Írum er ekki lengur hlátur í hug

Í miðri fjármálakreppunni var sagt í spaugi að munurinn á Íslandi og Írlandi
vær aðeins einn bókstafur og sex mánuðir. Nú hefur gamanið kárnað heldur betur
hjá frændum vorum þar syðra og þeir horfa margir til okkar öfundaraugum. Þeir
eru enn í gjörgæslu AGS og ESB, algjör stöðnun ríkir í atvinnulífi, skuldbasl
hins opinbera er með því mesta í Evrópu og atvinnuleysið er um 15% samkvæmt
opinberum tölum en nær 20% þegar rýnt er nánar í gögnin. AGS lagði í gær til
hertar aðgerðir sem felast lægri lífeyri og barnabótum, og hækkun skólagjalda.
Vefritið Independent segir að tillögur AGS séu árás á hina efnaminni í írsku
samfélagi.


Írski hagfræðilektorinn Stephen Kinsella sem var með fyrirlestur í Háskóla
Íslands í síðustu viku sagði að Írar hefðu gjarnan viljað leyfa gengi
gjaldmiðilsins að aðlagast aðstæðum þegar kreppan var sem mest. Það hefði
hjálpað Írum fyrr út úr erfiðleikunum. En Írar hafa verið fastir í evrunni og
veran í gjaldmiðilsbandalaginu hefur haldið aftur af batnandi samkeppnisstöðu
þeirra. Þeim hefur þrátt fyrir það tekist að hefta verðbólguna að vissu marki
og bæta samkeppnisstöðu sína þannig gagnvart öðrum ríkjum á evrusvæðinu, nokkuð
sem ríkjunum í Suður-Evrópu hefur ekki tekist. En sjálfstæður gjaldmiðill hefði
gert Írum kleift að bæta stöðu sína mun fyrr og þá hefði atvinnuleysið ekki
verið nálægt 20% eins og nú er.


Það sem gerði fallið á Írlandi mun meira en ella hefði orðið - og stærra en
varð hér á landi - var sú staðreynd að peningastefna Seðlabanka Evrópu hentaði
ekki fyrir Írland í aðdraganda kreppunnar. Við upptöku evrunnar hafði verið
uppsveifla á Írlandi og Írar hefðu þurft hærri stýrivexti til að halda aftur af
auknum útlánum. Seðlabanki Evrópu hélt hins vegar stýrivöxtum óheppilega lágum
sem ýtti undir útlánaþenslu og skuldasöfnun á Írlandi. Ennfremur voru vextir á
Írlandi almennt lægri en ella hefði orðið vegna þeirra mistaka
fjármálamarkaðarins líta svo á að Írar væru tryggari lántakendur þar sem þeir
væru komnir með evru. Þannig fengur Írar lánstraust að láni frá Þjóðverjum.
Þessi markaðsmistök vegna evrunnar eiga einnig við í löndum á borð við
Grikkland, Portúgal, Spán og Ítalíu.


Írar sem hingað hafa komið upp á síðkastið eru ekki bjartsýnir á að ástandið á
Írlandi muni batna að marki á næstu árum. Þeir eru fastir í skrúfstykki
evrunnar. Eins og írskur stjórnmálafræðiprófessor sem kom hingað fyrir nokkru
sagði þegar hann var spurður að því hvort Írar myndu ekki bara losa sig við
evruna: „Það er ekki hægt að afbaka eggjahræruna þegar þú ert á annað borð
búinn að baka hana." Efnahags- og stjórnmálahræra evrunnar og ESB mun því
væntanlega verða við lýði um næstu ókomin ár á Írlandi.


Spaugið um muninn Íslandi og Írlandi er því ekki lengur nokkurt gaman í huga
Íra, því þeir sjá fram á að þeir verði ekki bara sex mánuðum lengur en við í
krepptu efnahagsástandi heldur miklu fremur sex árum lengur. Og það þykir þeim
ekki fyndið.  - SJS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Írar hefðu þurft hærri stýrivexti til að halda aftur af

auknum útlánum"

Já, svona eins og hérna uppi fyrir hrun eða?

Ennfremur varð ekkert ,,fall" á Írlandi í líkingu við Ísland. Ef menn skilja það ekki eða geta ekki áttað sig á - ja, hverju geta menn þá áttað sig á?

Írland defáltaði ekki. Ísland defáltaði. þarna er náttúrulega alveg himin og haf á milli og ekki að neinu leiti sambærilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2012 kl. 13:01

2 identicon

Ómar.

Íslenska ríkið hefur alltaf staðið við skuldbindingar sínar. Það hefur ekki "defáltað". Það voru einkabankarnir sem stóðu ekki við skuldbindingar sínar.

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 13:57

3 identicon

Auk þess varð samdráttur í landsframleiðslu meiri á Írlandi - og atvinnuleysið er margfalt meira. Það er m.a. staðreyndin um hið írska fall.

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 13:59

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekkert af þessu hefur með Evru per se að gera. þegar rýnt er í atvinnuleysistölur og ályktanir dregnar af þeim - þá ber að hafa í huga atvinnuleysi sögulega séð í viðkomandi ríki og rannsaka það jafnhliða.

Varðandi skuldbindingar Ríkja, þá tæknilega séð stóð íslenska ríkið við sínar skuldbindingar en í breiðara samhengi gerði það það í raun ekki. Mestallt bankakerfi Íslands hrundi. Ísland sem slíkt defáltaði. Íslenska efnahagssvæðið, krónan sem gjaldeyrir o.s.frv. Írland defáltaði ekki á neinu. Stóð við sínar skuldbindingar. þetta telur allt til langs tíma litið. Að hada eitthvað annað er bara barnaskapur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2012 kl. 14:11

5 identicon

Það sem Írar, Grikkir og Spánverjar hafa fengið að reyna á eigin skinni, á restin af ESB eftir að finna á sínu.

Seðlabanki Evrópu hefur fengið heimild til ótakmarkaðrar seðlaprentunar, með kaupum á skuldabréfum gjaldþrota evruríkja.

Það er sem sagt búið að gefa út skotleyfi á almenning í evrulöndunum, og til stendur að kúga ríkin sem standa utan evrunnar, með því að veita seðlabankanum ótakmarkað vald yfir bankastarfsemi allra ESB ríkjanna.

Og við erum nokkrum skrefum nær hinu fullkomna fasistaríki.

Almenningur hefur ekkert val, og ekkert vald. Hann er bara hamstur á hjóli elítunnar, sem ætlar að bjarga sér og sínum.

Tímabært að segja upp EES samningnum, og verða ein af örfáum þjóðum Evrópu sem ekki lifa undir fasískri einræðisstjórn.

ESB fábjánunum okkar mætti svo smala í skip, og senda til meginlandsins.

Reyndar eru þeir orðnir svo fáir, að góð trilla dugar.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 14:36

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Evrópusambandið þarf að þróast í að verða sambandsríki. Þetta sagði José Manuel Barbapabbi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnuræðu sinni frammi fyrir Evrópuþinginu í morgun (12-sep-2012).
 
Þar hafi þið það, smápeð eins og Írland og Ísland er ekki mikill fórnkostnaður fyrir USE!!! og engin krísa skal fara til spillis til að svo verði.

Eggert Sigurbergsson, 12.9.2012 kl. 15:37

7 identicon

Þó að atvinnuleysi á Írlandi sé nú 14.8% er það ekki sérlega mikið  í sögulegu samhengi. Það varð töluvert hærra áður en evran var tekin upp.

Þannig var atvinnuleysið 17-18% upp úr miðjum níunda áratugnum og nærri 16% á fyrri hluta tíunda áratugarins. Meðaltal atvinnuleysis hefur verið miklu minna á Írlandi eftir upptöku evru 2002 en áratugina þar á undan.

Þetta má sjá í eftirfarandi hlekk. Það þarf að breyta 2011 í 1983 svo að súluritið nái til 1983.

http://www.tradingeconomics.com/ireland/unemployment-rate

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 16:19

8 identicon

Bretar og Bandaríkjamenn eru miklir andstæðingar evru vegna áhrifa hennar á þeirra eigin gjaldmiðil. Bandaríkjamenn óttast að evran eigi eftir að velta dollar úr sessi sem alþjóðlegum viðskiptagjaldmiðli. Það væri þeim gífurlegt áfall.

Þess vegna halda þeir uppi miklum áróðri gegn evru. Liður í þeim áróðri er að benda á Ísland sem dæmi um hve gott sé að geta fellt gengið.

Skýringin á "góðu" gengi Íslands i þessum samanburði er hins vegar allt önnur en gengishrunið sem var gífurlegur tjónvaldur.

Skýringin er að íslenska ríkið skuldaði nánast ekkert fyrir hrun og skuldir þjóðarbúsins, sem voru mjög miklar, þurrkuðust að mestu út við gjaldþrot bankanna. Evrópuþjóðir í vanda voru hins vegar mjög skuldugar fyrir hrun. 

Skulda- og gjaldeyriskreppan sem enn sér ekki fyrir endann á hefði ekki skollið á ef við hefðum haft evru. Skuldir hefðu ekki hækkað upp úr öllu valdi heldur lækkað með hverri greiðslu. Staða almennings og fyrirtækja væri því miklu betri.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 18:02

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ráðstjórnarríki Evrópusambandsins eru á teikniborðinu hjá ESB Elítunni í Brussel.

"Ásmundur" ESB taglhnýtingur fer hér með sitt venjubundna rugl sem sennileg er fjármagnað með ESB silfurpeningum.

Gunnlaugur I., 12.9.2012 kl. 18:21

10 identicon

Ómar.

Ofris í írsku efnahagslífi eftir upptöku evrunnar er hennar vegna. Lestu pistilinn aftur og hlustaðu á það sem Írar segja sjálfir, auk ýmissa hagfræðinga. Á sama hátt hefur er myntbandalagið ein helsta skýringin á erfiðleikum jaðarlandanna í álfunni. Stjórnmálaleiðtogar í álfunni reyna í lengstu lög að halda öðru fram en staðreyndirnar tala sínu máli.

Ásmundur.

Ef þú hefur verið í Bandaríkjunum ættir þú að vita að Evrópa og evra er þeim ekki ofarlega í huga alla jafna. Eins og staðan er núna óska flestir Bandaríkjamenn sem tjá sig um efnahag Evrópu þess heitast að hún nái sér upp úr kreppunni. Það er gífurlega mikilvægt fyrir bandarísk fyrirtæki og um leið mikilvægt fyrir almenning í Bandaríkjunum því Evrópumenn kaupa talsvert af bandarískum fyrirtækjum. Að öðru leyti skiptir evran Bandaríkjamenn almennt ekki miklu máli.

Fyrir hrunið var opinber rekstur Íra og Spánverja á mjög góðu róli - og reyndar má segja það sama um Ítalíu, en þar voru skuldir að þróast til betri vegar þótt þeir væru enn að burðast með bagga óstjórnar frá því á áttunda áratug síðustu aldar.

Ef við hefðum haft evru hefðu bankarnir getað þanist mun meira út, skuldasöfnunin hefði verið mun meiri og ESB hefði þvingað íslenska ríkið til að ábyrjast þessar miklu skuldir. Það var lán okkar að neyðarlögin voru samþykkt áður en AGS, stýrt af ESB að því er varðar Ísland, kom hingað til lands. ESB hefði aldrei samþykkt þá leið sem við fórum í bankamálunum heldur hefði þvingað okkur til að burðast með skuldirnar. Þá værum við í verri málum en Grikkir - og ef við hefðum verið með evru fyrir hrun hefðum við verið í margfalt verri málum en Grikkir.

Pældu aðeins í þessu! 

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:14

11 identicon

Það er náttúrulega svolítið gaman, að sjá að Mundi hefur jafn lítið vit á írskum málefnum, eins og öllum öðrum.

En blessaðir Írarnir, þeir eru víst meira og minna á faraldsfæti. 75-80 þúsund flýja land á hverju ári. Ætla má að innan tveggja ára hafi 10% þjóðarinnar flúið land.

Ef þetta væri ekki að gerast, hefði gerst og mun gerast, væri atvinnuleysi á Írlandi á svipuðum slóðum og hjá Spánverjum og Grikkjum.

Nota bene, atvinnuleysi á Spáni og Grikklandi er vantalið, vegna fjöldaflótta.

En aftur að Írum. Landflótti þaðan hefur ekki verið meiri síðan í yfirvaldið í Bretlandi gerði sitt besta til að svelta þjóðina til dauða á 19. öldinni.

Það sem hefur breyst með ESB, er að yfirvaldið í þessum hörmungum er í Brussel, ekki London.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:22

12 identicon

Stefán, það er rétt að bandarískur almenningur lætur sig evruna litið skipta. Það er einfaldlega af hreinni fáfræði.

En þeir sem á annað borð hugsa um peningastjórnun hafa miklar áhyggjur af dollar sem hefur fallið gagnvart evru til margra ara litið. Dollarinn er helsti viðskiptagjaldmiðill heimsins.

Með tilkomu evrunnar var þessari stöðu hans fyrst ógnað enda eru íbúar ESB-landa miklu fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna.

Það hefði gríðarlega slæm áhrif í Bandaríkjunum ef dollarinn myndi þurfa að víkja fyrir evru sem hin leiðandi mynt í heiminum. Þess vegna vilja bandarískir fjármálasérfræðingar hana feiga. Mikil þjóðremba Bandaríkjamanna hefur einnig áhrif. 

Staða dollars er langtímamál og því miklu mikilvægara en skammvinnur vandi vegna evrukreppu.

Bretum er einnig illa við evru því að hún veikir þeirra eigin gjaldmiðil. Bandaríkjamenn og Bretar leiða fjármálaumræðuna í heiminum. Það er því engin furða að evran fái þar slæmt umtal.

Ásmundut (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:41

13 identicon

Stefán, þetta eru hrein öfugmæli.

Bankarnir á Íslandi þöndust miklu meira út en bankar evruríkjanna. Ástæðan var ekki síst krónan eða réttara sagt allt of hátt gengi á krónunni. Hátt skrifuð króna gerir allt erlent ódýrt þar á meðal fjármálafyrirtæki og annað sem bankar ásælast.

Hækkandi gengi á krónunni gerði afkomu bankanna miklu betri en ella. Ef uppgjör hefðu farið fram í evrum hefði þau oft sýnt tap. Meðal annars Þess vegna hefði ekki verið grundvöllur fyrir þessari útþenslu.

Það er rangt að ríkið hefði þurft að ábyrgjast bankana ef við hefðum haft evru. Reyndar vildu stjórnvöld gera það en gátu það ekki. Að taka á sig skuldir upp á margfalda landsframleiðslu var augljós ávísun á þjóðargjaldþrot og kom því ekki til greina,

Írska ríkið hefur ábyrgst skuldir írskra banka. Það var þeirra eigin ákvörðun. Þeir einfaldlega litu svo á að hættan af að gera það ekki væri meiri en ef þeir gerðu það.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 21:07

14 identicon

Ásmundur!

Vandi evrunnar er ekki sá að Bandaríkjamenn líti á hana sem einhvern hættulegan keppinaut á fjármálamörkuðum heimsins – vegna þess að svo er ekki. Vandi evrunnar er sá að íbúar Evrópu hafa almennt ekkert allt of mikla trú á þessum gjaldmiðli sem evran er. Fréttir berast af því að einhverjir tugir prósenta af íbúum evrulandanna hafi ekki trú á gjaldmiðlinum og vilji jafnvel skipta til fyrri miðla. Vandamál evrulandanna er líka það að íbúar Evrópu hafa ekkert allt of mikla trú á Evrópusambandinu. Í hverjum kosningunum á fætur öðrum í Evrópu, t.d. í Frakklandi, hefur komið í ljós að fólkið hefur ekkert allt of mikla trú á þessu fyrirbæri, ESB, sem slíku.

Ég ætla ekkert að fara að dásama Bandaríkin, en þar er þó staðan sú að enginn efast um ágæti Bandaríkjadals sem gjaldmiðils. Og þeir eru hlutfallslega fáir þar sem efast um Bandaríkin sem ríki – að minnsta kosti ef borið er saman við þá Evrópumenn sem efast um ESB. Þetta er munurinn og hann stafar m.a. af því að evrópska myntbandalagið hefur ýmsa ókosti sem koma æ betur í ljós. Þessar fullyrðingar þínar um andúð Bandaríkjamanna gegn Evrópu eða evrunni eru að mínu mati hrein firra. Það er heldur ekki gott fyrir Breta ef allt fer í steik í ESB – og það er alls ekki gott fyrir okkur heldur. Það er hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga að Evrópa komist sem fyrst út úr þessum mikla vanda sem hún nú er í. Umræða þín um að Bandaríkjamönnum, Bretum eða jafnvel ESB-aðildarandstæðingum hér á landi sé illa við evruna er út í hött vegna þess að það er okkur öllum til hagsbóta að Evrópumenn nái að bæta sinn hag.

Varðandi þróun bankanna hér fyrir hrun: Bankarnir störfuðu á evrópska efnahagssvæðinu og voru háðir reglum sem gerðu þeim kleift að starfa í öllum ESB-löndum fyrst þeir höfðu starfsleyfi hér. Allir viðurkenna nú að þessar samevrópsku reglur voru óskynsamlegar þegar um var að ræða banka sem störfuðu yfir landamæri og allir eru nú sammála um að þær voru sérstaklega skaðlegar fyrir lítið land sem Ísland. Þessar reglur gerðu bönkunum hins vegar kleift að þenjast út, því ef þeir hefðu ekki getað þanist út í ESB vegna þessara reglna hefði þessi bankakreppa aldrei orðið sú sem hún varð. Vandamálið var m.a. smæð Íslands gagnvart hinum stærri markaði sem gerði bönkunum kleift að safna skuldbindingum langt yfir styrk hins opinbera hér á landi sem sumir trúðu að myndu tryggja starfsemi bankanna ef í óefni færi – og nota til þess skattpeninga landsmanna.

Við munum öll þann söng forkólfa bankanna að þeir teldu að krónan væri þeim fjötur um fót í útrás og vexti. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað hefði gerst ef þeir hefðu fengið ósk sína uppfyllta. Forkólfar bankanna léku á íslensk stjórnvöld og fram hefur komið að þeir léku líka á evrópsk stjórnvöld. Þeir hefðu að líkindum farið sínu fram að verulegu leyti í því þjóðfélagsástandi sem var hér og víða annars staðar fyrir hrunið. Það er gífurlega mikill þrýstingur í Evrópusambandinu að ríkin ábyrgist bankana. Það hefði verið látið yfir Ísland ganga. Og það er alveg klárt – og þú getur alveg treyst því – enda ertu alveg þokkalega vel gefinn og þú skilur þetta – að ef þróunin hefði ekki verið með þeim hætti að neyðarlögin voru samþykkt áður en AGS samþykkti að koma hingað til lands – þá hefðu ESB ríkin aldrei samþykkt samninga við Ísland sem fælu það í sér að ekki yrði staðið að fullu við skuldbindingar við lánardrottna bankanna. Líttu bara á það sem hefur verið að gerast í Evrópu síðustu misseri og ár. Og skoðaðu vel gerðir ESB gagnvart Íslandi að undanförnu. Við hefðum verið þvinguð til að taka á okkur skuldbindingar bankanna að verulegu leyti og fyrir vikið hefðu opinberar skuldir verð margfaldar á við það sem þær eru í dag og við verið í verra ástandi en Írar og Grikkir.  Þú sérð þetta mæta vel ef þú rýnir í þau gögn og rök sem fyrir liggja.  

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 22:18

15 identicon

Stefán, það er Bandaríkjunum mjög mikið hagsmunamál að dollar haldi stöðu sinni sem leiðandi gjaldmiðill í alþjóðlegum viðskiptum.

Þeir sem skrifa um þessi mál gera sér auðvitað grein fyrir því að tilkoma evru getur ógnað þessari stöðu dollars enda eru íbúar ESB-landa um 500 milljónir en Bandaríkjamenn rúmlega 300 milljónir.

Það eru því hagsmunir Bandaríkjamanna (og Breta í minni mæli) að hefta framgang evrunnar. Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki áhrif á skrif þeirra.

ESB er ekki ríki og þess vegna er ekki undarlegt að íbúar þar efist um að það sé ríki eins og Bandaríkin.

Það er auðvitað ekkert annað en búast má við að afstaða margra til ESB og evru breytist í kreppu. Það er heldur ekki við því að búast að menn átti sig á örsökum kreppunnar eða sjái hana í samhengi við ástandið í heiminum.

Það er hins vegar rangt að einstakar þjóðir vilji taka upp eigin gjaldmiðil. Jafnvel verst stöddu löndin vilja ekki missa evruna. Þær kenna henni ekki um ófarir sínar.

80% Grikkja vildu halda í evru skv skoðanakönnun eftir síðustu kosningar þar og 80% Spánverja vilja halda í evru skv nýlegri skoðanakönnun,

Það er rangt að Finnar vilji losna við evru. Það sem er rétt er að finnsk stjórnvöld hafa ákveðið að búa sig undir að verða að skipta um gjaldmiðil ef allt fer á versta veg. Worst case scenario. Íslendingar geta lært af Finnum að gera varúðarráðstafanir.

Þrýstingur bankanna á að fá evru kom fram eftir að þeir höfðu vaxið upp úr öllu valdi. Ástæðan var að þeir sáu fyrir að bólan myndi fljótlega springa og gengi krónunnar hrynja.

Þá hefði verið skelfilegt að telja fram í íslenskum krónum því að afkoman hefði orðið miklu verri en með evru . Með öðrum orðum voru bankarnir að reyna að koma í veg fyrir að þurfa súpa seyðið af gengishruninu eftir að hafa notið góðs af bólunni.

ESB getur auðvitað ekki þrýst á ríki að ábyrgjast skuldir banka nema sem skilyrði fyrir sérstakri fyrirgreiðslu af þeirra hálfu. ESB er samband réttarríkja 

Þannig var sett skilyrði um ríkisábyrgð á lánum ECB til banka í vanda. Að ESB þrýsti á ríki að taka ábyrgð á þegar teknum lánum einkaaðla frá þriðja aðila er fráleitt enda myndu þau að sjálfsögðu hafna slíkri ábyrgð með fullum rétti.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:23

16 identicon

Stefán, íslensku bankarnir voru einkafyrirtæki. Þegar einkafyrirtæki verða gjaldþrota tapa lánardrottnar því sem vantar upp á að þrotabúið geti greitt af skuldum.

Það er því alrangt að það hafi verið þrýstingur á íslenska ríkið að greiða þessar skuldir. Það hefði verið brot á reglum réttarríkisins. Það kom aldrei til greina.

Það var einnig augljóst að þessar skuldir voru miklu hærri en svo að ríkið gæti nokkurn tímann greitt þær. Skuldirnar voru fimmföld landsframleiðsla. 

Til samanburðar eru ríkisskuldir í dag  rúmlega eins árs landsframleiðsla og efast sumir um að við munum geta greitt þær enda erum við í hópi skuldugustu þjóða heims. 

Fyrir hrun var því oft haldið fram að bankarnir væru í raun með ríkisábyrgð vegna þess að ríkið þyrfti að koma til bjargar ef illa færi til að koma í veg fyrir gjaldþrot þeirra.

En þegar á reyndi gat ríkið ekki komið bönkunum til til bjargar svo að spárnar gengu ekki eftir.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:52

17 identicon

Þetta er merkilegt, Ásmundur:

Út frá þínum upplýsingum vill fimmtungur Grikkja og fimmtungur Spánverja kasta evrunni þrátt fyrir að menn séu almennt sammála um að umskipti frá evru til annars gjaldmiðils myndi skapa mikinn usla og óróa í þeirra heimalöndum og á svæðinu í heild. Fimmtungur þessara þjóða er tilbúinn til að taka á sig stórkostlega tímabundna erfiðleika til að losna við gjaldmiðilinn. Það sýnir nú ekki mikið traust á honum. Ef þú spyrðir sömu spurningar í Bandaríkjunum - sem þér er ofarlega í huga  - þá er áreiðanlegt að nánast enginn myndi vilja skipta út dollarnum fyrir annan gjaldmiðil. Þetta segir sína sögu.

Varðandi gjaldmiðlana - þeir eru fleir en dollar og evra - fyrir utan pundið. Jenið og júanið hafa sitt að segja hvort sem litið er til mannfjölda, framleiðslu eða viðskipta.

Hættu nú að berja höfðinu við steininn Ásmundur. Ég held þú skiljir alveg hvað ég er að fara. Þú átt meiri samleið með mér en þú heldur.

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 23:56

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Mér er ekki hlátur í huga þegar ég sé alla þá fáfræði sem hérna kemur fram um evruna og þær þjóðir sem eru núna í djúpri efnahagskreppu. Grikkir vilja ekki fara úr evrunni, eru í raun hræddir við það. Írar láta sér ekki einu sinni detta slíkt í hug.

Spánverjar vilja alls ekki tapa evrunni. Aðeins 22% þjóðarinnar vill það samkvæmt könnunum. Enda vilja 70% spánverja halda evrunni. Þetta er svo óumdeild niðurstaða að ekki einu sinni Morgunblaðið gat snúið útúr henni. Þeir reyndu það þó í frétt sinni um málið.

Annar mælikvarði á efnahagskreppu er hversu vel gjaldmiðil viðkomandi ríkis gengur. Íslenska krónan var ekki felld árið 2008. Eins og er vinsæl eftirá sögurskýring íslendinga. Heldur hrundi íslenska krónan eins spilaborg með íslensku bönkunum.

Íslenska krónan hefur ekki ennþá jafnað sig eftir það hrun. Þökk sé gjaldeyrishöftum og skuldabréfum upp á 1000 milljarða, og síðan erlendar skuldir upp á rúmlega 14.000 milljarða íslenskra króna sem eftir standa vegna bankahrunsins á Íslandi árið 2008 (frétt um skuldir Íslands er að finna hérna, frá árinu 2010. Ég finn ekki nýrri tölur þrátt fyrir leit). Þeir sem halda að íslenska krónan eigi framtíð fyrir sér eru í alvarlegri afneitun varðandi staðreyndir um íslensku krónuna.

Staðreyndin er einfaldlega sú að íslenska krónan er búin að vera. Það er eingöngu íslendingum sjálfum að kenna hvernig þetta fór og engum öðrum.

Það sem á eftir að gerast í íslensku hagkerfi er óðaverðbólga af stærri gráðunni. Kallast hyperinflation á ensku. Verðgildi íslensku krónunar á eftir að minnka trilljónfalt áður en íslendingar gefast endanlega uppá þessum gjaldmiðili. Reikna má með að pulsa útí sjoppu muni kosta 700 milljónir eða meira þegar umrædd óðaverðbólga fer af stað fyrir alvöru á Íslandi. Svona óðaverðbólgur gerast mun hratt og oft án mikils fyrirvara.

Hvernig sem á málið er litið. Þá er íslendingum ekki hlátur í hug þegar rætt er um íslensku krónuna.

Jón Frímann Jónsson, 13.9.2012 kl. 02:02

19 identicon

Manni er nú alltaf grátur í hug þegar þú tjáir þig, Jón Frímann. Þú ert sorglegt eintak af mannveru.

Hvernig gengur að finna þér líf í Danmörku? Ertu yfirleitt byrjaður að leita þér að vinnu? Merkilegt að bjáni eins og þú segir sjálfur frá því hvað þú ert sorglegur, á eigin bloggi, er þroskaheftur og einhverfur, en neinei, þú veist sko bara miklu betur en allir aðrir og helstu fjölmiðlar og spekúlantar heims.

Og ertu svo gáttaður á því að þú ert kallaður fábjáni???

Get a fokking life, loser!

Og Ásmundur, hvernig er hægt að taka mark á einu orði sem kemur frá þér (þ.e. ef þú ert ekki Jón Frímann), eftir að þú lést frá þér snilldarperluna að ESB muni aldrei lenda í skorti á peningum, þeir prenta bara meira af peningum!

Þvílíkir fábjánar og einfeldningar, en ekki síður heimskustu hrokabyttur landsins. Haldandi uppi áróðri sem þið sjálfir hafið ekkert vit á. Er það svona mikilvægt fyrir ykkur að geta haldið því fram við ykkur sjálfa að þið séuð ekki félagslegu úrhrökin sem þið eruð? Þroskaheftir þráhyggju aular.

Enn og aftur spyr ég, til hvers að halda uppi þessum áróðri á þessar vefsíðu, þegar það hefur augljóslega engan tilgang? Það er enginn hérna inni sem tekur mark á dellunni sem lekur úr ykkur.

Ástæðuna er að finna inn í ykkar sjúku sál. Þráhyggja af verstu sort. Geðsýki og heilabilun.

En gerið ykkur bara áfram að fíflinu sem þið eruð. Segið við sjálfa ykkur að það sé ekki hlegið að öllu sem þið segið. Segið það svo aftur og aftur og aftur, þá hlýtur það að vera satt. Ekki séns að þið séuð athlægi allra!!

Þvílík fábjánabörn!!

palli (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 06:20

20 identicon

Stefán, það eru auðvitað meðmæli með evrunni þegar 80% Grikkja og Spánverja vilja halda í hana þrátt fyrir þær fórnir sem það kostar í aðhaldsaðgerðum. Við erum að tala um þjóðir sem eiga í miklu basli við að uppfylla skilyrðin fyrir því að halda í evru.

Ég er búinn að útskýra með rökum hvernig sífellt sterkari króna olli útþenslu bankanna, hvers vegna bankarnir vildu evru þegar bólan nálgaðist hámark, hvers vegna það gat aldrei komið til greina að íslenska ríkið greiddi skuldir þrotabúa bankanna og að þessar skuldir voru allt of miklar til að nokkur möguleiki væri á að ríkið gæti greitt þær. Fleiri rangfærslur hef ég hrakið.

Í stað þess að reyna að koma með mótrök biður þú mig um að hætta að berja höfðinu við steininn og verður þannig uppvís að algjöru rökþroti.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 07:44

21 identicon

Nei, Ásmundur Frímann, það ert þú sem ert rökþrota. Þú ert bara of heimskur til að skilja einföldustu rök sem eru ekki í samhljómi með áróðrinum og heilaþvættinum í þér.

Vandamálið hjá þér er heimska.

Það breytir engu hvað þú bullar mikið um hvað þú ert með mikil rök og hvað þú ert klár. Þú verður alltaf heimskingi. Sorry. Þannig er það bara.

Það er allt í lagi að vera heimskur. Það eitt og sér gerir þig ekki að þeirri sjúku sál sem þú ert. Vandamálin eru miklu meiri hjá þér. Þú ert hrokabytta, sjálfsupphafinn landráðatussa, sem lýsir því yfir aftur og aftur að þú hafir bara rétt fyrir þér. Allur heimurinn er ósammála þér, en neinei, þú ert bara samt rosa klár.

Þráhyggjan hjá þér er skelfileg.

Og enn og aftur, til hvers að halda áfram áróðrinum á þessari vefsíðu?

Það eitt og sér er glóandi merki um hvað þú átt í rauninni bágt. Þótt það þjóni greinilega engum tilgangi, þá heldurðu áfram og áfram.

Það er þráhyggja. Geðveiki. Sálfræðileg bilun.

Reyndu nú að horfast í augu við sjálfan þig og ná örlitlum tökum á þér. Þetta röfl og tuð í þér er svo þreytandi, og þessi óþolandi hroki og heimtufrekja skýtur bara sjálfan þig í fótinn.

En þú ert líklega allt of fokking heimskur til að fatta þetta, svo að við þurfum að ignora þig áfram.

Þvílíkur geðsjúklingur.

Hvað eyðirðu miklum tíma í að segja við þig að þetta sé að hafa einhvern árangur? Allir eru á móti þessari dellu. Allir segja þér að hypja þig. Það er enginn sem tekur þig alvarlega, eða yfirleitt nokkuð mark á þvælunni sem vellur upp úr þér. Það er augljóst smábörnum að þú ert ekki að hafa áhrif á neinn hérna inni, burtséð frá því hvort þú hefur rétt fyrir þér eða ekki. Hvað ertu búinn að vera að blaðra þetta rugl lengi? Hvað heldurðu að þú hafir sannfært marga um þinn málstað? Svarið er engan. Nákvæmlega ekki neinn.

Þú ert bara svoo sorglegur einstaklingur. Jésús!

palli (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 08:52

22 identicon

Stefán, ef ESB hefði lagt áherslu á að ríkið ábyrgðist skuldir bankana hefði sá þrýstingur komið áður en þeir fóru í þrot. Til að gera okkur það kleift hefði ECB boðið bönkunum lán með skilyrði um ábyrgð ríkissjóðs.

Ekki vantaði áhuga bankanna á að fá lán og heldur ekki ríkisins að ábyrgjast þau. Það stóð hins vegar á ECB og öllum öðrum að lána bönkunum gegn ríkisábyrgð eða ríkinu beint einfaldlega vegna þess að við hefðum aldrei getað greitt allar þessar skuldir.

Málið horfði hins vegar öðruvísi við eftir gjaldþrot bankanna. Þá var hægt að lána okkur eftir að það var fyrirséð að mikill meirihluti skulda bankanna yrði afskrifaður.

Við megum þakka fyrir að hafa verið neitað um slík lán því að annars hefði gjaldþrot ríkisins blasað við. Það er skelfilegt til þess að vita að þeir sem voru við stjórnvölinn voru tilbúnir til að leiða þjóðina út í gjaldþrot upp á mörg þúsund milljarða.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 10:25

23 Smámynd: Elle_

Fóstbræðurnir Ási og Jón Frím. heimtuðu ICESAVE.  Jón Fr. nánast brjálaðist við andstæðinga nauðungarinnar.  Eins gott að halda þessu til haga.  Nú kemur Ási og segir við Stefán (sem að sjálfsögðu er sakaður um að vera rökþrota eins og allir með andstæð rök): - - - Ég er búinn að útskýra - - - hvers vegna það gat aldrei komið til greina að íslenska ríkið greiddi skuldir þrotabúa bankanna - - -.

Elle_, 15.9.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband