Ísland verður að beygja sig fyrir ESB
30.11.2012 | 15:00
Það sem ráðherrann þarf að gera er að fá formlegt samþykki á ríkisstjórnarfundi um að fallið sé frá þessum kröfum og síðan að senda bæði samninganefndinni og Bændasamtökunum bréf þar sem tilkynnt er formlega um að það hafi verið gert, segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við mbl.is.
Morgunblaðið vekur athygli á því í frétt í gær að ESB knýr núna íslensk stjórnvöld til að gefa eftir í skilyrðum í landbúnaðarkaflanum. Steingrímur hefur lýst því yfir að varnarlínur þær sem Jón Bjarnason setti séu ekki bindandi. En til þess að afnema þær þarf formlegan gjörning af hálfu atvinnuvegaráðherra.
Greinilegt er að ESB knýr nú fast á um að Ísland beygi sig í málefnum landbúnaðarins. Vitaskuld vill sú ríkisstjórn sem nú situr jánka öllu en gerningur Jóns Bjarnasonar þvælist fyrir henni nú korteri fyrir kosningar. Það er ögn erfitt fyrir Steingrím að stíga fram í málinu nú. Jón Bjarnason segir í Morgunblaðinu:
Jón bendir á að það sé fagráðherrann sem beri ábyrgð á sínum málaflokki þegar komi að viðræðunum við Evrópusambandið. Hann hafi kynnt málið í ríkisstjórn. Í kjölfarið hafi hann síðan sent umrætt bréf með formlegum hætti. Vilji Steingrímur breyta þessu og falla frá þessum kröfum þá verður hann að gera það á sama hátt með formlegum hætti. Á meðan það hefur ekki verið gert stendur umrædd afgreiðsla á málinu og bréfið til Bændasamtakanna, segir Jón ennfremur.
Athugasemdir
Getur ekki bara verð að þessi Steingrímur sem nú er hér alltmúligráðherra, sé klónað eintak frá ESB eða bara geimvera. Þetta er ekki sami karlinn og talaði fullum rómi um ekkert ESB ekkert AGS? Þetta er einhver allt önnur vera sem lítur út eins og karlinn sá, en hefur nú gengið í björg. Ég er farin að trúa því loksins að hann sé búinn að vera. Sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 17:45
er ekki öllum sama hvað Jón B hefur sagt og gert
Rafn Guðmundsson, 30.11.2012 kl. 21:30
Það er auðvitað algjörlega fráleitt að halda áfram með verndartolla á landbúnaðarvörum eftir inngöngu í ESB og koma þannig í veg fyrir 15% lækkun matvöruverðs.
Jón Bjarnason hrökklaðist úr ríkisstjórninni vegna sérhagsmunagæslu gegn hagsmunum almennings. Það er fráleitt að hann stjórni eftir að hann er ekki lengur ráðherra. Að sjálfsögðu verða kjósendur ánægðir með að hagsmunir almennings verða teknir fram yfir sérhagsmuni.
Kostulegt að sömu einstaklingar og hrópa hæst um að um ekkert sé að semja í ESB skuli nú telja að við komumst upp með áframhaldandi verndartolla til frambúðar þó að engin ESB-þjóð njóti slíkra hlunninda. .
Ríkið fær væntanlega að styrkja landbúnaðinn áfram enda fordæmi fyrir slíku í Svíþjóð og Finnlandi. ESB mun einnig styrkja landbúnaðinn. Verndartollar koma hins vegar ekki til greina.
Þetta vita allir sem þekkja til ESB. Þess vegna ber að lita á kröfur um verndartolla sem hreint sprell ef ekki bara hálfvitagang.
Ásmundur (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.