Sjálfstæð peningastefna er eini valkosturinn í gjaldmiðilsmálum, segir samráðsnefnd allra flokka
20.10.2012 | 12:01
Hljótt hefur verið um þá niðurstöðu samráðshóps allra flokka og aðila vinnumarkaðarins að ekki sé hægt að gera ráð fyrir upptöku evru eða annarrar myntar á næstu árum, en í þessum hópi eru einnig þeir Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ.
Eins og kunnugt er eiga þeir Vilhjálmur og Gylfi það sameiginlegt að hafa kvatt mjög til inngöngu Íslands í ESB með þeim rökum að Íslendingar þurfi sem fyrst að taka upp evru. Aðild þeirra að niðurstöðu samráðshópsins sýnir glöggt þau miklu veðrabrigði sem orðið hafa í ESB-málinu. Jafnvel áköfustu ESB-sinnar neyðast til að viðurkenna að engar líkur eru á því að hér á landi verði tekin upp evra í nánustu framtíð. Þeir átta sig á því í fyrsta lagi að þjóðin mun ekki samþykkja aðild, í öðru lagi er ástandið á evrusvæðinu ekki þess eðlis að það hvetji til upptöku evru og í þriðja lagi uppfylla Íslendingar ekki skilyrðin fyrir upptöku evru og munu vafalaust ekki gera það fyrr en eftir mörg ár.
Í fyrrnefndum samráðshópi um mótun gengis- og peningamálastefnu eiga sem sagt sæti fulltrúar tilnefndir af þingflokkunum svo og ASÍ og SA. Árni Þór Sigurðsson var tilnefndur af þingflokki Vinstri grænna, Freyr Hermannsson, sérfræðingur í Seðlabanka Íslands, var tilnefndur af þingflokki Framsóknarflokksins, Illugi Gunnarsson var tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins, Lilja Mósesdóttir var tilnefnd af þingflokki Hreyfingarinnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir var tilnefnd af flokki Samfylkingarinnar. Þá situr Gylfi Arnbjörnsson í nefndinni fyrir Alþýðusamband Íslands og Vilhjálmur Egilsson fyrir Samtök atvinnulífsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra fól Helgu Jónsdóttir, fv. ráðuneytisstjóra, formennsku en nefndin var skipuð þann 7. mars síðastliðinn.
Samráðshópurinn leggur áherslu á að mikilvægast sé að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. Slíkt sé grundvöllur góðrar hagstjórnar óháð fyrirkomulegi gengismála og peningastefnu. Almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði. Hvað varðar valkosti til lengri tíma eru skoðanir skiptari en samstaða er um að einhliða upptaka annarrar myntar komi ekki til álita.
Alls hafa ellefu fundir verið haldnir og hefur nefndin skilað bréfi til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Nefndarmenn lýsa sig reiðubúna til að halda störfum sínum áfram og undirbúa tillögur í gengis- og peningamálum byggðar á þeim greiningum og gögnum sem komið hafa fram að undanförnu.
Störf samráðshópsins sæta óneitanlega talsverðum tíðindum og vekur furðu hve lítið hefur verið rætt í fjölmiðlum um þá samhljóða niðurstöðu hópsins að sjálfstæð peningastefna og íslenska krónan séu í rauninni eini valkosturinn á næstu árum þótt sumir í hópnum hafi almennan fyrirvara um aðra valkosti þegar til lengri tíma er litið.
Athugasemdir
Hvað vakir fyrir Vinstrivaktinni með svona skrifum?
Það er auðvitað ekkert nýtt að við getum ekki tekið upp evru í bráð og verðum þess vegna að sætta okkur við krónuna fyrst um sinn.
Það er heldur ekkert víst að þjóðin kjósi aðild þó að það væri mjög misráðið að því gefnu að viðunandi samningur náist, sem er líklegt.
Það er því sjálfgefið að við þurfum sjálfstæða peningastefnu meðan krónan er ekki komin í skjól ECB sem gæti orðið fljótlega eftir aðild.
Það liggur í augum uppi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 12:27
Ásmundur, ég er kominn með nýtt uppáhalds-quote eftir þig. Enn og aftur tekst þér að opinbera, afdráttarlaust, að þú gengur einfaldlega ekki heill til skógar.
"EF þjóðin segir nei við nær öllum spurningunum í dag (stjórnarskrárfrumvarp) er ljóst að hún hefur ekki þroska til að fara með lýðræði"
Það er alveg ótrúlegt hversu kolruglaður þú ert í hausnum. Hvernig er hægt að vera svona bilaður án þess að sjá það sjálfur. Æjá, geðsýki og afneitun.
Af hvaða stofnun slappst þú eiginlega út?
Þú ættir að leita þér hjálpar við þínum alvarlegu erfiðleikum, í stað þess að garga sömu möntrurnar aftur og aftur, þótt það þjóni augljóslega engum tilgangi.
Það er enginn sem tekur mark á þér. Sérðu það ekki sjálfur????
Náðu bara örlitlu taki á sjálfum þér, maður. Það er pínlengt að horfa upp á þig.
Mikið skelfilega áttu bágt.
palli (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 12:49
Rangt eins og vanalega hjá Ragga Arnalds (,,palla").
Hægt að lesa skilabréf nefndar hér:
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/frettir/samradshopur.pdf
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 13:35
Hvað er rangt í máli Vinstri vaktarinnar? ég las bréfið og legg sömu meiningu í það og Vinstri vaktin.
Þetta er beint upp úr bréfinu: Samráðshópurinn leggur áherslu á að mikilvægast sé að tryggja trausta peningastefnu með þjóðhagsvarúðartækjum og ábyrgð í opinberum fjármálum á grundvelli fjármálareglna sem taka mið af þróun efnahagslífsins. Slíkt sé grundvöllur góðrar hagstjórnar óháð fyrirkomulegi gengismála og peningastefnu. Almennt telja nefndarmenn að á næstu árum sé sjálfstæð peningastefna eini valkosturinn og trúverðug hagstjórn sem tekur mið af aðstæðum og hagsveiflum sé grundvallaratriði. Hvað varðar valkosti til lengri tíma eru skoðanir skiptari en samstaða er um að einhliða upptaka annarrar myntar komi ekki til álita.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 14:24
Og hvernig er þetta það sama ,,palli" segir?
Eg skal segjaþér hvað stendur þarna: Mikilvægt að hafa trausta peningastefnu. Og um hvað við tekur egar handónýtri krónuræksni verði fleygt - eru menn ekki sammála en einhliða upptaka ófær.
þar með eru þeir að segja að eina leiðin sé upptaka evru eftir aðild landsins að EU.
Auðvitað er ekkert hægt að fullyrða um hvort svokallaðri ,,þjóð" hérna beri gæfa til að samþyggja aðild að EU og gera upptöku alvöru myntar mögulega. það er ekkert hægt að fullyrða um það. Sérstaklega ef öfgasinnaðir og ofstækisfullir kjánaþjóðrembingar reyna að skemma og eyðileggja allt sem þeir geta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 15:31
Þetta er náttúrulega ónýt "svokölluð þjóð". Öfgasinnuð, ofstækisfull, kjánar, spillingarlið og þjóðrembingar.
Hendum henni út og fáum nýja þjóð, með nýja alvöru mynt og ný, betri og göfugri ESB friðarsinnuð og þýlynd sjónarmið.
Kolbrún Hilmars, 20.10.2012 kl. 16:04
það er ekki hægt. þetta verður að hafa sinn gang. Sennilegast mun þurfa eina kynslóð í viðbót þar til Íslandingar gerast aðilar að sambandinu. Og þá er eg að meina 20-30 ár. Við erum bara að tala um þróun.
Börn í dag fá, yfirleitt, miklu mun meiri og víðari upplýsingar en áður þekktist. Strax í leikskola er þeim sagt frá öðrum löndum og sona. Bíðum við! Vitiði hvað? Sumir leikskólar eru í ESB verkefnum sko! (eg er alveg hissa að andstæðingar EU skuli ekki bannfæra það.) Ellskyns ESB samstarfsverkefnum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 16:12
Dæmi:
,,Menntaáætlun ESB styrkir alls kyns verkefni á öllum skólastigum. Comeníus styrkir eru veittir til verkefna á leik-,
grunn- og framhalds-skólastigi. Þessum bæklingi er ætlað að gefa yfirsýn yfir hin fjölbreyttu samstarfverkefni
íslenskra og evrópskra skóla. Verkefnin eru af ýmsum toga og geta þau tengst öllum námsgreinum. Verkefnin
takast einna best þegar þau tengjast mismunandi námsgreinum. Þátttakendur frá a.m.k. þremur löndum
skiptast á heimsóknum með og án nemenda og læra um lönd, menningu og skólastarf hver hjá öðrum. Verkefnin
eru unnin á tveimur árum og flestir sækja um styrki fyrir ferðir 12 einstaklinga á því tímabili."
http://www.lme.is/doc/5?download=false
Hahaha. þetta er alveg vonlaust verk hjá ykkur að ætla að standa í vegi fyrir þessari þróun sem aðild Íslands að EU er. það er það sem er svo pirrandi við þetta. Allt er þetta til einskis hjá ykkur. Miklu mun betra væri ef Ísland og innbyggjarar ynnu með þróuninni en ekki á móti henni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 16:19
Ekki hægt, segir þú Ómar. Víst er það hægt, gerum bara Nubo tilboð og allt verður klappað og klárt eftir klukkutíma.
Þessi vitleysingjaþjóð rýmir svo "húsnæðið" á mánuði og fer aftur til Noregs. Með fulla vasa af yuan í handraðanum...
Kolbrún Hilmars, 20.10.2012 kl. 16:20
Góð Kolbrún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2012 kl. 17:06
Það eina sem er fréttnæmt i þessum pistli er að allir flokkar sameinast um að einhliða upptaka evru er ekki inni í myndinni. Áður hafði seðlabankinn gefið út sama álit í skýrslu sinni.
Þetta eru góðar fréttir fyrir ESB-sinna. Flestir aðrir gera sér einnig grein fyrir að krónan er ónýt og hafa því gert sér vonir um að hægt sé að taka upp annan gjaldmiðil án ESB-aðildar. Það er sem sagt út úr myndinni, allavega í bili.
Vinstrivaktin er hins vegar nánast ein á báti með trú á krónu sem framtíðargjaldmiðli. Það gengur hins vegar ekki upp til lengdar.
Ef svo illa fer að við útlokum ESB-aðild um langa framtíð þá neyðumst við til að taka einhliða upp annan gjaldmiðil til að komast hjá skaðsemi gjaldeyrishafta.
Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 22:19
Merkilegt hvað Ásmundur getur alltaf lesið hvað sem hann vill úr hverju sem hann vill, og heimtar svo að aðrir séu sammála honum.
Þvílíkur dellubjáni, en við erum auðvitað von þessu rugli og bulli:
Evruríkin lenda sko aldrei í skorti á peningum, þau prenta bara meira
hahaha.... svvooo mikið fífl!!!
palli (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.