En ekki heyrðist minnsta tíst í forystu ASÍ
18.11.2012 | 11:08
Nú í vikunni efndu verkalýðshreyfingar í 23 löndum til verkfalla og mótmæla gegn efnahagsstefnu ESB, sem sakað er um að lögbinda frjálshyggjuna og hlífa fjármálastofnunum en skera niður velferðarþjónustu og réttindi almennings. Ekki heyrðist þó minnsta tíst í forystu ASÍ enda flestir þar dáleiddir ESB aðdáendur.
14. nóvember var Evrópskur dagur aðgerða og einingar. Meginþungi aðgerðanna var á Spáni og í Portúgal og þar var gert allsherjarverkfall. Verkalýðshreyfingin í þessum löndum telur að stefna ESB sé að leiða til fátæktar og dýpkandi efnahagskreppu. Ástæðurnar eru að sjálfsögðu margþættar en upptaka evru þykir hafa sett ýmis jaðarríki ESB í spennitreyju sem þau eru föst í.
Páll H. Hannesson skrifaði á vefsíðu sinni ESB og almannahagur s.l. miðvikudag um þessa miklu öldu mótmæla og verkfalla sem gekk yfir álfuna um miðja vikuna og beindist gegn frjálshyggjustefnu ESB. Hann vitnar þar í orð Bernadette Ségol, framkvæmdastjóra ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, sem minnti á hið forna spakmæli: Við uppskerum eins og við sáum! Með sífelldum niðurskurði á samfélagsþjónustu væri ýtt undir enn frekari samdrátt, vaxandi fátækt og óróleika.
Pistill Páls ber heitið: Samstaða almennings gegn stefnu ESB og er svohljóðandi:
Í dag, 14. nóvember efndu 40 verkalýðsfélög í 23 löndum innan ESB til verkfalla og mótmæla gegn efnahagsstefnu ESB, sem felst í því að hlífa fjármálastofnunum og skera niður velferðarþjónustuna og réttindi almennings. Í Grikklandi hafa laun verið skert allt að 50% og það er nú löglegt að greiða ungu fólki laun sem eru undir fátækramörkum. Allt er þar einkavætt og selt, samkvæmt beinum og óbeinum boðum forysturíkja ESB. ESB er að lögbinda frjálshyggjuna í aðildarríkjunum og fjórfrelsi markaðarins er trúarsetning þess. Það er þess vegna með ólíkindum að einhverjum sem telur sig til vinstri í pólitík sé umhugað um að flækja landið inn í þann afturhaldssinnaða kóngulóarvef sem fulltrúar auðvaldsins hafa fengið stjórnmálaelítu ESB til að spinna á undangengnum áratugum.
Páll birtir einnig svohljóðandi klausu sem höfð er eftir Bernadette Ségols, framkvæmdastjóra Evrópusambands verkalýðsfélaga:
In some countries, peoples exasperation is reaching a peak. We need urgent solutions to get the economy back on track, not stifle it with austerity. Europes leaders are wrong not to listen to the anger of the people who are taking to the streets. The Troika can no longer behave so arrogantly and brutally towards the countries which are in difficulty. They must urgently address the issues of jobs and social fiscal justice and they must stop their attacks on wages, social protection and public services. The ETUC is calling for a social compact for Europe with a proper social dialogue, an economic policy that fosters quality jobs, and economic solidarity among the countries of Europe. We urgently need to change course.
Meirihluti Breta vill úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland tekur að sjálfsögðu ekki þátt í mótmælum 23gja Evrópusambandslanda einfaldlega vegna þess að Ísland er ekki í ESB.
Auðvitað eru öðru hvoru mótmæli í ESB-löndum eins og í öllum öðrum löndum heims þar sem þau eru ekki beinlínis bönnuð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 12:24
Guð minn góður þvílík steypa sem þessi svokallaði Ásmundur er með. Er farin að halda að hér sé einhver róbót á ferðinni sem kviknar á í hvert sinn sem Vinstri vaktin setur fram eitthvað. Það virðist engin rökræn hugsun þar á ferðinni, bara blindur áróður fyrir ESB aðild.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2012 kl. 13:15
Gaman að fylgjast með viðbrögum Ásthildar þegar komið er við kauninn á henni og hún bregst við með fullkomnu innihaldsleysi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 14:09
Ég er fyrir löngu búin að gefast upp á að ræða við þig Ásmundur, því þú bullar bara sömu vitleysurnar aftur og aftur. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessu, en það er ekki skynsemi sem lýsir sér í þessu hjá þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2012 kl. 14:44
Við verðum líklega að ganga í ESB, og borga peninga sem við eigum ekki til, svo við getum öðlast "rétt" til að mótmæla stjórnleysinu og mannréttindabrotum á alþýðunni bankarændu og þrælandi, í ESB-ríkjunum!
Er það ekki Vel skiljanlegt? Eða hvað?
Er ESB-"friðarbandalagið" ekki búið að fara marga 360° hringi, í sínum stjórnlausa "friðarboðskap" tilvonandi miðstýringar-stórveldisins valdasjúka?
Er eitthvað undarlegt að maður spyrji?
Vonandi geta einhverjir svarað þessu heiðarleika!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 19:57
Vonandi getur einhver svara þessu heiðarlega, átti þetta að vera!
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2012 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.