Versta leiðin í boði VG

Fregnir af endurkomu Árna Þórs Sigurðssonar í lið ESB andstæðinga eru því miður á misskilningi byggðar. Af viðtali við þingmanninn fyrst hjá RÚV og síðan Morgunblaðinu í morgun er ljóst að honum er ekki í hug að afturkalla umsóknina sem væri þó eina leið VG til að endurvekja traust. 

Þess í stað boðar formaður utanríkismálanefndar að hægja á ferlinu og draga úr vinnu við það vegna þess að stjórnmálamenn verða uppteknir við kosningar. Þetta sé atriði sem þurfi alls ekki að tikynna ESB!

Minnst af vinnu við aðlögun Íslands að ESB er í höndum stjórnmálamanna heldur er málið í farvegi ráðuneyta sem oft hafa meiri frið til starfa þegar líður nær kosningum og ráðherrar eru út um borg og bý í atkvæðasmölun. Vorþing síðast fyrir kosningar er alla jafna ekki til mikilla afreka sennilegt og eftir því rólegt í ráðuneytum.

Í gær samþykkti Alþingi að heimila áframhaldandi fjáraustur ESB inn í landið í formi aðlögunarstyrkja og með fjárlögum nú er í reynd gert ráð fyrir að ferlið standi í að minnsta kosti 2-3 ár í viðbót. Á sama tíma flæðir inn fé sem mjólkað er af misblönkum ESB borgurum.

Versta leiðin nú er að setja umsóknina í þykjustu stopp eins og fyrirhugað er. Málið er þá áfram galopið eftir kosningar og ESB sinnað embættismannakerfi hefur opið spil til að vinna að aðlögun. Krafa okkar ESB andstæðinga er alger stöðvun viðræðna og styrkja frá ESB. Málið verði síðan ekki tekið upp aftur nema með formlegri samþykkt þjóðarinnar. /-b.


mbl.is Ferlið jafnvel lagt til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar að Árni vilji ekki tala um ESB fyrir kosningar?

Það "meikar sens", eins og þeir segja.

Fátt verra fyrir sitjandi þingmann VG, sem vill fá að halda vinnunni, að tala mikið um ESB næstu mánuði.

Annars skiptir þetta ekki máli, Árni fær ekki að halda vinnunni, og þó svo að hann slysasðist inn, þá verður hann áhrifalaus það sem eftir er af pólitíska ferlinum.

Við heyrum næst af honum, þegar næsta stjórnarandstaða þarf að halda uppi málþófi.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband