómetrar

Írland ........ íbúafjöldi 6.400.000 ....... land 84.421 ferkílómetrar

Belgía ........ íbúafjöldi 11.000.000 ..... land 30.528 ferkílómetrar

Fjölmennustu löndin af ofantöldum í ESB eru Kýpur, Írland og Belgía, sem hafa jafnframt stærsta landssvæðið.    Löndin þrjú eru í fjárhagsvandræðum.

Til samanburðar:

Ísland ....... íbúafjöldi 320.000 ........... land 103.001 ferkílómetrar

Hvort er það fámennið eða landssmæðin sem ræður velmegun innan ESB?

Gæti skipt máli fyrir Ísland - miðað við tölurnar að ofan.

Kolbrún Hilmars, 10.12.2012 kl. 19:22

6 identicon

Kolbrún, þjóð er fólkið sem býr í landinu (og er af innlendu þjóðerni) svo að það er átt við íbúafjölda. Aðeins Lúxemborg og Malta eru á þennan mælikvarða af sömu stærðargráðu og Ísland.

Þetta eru örþjóðir sem hefur vegnað mjög vel í ESB. Malta tilheyrir þó Suðurrevrópu sem almennt er talin illa leikin. Kýpur myndi einnig teljast til örþjóða en þar hefur gengið verr vegna náinna tengsla við Grikkland.

Dæmi um smáþjóðir eru Danmörk Finnland og Írland sem eru þó margfalt fjölmennari en örþjóðirnar.

Þegar það er skoðað hve vel þjóðum gengur í ESB eftir stærð kemur í ljós að örþjóðum og smáþjóðum gengur oftast betur en þeim stærri.

Stærstu fjórar þjóðir evrusvæðisins eru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Tvær þeirra eru í tómu tjóni. Frakkar eru einnig í erfiðleikum.

Það er því ljóst að það á ekki við nein rök að styðjast að litlar þjóðir eigi erfitt uppdráttar í ESB, öðru nær.

Það er meiri fengur fyrir litlar þjóðir að ganga í ESB en stærri meðal annars vegna þess að þannig fá þær stöðugan gjaldmiðil. Þetta á sérstaklega við um örþjóðirnar. Fyrir þær er þetta lífsspursmál.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband