Viðvörunarorð Jóns Bjarnasonar

Næstu helgi ganga Íslendingar að kjörborði og kjósa um nokkur efnisatriði í tillögum stjórnlagaráðs. Jón Bjarnason þingmaður VG og fyrrvarandi ráðherra skrifar pistil á bloggi sínu í tilefni af einni spurninginni sem tekin verður afstaða til. Hér eru atriði sem Jón bendir á:

 "Ákveðið var að fella út 2. mgr. 72. gr. núgildandi stjórnarskrár sem takmarkar rétt erlendra  aðila til að eiga fasteignaréttindi og hlut í atvinnufyrirtækjum á Íslandi".

Hún lætur lítið yfir sér þessi tillaga Stjórnlagaráðs um breytingu á stjórnarskránni sem kosið verður um n.k. laugardag. En lagt er þar til að fella brott úr núgildandi stjórnarskrá síðari málsgrein 72. greinar um stjórnarskrárbundna heimild til að mega takmarka eignarrétt og kaup útlendinga á fasteignum eða hlut í atvinnufyrirtækjum hér á landi:

" Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi".

segir í núgildandi stjórnarskrá. Stjórnlagaráð leggur til að þessi setning verði  felld brott úr stjórnarskránni.

Í skýringum með tillögum Stjórnlagaráðs segir:

" Ákveðið var að fella út 2. mgr. 72. gr. núgildandi stjórnarskrár sem takmarkar rétt erlendra  aðila til að eiga fasteignaréttindi og hlut í atvinnufyrirtækjum á Íslandi. Þessi málsgrein þykir  stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og  heimila Íslendingum hindrunarlaust að eiga fasteignaréttindi og hluti í atvinnufyrirtækjum erlendis. Rætt var í Stjórnlagaráði hvort takmarka ætti rétt bæði Íslendinga og erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi en horfið var frá því.

Að mínu mati er mjög mikilvægt að halda þessu ákvæði í stjórnarskránni sem öruggri stoð fyrir setningu laga um fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi.

...

Tekist er einmitt á um það í ESB viðræðunum hvort afnema eigi takmörkun á eignarhaldi og fjárfestingum útlendinga í íslenskum sjávarútvegi hér á landi og beygja sig þar með undir kröfur ESB.

Með því að afnema þetta ákvæði úr stjórnarskrá opnar það verulega fyrir erlenda aðila til að fjárfesta í fasteignaréttindum hér á landi og  erfiðara en áður  að setja þeim skorður með lögum.   

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna ætlar að breyta stjórnarskránni, jafnvel þó að þjóðin vilji það ekki.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/18/vill_breytingar_tho_thjodin_segi_nei/

Segir það okkur ekki, að þetta séu ekki kosningar í þágu þjóðarinnar?

Við skulum muna að sama fólkið sem stendur á bakvið þessar kosningar, eru stuðningsmenn þess að við greiddum Icesave.

Það lét ekki segjast þó svo að þjóðin hafnaði ítrekað, það reyndi með öllum brögðum að komast hjá því að taka tillit til þjóðarinnar.

ÞEtta er líka sama fólkið og stóð á bakvið framboð Þóru Arnórsdóttur, gegn forseta sem kom í veg fyrir Icesave hörmungar. Sama forseta og stendur í veginum fyrir aðlögun að ESB.

Og það sem meira er, Jóhanna helsur því fram, að þetta sé "einstakt tækifæri" til þess að breyta stjórnarskránni. tækifærið komi ekki aftur.

Hvað segir það okkur?

Jú, Jóhanna veit að ESB sinnar verða ekki í næstu ríkisstjórn, og því gefst þeim ekki aftur færi á að aðlaga stjórnarskrána að ESB.

Það verður að stoppa þessa valdaæningja, sem reyna með öllum brögðum að hunsa vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.

Segjum nei við öllum spurningum. Ekki sitja heima, heldur mæta og kolfella þetta tilræði við lýðræðið.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:00

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir þessi aðvörunarorð. Þó margt sé ágætt í tillögum Sjórnlagaráðs, þá eru þar forarpyttir sem þjóðinni ber að varast. Síðan á að misnota hugsanlegt já við þessum 5 efnislegu spurningum, þannig að það þýði já við öllu hinu klabbinu.

Svo fer Jóhanna nú alveg með það þegar að hún segir að þó svo þjóðin hafni tillögunum þá muni hún samt ætla að láta þingið gera þær breytingar á Stjórnarskráni sem hún vill.

Til hvers er þessi fíflaga þjóðaratkvæðagreiðsla eiginlega ef að hún ætlar samt að drulla yfir þjóðina alveg sama hvað hún segir.

Mætum á kjörstað og segjum NEI við fyrstu spurningunni og skilum auðu við hinum 5 eða segjum NEI við þeim líka.

Gunnlaugur I., 18.10.2012 kl. 17:08

3 identicon

Jón er ekki af baki dottinn.

Úr því að ekkert gengur með að slíta viðræðunum skal þess nú freistað að koma í veg fyrir aðild með stjórnarskrárákvæði.

Allt er þetta þó unnið fyrir gýg. Ef það er talið nauðsynlegt að breyta stjórnarskránni til að ganga í ESB þá verður það auðvitað gert með hraði ef þjóðin kýs aðild.

Ætlar þessum barnaskap Jóns Bjarnasonar aldrei að linna?  

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 17:10

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef ég má minna á eldri pistil Vinstri Vaktarinnar (Bjarna?) varðandi stjórnlagakosningarnar þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta á kjörstað og skila auðu ef það gæti ekki ákveðið JÁ eða Nei.

Eftirfarandi stendur nefnilega skýrt og greinilega í kosningabæklingnum undir liðnum Framkvæmd atkvæðagreiðslu:

"Atkvæði skal meta ógilt ef kjörseðill er auður líkt og í alþingiskosningum".

Mætum og segjum NEI.  Eða spörum skósólana og sitjum heima frekar en að fara á kjörstað til þess að skila auðu.

Kolbrún Hilmars, 18.10.2012 kl. 19:13

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, forsætisráðherrann er búinn að eyðileggja stjórnlagakosninguna á laugardaginn. 

Enginn velkist í vafa um hvað þingmeirihlutinn mun gera við atkvæði fólksins, hvernig sem þau hljóða.

Merkilegt hvað hægt er að bæta endalaust klúðri á klúður ofan.

Kolbrún Hilmars, 18.10.2012 kl. 19:20

6 Smámynd: GH

Það er alls ekkert órökrétt við það að takmarka rétt "erlendra aðila" að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnuréttindum á Íslandi, en því fylgir sá böggull að við verðum að sætta okkur við að Íslendingar hafi sömu réttindi erlendis. Þannig að ef Jón Bjarnason vill halda þessu inni í íslenskri stjórnarskrá þá verður hann um leið að leggja til að Íslendingar segi upp EES-samningnum -- þetta ákvæði í tillögu stjórnlagaráðs vísar væntanlega til hans -- um leið og hann hvíslar því að samherjamönnum að þeir ættu að selja hið snarasta hlut sinn í þýskum útvegsfyrirtækjum.

GH, 18.10.2012 kl. 20:53

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og af hverju ekki að taka umræðuna um að segja upp EES samningnum og Schengen aðildinni? Varla eru þetta heilög vé í stjórnskipun okkar? 

Árni Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 21:24

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB Mundi segir: "Að úr því að ekkert gangi að slíta aðildarviðræðunum......."

ESB Mundi er í algerri afneitun og svo djúpt sokkinn í Brussel dýrkunn sinni að hann lætur svo að hann trúi því sjálfur að þjóðin sé á leiðinni inn í ESB.

Auðvitað er þjóðin ekkert á leiðinni þangað, það vita allir sem skoða málin og hlusta á þjóðina. Staðreyndin er líka sú að það gengur einmitt mjög vel "að slíta aðildarviðræðunum"

Það er allt að gerast og ESB trúboðið er á öllum vígstöðvum á harða flótta og eða búið að gefast upp.

Svona forritaðir og launaðir ESB lygamerðir eins og ESB Mundi, eru orðin sjaldséð fyrirbæri.

Nú eru 68% þjóðarinnar andvígir ESB aðild og það styttist óðfluga í kosningar.

ESB umsóknin er steinbarn í maga Samfylkingarinnar, steindauð.

En jarðaförin mun fram ekki seinna en eftir næstu þingkosningar.

Gunnlaugur I., 18.10.2012 kl. 23:58

9 Smámynd: Elle_

Aldrei efaðist ég um að Jóhanna (og Brussel- og ICESAVE-liðið) ætlaði að eyðileggja stjórnarskrána fyrir dýrðarveldið, hvað sem þjóðin segði og vildi.  Málið var aldrei í þágu þjóðarinnar og þjóðin bað ekkert um það. 

Já, valdaræningjar.  Vona að heimska þeirra hafi eyðilagt allt heila málið og mest af öllu að Hæstiréttur ógildi það.

Elle_, 19.10.2012 kl. 00:02

10 identicon

Frá ESB-landi situr Gunnlaugur á svikráðum við eigin þjóð. 

Hann krefst þess að aðildarviðræðum verði slitið eða að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna.

Þannig vonast hann til að hægt sé að blekkja þjóðina til að segja nei áður en blekkingaráróðurinn verður afhjúpaður með góðum samningi sem hún mundi samþykkja.

Gunnlaugur veit vel að þó að 33% þjóðarinnar styðji aðild skv skoðanakönnun þá hefur meirihlutinn ekki enn tekið afstöðu. 

Flestir ákveða sig ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Það sýnir að margir eru opnir fyrir aðild ef samningurinn verður okkur hagstæður.

Það er því fráleitt að reikna með að þeir óákveðnu skiptist í sömu hlutföllum og þeir sem þegar hafa tekið afstöðu og draga þá ályktun að 68% þjóðarinnar styðji aðild.

Ef samningurinn verður viðunandi er ekki ólíklegt að meirihluti hinna óákveðnu kjósi aðild. Aðrir geta breytt um skoðun. 

Hvers vegna ættu Íslendingar að hafna betri lífskjörum? Hvers vegna ættu þeir að hafna lægra verðlagi, miklu lægri vöxtum, lítilli verðbólgu og engri verðtryggingu?

Hvers vegna ættu þeir að hafna betri samkeppnishæfni Íslands sem leiðir til fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra?

Íslendingar hafa varla neitt á móti nauðsynlegum stöðugleika. Hrun krónunnar veldur því meðal annars að skuldir hækka upp úr öllu valdi á sama tíma og íbúðarverð hrynur.

Vilja þeir einangrast frá öðrum þjóðum og dragast aftur úr þeim í lífskjörum? Það verður óhjákvæmilegur fylgifiskur krónu í höftum sem samræmist ekki EES-samningnum?

Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild fer ekki fram fyrr en eftir nokkur misseri. Þá er vel líklegt að heimskreppan hafi að miklu leyti hopað af evrusvæðinu en látið meira til sín taka í öðrum heimshlutum.

Liður í blekkingaráróðri Gunnlaugs er að fullyrða að ég sé á launum við að mæla með ESB-aðild þó að enginn fótur sé fyrir því. 

Hvaða sérhagsmuna er Gunnlaugur að gæta?     

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 09:04

11 identicon

Já Ásmundur!! Núna fór þetta allt að virka!!

Ótrúlegt! Ég hefði aldrei búist við þessu!

Eftir óratíma við sífelldar endurtekningar á sömu möntrunum og fullyrðingunum, þá bara allt í einu, öllum að óvörum, þá byrjaði þetta að virka!!

Þú hafðir rétt fyrir þér, eftir allt saman!! Bara að endurtaka þetta nógu helvíti oft, og ekkert spá í því að þér hafi endalaust verið sagt að hypja þig af öllum lesendum síðunnar. Neinei, þú hafðir þetta í gegn!

Ég hef séð ljósið!! Hallelúja!! Lof sé Brussel!!

Þótt sjálft ESB segi að það sé ekkert nauðsynlegt að sjá þennan samning til að átta sig á því hvað sé í boði, þá trúi ég þér, Ásmundur, miklu betur!!

Þú ert svo gáfaður!! Þú ert í svo góðu andlegu jafnvægi!!

Jafnvel þótt þú talir í fullkominni mótsögn við sjálft ESB, þá hlýtur þú bara að hafa réttara fyrir þér! Auðvitað!!

Ef þú lest eitthvað annað úr skoðanakönnunum en allur alheimurinn, þá hefur þú líka rétt fyrir þér!!

Það er í rauninni alveg sama hvað veruleikinn segir, ef þú segir eitthvað annað þá hlýtur að að vera rétt!!

Ef þú segir að krónan sé ónýt, þá er það líka rétt!! Ef þú segir að það verði aldrei skortur á peningum, heldur bara einfaldlega prentað meira, þá er það líka hægt! Ekkert mál!

Þú ert frelsari, Ásmundur! Klettharður rökstuðningur og einbeittar gáfur þínar hafa snúið mér frá villu míns vegar!!

Lof sé Evrópusambandinu!!! Það er ljósið!!!  Kirkja lífs okkar í Brussel!!

Vörpum rökhugsun og andlegri rænu á fórnaraltarið!! Fylgjum Ásmundi allt okkar líf!!

Hann er frelsarinn!! Hann er lofgjörðin!! Hann er mátturinn og dýrðin!!

palli (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 10:59

12 identicon

Æ fokk, nú sé ég ekki ljósið lengur. Ég missti ljósið.

Ásmundur, endurtaktu nokkrar möntrur. Það er alveg að koma hjá þér, er það ekki?

Bara að endurtaka þetta nógu helvíti oft. Það virkar örugglega.

Hvað er þetta síðasta hjá þér? Æjá, dellan um að skoðanakönnunin sýni bara eitthvað allt annað en það sem hún gerir...

Já og auðvitað dellan að allir á Íslandi bíði spenntir eftir einhverjum samning við ESB, sem segir sjálft að þessi samningur sé ónauðsynlegur.

Koma svo, endurtaka bullið, Ásmundur. Þetta er alveg að koma.

Þú næstum því náðir að sannfæra mig rétt áðan.

(kanski ef þú sendir mér stóran skammt af geðlyfjunum sem þú ert á, þá myndi þessi della örugglega virka betur á mig)

palli (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 11:05

13 identicon

Á Gunnlaugur ekkert svar við þeim ásökunum sem á hann eru bornar í #10?

Er hann kannski samþykkur því að með því að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um aðild, þegar samningur liggur fyrir, sitji hann að svikráðum við eigin þjóð?

Ef ekki, þarf hann að svara því hvaða önnur ástæða liggi að baki þessari miklu áherslu sem hann leggur á að þjóðin fái ekki að kjósa um það sem okkur býðst í samningum við ESB. Ég sé enga aðra hugsanlega ástæðu en líkur á að þjóðin muni þá velja aðild.

Einnig væri gott ef Gunnlaugur svaraði því hvort hann væri sammála þeim atriðum sem ég rakti fyrir ESB-aðild. Fyrir þeim eru sterk rök eins og oft hefur verið sýnt fram á. Ef Gunnlaugur er ósammála þeim, hver eru mótrök hans?

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 09:01

14 identicon

Í alvörunni, Ásmundur. Hver heldurðu að trúi þér frekar en sjálfu ESB?

Það er aðlögun í gangi. Staðreynd.

Þessi samningur opinberar ekkert sem ekki þegar er vitað. Staðreynd.

Ef þú og þínir vilja garga um lýðræði, þá ætti þjóðin að vera spurð hvort það ætti að halda áfram í þessu aðlögunarferli. Staðreynd.

Það er enginn sem tekur delluna í þér alvarlega, Ásmundur. Staðreynd.

Þú ert geðsjúkur þráhyggju sjúklingur, uppfullur af hroka, veruleikafirrð, afneitun og frekju. Staðreynd.

palli (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband