Lýðræðið tapaði

Rétt um helmingur atkvæðisbærra manna sá ástæðu til að mæta á kjörstað í gær í einum einkennilegustu kosningum Íslandssögunnar. Aukinn meirihluti þeirra sem mætti sagði já við fyrstu spurningunni um það hvort leggja bæri tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar. Bakvið þá tölu er þó ekki nema um þriðjungur atkvæðisbærra Íslendinga og kjörsókn er lakari en svo að kosningin geti talist marktæk.

Í sömu skoðanakönnun hafnaði mikill meirihluti þeirri tillögu stjórnlagaráðs að strika þjóðkirkjuna út úr stjórnarskránni þannig að staðfestan bakvið fyrsta já-ið orkar mjög tvímælis. Þannig er ekkert vitað hvernig atkvæðagreiðsla um umdeilda fullveldisgrein númer 111 hefði staðið en þingmeirihluti á Alþingi ákvað að almenningur fengi þar ekki aðkomu.

Það er enginn vafi á að niðurstaðan er í samræmi við skoðanakannanir þannig að vafalítið hefði niðurstaðan orðið svipuð þó svo að þátttaka hefði verið meiri. En það segir samt ekki alla söguna. Léleg kjörstjórn og ruglingsleg framsetning fyrir kosningar sem jafnvel stjórnlagaráðsmenn sjálfir hafa orðið til að gagnrýna setur málið allt í mjög óvissa stöðu. Hefur einhver dauðlegur maður sett sig inn í það hvaða merkingabærar breytingar yrðu á stjórnskipan með meintri stjórnarskrá? Getur verið að léleg kjörsókn og áhugaleysi segi hér meira en sjálf niðurstaðan.

Alvarlegast í öllu er léleg kjörsókn sem helgast fyrst og fremst af ruglanda í framsetningu og því að óljóst var um hvað væri kosið. Hvorki stjórnmálamenn, álitsgjafar eða sjálfir stjórnlagaráðsmennirnir eru samdóma um það hvaða merkingu beri að leggja í kosninguna í gær. Einfaldasta leiðin til að brjóta niður lýðræðið er ruglandi. Hér á vinstri vaktinni hefur verið varað við því að niðurstaða eins og nú liggur fyrir verði af ESB sinnum notuð til að keyra 111. greinina í gegnum Alþingi en aðrir þættir málsins fái ef til vill að liggja óbættir fram yfir kosningar.

Ríkisstjórnin hefur nú varið milljarði í óskiljanlegt verkefni og tekist að slæva svo almennan stjórnmálaáhuga Íslendinga að kjörsókn er komin langt niður fyrir það sem var hugsanlegt fyrir hrun. Nær allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í atkvæðagreiðslu um núgildandi stjórnarskrá 1944 og fram undir þetta hefur kosningaþátttaka á Íslandi verið í kringum 90% og yfirleitt er slíkt tilfellið í fámennum samfélögum. Það fyrst með hinu óskiljanlega stjórnarskrármáli að stjórnvöldum hefur tekist að slæva kosningaþátttöku niður undir sömu mörk og eru til dæmis í lítt áhugaverðum ESB kosningum í Evrópu. Slíkt sinnuleysi almennings er ekki fagnaðarefni og lýðræðissinnar hafa engu að fagna á þessari helgi./- b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu var þetta afgerandi sigur lýðræðisins. Þjóðin staðfesti niðurstöður stjórnlagaráðs sem var skipað þeim sem þjóðin treysti best til að semja nýja stjórnarskrá. 

Því miður hefur álit mitt á þjóðinni beðið hnekki undanfarið svo að ég óttaðist að þjóðin yrði ekki sjálfri sér samkvæm. Sem betur fór var það ekki reyndin.

Það var ánægjulegt hve kjörsókn var mikil miðað við slíkar kosningar erlendis.

Jafnvel þó að hún hefði verið minni hefðu úrslitin verið afgerandi enda fela þeir sem taka ekki þátt í kosningunni þeim sem kjósa að fara með atkvæði sín.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 17:34

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Eggert Sigurbergsson, 21.10.2012 kl. 19:00

3 Smámynd: Elle_

Ef við ætlum að hafa samræmi í þessu mikla lýðræði á nú á bara eftir að hafa kosningu no. 2 + 3 eins og með ICESAVE.  Nema þetta var bara könnun núna. 

Í alvöru kosningum um ICESAVE 2, samkvæmt núverandi lýðræðisstjórnarskrá og vilja forseta og þjóðar, var vilji yfir 90% kjósenda 95% kosningabærra manna trampaður niður af Jóhönnu og Steingrími Stal.  Fullkomlega svívirtur og strax farið í enn eina niðurlæginguna gegn heilli þjóð og farið að semja um nauðungina einu sinni enn.  Nauðung ICESAVE 3.  Hah, sem Jóhanna alræðisherra hvatti fólkið svo til að mæta ekki í meðan ofbeldið fór fram. 

Elle_, 21.10.2012 kl. 19:38

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í icesaveskuldarmálinu varð niðurstaðan að meirihluti vildi að dómsstólar ákvæðu hver mikið ætti að borga. það gekk svo eftir.

Svona virka þjóðaratkvæðargreiðslur. þáttakan núna er bara svipuð og í öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi og í heiminum. Og reyndar er óvenju mikil þáttaka núna miðað við þáttöku í öðrum löndum.

það er hreinn barnaskapur g eg veit ekki hvaða hugsun er þar að baki, að í þjóðaratkvæðagreiðslum séu allir skyldaðir til að kjósa - og allir eigi að kjósa það sama! Einhver svona rússesk kosning eða sovéska fyrirkomulagið. Tómt mál að tala um.

Fólk er að heimta hérna þjóðaratkvæði og mikil krafa hefur verið um það - ekki síst hjá kjánaþjóðrembingum. En það á bara við ef kjánaþjóðrembingar eru sammála niðurstöðunni! Annars er það bara ekki gilt!

Ef þetta er ekki alveg upplýsing inní huga kjánaþjóðrembinga - þá veit eg ekki hvað. Ekki er skárri pistillinn sem Páll alsherjarkjánaþjóðrembingsgoði skrifar núna og sjá má á bloggi.

þjóðaratkvæði geta nefnilega verið varasöm. þjóðaratkvæði er ekki töfralausn. því fyrr sem innbyggjar hérna fást til að átta sig á þeirri staðreynd - því betra. þjóðaratkvæði hafa alveg sína galla sem eru vel dokkjúmenturuð af fræðimönnum og sagan bókstaflega geymir viðvörunarbjöllur og rauð blikkandi ljós varðandi þjóðaratkvæðagreiðslur eða beint lýðræði sem kallað er. En það er eins og fólk margt haldi að þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið fundnar upp í gær og þá af Forsetagarminum. það er mikill misskilningur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.10.2012 kl. 00:00

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvern fjandan ætli þú vitir hvað venjulegt fólk heldur,Ómar Bjarki. Það voru hrikaleg mistök að gefast upp fyrir hryðjuverkaliði nornanna 2009. Best hefði veið að halda þetta út,hrókera, þá væri hér allt í blóma,miðað við svartnættið sem stafar frá þessu hrillings fólki. Ísland hristir sig nú fyrir norðan,örugglega af völdum æfra landvætta.Svo fer að líða að því að kosið verði um alvöru stjórnmálamenn,þá loksins getum við dansað á torgum af ánægju,eftir að hafa unnið innrásarliðið,sem er réttnefni á þessum böðlum.

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2012 kl. 01:46

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skil ekki hvernig vinstri grænir geta þolað við í þessum félagsskap.

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2012 kl. 01:49

7 identicon

Það verður að skoða þetta í ljósi þess hvernig málið var lagt upp. Þingið kom og sagði "Hérna eru ónothæfar stjórnarskrártillögur. Viljið þið að þeim verði breytt og síðan innleiddar þegar búið er að gera úr þeim nothæfa stjórnarskrá?".

Meirihluti kjósenda einfaldlega mætti ekki - enda lá það fyrir að engin bindandi ákvörðun yrði tekin í kosningunni - og lái þeim hver sem vill.

Kosningin var skopstæling á lýðræði og niðurstaðan hefur nákvæmlega enga skýra merkingu. Hún var hvorki sigur né ósigur fyrir lýðræðið en til minnkunar fyrir þá sem að henni stóðu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 02:19

8 identicon

Það var vel til fundið að efna til þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með niðurstöðunni liggur fyrir skýr meirihlutavilji þjóðarinnar. Þess vegna verður auðveldara að ljúka málinu á Alþingi sem ella hefði ekki ráðið við það.

Stjórnarandstöðuflokkarnir munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir reyna að vinna gegn vilja þjóðarinnar því að þeim myndi hefnast fyrir það í kosningunum í vor.

Kosningaúrslitin eru órvírætt mikill sigur fyrir lýðræðið vegna þess að þeir sem samþykktu tillögur stjórnlagaráðs eru tvöfalt fleiri en þeir sem höfnuðu þeim.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 08:08

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lýðræði og frelsi felast ekki aðeins í því að eiga kost á að hafa áhrif með atkvæði sínu heldur líka að mega fela öðrum að taka ákvarðanir.

Undir það síðarnefnda fellur fulltrúalýðræðið og það að greiða ekki atkvæði eða sitja hjá/skila auðu.

Ómar Ragnarsson, 22.10.2012 kl. 09:03

10 identicon

Ásmundur les núna allt annað út úr þessum "kosningum" heldur en skoðanakönnunum. Hvernig er hægt að vera svona hallærislega vitlaus?

Og Ómar, ef það hefði verið hægt að kjósa/segja sitt álit á ákvæðum þessarar tillagna ykkar, en ekki bara eitthvað fyrirframvalið smábrot af stjórnarskránni, þá gæti verið eitthvað að marka það sem þú segir. En það er ekki svo.

Var hægt að segja sitt álit á grein 111? Mikilvægasta og stærsta breytingin. Afsal fullveldis lýðveldisins "í þágu friðar og samvinnu". Af hverju ekki " í þágu blablabla ESB blablabla" ?

Svo algjörlega til að trompa þetta þá mun framvegis ekki þurfa þjóðaratkvæðisgreiðslur, né þingrof, til að breyta stjórnarskránni. Bara nógu stór hluti alþingismanna, og þá ráða þau því bara sjálf.

Ekki var heldur hægt að segja sitt álit á þessu.

Hvað með að opna dyrnar fyrir erlendum peningaöflun að kaupa sig inn í íslenskan sjávarútveg, og annað iðnað?

Ákvæði um bann við því var snyrtilega klippt út og ekki haft með í þessum tillögum ykkar.

Ekki heldur mikið talað um það.

Svo þú getur bara troðið þessari dellu, Ómar. Þú gætir blaðrar um lýðræði ef þjóðin hefði getað sagt sitt álit á öllum þessum risastóru atriðum. Atriðum sem lítið sem ekkert var talað um og ekki haft í boði í þessari óbindandi skoðanakönnun.

Og þetta er augljóslega bara einn liður í ESBgeðsýki Samfylkingarinnar. Eins og maður treysti þessu pakki hænufet.

Æ það þarf breytingar á stjórnarskrá til að hverfa inn í ESB. Hmmm...  gerum það, en tölum um beint lýðræði og persónukjör og bara allt annað en það sem málið snýst um.

Þú ættir að halda þig við náttúruverndina, Ómar. Þú ert ekki með það sem þarf í þetta.

palli (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 09:32

11 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svona svona...

"Hvað með að opna dyrnar fyrir erlendum peningaöflun að kaupa sig inn í íslenskan sjávarútveg, og annað iðnað?

Ákvæði um bann við því var snyrtilega klippt út og ekki haft með í þessum tillögum ykkar."

72. gr. stjórnarsráinnar
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign
sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt
verð fyrir.
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi
eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi. 

13. gr. tillögunnar
Eignarréttur.
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign
sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt
verð fyrir.
Eignarrétti fylgja skyldur, svo og takmarkanir í samræmi við lög

...

Þetta er þarna ennþá, er það ekki?

Haraldur Rafn Ingvason, 22.10.2012 kl. 11:41

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Haraldur Rafn, þetta er ekki sama ákvæðið, hér er um eðlismun að ræða en ekki stigsmun.

Ef þú átt bíl þá fylgja bílnum skyldur og takmarkanir um að þú megir t.d ekki keyra hann á næsta bíl af yfirlögðu ráði. "257. gr. Hver, sem ónýtir eða skemmir eigur annars manns eða sviptir hann þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 2 árum."

Það er búið að taka út ákvæðið um að takmarka má rétt erlendra aðila (samræmist ekki ESB regluverkinu) til að eiga hér fasteignir og fyrirtæki og kemur hið meinta sambærilega ákvæði ekki í staðin fyrir eins og þú vilt vera láta enda allt annars eðlis.

Megintilgangur stjórnlagaráðs var að gera stjórnarskrána ESB væna.

Eggert Sigurbergsson, 22.10.2012 kl. 12:30

13 identicon

"Í skýringum með tillögum Stjórnlagaráðs segir:

" Ákveðið var að fella út 2. mgr. 72. gr. núgildandi stjórnarskrár sem takmarkar rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi og hlut í atvinnufyrirtækjum á Íslandi. Þessi málsgrein þykir stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og heimila Íslendingum hindrunarlaust að eiga fasteignaréttindi og hluti í atvinnufyrirtækjum erlendis. Rætt var í Stjórnlagaráði hvort takmarka ætti rétt bæði Íslendinga og erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi en horfið var frá því."

Bloggfærsla um þetta á Vinstrivaktinni fyrir 4 dögum:

http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1263212/

palli (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 12:32

14 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

í báðum greinum er hemildaákvæði um takmörkun á eignarétti. Því er þetta bara spurning um hvernig lögin hljóma. Hins vegar hefur þetta gamla ákvæði aðeins verið virkt í orði því óbeint eignarhald í sjávarútvegi  s.s. í gegn um veðsetningar og eignarhald félaga sem eiga hlut í útgerð, hefur verið galopið.

Haraldur Rafn Ingvason, 22.10.2012 kl. 12:43

15 identicon

Og þá ber að laga það, Haraldur, en ekki að reyna að bæta villu með enn meiri villu.

Það eru lög gegn bankaránum, en þau eru víst framkvæmd innan frá nú til dags, svo við ættum bara leyfa öll bankarán? Þetta er álíka gáfulegt og það sem þú ert að segja.

Með lögum skal land byggjast.

palli (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 12:49

16 identicon

Haraldur Rafn,

Hver ákveður hvað er almenningsþörf?

Hver ákveður og setur þau lög sem takmarka rétt erlendra aðila til að eiga eignir og yrði þá líka átt við íbúa og fyrirtæki frá EU?

kveðja

Tóti Sigfriðs

Þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 12:54

17 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Haraldur Rafn, munurinn er sá að í 72. gr er einarétturinn takmarkaður en í 13. gr er meðferð og notkun takmörkuð. Þetta er grundvallarmunur.

Eggert Sigurbergsson, 22.10.2012 kl. 13:07

18 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ojæja, finnst þér það. Ég er líka ekkert sérstakt gáfumenni

Haraldur Rafn Ingvason, 22.10.2012 kl. 13:14

19 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Eru hlutir ekki teknir eignarnámi með tilvísun í almenningsþörf. Mér dettur Landsvirkjun og sveitarfélög í hug. Fer það ekki alltaf fyrir dóm?

Hver setur lög er spurt. Er það ekki löggjafinn???

Haraldur Rafn Ingvason, 22.10.2012 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband