Andstaðan við ESB-andstöðuna

Athygli hefur vakið grein tveggja aðstoðarráðherra, þeirra Hugans Freys og Elíasar Jóns sem aðstoða formann og varaformann VG. Þar gagnrýna þeir félagar mjög þá vinstri menn sem hafa beitt sér gegn aðildarumsókn Íslands að ESB. Vésteinn Valgarðsson skrifar um málið á bloggsíðu sinni og veltir fyrir sér hvort umræddir VG félagar séu meira á móti andstöðuna við ESB aðild en ESB aðild:

vesteinn.jpg

 Spurning: Hvað kallar maður fólk sem segist vera á móti aðild Íslands að ESB (eða eins og það orðar það sjálft svo varfærnislega, að „telja hagsmunum Íslands betur borgið utan ESB“) en kýs samt með aðildarumsókn? Kýs með umsókn eða styður hana? Það eru til ýmis kjarnmikil nöfn á það, en í minni heimasveit heitir það að vera tækifærissinni.

Tækifærissinni hefur það höfuðmarkmið að komast til valda. Völdin eru ekki verkfæri, heldur eru þau sjálft markmiðið. Að við höfum völdin til þess að hinir hafi þau ekki. Við höfum okkar skoðanir, en erum tilbúin að semja um þær í staðinn fyrir völd.

Það er aumkvunarverð afstaða að þykjast vera á móti aðild, styðja samt umsóknina og aðildarferlið, og hatast svo út í ESB-andstæðinga sem beita sér í alvörunni gegn umsókninni og aðildarferlinu.



Í október í hittifyrra skrifaði Árni Þór Sigurðsson eina svona grein, „Evrópuvakt í gíslingu öfgahægrimanna“. Honum finnst Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason vera svo miklir delar að það sé vont að þeir séu áhrifamiklir í andófshreyfingunni gegn ESB. Ég skrifaði athugasemd sem einhverra hluta vegna hvarf af Smugu-vefnum (einskær tilviljun, er ég viss um) en þökk sé Evrópuvaktinni (!) getið þið ennþá lesið hana. Árni getur trútt um talað, hvernig ESB-andstæðingar eigi að haga baráttu sinni. Ef þeir greiddu allir atkvæði eins og hann gerði sjálfur, þann dimma dag 16. júlí 2009, þá þyrfti Evrópusambandið ekki stuðningsmenn á Íslandi.

Nú höggva Elías og Huginn í sama knérunn í annarri svona grein á Smugunni: Teboðshreyfing á Íslandi? Þeir standast það ekki að hnýta í þá VG-félaga sem meina það þegar þeir segjast vera á móti ESB-aðild, og reyna sama ódýra bragðið og Árni Þór, að spyrða þá saman við öfgahægriöfl og stilla þeim upp sem leiksoppum þeirra. Við skulum átta okkur á einu: Þótt ESB-sinnar séu tiltölulega einsleitur hópur, þá eru ESB-andstæðingar það ekki. Ég hef mínar góðu og vinstrisinnuðu ástæður fyrir að vera í alvörunni á móti ESB-aðild. Hægri-andstæðingar hafa annars konar ástæður. Niðurstaðan er samt sú sama: Nei við ESB. Í máli eins og þessu þurfa menn, sem eru ósammála um flest annað, að kyngja annarri misklíð og snúa bökum saman fyrir sameiginlegan málstað í einsmálssamtökum eins og Heimssýn. Ef Árni, Elías og Huginn meina það sem þeir segja, þá verður það ekki skilið öðruvísi en að þeir vilji að ESB-andstæðingar séu sundraðir. Dragi nú hver sem vill sínar ályktanir af því.

Við þessa herramenn – og alla aðra sem eru ESB-andstæðingar í hjartanu en eru svo pragmatískir að þeir hegða sér þveröfugt – vil ég segja og spyrja: Ef þið viljið ekki að öfgahægriöfl ráði ESB-andstöðuhreyfingunni, af hverju eftirlátið þið þeim þá sviðið? Af hverju látið þið ekki til ykkar taka og leggið vinstriandstöðunni lið? Eruð þið kannski meira á móti ESB-andstöðu heldur en ESB-aðild?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hlynntur ESB-aðild ef samningurinn verður eins hagstæður og ég tel  víst að hann verði. Ég er þó ekki á móti því að þjóðin fái að kjósa um hann.

VG eru hlynntir því að Ísland gangi ekki í ESB. Þeir eru þó ekki á móti því að þjóðin fái að kjósa um það þegar samningur liggur fyrir.

Ef VG eru tækifærissinnar þá er ég tækifærisinni. Það er hins vegar ekki tækifærismennska að virða rétt þjóðarinnar til að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir.

Þeir sem styðja ríkisstjórnina hljóta að styðja málefnasamninginn eða allavega virða hann. Annars eru þeir ekki bara tækifærissinnar heldur einnig ómerkingar.

Verstir eru þó þeir sem ganga í lið með öfgahægri öflunumunu til að ráðast á forystu flokksins og reyta fylgið af honum. Það er skelfilegt ástand. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 14:28

2 identicon

Þessir tveir drengir eru steyptir í rétt ESB mót.

ESB er búið að stunda þetta lengi, þ.e. að ráðast með offorsi á andstæðinga. Það skiptir nákvæmlega engu hvort andstæðingarnir eru til hægri eða vinstri, eða á miðjunni þess vegna, andstæðingum ESB er rutt í burtu. ESB hefur jafnvel vald og afl til þess að fjarlægja óþæga forseta og forsætisráðherra aðildarríkja, og hugsanlega út fyrir þau.

Flokkslíta VG og Samfylkingin gera bara nákvæmlega það sama sem fasistahreyfing ESB gerir á meginlandinu. Hún ógnar og hótar, svíkur og lýgur, og sendir svo litlu brúnstakkana sína á vetvang, þegar einhver mótmælir.

Það ánægjulega er, að við erum enn lýðræðisríki. Íslensku fasistunum hefur ekki tekist að aðlaga Ísland að faistahreyfingu Evrópu.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Soffía frænka,Kasper,Jesper og Jónatan öll gegn fasistahreyfingu Evrópu.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2012 kl. 15:32

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Aldrei hef ég skilið fólk sem telur sig geta "samið" við ESB um eitthvað sem þeir vilja ekki semja um. Lög og reglur ESB er það sem landið þarf að laga sig að til að fá inngöngu þetta virkar nefnilega ekki á hinn veginn sem væri að ESB lagi sig að reglum og lögum Íslands. Landið er í aðlögunarfrli ekki samningaviðræðum sem margir vilja kalla "að kíkja í pakkann" eða eitthvað álíka.

Ég hef yfirleitt talið mig til vinstri í pólitík og er sem slíkur andstæðingur aðildar landsins að ESB.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.9.2012 kl. 17:06

5 identicon

Það er nú þannig Ólafur, að litlu sætu brúnstakkarnir sem ganga erinda ESB, vita ósköp vel að það eru engar samningaviðræður, heldur aðlögun.

Málið er að þjóðin er löngu búin að kveikja á þessu, og þessar ítrekuðu lygar ESB sinna leiða að sjálfsögðu til þess, að fylgið við ESB hrynur, sem og við ESB flokkana.

Þrír fjórði hluti þjóðarinnar bíður bara eftir tækifærinu til þess að henda ESB flokkunum af þingi, og afturkalla aðlögunina.

Það gerist eftir nokkra mánuði.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 17:35

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ráðstjórnarríki Sovétríkja Evrópusambandsins eru stjórnarfarslega, fjárhagslega og félagslega að hruni komin.

Launaðir útsendarar þeirra og aðrir agentar þeirra á Íslandi reyna að draga upp einhverja glansmynd af þessu ólýðræðislega miðstýrða fyrirbæri gerræðisins- og skriffinnskunnar.

"Ásmundur þessi" hér hinn fyrrgreindi er eitt sorglegasta dæmið um svona lágkúrulegan áróðurspéa sem svífst einskis í lymskulegum áróðri sínum fyrir þetta vonlausa apparat skrifræðiselítunnar í Brussel !

Gunnlaugur I., 14.9.2012 kl. 17:42

7 Smámynd: Elle_

Litlu öfugsnúnu fóstbræðurnir 3 (Á, J, Ó) sem nánast ofsækja andstæðinga hér í síðunni, hafa líka notað þetta gegnglæra og heimskulega ráð að bendla okkur öll við eða beinlínis kalla okkur ´öfga-hægri´ hitt og ´öfga-hægri´ þetta.  Nú fyrir utan ´útlendingahatrið og phóbíuna og þjóðrembinginn´.  Það er aumkunarvert að lesa og lýsir mikilli ´örvæntingu´ svo ég noti þekkt orð.

Elle_, 14.9.2012 kl. 18:28

8 identicon

Að sjálfsögðu getum við ekki samið við ESB um það sem þeir vilja ekki semja um. En þeir eru örugglega fúsir að semja um ýmislegt annað eins og þeir hafa verið í samningum við aðrar þjóðir.

Mikil sérstaða Íslands langt úti í Atlantshafi með landhelgi sem er úr tengslum við fiskimið ESB og með staðbundna stofna er ríkt tilefni til varanlegra sérlausna eða "special arrangements" eins og það er kallað í ESB.

ESB-andstæðingar með Jón Bjarnason í broddi fylkingar hafa lagt heimskulega merkingu í orðið aðlögun. Samningur milli tveggja aðila er alltaf aðlögun þar sem báðir aðilar laga sig að hinum.

Þessi blekkingaráróður andstæðinga aðildar að um ekkert sé að semja við ESB er orðin ansi þreytt lumma sem er löngu hætt að virka. Copy/paste vinna tekur ekki mörg ár.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 19:32

9 Smámynd: Elle_

Ekki um neitt að semja og það er engin blekking.  Hitt er blekking og lygi hinsvegar að það sé verið að semja.  Eins og Gunnlaugur sagði: - - - "Ásmundur þessi" hér hinn fyrrgreindi er eitt sorglegasta dæmið um svona lágkúrulegan áróðurspéa sem svífst einskis í lymskulegum áróðri sínum fyrir þetta vonlausa apparat skrifræðiselítunnar í Brussel ! - - - 

Það er rangnefni að tala um ´saminga´ við yfirráðabandalag.

Elle_, 14.9.2012 kl. 19:48

10 identicon

Ekki veit ég nema vinstrivaktin fari rétt með nafn "tussufína" aðstoðarmanns Kötu litlu, en ég er svo aumingjagóður, að öllu leyti, að mig langar til að benda vinstrivaktinni á, að aðstoðarmaður Steingríms J. heitir Huginn Freyr, en ekki Hugans Þór, nema það sé skemmtileg stílfræðileg vísun í Björgólf Thor? 

Huginn Freyr er hins vegar Freyju líkur, sænskgræn elítugæra Habsburgara eins og emblem þessarar helferðarstjórnar, sænskgræna volvo druslan hans Steingríms J.

Annars er vert að minna á það að Huginn þessi sat í Svavars nefndinni illræmdu, sem fyrir hönd gjaldkera samFylkingarinnar og makkersins Björgólfs Thor reyndi að setja íslenska alþýðu í skuldafjötra, ekki kannski af heift og illsku, heldur vegna gungu og drusluháttar vesælu grasasnanna í elítu VG. 

Jú, líkast til er það rétt hjá vinstrivaktinni, að Huginn Freyr er Hugans Thor fyrir hönd Deutsche Bank og Björgólfs Thor.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 19:58

11 identicon

Áður en Steingrímur J. hófst fúllyndur á loft á leiðinni til Núbba-kjördæmis Grímssonar, villtur og klikkaður sem Lér kóngur upp á heiðum, daginn fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave samninga Svavars Gestssonar, Indriða H. Þorlákssonar og Hugins Freys Þorsteinssonar, mælti hann þessi orð, eins og hann héldi að hann væri að leika hlutverk bimbógellunnar í amrískri hollívúdd sápuóperu:  "Hvernig halda menn að sé hægt að semja ef enginn vill semja?" 

Held að enginn hafi skilið þá þessi orð bimbógellunnar sköllóttu, Steingríms J., nema innvígðir og innmúraðir í tossabandalagi elítu 4-flokksins, en nú vitum við öll að díllinn var samþykkt Icesave gegn því að ESB aðlögunarferlið gæti haldið áfram, já áfram á vakt VG.  Samið skyldi við Deutsche Bank, hrægamma og erlenda vogunarsjóði til að allsherjar-formaðurinn gæti áfram, já áfram leikið bimbógellunna sköllóttu. 

Þjóðin afgreiddi það mál 98-2.  98% vissu að Steingrímur J. og Huginn Freyr höfðu einbeittan brotavilja gegn hagsmunum íslensks almennings.  Því mun íslenskur almenningur aldrei gleyma.  Tími VG er liðinn.  Formaðurinn sá til þess og auðræðis púturnar hans.

Að lokum um þessa vesælu menn, sem hafa algjörlega gleymt sínu betra eðli, vegna valdþorsta og einhverrar mér óskiljanlegrar Dabba duldar:

Einkavæðingin á vakt "vinstri velferðarstjórnarinnar" skyldi vera í sama stíl og Dabbi og Dóri fóru að.  Í því ljósi er vert að muna hin mjög svo dauðlegu orð Hrannars Björns Arnarsonar, aðstoðarmanns Jóhönnu Sig. "Það er sama hvaðan gott kemur".  Þau orð sýna að tilgangurinn helgar meðal þessara manna og meðalið er samræmd og stöðluð skuldaánauð  íslensks almennings. 

Hvenær þessir vesælu menn iðrast gjörða sinna , veit ég ekki, en sá tími mun koma að þeir munu koma kjökrandi og þá skulum við fyrirgefa þeim.

En tími VG er liðinn.  Formaðurinn sá til þess og auðræðis púturnar hans.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 21:26

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að  tengja andstöðu við aðild að ESB við öfgaöfl, til vinstri eða hægri, gera einungis þeir sem engin rök hafa. Þetta er þverpólitískt mál og skiptir alla landsmenn miklu, hvar sem þeir svo standa í pólitík.

Sjálfur hef ég verið hlynntur hóflindi í pólitík, hef aldrei skilið hugsanahátt þeirra sem lengst eru á jaðrinum, hvort heldur er til vinstri eða hægri. Hef talið mig sjá gott á báðum vængjum en einnig ýmislegt miður gott. Þetta kjörtímabil hefur þó heldur fælt mig lengra til hægri, eða öllu heldur fjær vinstri kantinum. Þar kemur aðildarumsóknin málinu ekkert við, heldur almennur aumingjaskapur þeirra sem ríkisstjórnina leiða. Sem betur fer er til hæfara fólk í báðum stjórnarflokkunum og vonandi að því takist að ýta þessu óhæfa liði sem þar situr að kötlunum, frá.

Sem miðjumaður er ég alfarið á móti aðildarumsókninni. Það kemur ekkert flokkspólitík við. En til að vera raunsær, þá er í dag ekki annað í boði en að kjósa þá tvo flokka til hægri, svo þessari stefnu verði aflétt. Nýleg umæli Björns Vals gera að engu þann möguleika að mynda ríkisstjórn með VG, nema Samfylking sé þar einnig. Með Samfylkingu í ríkisstjórn verður aðildarumsókninni við haldið, svo lengi sem ESB kýs. Og sambandið mun ekki ljúka "samningum" fyrr en það hefur tryggingu fyrir því að aðild ná fylgi þjóðarinnar. Sambandið stjórnar viðræðuferlinu og það mun halda því gangandi svo lengi sem það telur þurfa.

Því er ekki önnur staða í spilunum í dag en að fá hægri stjórn aftur, sama hversu mönnum hryllir við þeirri hugsun, þetta er nauðsynlegt til að stöðva þetta ferli og sjá til þess að það verði aldrei hafið aftur nema með vilja þjóðarinnar.

Aðildarsinnar tala mikið um rétt þjóðarinnar til að kjósa um einhvern samning. Annað eins bull þekkist varla. Þjóðin átti rétt á að tjá sig um hvort hún vildi hefja slíka ferð, en sá réttur var af henni tekin. 

Þetta mætti helst líkja við það að fasteignasalinn byrji á að kanna hversu góðann samning hann geti gert á einhverri eign og fari síðan til einhvers manns og láti hann ákveða hvort hann vilji kaupa. Jafnvel þó hinn sami hafi aldrei ætlað sér að kaupa neitt.

Þetta er svo rakalaust rugl að vart nær nokkru tali. 

Andstaðan við aðild að ESB er þverpólitísk, en vilji með aðild er hins vegar bundin einum stjórnmálaflokk. 

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2012 kl. 22:27

13 identicon

Gunnar, það virðist eitthvað skorta upp á lesskilninginn hjá þér. Það hefur engin sagt að allir andstæðingar aðildar séu öfgamenn til hægi eða vinstri.

Það er aðeins verið að tala um þá sem krefjast þess að VG fylgi ekki skuldbindingum sínum við samstafsflokkinn og svíki kjósendur um loforðið um að þeir fái að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir.

Mér sýnist það ekki fara neitt á milli mála að þetta eru einkum vinstri grænir lengst til vinstri og sjálfstæðismenn lengst til hægri enda svífast öfgahópar yfirleitt einskis til að ná markmiðum sínum.

Að berjast með þessum hætti í miðju umsóknarferli gegn því að þjóðin fái að kjósa um aðild er tilræði við lýðræðið. Ástandið í ESB núna skiptir auðvitað engu máli í þessu sambandi enda eru enn nokkur ár í að kosningin fari fram.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 23:33

14 Smámynd: Elle_

Gunnar hitti naglann á höfuðið.  Hann var að enda við að lýsa þessu ´fá að kjósa´ rakalausa rugli ykkar.  Þú snýst á hæl og kemur í þúsundasta sinn með það sama rakalausa rugl.  Við báðum aldrei um þetta.  Hvað er það eiginlega sem þú þykist ekki skilja?

Elle_, 14.9.2012 kl. 23:48

15 Smámynd: Elle_

Og öfgahópurinn er akkúrat þið Brusselvinnumenn í Samfó-öfgaflokknum.  Mesta ofbeldisflokki og öfgaflokki frá stofnun lýðveldisins.  Það á að stoppa þessa kúgun ykkar STRAX.

Elle_, 14.9.2012 kl. 23:55

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Einn daginn mun málfutningur Evrópuandstæðingar sökkva með manni mús og skipstjóra. Enda er það svo að málflutningur andstæðinga ESB er ekkert annað en þjóðremban ein og innihaldið er ekki neitt og hefur aldrei verið neitt.

Evrópuandstæðingar hafa aldrei og munu aldrei getað komið með dæmi máli sínu til sönnunar varðandi þær fullyrðingar sem þeir hafa upp um aðildarríki Evrópusambandsins. Enda er það svo að ESB er ekkert annað en aðildarríkin sem eru í því.

Króatía náði mjög hagstæðum aðildarsamningum við Evrópusambandið. Eftir langt og strangt ferli sem tók mörg ár.  Pólland hefur núna samþykkt aðildarsáttmála Króatíu.

Það er þó eitt sem Evrópuandstæðingar eru og þetta verður ekki af þeim tekið. Hvernig svo sem á það er litið.

Evrópuandstæðingar eru heiglar, ruddar og almennt séð óbúandi einstaklingar sem nota hvaða aðferðir sem er til þess að kúga fólk til hlýðni við sig. Enda hafa ESB andstæðingar ekkert annað en hræðsluáróður til þess að koma sínum málstað á framfæri. Rökin eru ekki nein og hafa aldrei verið. Enda get ég alltaf komið með mótrök við þeim fullyrðingum sem evrópuandstæðingar setja fram. Ég get líka og hef alltaf komið með staðreyndir gegn því kjaftæði sem evrópuandstæðingar setja fram um Evrópusambandið.

Evrópuandstæðingar eru einnig talsmenn og stuðingsmenn einokunar, tollverndar og hærra verðlags á Íslandi. Jafnframt sem að hugmyndafræði evrópuandstæðinga tryggir óstöðugan efnahag á Íslandi með íslensku krónuna sem grunn að því. Það er ekkert gott við evrópuandstöðuna og hefur aldrei verið. Enda segja 55/60 ár af dómsdagsspám á Íslandi um Evrópusambandið og forvera þess sína sögu. Það er ennfremur ekkert nýtt í bölsóti evrópuandstæðinga um Evrópusambandið. Eins og má sjá hérna á tímarit.is.

Síðan er það staðreynd með evrópuandstæðinga. Þeir eru nú þegar búnir að tapa baráttunni fyrir löngu síðan. Það er ekkert að fara breytast á næstunni.

Jón Frímann Jónsson, 15.9.2012 kl. 00:12

17 identicon

Gunnar þarf að útskýra hvaða rétt þjóðin hafði til að kjósa um hvort hefja skyldi aðildarferlið. Ekki byggir sá "réttur" á fordæmi enda kaus engin ESB-þjóðanna um hvort hefja skyldi aðildarferli hvað þá að slíta því í miðjum klíðum.

Að kjósa um hvort hefja skuli aðildarferli er í raun kosning um aðild ef þjóðin segir nei vegna þess að þá er aðildin úr sögunni jafnvel þótt þjóðin myndi segja já við samningi.

Þetta stríðir því gegn lýðræðinu og hefur þann eina tilgang að lokka þjóðina til að segja nei áður en samningur liggur fyrir því að þá væri hún vís til að segja já.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 00:57

18 identicon

Ég hvet húmristann á bakvið fávitana tvo, að gefa sig fram.

Svona hæfileikaríkur einstaklingur á að sjá um næsta Skaup.

Þessi abstract húmor er ekkert minna en snilld. "Það stríðir gegn lýðræðinu að leyfa almenningi að kjósa"

Eða hinn alterbjáninn sem hlekkjar á Wikipedíu um allt annað en efnið, og kallar það rökstuðning.

Vá, þetta er eiginlega Monthy Python standard.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 01:20

19 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hilmar, Sem betur fer þarf ég ekki að taka mark á mönnum sem hafa ekki andlega getu eða greind til þess að skilja útá hvað Evrópusambandið gengur.

Það er alveg rétt hjá Ásmundi að þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið misnotaðar, og þá gegn lýðræðinu. Þetta var sem dæmi algeng aðferð í Þýskalandi nasismans að nota þjóðaratkvæðagreiðslur um allt mögulegt. Þá í nafni lýðræðis.  Það var frétt um þetta fyrir nokkru síðan á BBC News, en ég finn þá frétt því miður ekki í augnablikinu.

Þetta er hinsvegar nákvæmlega það sem evrópuandstæðingar eru að gera núna í dag á Íslandi, eða reyna það. Með því að kalla eftir kosningum um málefni þar sem óvissan er mikil og evrópuandstæðignar sjálfir eru búnir að reka mikinn áróður undanfarið gegn Evrópusambandinu. Þá geta þeir verið nokkuð vissir um að vinna þá kosningu.

Aftur á móti eru evrópuandstæðingar líklegir til þess að tapa kosningunni um Evrópusambandið þegar aðildarsamningur er kominn fram og búið að kynna hann ýtarlega fyrir landsmönnum.

Af þeim sökum þá liggur evrópuandstæðingum á að stoppa aðildarferlið nú þegar. Enda er búið að semja um 10 kafla af 35, og það er búið að opna 18 kafla af 35. Sjá nánar hérna. Það sem eftir stendur mun væntanlega klárast á næstu 1 til 4 árum ef vel gengur.

Menn eins og Jón Bjarnarsson, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og fleiri (ég held hreinlega að það sé tvær svona þingsályktunartillögur í gangi á Alþingi núna. Finn ekki fréttina um þingsályktunartillögu Jóns Bjarnarssonar.) sem vilja stoppa aðildarviðræður við Evrópusambandið eru í raun ekkert annað en verstu lýðskrumarar. Svona fólk á auðvitað ekki heima í stjórnmálum eins og gefur að skilja.

Þessi hérna bloggsíða er ennfremur gott dæmi um þann hræðsluáróður sem rekin er gegn Evrópusambandinu á Íslandi. Það stendur ekki steinn yfir steini hérna varðandi þær fullyrðingar sem settar eru hérna fram um Evrópusambandið. Ekkert frekar en málflutningi þingmanna sem eru á móti Evrópusambandinu og hafa augljóslega ekki kynnt sér málið að neinu leiti.

Ef að Evrópusambandið væri til prófs á Alþingi. Þá mundi meirihluti Alþingis fá einkunnina 0, og þar með skítfalla á prófinu. Alveg eins og flestir Evrópuandstæðingar. Ef þeir mundu taka próf um Evrópusambandið. Þá mundi ríflegur meirihluti þeirra skítfalla á prófinu með lægri einkunn en 4.

Það er því ljóst að ekkert sem þetta hérna blogg eða aðrir evrópuandstæðingar segja og fullyrða mun breyta skoðun minni. Ísland á að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil.

Kveðja úr Evrópusambandinu (Danmörku). 

Jón Frímann Jónsson, 15.9.2012 kl. 04:18

20 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Þetta er mjög athyglisverður pistill frá hinum unga Vésteini Valgarðssyni, afar vel rökstuddur, og honum sé heiður fyrir það. Gaspri og skrumi og öfugsnúnings-æfingum Evrópusambands-innlimunarsinna á þessari síðu nennumk eigi að svara í þetta sinn, enda sjá flestir í gegnum götóttan málatilbúnað þeirra.

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 15.9.2012 kl. 05:34

21 identicon

"Samtök um rannsóknir á ESB" - þvílík öfugmæli!

Þessi nafngift er liður í áróðri Jóns Vals Jenssonar sem er, eins og menn vita, einn mesti áróðursmeistarinn gegn ESB.

Nafnið á greinilega að þjóna þeim eina tilgangi að gefa ummælum hans trúverðugleika en hafa þveröfug áhrif.

Slík örvænting staðfestir að maðkur sé í mysunni.      

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 08:35

22 identicon

Hahaha.... Jón Frímann talar um andlega getu og greind annara, þegar hann sjálfur, skv. eigin bloggi, einhver asperger einhverfu félagslegt úrhrak, sem flutti til Danmerkur út af því að hann átti nákvæmlega ekkert félagslíf á Íslandi. Það vildi enginn vera vinur hanns. I wonder why!!!

Og Ásmundur vælir um örvæntingu annara sem fyrr. Margur heldur mig sig. Passaðu þig að hugsa ekki um þá staðreynd að þjóðin er komin með nóg af dellunni sem lekur út úr þér. Ekki hugsa um þá staðreynd að þínum lygum er ekki trúað, að þessari þvælu verður troðið ofan í kokið á þér og þínum ekki síðar en í næstu kosningum.

Fólk mun frekar kjósa spilltasta lið Íslands á þing, heldur en þessa ESBhjörð. Betri er innlend spilling en erlend yfirráð.

En nei nei, þú ert ekkert örvæntingarfullur, litli hálfviti.

Líka sniðugt hjá þér að ráðast ad hominem á JVJ, og orgar um skort á trúverðugleika.

Ad hominem og trúverðugleiki fer ekki saman.

En þessi ofurfífl eru auðvitað allt of heimsk til aðskilja að þessi hálfvitaskapur, ofstækisáróður og hroka heimtufrekja sífellt í þeim skýtur þá bara sjálfa í fótinn.

Þeir opinbera sjálfir sínar sjúku sálir. Vel gert, strákar, og takk fyrir að taka af okkur ómakið.

Hahahaha.... þig eruð bara svo innilega steiktir fábjánar. Ótrúlegt!

Hvernig er yfirleitt hægt að vera svona sorglega heilabilaður???

palli (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband