Spurningar og svör um evruna

Evruverkefnið er dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum.

Sænski hagfræðingurinn Stefan de Vylder gaf nú í haust út bók um evrukrísuna (Eurokrisen).  De Vylder er þekktur í Svíþjóð fyrir framlag sitt til umræðunnar um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu, ekki hvað síst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2003 þegar Svíar höfnuðu evrunni.

Bók de Vylders fjallar um ýmsar hliðar gjaldmiðlamálanna, bæði fyrr og síðar. Í lok bókarinnar er forvitnileg samantekt með spurningum og svörum um myntbandlagið  - og getur hér að líta nokkur dæmi, í lauslegri þýðingu:

Uppfyllir Gjaldmiðilsbandalag Evrópu þær kröfur sem gerðar eru til hagkvæms myntsvæðis?
Svar: Nei.

Fylgir því mikill kostnaður fyrir samfélagið, eins og t.d. Svíþjóð, að vera fyrir utan Gjaldmiðilsbandalag Evrópu?
Svar: Nei.

Er hætta á því að mismunandi hagþróun í hinum ýmsu löndum á myntsvæðinu íþyngi samstarfinu í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. Sameiginlegur gjaldmiðill í löndum sem hafa mismunandi efnahagsgerð og mismunandi efnahagsþróun leiðir bara til vandræða.

Leiðir sameiginleg peningastefna og sömu stýrivextir í gjaldmiðilsbandalagi til þess að hætta á fasteignabólum og fjármálakreppum minnkar?
Svar: Nei. Það voru ekki hvað síst hinir lágu vextir á evrusvæðinu sem leiddu til óhóflegrar þenslu og síðan verðhruns á Írlandi og Spáni. Þessi lönd hefðu þurft aðra vaxtastefnu og hærri vexti .

Hefur aðild að ESB og Gjaldmiðilsbandalaginu verið trygging gegn því að ríki sýni ábyrgðarleysi í efnahagsmálum?
Svar: Greinilega ekki!

Er ástæðan fyrir fjármálakreppunni aðallega ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum?
Svar: Léttúð í ríkisfjármálum átti að einhverju leyti hlut að máli í hluta evrulandanna, en hinn ógurlegi halli á rekstri ríkissjóða sem hefur átt sér stað eftir 2008 er afleiðing kreppunnar en ekki orsök.

Getur svokölluð innri gengislækkun (launa- og kostnaðarlækkanir) bætt alþjóðlega samkeppnishæfni veiku landanna í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. En kostnaðurinn er vaxandi skuldabaggi og versnandi greiðsluhæfi með hættu á gjaldþroti (sbr. Grikkland, innskot þýðanda).

Hefur evran aukið á félagslega og pólitíska sundrungu innan og milli landa í Evrópu og ýtt undir vöxt fasískra tilhneiginga og andúðar á innflytjendum?
Svar: Já.

Er evruverkefnið dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum?
Svar: Því miður virðist svo vera.

Hversu stór verður reikningurinn sem sendur verður skattgreiðendum í evrulöndunum?
Svar: Hef ekki hugmynd. En hann verður stór.

Hefur aukið vald Seðlabanka Evrópu komið til skoðunar í þjóðþingum aðildarlanda og hafa íbúar evrusvæðisins verið upplýstir um hinar gífurlega miklu skuldbindingar sem Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn ESB hafa komið á herðar skattborgaranna?
Svar: Varla.

Samræmist aðild að Gjaldmiðilsbandalaginu því að þjóðirnar hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál?
Svar: Nei, svo virðist ekki vera. Ráðin eru tekin af ríkjum sem lenda í erfiðleikum. Fjármagnsmarkaðir fá aukið vald og ríkisfjármálum landanna eru settar skorður. Fyrir vikið hefur hlutverk þjóðþinganna dregist saman, ekki bara í þeim löndum sem eiga við vanda að glíma, heldur í öllum evrulöndunum.

Þýðing: sjs


mbl.is Losnar ekki úr viðjum samdráttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Óttaleg vitleysa er þessi bloggfærsla hérna. Ég ætla síðan að minni Vinstri vaktina gegn ESB á að ráðin voru einnig tekin af íslenskum stjórnvöldum þegar allt hrundi á Íslandi árið 2008.

Jón Frímann Jónsson, 28.11.2012 kl. 13:25

2 identicon

Já, óttaleg vitleysa, segir Jón Ásmundur Frímann.

Það bíða nefnilega allur heimurinn eftir að heyra skoðun þroskahefts fífls í Danmörku, sem gat ekki lifað lengur á Íslandi því enginn vildi umgangast gerpið. Það er sko beðið í ofvæni eftir því að Jón Ásmundur láti sín viskuorð falla!

Hvað er það í þessari staðreynd: "ÞAÐ ER ÖLLUM SKÍTSAMA HVAÐ ÞÚ SEGIR" er það sem þú skilur ekki, Jón Ásmundur?

Af hverju reynir þú ekki að finna þér líf? Hvernig er það í Danmörku? Eru þeir jafn áhugalitlir um þig og hin íslenska þjóð?

Hmmm.... af hverju ætli það sé?

Er bara ekki kominn tími til að þú prófir að steinhalda kjafti og gerir eitthvað við þessum hroka og frekju, sem virðist hafa heltekið þína sál?

Prófaðu að taka pásu frá netinu í nokkra mánuði, jafnvel ár. Prófaðu að gera eitthvað annað en að bögga fólk sem hefur engan áhuga að heyra þessa dellu sem lekur út úr þér viðstöðulaust.

Fattarðu ekki að þú ert ekki að sannfæra neinn? Þú gerir bara þínum málstað ógreiða með því að tjá þig?

Þú blaðrar tóma steypu út í eitt, heimtar að það sé frekar hlustað á félagslegt  viðrinið þig, í staðinn fyrir alla helstu fréttamiðla heims og sérfræðinga, og drullar svo yfir alla sem eru ósammála þér.

Af hverju lætur þú þig ekki bara hverfa? Það er það besta sem þú getur gert þessu trúboði þínu. Það eru allir komnir með ógeð á þér, það tekur enginn þig marktækan, og það segja allir þér að hypja þig með þessa möntru dellu þína.

HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÞÚ SKILUR EKKI????

palli (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 13:59

3 Smámynd: Bragi

Allt rétt sem kemur fram í þessari grein. Svo má leiða líkur að því að bæði Spánverjar og Ítalir þurfi að ganga á náðir Troika á næsta ári gegn enn frekari niðurskurði. Ótrúlega sorglegt allt saman.

Á meðan raka Þjóðverjar inn peningum, enda gengi þeirra alltof lágt skráð meðan gengi S-Evrópuþjóða er alltof hátt skráð.

Bragi, 28.11.2012 kl. 15:17

4 identicon

Spurningum sem er svarað án rökstuðnings eru yfirleitt ómerkilegur áróður.

Kreppan á evrusvæðinu er aðeins birtingarmynd undirliggjandi heimskreppu. Það er rangt að mismunandi hagþróun í hinum ýmsu evrulöndum geti ekki samræmst ágætlega evrunni.

Reynslan hefur sýnt að það gengur ágætlega þó að á því séu undantekningar sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með einföldum hagstjórnartækjum og/eða með því taka spillinguna fastari tökum.

Það er einhver misskilningur að sömu vextir verði að vera innan evrusvæðisins þó að sömu stýrivextir séu þar. Vextirnir eru mismunandi þó að munurinn sé miklu minni en áður.

Ef vextirnir eru of lágir er hægt að bregðast við því með einföldum hagstjórnartækjum. Það brást í Grikklandi og á Spáni.

Lágir vextir voru almennt í gildi i heiminum á þessum tíma og leiddu þeir til of mikillar skuldsetningar um allan heim sem er ástæða heimskreppunnar sem er fjarri því að vera lokið.

Það er rétt að evran hefur ekki verið trygging fyrir því að öll ríkin sýni ábyrgð í efnahagsmálum. Það er verið að ráða bót á þessu svo að þau komist ekki upp með það í framtíðinni.

Það er bull að segja að ráðin séu tekin af ríkjum sem lenda í erfiðleikum. Það er alfarið ákvörðun Grikkja hvort þeir taka lán frá AGS eða ECB. En ef þeir gera það verða þeir auðvitað fylgja ströngum skilyrðum eins og allir sem eru fjárhagslega illa staddir. 

Þetta eru ekki styrkir heldur lán sem þarf að endurgreiða. Grikkir verða að sýna fram á hvernig þeir ætla að fara að því. Krafa um það er ekki óeðlileg afskipti af innanríkismálum.

Ég held að ekkert ríki þurfi að kvarta undan því að hún sé undir eftirliti svo að hún fari sér ekki að voða. Með því er komið í veg fyrir skelfingarástand í fáeinum ríkjum en hin sem kunna fótum sínum forráð verða ekki vör við neitt.

Síðasta spurningin er heimskuleg. Og ekki er svarið gáfulegra. Allar þjóðir nema kannski þær mest einangruðu hafa samvinnu við aðrar þjóðir of hafa því ekki einar sjálfsákvörðunarrétt um öll eigin mál.

Nákvæmlega sama á við um ESB þó að það samstarf sé yfirgripsmeira en oft annars. Bjartur í Sumarhúsum heilkennið er ekki neitt til að státa sig af.

Raunverulegt  framsal sjálfsákvörðunarréttar er þegar til staðar í EES-samningnum. Við endurheimtum þetta framsal með ESB-aðild á þann hátt að eftir það munum við taka þátt í öllum ákvörðunum sem varða okkur og heyra undir ESB.

Það er auðvitað gífurlegur munur á sænsku krónunni og ónýtri íslenskri krónu. Þess vegna er ekki nærri jafnmikill hagur fyrir Svía og okkur að taka upp evru.

Svíar íhuga þó alvarlega að binda gengi sænsku krónunnar við evru á sama hátt og Danir ef þeir eru ekki þegar búnir að ákveða það.

Það er einnig lausn sem við getum íhugað ef evran þykir af einhverjum ástæðum ekki fýsileg. Við getum svo hvenær sem er sótt um evru eftir inngöngu í ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 16:08

5 identicon

Jón Frímann: Það hefði ekki orðið neitt bankahrun á Íslandi ef við hefðum ekki undirgengist evrópskar bankareglur með aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Án þess hefðu bankarnir ekki getað þanist út eins og þeir gerðu og þar af leiðandi hefði vandi vegna bankanna orðið miklu, miklu minni.

Ásmundur: Þessar spurningar og svör eru bara örstutt samantekt á miklu lengra máli sem kemur fram í bókinni. Ég sé að þú hefur áhuga á frekari rökstuðningi og því bendi ég þér á að lesa bók Vylders.

Stefán (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 18:20

6 identicon

Göran Persson, fyrrum forsætisráðherra Svía var staddur á Íslandi þann 27.11 og hélt fjölmennan fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Sama dag birtist viðtal við hann í Morgunblaðinu og þar barst talið meðal annars að Evrunni. Grípum aðeins niður í viðtalið, þar sem blaðamaður spyr:

"- Svíar felldu fyrir áratug í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evru, þvert gegn þínum ráðum. Lifir evran hremmingar sínar af?
»Ekki nóg með það heldur á hún eftir að eflast enn. Það er ástæðulaust að halda að áætlunin stöðvist vegna þess að þótt sum evruríkin eigi við vanda að stríða hafa önnur hagnast á samstarfinu. Af hverju ætti Þýskaland að binda enda á það? Það hefur reynst Þjóðverjum ákaflega vel.
Evran mun eflast. Lettar hafa nú sótt um aðild og þá bætist Svíum annar granni sem ætlar að nota þennan gjaldmiðil. Danir hafa lengi fest gengi krónunnar við evruna og í fyrra festu Svisslendingar gengi frankans við evru, ekki vegna þess að frankinn væri of lágur, gengi hans var of hátt! Kannski horfa fleiri lítil ríki með opið efnahagskerfi fram á sams konar vanda, sömu áhættu og þeir.«
- Hvað með Ísland?
»Krónan varð á sínum tíma of sterk og það olli ykkur erfiðleikum. Gjaldmiðill getur orðið vandamál í sjálfu sér og þá verðið þið að gera eitthvað."

Svona rétt til að minna á: Ísland er með minnsta sjálfstæða gjaldmiðil í heimi í gjaldeyrishöftum.

helgi jonsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 08:59

7 identicon

José Manuel Barroso er búin að ákveða, eftir að hafa legið undir feldi, að meiri samruni Evrópu sé eina lausnin á stöðnun og stöðugri aukningu atvinnuleysis á meginlandi Evrópu.

José Manuel Barroso er búin að ákveða að gera allar skuldir evruríkja, og tilvonandi evruríkja, að sameiginlegum skuldum enda sé það eina færa leiðin til að fjármagna ónýt gegnumstreymis- lífeyriskerfi Frakklands og annarra glataðra hagkerfa suður Evrópu.

José Manuel Barroso er búin að ákveða að auðlindir norður Evrópu verði deilt bróðurlega á milli hagkerfa suður Evrópu. 

En hver kaus þennan  José Manuel Barroso annars?

http://www.irishtimes.com/newspaper/world/2012/1129/1224327258163.html

Aðalmundur (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband