Evrópumenn vilja í landhelgina
23.10.2012 | 12:48
Nú hefur Kornelíos S. Korneliou fulltrúi ESB skrifað Íslendingum bréf og boðað að áður en rætt verður um sjávarútvegsmál í ESB aðlögun Íslands skuli rætt um takmarkanir Íslands á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi. Áður hefur komið fram að bæði ESB og talsmenn þess hér á telja takmarkanir Íslands fráleitar.
Upphaflega hafði ráðherraráð ESB gert ráð fyrir að taka þessa þætti fyrir samhliða umræðu um sjávarútvegsmál en hefur nú breytt um stefnu í þessu, m.a. vegna makríldeilunnar. Ráðherraráðið vill nú þegar fá fram hjá Íslandi samningsafstöðu til fjárfestinga og svo til reglna sem Ísland setur um samskipti við þjóðir um veiði úr flökkustofnum.
Nú reynir vissulega á því ef hið alþjóðlega markaðsfrelsi nær yfir útgerðarfyrirtæki á Íslandi þá jafngildir það því að opna miðin að nýju fyrir erlendum togurum. Dýrmætir sigrar í landhelgisstríðum 20. aldar væru þá til lítils. Baráttan um náttúruauðlindir fer mjög harðandi um heim allan og þá sérstaklega þær sem tengjast matvælum. Það er því fráleitt að opna nú á erlenda fjárfestingu í útgerð á Íslandi.
Við höfum dæmi um það víðsvegar um heim hvernig farið hefur fyrir þjóðum sem afhent hafa náttúruauðlindir sínar erlendum auðhringum. Miklu fremur þurfum við á því að halda að takmarka eignarhald og stærð hinn innlendu útgerðarrisa og tryggja betur en er rétt þjóðarinnar til auðlindarinnar.
(Mynd: Bréf ESB til sendiherra Íslands í Brussel, http://www.utanrikisraduneyti.is/media/sjavarutvegsmal/ch-4.PDF)
Athugasemdir
Jájá, hvað annað.
Var planið ekki að bíða eftir þessum stjórnarskrár"kosningum", þar sem þjóðinni var ekki leyft að segja sitt álit á ákvæðum sem banna erlenda fjárfestingar, þ.e. álit á að þeim ákvæðum sem nú á að eyða úr stjórnarskránni.
Og ESBstóðið mun auðvitað garga um að þetta sé í fullkomnu samræmi við hina nýju stjórnarskrá þeirra, sem þjóðin væri sko alveg búin að samþykkja.
Ef þetta landráðapakk skyldi einhverntíman verða dæmt fyrir sín landráð og föðurlandssvik, og dæmt til dauða, þá væri ég alveg til í að sjá persónulega um aftökurnar.
palli (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 13:23
Þessu þarf að fylgjast vel með, takk fyrir að benda á þetta. En Palli minn stjórnarskrármálið er þannig að gamla stjórnarskráin gildir út þetta kjörtímabil og yfir næstu kosningar, og ekki fyrr en það hefur verið samþykkt af næsta þingi öðlast það gildi.
Svo við skulum ekki bera saman epli og appelsínur. Ég hef meiri áhyggjur af Össuri og samninganefndinni sem ekkert er heilagt til að koma okkur inn í ESB. Hér þarf að standa fast á vaktinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 13:32
Auðlind er eitthvað sem skapar auð. Orðið náttúruauðlind orkar tvímælis, því það er ekki sjálfgefið að hún skapi auð. En hún getur glatt augað.
Þjóðin lifir á því að nýta þá náttúruauðlind felst í fiskveiðilögsögunni. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og flestir vilja lýsa þá auðlind þjóðareign, stefnir framkvæmdavaldið að því að afsala yfirráð hennar erlendu valdi.
Einhver þarf að útskýra fyrir framkvæmdavaldinu að ríkiseign er ekki það sama og þjóðareign. Og að líkt og norðurljósin er fiskveiðilögsaga þjóðarinnar ekki til sölu.
Kolbrún Hilmars, 23.10.2012 kl. 14:25
Svo má spyrja ESB sinna hvort þeir trúi því ennþá að útlendingar ágirnist ekki þjóðarauð íslendinga?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 14:38
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika mun tryggja okkur einokun á veiðum í landhelgi Íslands þar sem meirihluti aflaverðmætisins eru staðbundnir stofnar. Flökkustofna þarf að semja um hvort sem við erum í ESB eða ekki.
Það hefur sýnt sig að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru líklegri til að fjárfesta í erlendum sjávarútvegsfyrirtækjum en öfugt.
Kaup erlendra sjávarútvegsfyrirtækja á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum eru háð efnahagslegum tengslum við landið. Bretar fengu þetta viðurkennt fyrir Evrópudómstólnum.
Ýmislegt er svo hægt að tryggja með sérákvæðum í samningi við ESB. Lagabreytingar gera samninga ekki ógilda.
Ólíkar reglur gilda um veiðar í hinum ýmsu veiðisvæðum ESB. Sérstaða Íslands gerir sérreglur hér líklegar ef farið er fram á þær.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 18:14
Ásmundur, gat nú verið að þú fyndir eitthvað til.
Hvaða íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru nógu öflug til þess að starfa erlendis? Eða hafa bolmagn til þess að keppa við erlendu stórfyrirtækin þegar lögsagan hefur verið afhent ESB?
Einmitt, þessi fáeinu stóru LÍÚ fyrirtæki sem ríkisstjórn og fylgjendur bölsótast út í alla daga.
Sérstaða Íslands myndi í kjölfarið verða sambærileg við Möltu; dagróðra- og smábátaútgerðin fiskar í matinn. Stóru hákarlarnir, aðallega erlendir, fleyta rjómann eins og fyrr á öldum.
Kolbrún Hilmars, 23.10.2012 kl. 18:48
ESB hefur nú þegar sent bréf þar sem þeir vilja afnema það að íslendingar geti einir átt sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi. Þetta er orðið alveg grímulaust, en auðvitað sjá þeir það ekki sem vilja endalaust berja hausnum við steininn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 18:55
Mundi minn, það er búið að segja þér, að það er ekkert til sem heitir "regla um hlutfallslegan stöðugleika".
Þetta var eitthvað kjatæði sem einhver röflaði um, einhverntíman, í Brussel, en er ekki í neinum lögum, tilskipunum eða reglum.
Hvergi.
Enda er eini stöðugleikinn í sjávarútvegsstefnu ESB, að eyðileggja sem flest fiksimið. Og gengur víst bærilega.
Og nú getur þú hætt að röfla um það sem er ekki til, er það ekki?
Hilmar (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 19:57
Það er gott að talið skuli hér leitt að hlutfallslegum stöðugleika. Engin hugmynd er jafn hættuleg þeim sem raunverulega byggja á sjávarútvegi því að náttúran fer ekki eftir slíkum mannasetningum. Í lífríki sjávar eru stöðugar breytingar og í krafti hlutfallslegs stöðugleika munu Evróputogarar elta fiskistofnana inn í hlýnandi íslenska lögsögu ef við göngum í ESB - og ryksuga okkar mið eins og þeir hafa gert við sín eigin.
Bjarni Harðarson, 23.10.2012 kl. 21:17
Ég veit, Ásthildur, en ég held að þeir muni nota þessar "kosningar" til að semja um þetta, að þær leyfi alveg að samningsmarkmiðin séu á þá leið að erlendum peningaöflum verði hleypt í auðlindirnar, að þeir geti lokið þessum kafla og haldið ferlinu áfram.
Eru annars einhver samningsmarkmið í einhverjum málum yfirleitt til?
En Íslendingar munu auðvitað henda þessu út um gluggann, fyrir utan sturlaða þrá- og óskhyggju rugludalla eins og Ásmund.
palli (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 04:49
Ótrúlegt að fyrrum þingmaður skuli leyfa sér að beita öðrum eins blekkingum og Bjarni Harðarson gerir hér. Skv reglunni um hlutfallslegan stöðugleika byggja aflaheimildir á veiðireynslu. Hugmyndir Bjarna eru því greinilega algjörlega út í hött. 
Þeir sem eru vandaðri að virðingu sinni meðal andstæðinga aðildar viðurkenna einokun okkar á veiðum innan landhelginnar en óttast að hún haldi ekki með lagabreytingum seinna meir.
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1120738/ 
http://www.evropa.is/2009/01/14/ranghugmyndir-e%C3%B0a-raunveruleg-ogn/
Eins og hér má sjá eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Auk þess er ljóst að ESB gengur aldrei gegn grundvallarhagsmunum einstakra þjóða samabandsins. Einnig hafa lagabreytingar engin áhrif á þegar gerða samninga.
Úrskurður Evrópudómstólsins um efnahagleg tengsl við viðkomandi land hefur haft þau áhrif að kvótahapp er ekki lengur teljandi vandamál.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtækin sækjast eftir að kaupa erlend fyrirtæki, sbr umsvif Samherja erlendis, en ekki öfugt. Erlend sjávarútvegsfyrirtæki hafa almennt ekki bolmagn til að keppa við þau íslensku.
Með ESB-aðild munu sjávarútvegsmál lúta sameiginlegri stjórnun sem mun væntanlega koma í veg fyrir að LÍÚ geti haldið þjóðinni í heljargreipum. Sú stjórnun mun þó ekki hafa neitt með aflaheimildir að gera. Nýtingarrétturinn verður allur okkar.
Þannig eru lög og reglur ESB okkur hagstæðar. En þar fyrir utan er sérstaða Íslands svo mikil að tækifæri til sérlausna (special arrangements) í samningi við ESB eru mikil. Þannig er hægt að tryggja okkar hag til framtíðar. 
Allt þetta mun koma í ljós þegar samningur liggur fyrir. Þess vegna reyna andstæðingar aðildar að koma í veg fyrir að það verði nokkurn tímann. Virðingarleysi þeirra fyrir lýðræðislegum rétti þjóðarinnar er algjört. 
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 08:37
Meira efni til höfuðs blekkingaráróðrinum um ESB:
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/blekkingarleikur-moggans-vid-turfum-engar-undantagur?page=2&offset=80
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 08:43
"viðurkenna einokun okkar á veiðum innan landhelginnar "
Þú átt svo óhugnarlega bágt í hausnum, maður.
Það er erfitt að finna jafn stjarnfræðilega heilabilaðan mann eins og þig, sem lifir ekki sínu lífi inni á stofnun.
Þegar maður heldur að þú getir ekki sokkið lengra í þinni veruleikafirrtu geðsýki, þá geturðu með enn eitt trompið.
Kanski þjóðin getir hrist af sér alversu flærnar þegar hún treður umsókninni ofan í kokið á þér. Ég stórefa að þú munir þola áfallið. Þú ert of illa brenglaður í kollinum. Farið hefur fé betra.
Mikið rosalega áttu bágt, maður!!
Þú ert sturlaður eintaklingur. Geðbilað lítil grey. Fokking hell, hvað þú er bilaður!!
palli (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.