Skynsemin er sterkasti bandamaður þjóðarinnar gegn ESB- aðildarhelsi !

Heit trúaðir ESB sinnar hérlendis sem annars staðar reyna sífellt að láta svo í veðri vaka að aðeins þeirra réttrúnaður um yfirburði og óskeikula kosti ESB stjórnsýslunnar sé hin eina sanna, útbreidda og líka "frjálslynda" skoðun. 

Meðvirkir fjölmiðlar og allt of margir stjórnmálamenn líka, samþykkja og eða enduróma svo þessar dómadags mítur þeirra. 

Hérlendis reyndu þeir lengi vel að láta líta svo út að ESB aðild nyti yfirburða fylgis meðal þjóðarinnar. Það eina sem raunverulega kæmi í veg fyrir að þessi yfirburða rétttrúnaður næði fram að ganga, þegar í stað, væru einhverjir ólýðræðislegir einræðisherrar innan Sjálfsstæðisflokksins, öfgafullir þjóðernis- og einangrunarsinnar og svo líka einhverjir sára fáir róttækir sérvitringar yst á vinstri vængnum.  

Þessari hrokafullu en kolbrengluðu sviðsmynd sinni reyna þeir reyndar enn að halda að fólki og fjölmiðlum þó sérstaklega. Þó svo að þeir sjálfir viti betur og að almenningur sjái sífellt meira í gegnum þennan ósanna en margtuggða boðskap þeirra.

Tiltrú fólks í Evrópu á að þunglamaleg og ólýðræðisleg ESB stjórnsýslan leysi vandamál eða tryggi velferð eða almannahag fer sífellt minnkandi. Víða innan ESB ríkjanna ríkir nú glundroði með gríðarlegu og sífellt vaxandi atvinnuleysi og niðurskurði í almannaþjónustu. Stjórnsýslan í valdstofnunum bandalagsins í Brussel hefur fyrst og fremst miðað allar björgunaraðgerðir sínar við að verja bankaelítuna, vogunarsjóðina og stórkapítalismann á ESB/EVRU svæðinu frekari áföllum. Enda er þessi óskapnaður skilgetið afkvæmi sjálfrar stjórnvisku þeirra og hinna óskeikulu tilskipana. 

Getu- og vilja leysi þeirra við að gæta hagsmuna almennings hefur ekki farið fram hjá almenningi. Í örvinglan sinni og ráðaleysi, hamra þeir nú á því að beitt sé enn frekari niðurskurði í velferðar- og almannaþjónustu.

Viðbrögð almennings við þessu eru reiði og vaxandi órói sem kemur fram í skæðum verkföllum og nánast daglegum mótmælum víða í borgum Evrópu. Undir niðri kraumar reiðin og ólgan. Meira að segja hafa nú skyndilega vaknað til lífsins nær útbrunninn Evrópsk verkalýðssamtök eins og ETUC, sem loksins virðast hafa vaknað af ESB meðvirkni sinni og þyrnirósasvefni og skipulögðu gríðarleg mótmæli og verkföll í 23 ríkjum ESB fyrir skemstu.  

Samtök þessi hafa nú ekki verið til stórræðnanna mörg undanfarin ár, enda líkt og ASÍ forystan hér á Íslandi, skipulega verið mötuð af ESB dýrðarljómanum og margir héldu að forysta þeirra hefði endanlega verið svæfð svefninum langa í þaulsetnum boðsferðum og langdvölum á fimm stjörnu lúxus hótelum ESB elítunnar í Brussel.Hvenær skyldi ESB sinnuð forysta ASÍ vakna upp af sínum þyrnirósasvefni í sínum fílabeinsturni.

Gagnrýnin frá vinstri og hægri á ESB aðild og á ESB stjórnsýsluna, bæði hér innan lands og víða í Evrópu er góðra gjalda verð og augljóst skotmark frá báðum þessum hliðum. 

Þrátt fyrir göfugan tilgang þá hefur þetta misheppnaða miðstýrða kerfi því miður, getið af sér margt það versta sem hófsamur og heiðarlegur sósíalismi getur þó boðið uppá og jafnframt framkallað margt það versta sem frjálst og óháð hagkerfi getur áorkað.

Þessir sífellt meira augljósu vankantar hafa nú í vaxandi mæli kallað á andstöðu við ESB aðild meðal fólks, sem ekki tilheyrir þessum vængjum stjórnmálanna. Þess vegna eigum við að bjóða þetta fólk sérstaklega velkomið til þessarar hörðu baráttu, sem framundan er. Allir þessir aðilar, ekki hvað síst hér innan lands, eiga nú að taka höndum saman og marka sér skýra vígstöðu og þar með láta önnur ágreiningsmál bíða, þar til þessi orrusta um fullveldi þjóðarinnar verður yfirstaðin.

Höfum hugfast að stærstu og veigamestu rökin gegn ESB aðild og á getuleysi ESB stjórnsýslunnar er - skynsemin !   

GI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður náttúrulega að geta þess, að þetta ágæta ESB fólk eru dæmigerðir Íslendingar, hrokafullir beturvitrungar, sem aldrei gera mistök. Kjarninn í þessum hópi er 101 kaffilatteliðið, sem aldrei hefur þurft að taka ábyrgð á einu eða neinu, sjálfhverfa kynslóðin, eins og Sighvatur lýsti þessum flokksfélögum sínum. Lattesnobb, sem ætlar alltaf öðrum að axla þeirra byrðar.

Sjálfhverfir sjálfsdýrkendur eru ólíklegir til að viðurkenna mistök, því þarf helvíti að botnfrjósa, áður en þetta sjálfselska auðnuleysingjalið viðurkennir að ESB er handónýtt, og evran að sjálfsögðu líka.

Í grunninn er þetta fólkið sem vann í bönkunum, útrásarfyrirtækjum og ábyrgðalausum opinberum fyrirtækjum og stofnunum. Fólk sem hefur vanist því að fá launatékkann á réttum tíma, og hann ríflegan, án þess að vinnuframlag komi á móti. Kostnðaurinn af vanhæfninni og letinni lendir svo að sjálfsögðu á þjóðinni.

Það má hver maður vera stoltur af því að tilheyra ekki þessum hópi tilgangslausra afæta.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 13:47

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þegar maður sér orðin ,,vinstrivaktin gegn ESB" - þá er skynsemi ekki fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Bara sorrý.

Frekar manni detti í hug innileg fáfræðiheimska og kjánaþjóðrembingsofstæki á háu stigi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.12.2012 kl. 15:20

3 identicon

Blekkingaráróðurinn heldur áfram af sífellt meiri þunga.

Óeirðir í 2-3 löndum eru nú sagðar blossa upp um alla Evrópu þó að allt sé og hafi verið þar með kyrrum kjörum. Evrópubúar finna þó fyrir heimskreppunni eins og aðrir jarðarbúar.

En ástandið er ekki svo slæmt nema í þeim löndum sem létu allt reka á reiðanum í aðdragandi hrunsins og sýndu mikið ábyrðarleysi. Ástandið er harla gott í mörgum evruríkjum.

Öll skynsermisrök hníga að ESB-aðild enda gengur það ekki upp að vera með gjaldmiðil í höftum, ónothæf lög og án bandamanna. Vegna smæðar Íslands og ónýtrar krónu er meiri fengur í aðild fyrir Ísland en aðrar þjóðir.

Þó hafa stjórnvöld allra Evrópuþjóða, sem eru nógu langt komnar í lýðræðisátt, viljað ganga í ESB. Þjóðirnar sjálfar kusu svo aðild að aðeins tveimur undanskildum.

Þrátt fyrir að miklu betur hefur gengið eftir hrun en menn þorðu að vona erum við óneitanlega enn í slæmum málum. Það er því hjákátlegt að halda að við höfum burði til að setja okkur á sama bekk og Norðmenn og Svisslendingar. 

Kannanir hafa sýnt að sá hluti þjóðarinnar sem hefur betri menntun og hefur sett sig inn í málin kýs aðild. Þeir gera sér grein fyrir því sem mun gerast ef Ísland er eitt á báti með ónýta krónu án bandamanna.

Fyrir utan sérhagsmunaöflin og þjóðrembuliðið hafna hinir fáfróðu aðild. Að miklu leyti eru þetta þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem HHG upplýsti okkur um að væru með æviáskrift að Flokknum og kysu hann í blindni.

Það má nú vera meiri örvæntingin þegar hlutunum er snúið eins rækilega á hvolf og gert er í fyrirsögninni. Eitt helsta einkenni þjóðrembu er að skynsemi kemst ekki að. Það þarf ekki að færa rök fyrir trúarbrögðum.

Þess vegna lætur Vinstrivaktin sér í léttu rúmi liggja að hún dregur taum auðmanna sem hagnast á sveiflum á gengi krónunnar. Þess vegna fjallar hún aldrei um skelfilegar afleiðingar gjaldeyris í höftum sem samræmist ekki EES eða án hafta sem er auðveld bráð erlendra hrægammasjóða.   

Hilmar tilheyrir eflaust hópi hinna fáfróðu sjálfstæðismanna. Gunnlaugur virðist hins vegar vera að gæta sérhagsmuna. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 15:55

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þú heldur þig við sama heygarðshornið.  

Mér er óskiljanlegt að þú sért enn, eftir allt sem dunið hefur á mörgum þjóðum innan ESB, að halda því fram að það séu ESB andstæðingar sem draga taum auðmanna - á kostnað launþega og almennings þá væntanlega?

Annað  sýnist mér í reynd innan ESB, og utan...

Kolbrún Hilmars, 4.12.2012 kl. 16:20

5 identicon

Kolbrún, ég á við að auðmenn geta stórgrætt á sveiflum á gengi krónunnar og á gjaldeyrishöftum.

Þeir flytja fé úr landi þegar gengið er í hæstu hæðum og efnahagsbóla hefur verið í gangi. Þegar bólan springur, hrynur krónan. Ef þeir flytja féð aftur heim, þegar krónan hefur fallið um helming, hefur auðurinn tvöfaldast eða hækkað um 100%. Margir hafa orðið milljarðamæringar með þessum hætti.

Enn verra er þó að að erlendir vogunarsjóðir skortselja krónur þegar gengið er í hæstu hæðum. Þannig geta þeir einnig tvöfaldað það féð sem er lagt undir. Þetta er fé sem skilar sér ekki aftur til landsins. Allt er þetta á kostnað almennings.

Lek gjaldeyrishöft bjóða einnig upp á freistandi möguleika fyrir auðmenn. Heilu fyrirtækin hafa verið stofnuð til að notfæra sér lekann enda eftir miklu að slægjast vegna gengismunar hér og erlendis. Mikill gjaldeyrir streymir þannig úr landi án þess að koma aftur. 

En almenningur tapar ekki bara á gjaldeyrisbraski. Gengissveiflunar valda því að fyrirtæki, einkum útflutningsfyrirtæki, stórgræða þegar gengið er hagstætt. Þá borga eigendurnur sér himinháan arð.

 En þegar gengið verður óhagstætt geta þessi sömu fyrirtæki ekki lengur staðið í skilum með skuldir. Þá fá þeir afskriftir sem að lokum lenda á almenningi.

Þannig valda sveiflur krónunnar því að eigendur margra fyrirtækja stinga gróðanum í eigin vasa en láta almenning greiða tapið. Þetta eru þó bara örfáar hryllingssögur af krónunni af mörgum.

Önnur hryllingssaga er skuldavandinn sem fæstir virðast setja í samband við krónuna þó að það sé ljóst að með evru hefðu skuldir ekkert hækkað heldur þvert á móti lækkað með hverri greiðslu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 17:11

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ertu ekki að rugla saman tveimur málum sem eru - eða ættu að vera, aðskilin?

Íslensk krónumál  koma evrunni og ESB aðild ekkert við.   

Fyrir þá sem þrá ekkert heitar en ESB aðild og evru er gott að gera sér grein fyrir því að ESB aðild (og evru-upptaka) kemur ekki til greina fyrr en innanhússvandamálin hafa verið leyst, hvort sem er.

Nema íslenska fiskveiðilögsagan sé ESB svo mikilvæg að  apparatið bjóði strax upp á "sérlausnir"?

Kolbrún Hilmars, 4.12.2012 kl. 17:36

7 identicon

Kolbrún, okkur er ekkert að vanbúnaði að ganga í ESB nema samþykkja aðild. Við uppfyllum hins vegar ekki skilyrðin fyrir upptöku evru.

Það stendur til bóta vegna þess að með upptöku evru og jafnvel fyrr vegna ERM II getum við grynnt verulega á skuldum með gjaldeyrisvarasjóðnum

Vextir munu lækka og verðbólga minnka strax við ERM II myntsamstarfið. Þar sem þetta eru mál sem snerta beint krónuna leysast þau við upptöku evru.

Þau verða því varla fyrirstaða fyrir upptöku evru. Mörg evrulönd eru auk þess langt frá því að uppfylla Maastricht-ákvæðin.

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur gert grein fyrir hvernig hægt er að standa að upptöku evru:

http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2012/04/29/hvernig-tokum-vid-upp-evru/

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 20:20

8 identicon

"Ásmundur, ertu ekki að rugla saman tveimur málum sem eru - eða ættu að vera, aðskilin?

Íslensk krónumál  koma evrunni og ESB aðild ekkert við." 

Kolbrún, skilurðu ekki að þessar hryllingssögur, sem eru samfara því að hafa krónu sem gjaldmiðil, verða úr sögunni með upptöku evru og jafnvel að miklu leyti með EMR II myntsamstarfinu sem getur komist á tveimur mánuðum eftir aðild? 

Stöðugleikinn sem fylgir evru kemur í veg fyrir að neitt þessu líkt geti gerst. Stöðugleikanum fylgir einnig aukin samkeppnishæfni með mörgum og margbreytilegum atvinnutækifærum og auknum útflutningi.

Við ESB aðild jókst útflutningur Svía úr 30% af þjóðarframleiðslu í 50% og er nú að ná 60%. 

Gerirðu þér ekki grein fyrir þeim gífurlegu möguleikum sem fylgja því að 300.000 manna markaður breytist í 500.000.000 manna markað þegar við fáum sama gjaldmiðil og helstu viðskiptalöndin?

Sveiflur á gengi krónunnar komu að mestu í veg fyrir viðskipti. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 21:30

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eina helsið hérna er yfirburðarskilningsleysi á viðskipum og samskipum þjóða. Ásamt því að höfundar þessa bloggs skila ekki að tollmúrar skaða innlendan markað og fyrirtæki. Þá sérstaklega þannig að útflutningur á vöru er gjarnan takmarkaður á sama hátt og innflutningur á vörum (t.d landbúnaðarvöru).

Íslenskir bændur kvarta oft mikið undan tollum ESB. Einfaldasta lausnin fyrir íslenska bændur er að láta af þessari ESB andstöðu sinni og fara að styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Jón Frímann Jónsson, 4.12.2012 kl. 22:23

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jón Frímann og þú ert svo rosamikið inn í slíkum alþjóðasamningum? Eða hvað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2012 kl. 00:48

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ásthildur. Það dugar að fylgjast með vælið í íslensku Bændasamtökunum um tolla ESB á Morgunblaðinu til þess að vita þetta.

Síðan er lítið mál að kynna sér þessi mál á internetinu. Þá sérstaklega á vefsíðu EFTA sem er með gott yfirlit yfir EES samninginn. Vefsíða ESB hefur ekkert minni upplýsingar um EES samninginn. Þó svo að það sé með öðrum hætti. Enda leggur ESB litla áherslu á EES samninginn í dag.

Ég þarf ekki að vera sérfræðingur. Ég þarf bara að vita meira en þú, og það er létt verk og einfalt.

Jón Frímann Jónsson, 5.12.2012 kl. 01:22

12 identicon

Og ef þú ert með svona yfirburðaskilning á hlutunum, Jón Ásmundur Frímann, af hverju ertu þá félagslegt úrhrak á bótum í Danmörku, sem hrökklaðist frá Ísland vegna þess að enginn vildi umgangast þig, og sem getur ekki fundið sér atvinnu?

Bara spuglering, en þú hefur auðvitað ekki þroskann né vitið til að spuglera í sjálfum þér. Stóri hluti af vandamálinu í hausnum á þér.

palli (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 06:14

13 identicon

Ásthildur, taktu Jón Frímamnn þér til fyrirmyndar og kynntu þér málin. Það getur leitt til þess að þú hafir eitthvað fram að færa til umræðunnar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 10:21

14 identicon

Og við trúum einu orði af því sem þú segir, Jón Ásmundur Frímann, út af því að .....  ??

Get a grip

Er þetta eitthvað fetish að halda að þú sért klárari en annað fólk? Svo þú getir sagt við sjálfan þig að þitt líf sé ekki sá andlegi sorgleikur sem það er?

Þú ert fáráðlingur.

palli (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 11:35

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Ásmundur og Jón Frímann, þið eru nú meiri brandarakarlarnir.  Að kynna sér málin er eitthvað sem þið fullyrðingaglöðu málpípur ESB þekkið ekki einu sinni af afspurn.  Hvað þá að þið getið nýtt ykkur mannvitið til að leggja saman tvo og tvo. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2012 kl. 11:59

16 identicon

Ásthildur, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér eða Jóni Frímanni.

En í alvöru, finnst þér ekki tími til kominn að þú kynnir þér málin svo að það sem þú hefur að segja hafi eitthvert innihald.

Innantómt blaður er bara tímasóun.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 15:17

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef ágæta yfirsýn yfir þessi mál þakka þér fyrir Ásmundur, hef m.a. dvalið í ESB löndum og rætt þar við fólk á staðnum, sem ráðleggur mér að halda mér sem lengst frá ESB.  Var í Billa í dag og ætlaði að kaupa nautahakk, þú veist þetta sem fæst ágætlega ódýrt heima, en ó nei, það var ekki á boðstólum, ég gat keypt grísahakk, grísakjöt, pútur og eitthvað sem var kallað nautasmásteik sem var endemis úrskurður utan af einhverju kálfakjöti. Úrvalið var nú ekki meira í kjötborinu.  Ég verð bara alsæl að koma heim og kíkja í kjötborðið í Samkaupum á Ísafirði og skoða allt úrvalið þar.

Þetta er nú matardásemdin sem þið eruð að básúna. 

Hér eru sýklar allstaðar, og miklu meira af slíku en heima.  Fólk sér þessi lönd í hillingum, og vissulega er gott að búa þar sem hiti er meiri og veðrir betra en heima oftast nær, en málið er að það er samt svo ótalmargt gott sem við eigum og höfum.  Og megum ekki láta plata okkur með hlutum eins og innfluttningi á hráu kjöti og slíku það er ávísun á allskonar sjúkdóma sem við erum laus við.

En þið sem ekkert spáið í hlutina, þið sem haldið að allt sé bara best í útlöndum, og hafið sennilega ekki ferðast mikið, né kynnt ykkur málin í útlöndum, haldið að þar sé himnaríki sem þið verðið að komast í.  Það er einfaldlega bara ekki þannig.  Það eru allstaðar góðir hlutir, og allstaðar hættur.  Þess vegna þurfum við að gera okkur grein fyrir því góða sem við höfum, og láta engan telja okkur trú um að allt sé betra í útlöndum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2012 kl. 18:40

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur þó, víst er okkur ýmislegt að vanbúnaði að ganga í ESB.  Fyrir utan hið augljósa - að meirihluti landans er á móti því, þá er þetta líka spurning um "pakkann" góða. 

Hvenær fáum við að kíkja í þennan alræmda pakka?  Hvað leynist þar á botninum sem þú sagðir fyrir stuttu "að kæmi okkur ánægjulega á óvart"?

Um hvaða gjaldeyrisvarasjóð ert þú svo að tala?  Þann sem við fengum að láni hjá AGS og gerir varla annað en að safna vaxtaútgjöldum í NY?

"Vextir munu lækka" segir þú.  Ertu þar með að segja að ítrekaðar vaxtahækkanir Seðlabankans séu bara geðþóttaframkvæmdir sem muni falla niður eftir ESB aðild?  Eða mun Seðlabankinn sjálfur falla niður?

Að ég best veit er núverandi ráðandi öflum; ríkisstjórn og Seðlabanka heimilt að binda gengi krónunnar við evru - alveg án skuldbindinga.  Af hverju gera þessir aðilar það þá ekki ef evran verður allra meina bót?

Kolbrún Hilmars, 5.12.2012 kl. 18:43

19 identicon

Ásthildur, þú ert heldur betur á villigötum. Vöruframboð á hverjum stað endurspeglar eftirspurn íbúanna. Það endurspeglar ekki óskir útlendinga sem reyndar eru mjög ólíkar eftir því hvaðan þeir eru.

Þú ert með ótrúlegar ranghugmyndir ekki bara um ESB heldur einnig þau óbeinu áhrif sem aðild hefur á Ísland. Hér breytist nánast ekkert fyrir utan hin beinu jákvæðu áhrif vegna aðildarinnar.

Þú lærir ekkert um ESB með því að tala við fáeina einstaklinga í ESB-löndum. Þess vegna þarftu að taka þér Jón Frímann til fyrirmyndar og kynna þér lög og reglur ESB varðandi okkar helstu hagsmunamál.

Síðan er gott að kynna sér hagtölur í hinum ýmsu ESB-löndum fyrir og eftir aðild. Þá kemstu að raun um hin jákvæðu áhrif aðildar og einnig að ástandið í ESB-löndum er mjög mismunandi.

Allar skoðanakannanir í evrulöndum, sem ég hef séð, sýna yfirgnæfandi meirihluta fyrir aðild og evru, flestar með fylgi yfir 80%. Í Austurríki var niðurstaðan 83% með ESB og evru. Þar er allt með kyrrum kjörum og atvinnuleysi lítið.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 19:50

20 identicon

Kolbrún, það skiptir engu máli í þessu samhengi að við skuldum gjaldeyrisvarasjóðinn.

Þarna er um að ræða mörg hundruð milljarða króna virði í gjaldeyri sem við getum notað til að greiða niður skuldir. Þannig komast skuldir niður fyrir ákvæði Maastricht-sáttmálans um hámark skulda ríkis sem vill taka upp evru.

Það hefur alltaf legið fyrir að við fáum að "kíkja í pakkann" þegar samningur liggur fyrir. Hvernig dettur þér annað í hug?

Vaxtahækkanir Seðlabankans eru svör við verðbólgu af völdum krónunnar. Með ERM II myntsamstarfinu mun verðbólgan minnka og vextir þar af leiðandi einnig.

Seðlabankinn mun ekki hafa neitt með vaxtahækkanir að gera eftir upptöku evru en mun þó væntanlega starfa áfram en hafa miklu minni umsvif.

Það gengur ekki að binda gengi krónunnar við evru vegna þess að þá verður skortur á gjaldeyri þegar eftirspurnin eftir gjaldeyri er meiri en framboð.

Þetta var gert hér á árum áður en endaði alltaf með stórri gengisfellingu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 20:15

21 identicon

Kanski er Jón Ásmundur Frímann persónuklofninga geðsjúklingur? Þá má svo sem vera. Þetta vitsmunasvarthol er það ruglað að það væri alveg trúanlegt.

Tveir snælduruglaðar persónur í sama hausnum keppandi um að trompa hvort annan í almennu bullu, heilaþvætti og þráhyggju. Sorglegt hvernig heimska og hroki getur leikið fólk. Verst að það er ekki hægt að deyja úr hroka.

palli (IP-tala skráð) 6.12.2012 kl. 09:26

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Ásthildur, þú ert heldur betur á villigötum. Vöruframboð á hverjum stað endurspeglar eftirspurn íbúanna. Það endurspeglar ekki óskir útlendinga sem reyndar eru mjög ólíkar eftir því hvaðan þeir eru."

Mikið rosalegt bull er þetta sem frá þér kemur Ásmundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2012 kl. 09:44

23 Smámynd: Elle_

Já, ótrúlegt bull, Ásthildur.  Næstum drepfyndið ef það væri ekki svona alvarlegt.  Það skal aldrei standa á skýringunum þó þær séu svo brenglaðar og ruglingslegar að ekki nokkrum manni er ætlað að skilja.

Elle_, 6.12.2012 kl. 21:03

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Elle, þessir tveir eru gjörsamlega drepfyndnir og ber að taka þá sem slíka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2012 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband