Einbeittur kúgunarvilji

Fyrsta skrefið var stigið í gær til að unnt verði að beita Íslendinga refsiaðgerðum vegna makrílveiða. Nú bíður það ráðherraráðsins að fjalla um niðurstöðu Evrópusambandsþingsins. Í frásögn ruv.is í gær segir um þetta mál:

Evrópuþingið samþykkti í dag nær einróma reglur sem heimila refsiaðgerðir gegn þriðja ríki vegna ofveiði. Evrópuþingmenn segja þær vopn í makríldeilunni við Ísland og Færeyjar.

659 Evrópuþingmenn greiddu atkvæði með nýju reglunum, 11 greiddu atkvæði gegn þeim, 7 sátu hjá. Þær eru almennar reglur um refsiaðgerðir gegn þriðja ríki ef sambandið telur það veiða of mikið úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeim er hægt að beita í makríldeilunni við Ísland og Færeyjar ef framkvæmdastjórn og ráðherraráð ESB taka ákvörðun um það.

Evrópuþingmenn sögðu þetta mikilvægt vopn fyrir sjávarútvegsstjóra ESB í viðræðum í makríldeilunni í næsta mánuði. Þeim ætti að beita ef samningar takist ekki um makrílkvótann.

Ekki er gengið jafn langt í nýju reglunum og sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins vildi í sumar þegar hún samþykkti að þær fælu í sér löndunarbann á allan fisk. Því var breytt í meðferð Evrópuþingsins og ráðherraráðsins. Nú verður bannað að landa þeim stofni sem deilt er um.

Þá verður hægt að banna ríkjum sem deilt er við að sigla skipum til hafnar í ríkjum ESB. Síðan er hægt að grípa til útflutningsbanns á fiskistofnin sem deilt er um og tengda stofna í meðafla.

Stigsmunur en ekki eðlis er á því hvernig þing Evrópusambandsins og sjávarútvegsnefndin fjallar um málið. Það sem eftir stendur er að hinir stóru, sterku og mörgu eru meira en reiðubúnir til að beita vendinum þegar pínulitlu löndin, umsóknarlandið Ísland og enn minni Færeyjar, eru ekki þæg. Röksemdir nógu áferðarfallegar (ósjálfbærar veiðar) en ef þær eru settar fram einhliða er ekki um samtal og samninga að ræða, heldur einhliða mat og skipanir. Við eigum á næstu vikum eftir að sjá alls konar túlkanir á þessari gerð og erum þegar byrjuð, vangaveltur um hvaða áhrif þessi niðurstaða muni hafa á aðildarumsókn Íslands að ESB og afgreiðslu hennar. Breytingar á lífríki sjávar með hlýnun andrúmsloftsins kallar á sanngjarna samninga, miklar rannsóknir og nýjar lausnir við nýjar aðstæður, þetta er ekki neitt slíkt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta viljið þið LÍÚ menn. Skaða og meiða ísland á allan hátt. það eru ykkar ær og kýr.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2012 kl. 16:45

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, norskir LNÚ menn réru að þessu öllum árum.  "Að skaða og meiða ísland á allan hátt."

Utanríkisráðherrann okkar staðfesti þetta í Bylgjuviðtali nú fyrir hálftíma síðan.  En þér líkar betur við LNÚ en LÍÚ, er það ekki?

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 16:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

LíÚ og þjóðrembingar skaða og meiða landið hvenær sem þeir geta. það var alltaf fyrirséð að þetta þeirra háttalag mundi hafa skaða og meiðingar í för með sér fyrir Ísland.

ESB er algjört aukaatriði þarna. Skiptir ekkert máli.

Auk þess sagði formaður norskra útvegsmanna á dögunum, að LÍÚ falsaði aflatölur. Eg er aveg hissa á að það hefur ekki einu sinni verið sagt frá þessu hér uppi. Td. í Færeyjum var þetta stórfrétt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2012 kl. 17:17

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þú ert okkar nútímans eintak af Bjarti - bara "omvendt" eins og danir myndu segja.

Af hverju ætti LÍÚ að telja makríl-aflatölur krakkaskarans á bryggjum landins?  Þegar ég var krakki var sportið að veiða marhnúta.  Ekki minnist ég þess að LÍÚ  eða Hafró hafi talið marhnútaveiði okkar krakkanna með í sínum aflatölum.

Svona eftir á að hyggja; enginn minnist lengur á marhnútaveiði.   Heldur þú að makríllinn hafi étið alla marhnútana?

Kolbrún Hilmars, 13.9.2012 kl. 18:25

5 Smámynd: Elle_

Eitt var satt í ofanverðu frá Ómari: Þjóðrembingar meiða og skaða landið.  Nema það eru Brussel-þjóðremburnar, eins og hann og Samfó-landsölumenn.

Elle_, 13.9.2012 kl. 19:03

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það að 2 krakkar hafi veitt makríl einhversstaðar á S-Nesjum - það geta aldrei orðið rök í þessu efni.

það er alveg vitað að það er makríll. Eins er vitað að LÍÚ ryksugaði hann upp og ætlar þar með að tryggja sér hlutdeild í heildarkvóta með rányrkju. þetta liggur allt fyrir.

Eg er bara hissa á því að ekki skuli einu sinni verið sagt frá þessu hérna uppi. þ.e. því að formaður nrskra útgerðarmanna sagði Ísland falsa makríltölur. Hann sagðist meir að segja hafa sínar heimildir fyrir þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2012 kl. 19:05

7 Smámynd: Elle_

Fyrirsögnin sagði allt sem segja þarf um þetta kúgunarveldi Ómars og co.  Fasististaveldi með einbeittan brotavilja og einbeittan kúgunarvilja. 

Elle_, 13.9.2012 kl. 21:07

8 Smámynd: Elle_

Fasistaveldi.

Elle_, 13.9.2012 kl. 21:08

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fasista fallandi veldi,tad fær ekki stadist lengi.

Helga Kristjánsdóttir, 13.9.2012 kl. 23:18

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Íslendingar, ásamt Færeyingum hafa sýnt af sér einbeittan vilja til þess að stunda rányrkju á Makríl. Ennfremur sem íslendingar hafa ekki sýnt neinn vilja til þess að semja um veiðar úr Makrílstofnunum.

Núverandi staða er því eingöngu íslendingum sjálfum að kenna og engum öðrum. Það er því til lítils að taka upp grátkórinn þegar Evrópusambandið lokar mörkuðum Íslands eins og þeir hafa fullan rétt á samkvæmt alþjóðlegum lögum.

Fólk eins og Elle, Vinstri vaktin gegn ESB eru það sem veldur mestum skaða á Íslandi. Þjóðremba eins og sú sem er sýnd hérna er nefnilega skaðleg. Kostar peninga og framfarir. Það er staðreynd.

Jón Frímann Jónsson, 14.9.2012 kl. 01:38

11 identicon

Jón Frímann er ekki Íslendingur, augljóslega.

En fíflið er líka þroskaheftur, segir sjálfur frá að hann flutti til Danmerkur af því að hann átti enga vini á Íslandi og allir voru vondir við hann. Buhu, aumingja Jón.

Viltu ekki bara tala aðeins meira við Danina, í stað þess á hanga á íslenskum vefsíðum að væla og væla. Ísland hafnaði þér, manstu, og þú fórst snöktandi til Danmerkur.

Þú ert andlegur aumingi og félagslegt úrhrak, en ekki eins og það lækki eitthvað hrokann í þér. Þú ert bara hálfviti.

Segðu svo við sjálfan þig, aftur og aftur, að þú sért að hafa einhver áhrif á einhvern hérna inni með þessum delluáróðri þínum. Segðu að þitt líf hafi einhvern tilgang. Segðu það aftur og aftur og aftur, þá hlýtur það að vera satt, er það ekki?

Hálfviti.

palli (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 06:38

12 identicon

Íslendingar hafa ekki kynnt málstað sinn nægilega vel erlendis.

Almennt er álitið að við brjótum samninga og stundum ólöglegar veiðar enda ekki laust við að Íslendingar komi þannig fram að þeir telji sig mega veiða eins og þeim sýnist. Okkar málstaður hefur því enga samúð.

Mig grunar einnig að Íslendingar hafi ekki staðið nógu faglega að samningaumleitunum. Að vísu hafa í sumar verið gerðar mælingar á hve stór hluti makrílstofnsins er í íslenskri landhelgi. En meira þarf ef duga skal.

Í samningaumleitunum eigum við að leggja áhersli á að það sé rétt viðmiðun  hve mikið af þunga aflans hefur orðið til vegna fæðu sem makríll hefur innbyrt á Íslandsniðum. Kröfur okkar eiga síðan að byggjast á slíkum útreikningum.

Síðan eigum við að kynna málstaðinn í Noregi, en þar er mesta andstaðan gegn okkur, og þeim ESB-löndum sem veiða makríl.

Hvar er ÓRG núna? Getur verið að hann sjá sér hag í því að þegja þunnu hljóði þó að hér séu miklir hagsmunir í húfi fyrir ísland? Annars væri hann svo sem  liklegur til að klúðra slíkri kynningu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 10:01

13 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Makrílmálið hefur varpað kastljósinu á aðferðafræði Evrópusambandsins eða skulum við segja kúgunarsambandsins. Sambandið telur, réttilega, að við séum þegar í aðlögunarferli og beri því okkur að lúta þeirra vilja í kvívetna.

Það sem kastlósið opinberar er að sanngirni, raunveruleiki og vísindi skipta sambandið engu máli þegar kemur að því að stunda ábyrgar veiðar enda þarf ekki annað en að skoða árangursleysi sambandsins í ábyrgum fiskveiðum í samanburði við árangur, "vondu kallana", Ísland og Færeyjar.

En það sem raunverulega kemur í ljós í flóðljósum kastljósins er einbeittur vilji Norðmanna til að valda Íslandi og Færeyjum sem mestum skaða, raunverulegu ástæðuna fyrir því að þeir vilji valda okkur skaða er ekki græðgi í peninga heldur óstjórnleg græðgi þeirra til að ráða öllu á Norður Atlantshafi. 

Eggert Sigurbergsson, 14.9.2012 kl. 14:02

14 Smámynd: Elle_

Æ-i, blessaður, hættu þessu þjóðrembubulli þínu, Jón Frímann.  Það er hlutur sem þú getur bara alls ekki klínt á mig og ekki sé ég það heldur í Vinstrivaktinni.  

Þú veist ekkert um mig persónulega, enda gef ég lítið upp í opinberu bloggi, en get frætt þig á að ég er líka ríkisborgari annars lands og með erlent blóð úr enn öðru landinu í æðum og bjó lengi, lengi í öðru landi.  Það sama á við son minn.

Þjóðrembingskjaftæði ykkar ´Ásmundar´ og hinna Brussel-dýrkendanna um okkur andstæðinga ofbeldisins er ekkert nema það: KJAFTÆÐI.

Elle_, 14.9.2012 kl. 17:40

15 Smámynd: Elle_

Og ég er sammála Palla að þú ættir að halda þig í burtu og hætta að skipta þér af landinu okkar, sjálfstæði þess og okkur.  Það er líka þannig að EF þú værir nógu klókur værirðu einn mesti skaðræðismaður landsins.  Þakka guði fyrir að þú hefur ekki klókindavit.

Elle_, 14.9.2012 kl. 17:47

16 identicon

Hvað er makríllinn lengi á ári í íslenskri landhelgi?

Er það nema þrír mánuðir? Miðað við að hér sé 29% stofnsins þennan tíma þá ætti okkar hlutdeild að vera 29x3/12 = 7.25% ef fiskurinn þyngist hlutfallslega jafnmikið hér og annars staðar.

Hver eru rökin fyrir meiri afla? Íslendingar verða að geta rökstutt kröfur um hvers vegna við eigum að fá meiri kvóta. Við verðum að sætta okkur við þann kvóta sem okkur réttilega ber.

Ef við gerum það ekki er eðlilegt að ESB og Norðmenn beiti okkur viðskiptaþvingunum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 00:38

17 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ásmundur, þetta snýst ekki um tíma heldur snýst þetta um lífmassa þ.e hvaðan kemur lífmassinn sem makrílinn étur. Þegar þjóðir skipta flökkustofnum er mikið horft á þann lífmassin verður til, Norðmenn og ESB kjósa frekar að beita óhefbundnum aðferðum við að útkljá makrílmálið þ.e þeir ætla að láta aflið/hótanir/yfirgang/frekju/valdnýðslu/ o.s.f ráða til að þurfa ekki að taka réttmætum rökum.

Makríllinn gengur Norður eingöngu til að fita sig fyrir veturinn og safnar hann upp forða sem hann nýtir síðan til framleiðslu á hrognum/svili til hrygningar og viðurværis yfir veturinn.

Ef 29% af stofninum fer á Íslandsmið  til að safna forða þá er eðlilegt að Ísland fái mun stærri hluta af stofninum en þessi 14% sem við förum fram á núna, sannleikurinn er sá að Norðmenn og ESB geta gert góðan díl ef þeir semja við Íslendinga núna um 14%.

Ef hrygningarstofninn er 5.100.000tonn, þar af eru 1.500.000tonn í íslenskri lögsögu, ICES gerir ráð fyrir að veiðidánartalanfari ekki upp fyrir 0.23 þá er hægt að segja með fullri sanngirni að hlutur Íslands sé á bilinu 210.000 til 345.000tonn.

Það verður að gera sér grein fyrir því að 13% aflans, í viðbót við 29% á Íslandsmiðum, safnar fitu á alþjóðlegum hafsvæðu sem við ættum þá tilkall til í hlutfalli við 29% okkar.

Við getum með fullri sanngirni og mikilli eftirgjöf farið fram á 14% aflans en með réttu þá ættum við tilkall til 29% + 29% af 13% eða  32,77% sem mundi gera 384.392tonn.

Vert að geta þess, svona af því að við erum að tala um meinta frekju og yfirgang Íslendinga, þá krefst Evrópusambandið 6.7% af Norsk-Íslenska síldarkvótanum þótt síldin fari aldrei inn í Evrópskan sjó.

Ísland hefur gert rétt í því að standa réttilega á sínu og halda sjó þrátt fyrir endalausar hótanir um ofbeldi. Næstu skref í samningamálum væri að auka kröfur okkar byggðar á vísindalegum niðurstöðu um magn makríls á Íslandsmiðum. 

Tímin vinnur með okkur enda eru meiri líkur en minni að makrílinn komi til með að vera hér í magni næstu áratugina eins og hann gerði á hlýindaskeiðinu 1926 til 1945.

Eggert Sigurbergsson, 15.9.2012 kl. 04:28

18 identicon

Ásmundur undirstrikar enn einu sinni að hann veit ekkert um hvað hann bullar alla daga.

....og svo þagnar hann og byrjar á næstu bloggfærslu með delluáróðurinn sinn. Það er auðvitað ekki hægt að horfast í augu við að maður er fábjáni.

Fíflið heldur svo að fólk taki eitthvað mark á honum! Hahaha....

palli (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 09:51

19 identicon

Eggert, takk fyrir málefnalegt svar.

Ég þóttist vita að málið væri flóknara en svo að það myndi nægja að reikna út okkar hlutdeild út frá tíma makrílsins í íslenskri landhelgi og hlutfall stofnsins þar.

Samningaviðræður ættu að ganga út á að koma sér saman um réttar reikningsaðferðir þar sem leitast er við að finna út hve mikið af þunga stofnsins verður til á hinum mismunandi veiðisvæðum.

Það er etv óhjákvæmilegt að taka eitthvert tillit til veiðireynslu vegna þess að aflinn getur dreifst með mismunandi hætti á milli ára. En eftir því sem það verður ljósara að breytingin er til frambúðar ætti kvótinn að breytast til samræmis við það.

Öll umfjöllun erlendis er á þann veg að Íslendingar og Færeyingar stundi ofveiðar sem verði að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

Hvergi hef ég séð málstað Íslendinga gerð skil eða á það minnst að Íslendingar og Færeyingar hafi tekið sér kvóta einhliða vegna þess að Norðmenn og ESB vilja ekki semja um kvótaskiptingu í samræmi við núverandi dreifingu stofnsins.

Hvergi er þar minnst á á staðreynd að makríllinn hafi færst í auknum mæli yfir í íslenska og færeyska landhelgi.

Það er því nauðsynlegt Ísland kynni sinn málstað í erlendum fjölmiðlum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 11:15

20 identicon

Heyrðu Ásmundur, þú ættir að fara út í stjórnmál! Þú getur blaðrar endalaust án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Líka þegar þú hefur vitlaust fyrir þér, þá hefurðu bara ekkert vitlaust fyrir þér.

Eða þú gætir mögulega lært að halda kjafti þar til þú hefur náð þér í eitthvað vit á málefnunum. (sem í þínu tilfelli þýðir að þú munt halda kjafti um alla eilífð.... ohh hvað það er annars yndislegt tilhugsun).

Hálf-vit-i!!

palli (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 11:47

21 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ásmundur, Veiðireynsla getur virkað á staðbundna stofna en veiðireynsla getur ekki virkað vel á flökkustofna einfaldlega þar sem þeir jú flakka um lögsögur margra ríkja og haga göngum sínum eftir fæðuframboði og umhverfisaðstæðum.

Ef ein þjóð getur aflað sér veiðireynslu á flökkustofni vegna hagstæðra skilyrða í fáa áratugi á sínu hafsvæði þá fengju þeir einskonar "einkarétt" á lífmassa fisksins. Ef stofninn síðan breytir um hegðunarmynstur þá flyst þessi "einkaréttur" inn í lögsögur annarra ríkja og þar með myndast "eignaréttur" á framleiðni í hafi annars ríkis.

Noregur og ESB vita upp á hár að breyting á hegðun makrílsins mun vara næstu áratugi og að Ísland og Færeyjar hafa réttmæta kröfu um af fá sanngjarnan hlut í þeim lífmassa sem makrílinn notar á þeirra hafsvæði. Megin ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir makrílviðræðunum er þessi vitneskja Noregs og ESB og þessi vitneskja er megin ástæða fyrir því að Noregur og ESB ætla sér að beita óhefðbundnum aðferðum við að knýja fram niðurstöðu sér í hag.

Eins og alltaf þá fjarar undan óréttmætum áróðri og málstaður Íslands og Færeyja mun ná í gegn í alþjóðasamfélaginu. Vísindasamfélagið veit upp á hár að krafa Íslands og Færeyja er ekki bara réttmæt heldur sanngjörn.

Eggert Sigurbergsson, 15.9.2012 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband