Ekki vinstri/hægri pólitík

Barátta Breta fyrir úrsögn úr ESB er ekki vinstri/hægri pólitík, segir Kate Hoey þingkona Verkamannaflokksins og baráttukona fyrir frelsi Bretlands undan oki ESB. Grein eftir hana birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir meðal annars:

Við sem viljum úrsögn Bretlands úr ESB komum víða að. Úrsögn er ekki hægri/vinstri pólitík. Nógu margt sameinar okkar til þess að fylkja liði í baráttunni fyrir úrsögn úr ESB. Pólitísk samstaða þýðir meiri styrk og vonandi tekst okkur að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu á næstu misserum.

Þið Íslendingar ættuð að skoða nokkra þætti áður en því takið svo dramatíska ákvörðun sem aðild að ESB er; lýðræði ekki síður en efnahags- og gjaldeyrismál. Kreppan á evrusvæðinu hraðar samruna ríkja, fæðingu evrópsks stórríkis. Evran hefur brugðist of mörgum þjóðum.

Hún er víti til varnaðar. Evran stjórnast af hagmunum Þýskalands. Þjóðir, sem ekki slá þýskan takt, hafa orðið illa úti.

ESB er ekki lýðræðisstofnun

Brussel er klúbbur sem ég hef miklar efasemdir um. Ég á erfitt með að skilja að nokkur þjóð vilji gerast aðili að bandalagi sem ekki hlítir lýðræðislegu skipulagi. ESB skaðar þjóð mína og kjósendur.

Kreppan í Evrópu væri ekki svo skelfileg ef hlustað væri á rödd almennings og brugðist við í samræmi við vilja fólksins. Evrópusambandið hlítir ekki reglum lýðræðis.

Evrópuþingmenn eru kosnir af flokkslistum og fáir Bretar þekkja sína þingmenn. Kjörsókn er skelfileg, kostnaður yfirþyrmandi. Kjör elítunnar í Brussel eru algjörlega á skjön við laun í Bretlandi. Það er sagt að þjóðir verði að vera „inni" til þess að hafa áhrif. Það er alið á ótta. En ég get sagt ykkur hreinskilnislega að í Brussel er ekki hlustað á rödd Bretlands. Hið sama yrði upp á teningnum varðandi Ísland. Um það er ég alveg viss.

Mantra evrópuelítunnar er „stöðugt nánara bandalag". Þeir láta „smámuni" eins og lýðræði ekki stöðva sig. Flestar ákvarðanir eru teknar bak við luktar dyr og margar ganga gegn lögum einstakra ríkja. Ef þjóðir dirfast að hafna sáttmálum - líkt og Danir, Frakkar og Írar gerðu - þá er þeim sagt að kjósa aftur. Engin þjóð sem hefur sagt „já" á nokkurn kost að breyta skoðun sinni. Tannhjólið vindur stöðugt upp á sig í átt að stórríki.

Brussel gefur ekki eftir þumlung

Hundrað þúsund störf í súginn

Ég veit að eitt helsta áhyggjuefni ykkar Íslendinga eru áhrif ESB-aðildar á sjávarútveg. Sameiginleg fiskveiðistefna ESB tekur fyrst og fremst tillit til hagsmuna spánskra fiskimanna, líkt og landbúnaðarstefnan tekur mið af hagsmunum franskra bænda. Í júlí síðastliðnum kom út skýrsla sem er stórfelldur áfellisdómur yfir sjávarútvegsstefnu ESB.

Skýrslan er eftir Mörtu Andreasen sem er Evrópuþingmaður fyrir Suðaustur- England. Fram kemur fram að um eitt hundrað þúsund störf hafa tapast í breskum sjávarútvegi vegna ESB. Marta vann fyrir framkvæmdastjórn ESB. Hún var rekin eftir að hafa opinberað spillingu í Brussel. Hún er ein fjölmargra hugrakkra Evrópubúa sem hafa afhjúpað sóun og spillingu innan ESB en mátti sæta ofríki og útskúfun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er virkilega sláandi að hlusta á það hvað þessi baráttukona og skeleggi þingmaður Breska Verkamannaflokksins hefur að segja.

Ég hlustaði á hana flytja skörulegt erindi þegar hún var hér fyrir nokkrum dögum.

Hún sagði einmitt þar líka að andstaðan við ESB aðildina væri mikil og sívaxandi meðal Bresku þjóðarinnar og yxi einnig stöðugt fiskur um hrygg innan allra Bresku stjórnmálaflokkanna, ekki hvað síst Verkamannaflokksins.

Það sem hún hefur að segja og viðvaranir hennar um hvurslags ólýðræðislegt bákn þetta ESB valdaapparat er í raun og veru, eiga svo sannarlega erindi við alla þjóðina.

Ekki hvað síst við þá sem hafa séð eitthvað í rósrauðum hyllingum við það að Íslenska þjóðin afsalaði fullveldi sínu inn í þetta gímald.

Gunnlaugur I., 1.12.2012 kl. 14:22

2 identicon

Marta Andreasen er ekki þingmaður breska Vermannaflokksins. Þú ert einfaldur, Gunnlaugur, ef þú heldur að þú komist upp með svona lygar.

Marta tilheyrir öfga hægri flokknum UKIP sem var stofnaður 1993 eingöngu til að berjast fyrir úrsögn Breta úr ESB. Í kosningunum í fyrra fékk flokkurinn aðeins 3% atkvæða. Hann hefur aldrei átt þingmann í neðri deild breska þingsins.

Í Wikipedia er sérstaklega tekið fram að UKIP sé ekki rasistaflokkur. Egill sá ástæðu til að taka fram að Bjarni Harðarson væri ekki rasisti. Þetta virðist því vera undantekningar frá reglunni.

Marta er af dönskum ættum, fædd og uppalin í Argentínu, spænskur ríkisborgari og gift Svía.  Hvernig það samræmist því að vera þingmaður á Evrópuþinginu fyrir Breta er mér hulin ráðgáta. Hún er sökuð um óheiðarleika og spillingu.

"That Marta Andreasen is clearly corrupt, blatantly dishonest and utterly discredited has never been in contention..." 

http://martaandreasen.blogspot.com/

Í UKIP er hver höndin uppi á móti annarri. Marta vill að Nigel Farage víki sem formaður flokksins. Þau sitja bæði á Evrópuþinginu þrátt fyrir að þau eru bæði á móti ESB.

Málflutningur þeirra byggist á órökstuddum sleggjudómum eins og sjá má í færslu Vinstrivaktarinnar. Þar stendur ekki steinn yfir steini og því óþarfi að ræða ummæli þeirra frekar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 18:22

3 Smámynd: Elle_

Dýrkandi nýlenduveldasvæðis Evrópu (Brusselveldisins, um 42% af álfunni Evrópu) og snillingurinn ´Ásmundur´ hefur mælt.

Elle_, 1.12.2012 kl. 18:38

4 identicon

Ég sé að ég hef haft Gunnlaug fyrir rangri sök þegar ég af fljótfærni sagði hann ljúga því að Marta Andreasen væri þingmaður Verkamannaflokksins. Hann átti auðvitað við Kate Hoey.

Það er þó óþarfi að biðjast afsökunar á því eftir allar lygar Gunnlaugs meðal annars um mig persónulega. Annars stend ég við allt sem kemur fram í athugasemd minni. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 21:39

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

"Ásmundur" Hinn sérlegi Fréttafulltrúi "Novosty" hinnar Sóvétsku fréttastofu Ráðstjórnar Evrópusambandsins í Brusxel hefur nú talað.

Eins og Ráðstjórnin í Moskvu þar fyrrum talaði, hellir hann sér nú af miklu yfirlæti og hroka yfir ríkisstjórn Albaníu með blóðugum skömmum fyrir að halda ekki harðlínustefnunni frá Brusxel, en minnist ekkert á hina voldugu Ráðstjórn í Kína.

Hér var nefnilega akkúrat enginn að tala um hina annars ágætu Mörtu Andreasen þingmann UKIP á ESB ínginu í Brusxel fyrir Bretland.

Bæði Vinstri vaktin í bloggi sínu hér að ofan og síðan ég undiritaður í kommenti mínu vorum að tala um það sem Breski Verkamannaflokks þingmaðurinn Kate Hoey sagði gegn ESB helsinu í blaðagreinum og þegar hún var hér á landi fyrir skömmu síðan.

Eins og frétta spunaliðar Sovétsins forðum þá reynir hinn ESB forritaði "Ásmundur" að leiða hana hjá sér og það sem hún sagði og hafði fram að færa um getuleysi og lýðræðisleysi ESB stjórnsýslunnar.

Það passar nefnilega ekki honum og öðrum launuðum spunaliðum ESB trúboðsins á Íslandi að til séu einhverjir virrtir og mikilsmetnir þingmenn úr Breska Verkamannaflokknum sem hafa séð í gegnum Brusxelsku valdhafana og berjist af hugssjónum einarðlega gegn því helsi.

Þess vegna reynir hann hér að leiða það algerlega hjá sér og kallar mig sem oftar lygara og reynir að koma því til skila að ég og síðuhöfundar Vinstri Vaktarinnar hafi verið að ræða um þingkonu UKIP Mörtu Andreasen sem jú að sönnu er mikilsmetin þingmaður á ESB þinginu og hefur sannarlega flett ofan af sukki og svínaríi gerspilltar og ofdekraðarar Valdaelítunnar þar.

Svo var auðvitað alls ekki og allir geta séð sem lesa ofangreind skrif. Þó svo að Kate Hoey þingkona Breska Verkamannaflokksins hefði í grein sinni minnst á afhjúpanir og baráttu Mörtu Andreasen við að fletta ofan af sóun og sukki ESB valdaelítunnar í Brusxel, þá var það aðeins brot af grein hennar um lýðræðisleysi, sukk og vangetu ESB valdsins.

Þannig er "Ásmundur" þessi brjóstumkennanlegur og í raun ekki viðræðuhæfur hvorki með rökum eða í viðræðum, vegna þess að hann er alltaf jafn hrokafullur frétta fulltúi ráðstjórnar valdsins í Brussel og tilgangur ESB valdsins helgar alltaf meðalið.

Allir sjá að þú ert ekki sannur, þú ert ekki heiðarlegur og þú er ekki þú sjálfur, þú ert ekki einu sinni mannlegur.

Þú ert því ekkert annað, en forritaður og ómerkilegur leigupenni !

Gunnlaugur I., 2.12.2012 kl. 00:01

6 identicon

Þetta er Jón Ásmundur Frímann.

Þarf að segja meira?

Vandamálið við internetið er að alls konar rugludallar og geðsjúklingar geta talað og talað, án þess að fólk yfirleitt átti sig á því strax að viðkomandi er bilað eintak.

Þetta grey er flúið til Danmerkur, því það vildi enginn umgangast hrokann og frekjuna í honum á Íslandi.

Hann á ekkert líf, en segir sjálfum sér að þessi heilalausi áróður hans sanni eitthvað annað.

(já og þessi ljósmynd er af facebook-inu hans. ekki að ég hafi leitað að slæmri mynd af honum. hann kýs að sýna sig svona. say no more.)

palli (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 08:41

7 identicon

Aumingja Gunnlaugur engist sundur og saman af því er virðist vegna þess að með ESB-aðild sér hann ekki lengur fram á að geta hagnast a ónýtri krónu á kostnað íslensks almennings. Svona getur græðgin leikið menn grátt. 

Örvæntingin er þvíklik að orðstír hans skiptir hann ekki lengur máli. Lygar og svívirðingar eru því engin fyrirstaða til að bægja frá staðreyndum málsins.

Hann leiðréttir aldrei sínar rangfærslur enda virðast þær vera settar fram af ásettu ráði í þeirri von að ef þær eru endurteknar nógu oft muni menn fara að trúa þeim.

Gunnlaugur ætti að venja sig af þessu langlokufroðusnakki. Innihaldið, eða kannski öllu heldur innihaldsleysið, kemst til skila í miklu styttri texta sem fleiri myndu nenna að lesa. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 08:46

8 identicon

Jájá, Jón Ásmundur Frímann. Allir sem eru ekki sammála geðbiluninni í þér eru bara vondir kallar sem vilja græða á íslenskum almenningi.

Þú ert bara svo yfirnáttúrulega ruglaður í hausnum. Það vantar marga kafla í þig.

Og hvað í veröldinni ertu ekki að skilja?? Það er öllum skítsama um það sem þú segir. Þú hefur sýnt og sannað að þú gengur ekki heill til skógar. Það eru allir komnir með ógeð á þér.

Láttu þig bara hverfa, uppáþrengjandi og óþolandi frekjudollu hrokabytta. Þú ert of fokking heimskur til að taka þátt í rökræðum, enda skilurðu ekki einu sinni hvað það orð þýðir.

Það er enginn að taka mark á þér og það vilja allir frá frið fyrir þessari endalausu dellu í þér. Þetta puð er greinilega ekki að hafa nein áhrif á neinn hérna inni, þannig að ástæðan fyrir áframhaldinu er augljóslega þín eigin geðrænu vandamál. Þráhyggja, veruleikafirring og óskhyggja um að vera ekki félagslega viðrinið sem þú ert.

Láttu þig bara hverfa, litla heimska fitupeð.

HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ SKILUR EKKI???

palli (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 09:08

9 identicon

Á meðan fámenn hávaðasöm klíka innan VG er í stríði við forystu flokksins minnkar fylgi hans hratt.

Skv nýjasta þjóðarpúlsi Capacent er fylgið nú aðeins 10.6%. Á sama tíma og fylgi VG hrynur eykst fylgi Samfylkingarinnar, en þó einkum Bjartrar framtíðar.

Með þessu háttalagi er hinn hávaðasami minnihluti ekki aðeins að rústa flokknum. Hann stuðlar að því að tryggja ESB-samherjum sínum í Sjálfstæðisflokknum völdin. Er það markmiðið?

Ef hávaðasami minnihlutinn í VG myndi draga sig í hlé eru allar líkur á að flokkurinn myndi stórauka fylgi sitt fyrir kosningar. Á kjörtímabilinu 2003-2007 voru mikil innanflokksátök innan Samfylkingarinnar og fór fylgið þá mjög minnkandi.

Nokkrum vikum fyrir kosningar lægði ófriðaröldurnar í flokknum og þá rauk fylgið upp. Í mars 2007 var það skv þjóðarpúlsi Capacent 20%, en 29% í maí sama mánuð og kosningin fór fram.

Ef VG, Samfylking og Björt framtíð myndu samtals auka fylgi sitt um 9%, eða álíka mikið og Samfylkingin ein fyrir kosningar 2007, myndu þessir þrír flokkar fá meirihluta atkvæða.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 12:09

10 Smámynd: Elle_

Og?  Við skulum halda þessum flokkum úti.  Það er líka þannig að hávaðasami minnihlutinn þinn eru ekki þeir sem þú meinar, það eru hinsvegar þeir sem ruddust með lygum og yfirgangi gegn stefnu flokksins: Álfheiður, Árni Þór og Björn Valur, Kata, Steingrímur og Svandís.

Elle_, 2.12.2012 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband