Væringar á vinstri væng
7.10.2012 | 11:35
Yfirvofandi brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur úr stjórnmálum kallar á endurmat á hinum svokallaða vinstri væng íslenskra stjórnmála. Erling Ólafsson minnist aðeins á þessi mál í pistli (http://blogg.smugan.is/jarl/archives/1285) og veltir fyrir sér hvaða leið Samfylkingin eigi nú til vinstri.
Ég hef áhyggjur af því að það komi gamla frjálshyggjulínan í prófkjörum og þegar fer að nálgast kosningar. Ég sá að gömul kunningjakona var að neita því að það væri hægrikratabragur á Árna Páli, ég er svolítið hissa á að hún skuli ekki hafa tekið eftir því þegar hann var ráðherra og í ýmsum yfirlýsingum þegar hann hafði missti stólinn sem mörgum finnst sárt. Katrín stimplaði sig svo vel inn í þann hóp þegar hún varð ráðherra, yfirlýsingar hennar á þann hátt. Svo það er spurningin um frambjóðendur sem sætta vinstri krata, Jóhönnu fólk og fleiri sem hafa aðrar áherslur. Eru ekki eins ginkeyptir fyrir peningaglýjunni og ekki jafn fljótir að gleyma Hruninu með stórum staf. Sem eru ekki jafnreiðubúnir að vera galopnir og sumir.
Auðvitað kom þeir til greina þar Össur sem þroskast með hverju árinu sem líður og Guðbjartur, mér finnst allir gera of mikið úr þessu Zoega ævintýri hans. Og loks er það Oddný sem hefur sýnt sig vaxa með hverri raun. Þegar upp verður staðið verða það einhver af þessum þremur. Ef spádómsgáfan mín fær að njóta sín. Nema Jóhanna kalli til Stefán prófessor og leggis allt sitt á hann svona í laumi.
Ég ætla að veðja á Össur. Svona einni kók og prins póló. Ekki meiru. Til þess er ég of lítill spámaður.
Uppástungur náttúrufræðingsins um mögulega vinstri arftaka í krataflokknum eru ekki mjög sannfærandi. Það eru helst Össur og Guðbjartur sem koma honum í hug en hvorugur er þó líklegur til að halda saman vinstri sinnuðum jafnaðarmönnum. Sá fyrrnefndi hluti af hægri skóla Jóns Baldvins og hinn brennimerktur einni ríflegustu launahækkun sem sést hefur á lýðveldistímanum.
Staðan dregur upp fyrir okkur sem erum vinstra megin á hinu pólitíska litrófi að hinn íslenski krataflokkur hefur ekki alltaf verið vinstri mönnum þóknanlegur. Gamli Alþýðuflokkurinn sem hóf sína sögu í sósíalisma endaði líkt og Venstre í Danmörku sem sá hægrisinnaðisti allra flokka á Íslandi. Í þeirri vegferð brotnuðu vinstriöflin frá með Vilmundi, Jóhönnu og ótalmörgum öðrum.
ESB draumurinn sem Samfylkingin tók í arf frá Alþýðuflokknum er heldur engin vinstri hugsjón heldur þvert á móti hugsjón stjórfyrirtækja og hægri sinnaðara alþjóðasinna.
Forysta VG hefur nú þráfaldlega biðlað til Samfylkingarinnar um bandalag, áframhald, samstöðu fram yfir kosningar og inn í framtíðina. Einu undirtektirnar þar við voru hálfkveðnar vísur frá Jóhönnu. Nú þegar Samfylkingin stígur yfir á hægri vænginn er ljóst að hin ESB sinnaða forysta VG á sér öngvan vin! b.
Athugasemdir
Árni Páll er jafnaðarmaður en enginn byltingarmaður. Hann telur óráð að fara aðra leið til að koma á meiri jöfnuði en að fylgja lögum og reglum samfélagsins eða breyta þeim á lögformlegan hátt.
Ég sé hins vegar ekki að Vinstrivaktin sé til vinstri í pólitík enda á hún í sínu eina stefnumáli samleið með þeim öflum sem eru lengst til hægri í íslenskum stjórnmálum og bera hag sérhagsmunaaflanna fyrir brjósti.
Séð frá sjónarhorni íslensks veruleika er ESB-aðild stórt skref til vinstri vegna þess að það eykur jöfnuð. Flest fyrirtæki hafa einnig hag af ESB-aðild vegna aukins stöðugleika og betri samkeppnishæfni. Þannig geta fyrirtækin greitt hærri laun og ráðið fleira starfsfólk.
Varðandi aukinn jöfnuð verður það liðin tíð með ESB-aðild að ákveðnir aðilar verði milljarðamæringar á sveiflum á gengi krónunnar eða gjaldeyrishöftum á kostnað almennings.
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 09:17
Hvað gerðist fyrir þig, Ásmundur?
Missta mamma þín þig í gólfið þegar þú varst lítill?
Sparkaði hestur í hausinn á þér?
Hversu öfgaheimskur þarf maður að vera til að lemja hausnum sífellt í steininn, án þess að það hafi nokkur áhrif?
Gerir þú þér ekki grein fyrir því að þú ert talinn geðsjúkur af lesendum þessarar vefsíðu?
Er það ekki orðið nokkuð augljóst?
Það er nákvæmlega ekkert að marka einn einasta staf sem gubbast frá þér. Þú hefur sýnt og sannað það að þú hefur greinilega enga vitsmuni til að tjá þig um þessi mál, sbr.
"evruríkin lenda aldrei í skorti á peningum, þau prenta bara meira"
Pældu aðeins í þessari hugsanavillu. Hættu að vaða áfram í þráhyggjunni þinni með þinn ofstækisáróður (sem er ekki að virka, augljóslega) og pældu aðeins í þessari setningu þinni.
Þú þarft nefnilega að vera alveg einstaklega vitlaus einstaklingur til láta eitthvað slíkt frá þér.
Þú ert athlægi lesenda síðunnar. Sérðu það ekki?
Því meira sem þú bullar þína dellu, því meira er hlegið að ruglinu í þér.
Jésús fokking Kristur, hvað þú ert óhugnarlega sjúkur einstaklingur.
Þráhyggjan hefur yfirtekið þig gjörsamlega. Ekki bara ESBþráhyggjan, heldur ekki síður þráhyggjan að sýnast vera ekki félagslega viðrinið sem þú ert. Þú ert í e.k. krossferð um eigið ágæti, en gerir ekkert annað en að saga lappirnar af sjálfum þér.
Þú ert sorglegasta eintak af mannveru sem ég veit um.
Blessaður, leitaðu þér aðstoðar og hættu að blaðra þessa dellu. Það er enginn sem tekur mark á þér. Skilurðu það ekki, fávitatuðran þín??
palli (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.