Bankasamband ESB á brauðfótum
5.12.2012 | 12:03
Þegar ESB og evran lenda í erfiðleikum virðist alltaf vera sama leiðin út úr vandræðunum. Hún er sú að auka miðstýringu hvort sem er í ríkisfjármálum eða bankamálum, búa til nýjar stjórnunareiningar, nýja sjóði og stærra bákn.
Stærsta mál ESB í haust er svokallað bankasamband. Það átti að vera samevrópkst bankaeftirlit með sex þúsund bönkum í álfunni, sameiginlegum björgunarsjóði og innstæðutryggingasjóði. En nú þykir mörgum Evrópuþjóðum greinilega komið nóg og eins og staðan er eftir fundahöld í gær virðast áform um bankasamandið vera að renna út í sandinn, að minnsta kosti í upprunalegri mynd.
Svíar vilja ekki samþykkja tillögurnar um stofnun bankasambandsins. Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, segir að það sé alls óljóst hvaða áhrif sjóðurinn muni hafa á skattgreiðendur í Svíþjóð. Það er auk þess ósætti milli evrulanda og annarra ESB-landa eins og Svíþjóðar um hvernig þessum málum skuli komið fyrir. Þau ríki sem hafa ekki viljað taka upp evru vilja ekki vera áhrifalaus ef bankasambandið verður að veruleika, enda eru t.d. sænskir bankar með starfsemi í mörgum evrulöndm. Í öllu falli hefur Borg fjármálaráðherra Svíþjóðar fullan stuðning sænska þingsins til að standa gegn áformum um stofnun bankasambandsins, en öll ESB-ríki þurfa að samþykkja áformin svo að þau verði að veruleika. Með bankasambandinu yrðu mikil völd til viðbótar færð til Seðlabanka Evrópu, ECB. Bankinn hefur þegar gífurleg völd, sem hafa aukist með bankakreppunni í Evrópu, eins og sést á því að bankinn er kominn út fyrir upprunalegt starfssvið sitt með stórfelldum uppkaupum á skuldabréfum aðildarlandanna.
Það virðast helst vera Frakkar sem tala fyrir bankasambandinu um þessar mundir. Yfirleitt fara mál ekki í gegn nema Frakkar og Þjóðverjar beiti sér fyrir þeim í sameiningu. Nú er svo komið að meira að segja Þjóðverjar eru á móti bankasambandinu. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lét þannig hafa eftir sér í gær að enginn hafi trú á því að þetta bankasamband komi til með að virka.
Það verður því ekki annað séð en að bankaeftirlit muni verða þjóðbundið í álfunni enn um sinn. Wolfgang Schäuble krefst þess að stjórnsýslan í kringum Seðlabanka Evrópu verði skýrð betur og að bankinn haldi sig betur við sitt upprunalega hlutverk, það er að stýra peningamálum og stuðla að stöðugleika í verðlagi. Ef bankinn ætti einnig að hafa eftirlit með bankakerfi í Evrópu þá þyrfti að skilja það hlutverk mun betur frá upprunalegu meginhlutverki bankans. Hugmyndirnar um bankasambandið skortir alla lýðræðislega réttlætingu, segir þessi valdamesti fjármálaráðherra í álfunni. Það er greinilegt að meira að segja Þjóðverjum þykir nóg um þann lýðræðishalla sem þegar er fyrir í ESB.
Það er því ekki útlit fyrir að samþykkt forystumanna ESB-landanna í október síðastliðnum um að regluverkið fyrir bankasambandið verði tilbúið á árinu nái fram að ganga. Úrslitatilraunin verður reyndar gerð á fundi fjármálaráðherra ESB-landa 12. þessa mánaðar. Það er síðasti séns forystumanna ESB til að bjarga andlitinu í þessum málum - ein þeir hafa jú sett á sig margar grímur svo ekki er öll nótt úti fyrir þá. En skattgreiðendur í álfunni eru margir hverjir uggandi.
SJS
Sjá meðal annars hér: http://www.europaportalen.se/2012/12/sverige-inte-ensamt-i-kritik-mot-bankunion
Athugasemdir
Ég mundi heldur passa mig á hvaða flokk þú ætlar að fara í næst þar sem VG er á brauðfótum ekki ESB. Þvílík minnimattar og þjóðarræpa frá ykkur alltaf.
Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 15:12
Ekki skildi ég ofanvert rudda-comment. En er SJS undir pistlinum nokkuð Steingrímur J? Það mundi fæla mig frá að lesa Vinstrivaktina.
Elle_, 5.12.2012 kl. 23:08
Það versta við íslenska ESB-sinna er að þeir hafa ákveðna hugmynd um hversu slæmt efnahagsástandið er hér heima fyrir og ýkja það (að hluta til vegna ýkts fréttaflutnings), meðan á sama tíma þeir hafa ekki hugmynd um hversu slæmt efnahagsástand er í sjálfu sambandinu, og ef þeir fá einhvers konar uppýsingar um það, þá gera þeir lítið úr því með að benda á ýkt efnahagsvandræði Íslands. Hringurinn fullkomnaður.
Það gerist á sama tíma og efnahagsvandræði sambandsins eru mun alvarlegi en hér heima fyrir.
Bragi, 5.12.2012 kl. 23:14
Hvort er þetta vont eða gott?
Nei, eg bara spyr.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.12.2012 kl. 00:09
Ýktur/oft rangur fréttaflutningur viðgengst aðeins í stóru fjölmiðlunum á Íslandi. Þannig að hér vinna fullveldiselskandi Íslendingar launalaust við að flytja raunsannar fréttir frá meginlandi Evrópu,eins og viðbrögðum aðildarríkja ESb., gegn miðstýringarvaldi þess í banka og fjármálum. Þau eru mörg hver búin að fá nóg af hugmyndunum, eins og um bankasamband.Fjármálaráðherra þýskalands Wolfgang Skcäuble,er nú enginn aukvisi,en trúir ekki á að það muni virka. Er þess getið á RUV.?’ Hvenær fáum við sem borgum þessum miðli,aftur eðlilegar fréttir sem skýra hlutlaust frá staðreyndum,einkum þeim er varða okkur? Hvers á þessi þjóð að gjalda að þola þennan blinda áróður. Vorið kemur bráðum!!
Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2012 kl. 01:28
Spurningin um ESB-aðild Íslands eða ekki er spurning um tvo valkosti.
Annar kosturinn er að vera ein á báti, með ónýta krónu í höftum, án bandamanna og að miklu leyti einangruð frá Evrópu. Gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum.
Við munum þó væntanlega geta heimsótt Evrópulönd sem ferðmenn ef við höfum gjaldeyri til þess. Þeim mun þó væntanlega fækka verulega sem hafa efni á því.
Hinn kosturinn er að ganga í ESB, taka upp evru og fá full borgaraleg réttindi í flestum Evrópulöndum.
Við það verða viðskipti við önnur lönd frjáls, stöðugleiki kemst á og samkeppnishæfni Íslands eykst til muna. Fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri fylgja óhjákvæmilega í kjölfarið og útflutningur eykst.
Það er eitthvað mikið að hjá þjóð sem velur fyrri kostinn ekki síst í ljósi þeirrar verndar sem við fáum í ESB. Ein á báti erum við efnahagslega berskjölduð með gjaldeyrishöft sem okkar einu vörn. Um leið eru þau okkar versti fjandi og geta í raun riðið okkur að fullu.
Lítill hluti þjóðarinnar vill ekki missa möguleikana á að hagnast á gengissveiflum krónunnar. En þeir gera sér ekki grein fyrir að það er skammgóður vermir vegna þess að slíkt ástand gengur einfaldlega ekki upp til lengdar. Það getur endað með ósköpum.
Aðrir eru í afneitun. Allt tal um ESB sem skrímsli, yfirþjóðlegt vald og engin áhrif Íslands í ESB endurspeglar fyrst og fremst vanmáttarkennd og jafnvel í verstu tilfellum hreina vænisýki.
Það er algjörlega fráleitt að bera saman sjálfstæðismissi þjóðar við sjálfviljugt samstarf þjóða. ESB-þjóðirnar eru allar fullvalda ríki.
Nær lagi er að tala um fullveldisafsal vegna EES-samningsins enda þurfum við að taka við tilskipunum frá ESB án þess að hafa neitt um þær að segja. Með ESB-aðild verður það liðin tíð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 10:29
Svo er það hin hliðin á peningnum, Ásmundur.
320 þúsund manns "fá full borgaraleg réttindi" í flestum Evrópulöndum gegn því að nær 500 milljónir manna "fá full borgaraleg réttindi" á Íslandi.
Yrði okkur ekki svolítið örðugt að uppfylla þessi gagnkvæmu réttindi?
Eða telur þú að Ísland sé svo óeftirsóknarvert að á það myndi aldrei reyna?
Kolbrún Hilmars, 6.12.2012 kl. 11:02
Nei Kolbrún, við höfum nú þegar reynsluna vegna EES-samningsins.
Ísland er auðvitað útkjálki í Evrópu. Tungumálið og loftslagið koma í veg fyrir að mikill fjöldi setjist hér að. Fólksflutningar milli landa ESB eru heldur ekki miklir þrátt fyrir hlýrra loftslag og auðveldara tungumál.
Það er hægt að treysta því að þegar flest ríki Evrópu, þar sem eftir einhverju er að slægjast, hafa myndað með sér samband og við erum ekki lengur í EES þá töpum við en þau ekki.
Hvort við lokum landinu fyrir öðrum þjóðum eða ekki skiptir þær litlu máli.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 15:32
Svei mér þá, hvort hlutfall bulls í máli Ásmundar hafi ekki bara hækkað, mér sýnist það hækka eftir því sem efnahahagsbatinn hér innanalands verður sýnilegri og efnahagsvandræði sambandsins aukast. Það þarf jú að grípa til öfgakenndari áróðurs þegar málstaðnum manns hrakar hægt en örugglega.
Á næstunni verður 'einangrunarspilið' vinsælla og vinsælla, þ.e. ef við göngum ekki í sambandið þá einangrumst við. Allir viti bornir einstaklingar vita að svo er ekki.
Bragi, 6.12.2012 kl. 16:43
Já, þetta er skrýtin einangrun og landslokun.
Þegar ég nefndi 320 þúsund manns hér að ofan þá taldi ég með alla íbúa landsins í dag - en þar af eru u.þ.b. 8% erlendir sem eiga ríkisborgararétt í heimalandi sínu. Margir fleiri sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt.
Held að einangrunarhjalið dugi ESB sinnum ekki.
Kolbrún Hilmars, 6.12.2012 kl. 17:37
Það einkennir málflutning ESB-andstæðinga að tala alls ekki um afleiðingar þess að ganga ekki í ESB og sitja uppi með ónýta krónu. Þeir eiga fullt í fangi með að blekkja sjálfa sig og aðra um ESB og hugsanlega aðild Íslands.
Það kemur þeim því í opna skjöldu að ræða hvað það hefur í för með sér að standa utan ESB með krónu sem gjaldmiðil. Lítum á nokkrar staðreyndir:
1. Gjaldeyrishöft í einhverri mynd eru nauðsynleg meðan krónan er gjaldmiðillinn okkar. Þetta hefur seðlabankastjóri staðfest. Það stendur til að afnema núverandi höft en setja annars konar höft í staðinn.
2. Gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum. Þau eru brot á einum af fjórum grunnstoðum hans. Það eru því engar eða nánast engar líkur á við getum haldið áfram í EES til frambúðar.
3. Veruleikinn í Evrópu í dag er allt annar en áður en Ísland gekk í EES. Með úrsögn Íslands njóta allar hinar EES-þjóðirnar forgangs á atvinnu og nám í öllum þrjátíu EES-löndunum. Íslendingar verða því að mestu útilokaðir þó eð ekki sé ólíklegt að á því verði sjaldgæfar undantekningar þegar um er að ræða afburðafólk.
Útilokun Íslendinga frá störfum og námsstöðum í Evrópu leiðir til vissrar einangrunar. Gjaldmiðill sem er í höftum um ófyrirsjáanlega framtíð nýtur lágmarks trausts. Það stuðlar einnig að einangrun.
Gjaldeyrishöft geta einnig hæglega leitt til þess að skammta verður gjaldeyri td til ferðamanna. Það eru ekki nema örfáir áratugir síðan ferðamannagjaldeyrir var svo naumt skammtaður að hann nægði ekki fyrir uppihaldi í tvær vikur. Slík skömmtun stuðlar enn frekar að einangrun.
Ég er ekki að tala um algjöra einangrun heldur ástand sem mun að öllum líkindum leiða til sífellt meiri einangrunar eftir því sem tímar líða fram enda er þetta sjúkt ástand.
Afneitun ESB-andstæðinga á vandamálum krónunnar og hvers þau leiða til þýðir að þeim finnst þeim ögrað alvarlega þegar aðrir ræða þessi vandamál. Þeir bregðast hart við þegar afneitun þeirra er ógnað. Bragi er gott dæmi um þetta.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 18:39
Það tekur því ekki að rökræða við þig Ásmundur, enda tekurðu engum rökum og lýgur blákalt í hverri einustu athugasemd. Slíkt gera einstaklingar sem stíga ekki í vitið og/eða hafa ekkert nema áróður fram að færa. Þú tilheyrir báðum hópum.
Þú munt ekki komast langt áfram á 'einangrunarspilinu' þínu, litli kall. Allir sjá í gegnum það, hvort sem þeir eru ESB-sinnar eða ekki.
Bragi, 6.12.2012 kl. 18:58
Bragi, þú ert hlægilegur.
Þegar menn taka afstöðu sem byggist á óskhyggju en ekki staðreyndum og rökum eru menn berskjaldaður fyrir sannleikanum. Það þarf karakter til að bregðast rétt við í slíkri stöðu.
Ef menn gera það ekki hættir mönnum til að reyna að ljúga sig út úr stöðunni og ráðast með svívirðingum á andstæðinginn.
Þú telur þig greinilega ekki of góðan til þess.
Ég er þó ekki endilega að halda því fram að það sé sannleikur að Ísland eigi að ganga í ESB. Rökin sem ég færi fyrir því eru hins vegar staðreyndir.
Rök þín fyrir því að hafna aðild eru hins vegar engin eða afar veik og því engin furða að þú komir þér hjá því að nefna þau.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 19:34
Flest "rök" sem þú nefnir eru rökleysur, standast enga skoðun. Þú virðist kalla það rök þegar þú segir eitthvað í athugasemd 1, það er svo stungið upp í þig með rökum í athugasemd 2 en svo segirðu sama hlutinn í athugasemd 1 í annarri bloggfærslu daginn eftir. Það kallar þú rök. Ég kalla það heimsku og áróður.
Það eru mjög góð rök fyrir því að standa utan við ESB og þau hafa verið nefnd við þig trekk í trekk. Þú kýst að líta framhjá þeim vegna þess að þú hefur ekki vit til að hugsa sjálfstætt og vegna þess að þú ert áróðurspostuli.
Þú ættir kannski að kíkja í nýju skýrslu William Buiters vinar þíns og sjá hvernig framtíðin lítur út þarna á meginlandinu. Gjörðu svo vel litli kall, [url]https://ir.citi.com/qO2AlUKNPa7MR81FIXSTHPCU5gbeAqPbmEFTGdKPDm3rSrpWUMzoiQ%3D%3D[/url].
Svo geturðu líka lesið nýja skýrslu frá AGS um gjaldeyrishöft en þeir mæla beinlínis með þeim undir vissum kringumstæðum, líkt og ríktu hjá okkur í hruninu og líkt og ríkja hjá okkur núna [url]http://www.imf.org/external/np/pp/eng/2012/111412.pdf[/url]. Þar kemur t.d. skýrt fram að til að afnám gjaldeyrishafa eigi að borga sig þá þurfi fjármálakerfið að vera búið að ná ákveðnu þroskastigi. Okkar fjármálakerfi var ekki búið að ná slíku stigi árið 1995. Greinilega ekki heldur mörg önnur fjármálakerfi sem þó voru og eru þróaðri en okkar.
Svo geturðu líka litið í þessa skýrslu um þjóðhagsvarúðartækin, [url]http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%20nr%20%206%20_Var%C3%BA%C3%B0arreglur.pdf[/url] en það er búið að nefna hana margoft við þig í sambandi við afnám gjaldeyrishafta. Það skiptir þig engu máli í þínum "röksemdarfærslum". Sérstaklega ættirðu að líta á kaflann sem heitir "3. Hugsanlegar lagabreytingar og samrýmanleiki við EES-samninginn." Þar eru fimm mögulegar lagabreytingar nefndar og ein af þeim stenst hugsanlega ekki EES samninginn.
Þú þarft að vakna upp úr þínum draumaheimi um að algjört frelsi á bankamarkaði og fjármálamarkaði hafi svona svakalega góð áhrif. Neikvæðu ytri áhrifin á almenning eru geigvænleg og það þarf að breyta því. Regluverk heimsins er einfaldlega ekki nógu þróað til að takast á við þetta algjöra frelsi, hvað þá stjórnmál í hverju landi fyrir sig.
Bragi, 6.12.2012 kl. 20:51
Ásmundur, ég hef alltaf geymt með mér eina spurningu til seinni tíma.
Í kjölfar síðustu frétta af Alþingi, held ég að upp sé runninn rétti tíminn til þess að spyrja þig:
Hvað ættu íslendingar að gera ef það væri ekki til neitt ESB?
Kolbrún Hilmars, 6.12.2012 kl. 22:38
Góð spurning, Kolbrún, við erum nefnilega heppin að geta gengið í ESB.
Við sem eru hlynnt því þurfum ekki að svara enda erum við með lausn. Þetta er hins vegar spurning sem margir hafa beðið lengi eftir að ESB-andstæðingar gæfu svar við.
Hingað til hefur staðið á því en nú þegar þú hefur lagt spurninguna fram má kannski vænta svars.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 08:27
Bragi, enn og aftur þá er gott ástand í mörgum evrulöndum. Meðaltalið breytir litlu um afstöðuna til ESB-aðildar. Vissulega hefur versnandi ástand áhrif hjá okkur. En vegna EES-samningsins gerist það hvort sem við göngum í ESB eða ekki.
Ávinningurinn með stöðugum gjaldmiðli án hafta er því að mestu óháður efnhagsástandinu á evrusvæðinu. Tímabundið ástand er heldur ekki neinn mælikvarði í þessu sambandi enda er ESB-aðild og upptaka evru að sjálfsögðu hugsuð til frambúðar.
Gjaldeyrishöftin eru skelfileg. Enn ógnvænlegri er tilhugsunin um að afnema þau. Gjaldeyrishöftin voru sett til þriggja mánaða. Nú fjórum árum seinna hefur ekki verið hægt að afnema þau vegna þess að krónan er ónýt.
Allir heimsins hlekkir um nauðsyn á gjaldeyrishöftum eða slæmar horfur á evrusvæðinu breyta því litlu um nauðsyn þess að ganga í ESB og taka upp evru.
Þrátt fyrir spár Buiters um slæmar horfur á evrusvæðinu mælir hann eindregið með inngöngu Íslands í ESB.
Það eru enn nokkur ár áður en þjóðin tekur afstöðu til aðildar og einhver ár til viðbótar áður en hægt er að taka upp evru. Þá geta horfur í ESB hafa batnað en stórversnað hér. Það væru því skelfileg mistök að hafa útilokað þjóðina frá þeim möguleika að kjósa um ESB-aðild.
Ef þú serð ekki rökin þá veistu ekki hvað rök eru. Rök eru ekki sönnun heldur vísbending. Þú getur því komið með mótrök ef þú átt einhver. Það virðist standa á þeim.
Þú virðist þó gera þér grein fyrir því enda er þessum persónuárásum þínum greinilega ætlað að bæta fyrir skortinn á rökum. En auðvitað gera þær það ekki, öðru nær.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 09:08
Já, ég hafði rétt fyrir mér, hlutfall bulls eykst hjá þér. Góð félagsleg tilraun hjá mér sem endaði með staðfestingu á því.
Skýrslur fagaðila eru ekki nóg fyrir þig, þú brunar áfram með þínar "rökfærslur". Heimska og áróður, rétt eins og ég sagði frá byrjun. Í raun er ég kominn með betri rök fyrir heimsku og áróðri í þér en þú með rök fyrir aðild að ESB og evrusamstarfi. Þú ert of auðveldur viðureignar litli kall.
Bragi, 7.12.2012 kl. 09:30
FLott hjá þér Ásmundur og með þetta alveg há rétt....but sometimes if you lead a horse to water it does not know to drink...mest findið er að Vinstri og Hægri menn eru mest á móti ESB....einn tapar peninga leikvöll og hinn tapar hreinlega.
Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 10:56
Ásmundur, er það þá rétt sem sagt er að ESB sinnar hafi aðeins plan A - ekkert plan B til vara?
Það gæti skýrt ýmislegt varðandi landsstjórnina um þessar mundir...
Kolbrún Hilmars, 7.12.2012 kl. 12:44
Þorsteinn gæti kannski útskýrt fyrir okkur þöngulhausunum hvað var svona flott í ítrekuðum lygum ´Ásmundar´? Þjóðin vill samt ekkert með þessa uppátroðslu ykkar ESB-einangrunarsinna hafa svo sættið ykkur við það.
Elle_, 7.12.2012 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.